Fréttablaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.03.2020, Blaðsíða 16
Gólfefnaverslunin Álfaborg býður nú aukið úrval af gólfefnum og hefur hafið sölu á nýju harðparketi frá hinum heimsþekkta framleiðanda Berry Alloc. „Móttökur viðskiptavina hafa verið frábærar, enda er þetta frábær viðbót við núverandi vöruval í parketi,“ segir Kolbeinn Össurarson. „Við höfum sjaldan fengið eins góðar móttökur við vörum frá nýjum birgja, hvort sem það er á einstaklingsmarkaði, hjá fagmönnum eða verktökum.“ Aukið vöruval í parketi „Frá stofnun fyrirtækisins hefur áhersla okkar verið á að bjóða upp á vandaða vöru frá þekktum fram­ leiðendum,“ segir Kolbeinn. „Við höfum verið íhaldssöm í því að bæta við okkur framleiðendum og frekar lagt áherslu á samstarfsaðila sem við höfum unnið með til fjölda ára. Ef við sjáum hins vegar tækifæri til þess að þétta vöruvalið gerum við það. Leiðarljósið er sem fyrr að veita viðskiptavinum okkar heildar­ lausnir við val á gólfefnum og góða þjónustu,“ segir Kolbeinn. „Íslenskir neytendur eru kröfu­ harðir og við bjóðum þeim einungis vandaða vöru á sam­ keppnishæfum verðum, annað gengur ekki. Fyrirtækið Berry Alloc og vör­ urnar frá því falla því einstaklega vel að kröfum markaðarins. Það er góð viðbót við núverandi vöruval í parketi, en til fjölda ára höfum við unnið með vinum okkar hjá Tark­ ett með góðum árangri,“ útskýrir Kolbeinn. Berry Alloc harðparket „Harðparketið frá Berry Alloc uppfyllir ýtrustu kröfur, hvort sem kemur að hörku, rispuvið­ námi eða rakavörn. Þetta er harð­ parket fyrir þá sem gera kröfur um fallegt útlit og mikil gæði, enda fylgir ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Kolbeinn. „Það er líka auð­ velt að leggja það, enda er það með svokölluðum 5G lás, sem gerir nánast öllum kleift að leggja það á stuttum tíma. Parketið hefur hörkustuðulinn 33 og er vatns­ þolið, ásamt því að auðvelt er að þrífa það og það hefur umhverfis­ vottun og náttúrulegt útlit. Nýja harðparketið frá Berry Alloc hefur fengið frábærar móttökur hjá viðskiptavinum. Álfaborg hefur sjaldan fengið eins góðar móttökur við vörum frá nýjum birgja, hvort sem það er á einstakl­ ingsmarkaði, hjá fagmönnum eða verktökum, enda er parketið frábær viðbót við núverandi vöruval. Fyrirtækið og vörur þess falla mjög vel að kröfum markaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Álfaborg hefur unnið með framleiðand­ anum Tarkett með góðum árangri í mörg ár og býður upp á viðarparket frá fyrirtækinu í miklu úrvali. Vinsældir Tarkett vínyl­ parkets hafa stöðugt verið að aukast, en það er afar sterkt og útlit þess er orðið raunverulegt. Vínylparket er sterkara en harðparket og endist því lengur, auk þess sem það er mýkra og hljóðvist þess er góð. Þróunin í sölu á parketi hefur verið í þá átt að viðskiptavinir okkar velja frekar harðparket en viðarparket eða gegnheilt parket,“ segir Kolbeinn. „Ástæðu þess má ef til vill rekja til þess að útlit þess er raunverulegra og verðið mun hag­ stæðara. Í raun er harðparket 95% umhverfisvænn viður og eingöngu 5% plast, en það er á yfirborði þess. Það gerir yfirborð þess mjög slit­ sterkt og endingu þess eftir því. Við bjóðum nú harðparket í mismunandi þykktum, allt frá 8 mm upp í 12 mm, í stærri og lengri borðum en áður. Einnig bjóðum við viðarparket í miklu úrvali eins Íslenskir neyt- endur eru kröfu- harðir og við bjóðum þeim einungis vandaða vöru á samkeppnis- hæfum verðum. og áður,“ segir Kolbeinn. „Við erum með umtalsvert magn af parketi á lager, en einnig getum við sér­ pantað með stuttum fyrirvara.“ Flísar, parket, dúkar, teppi, vínylparket og múrefni „Við erum þekkt fyrir mikið úrval af gólfefnum, sérstaklega í f lísum, og höfum verið leiðandi á markaðnum,“ segir Kolbeinn. „Við bjóðum einnig töluvert vöruúrval af teppum, dúkum og vínylparketi. Vinsældir Tarkett vínylparkets hafa líka stöðugt verið að aukast, enda er það frábær vara. Það er afar sterkt og útlit þess er orðið raunverulegt,“ segir Kolbeinn. „Vínylparket er sterkara en harð­ parket og endist því lengur, en auk þess er það mýkra og hljóðvist þess er góð. Einstaklingar og fyrirtæki hafa því í auknum mæli valið þann valkost fyrir gólf í eldhúsum, bað­ herbergjum og öðrum rýmum sem eru undir miklu álagi, enda þolir það bleytu vel.“ Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.