Fréttablaðið - 20.01.2020, Page 43
Opinn fundur 23. janúar á Grand hótel kl. 9:00 til 10:30.
AÐ STANDA Í STORMINUM
– Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
ÞEGAR RAFORKUKERFIÐ BRESTUR
– Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
SÖGUR ÚR LOFTLÍNUNNI
– Malín Frid, harðasti iðnaðarmaður Íslands 2019, Veitum.
STARFSHÓPUR STJÓRNVALDA UM ÚRBÆTUR Á INNVIÐUM
– Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
FUNDARSTJÓRI: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.
Skráning á www.samorka.is
1995 – 2020
ára
Borgarbókasafnið fer nú af stað með nýja viðburðaröð sem ber heitið Húslestur í
skammdeginu þar sem góðir gestir
hvaðanæva líta inn með sína uppá-
haldstexta. Lesið verður upp úr
ýmsum textum; fróðleik, skáld-
skap, ljóðum og dagbókum. Rit-
höfundarnir Elísabet Jökulsdóttir
og Jónína Leósdóttir ríða á vaðið og
lesa í Borgarbókasafninu, Menn-
ingarhúsi Gerðubergs á miðviku-
dag, 22. janúar, klukkan 20.00.
Elísabet Jökulsdóttir hlaut Fjöru-
verðlaunin, bókmenntaverðlaun
kvenna, fyrir ljóðabókina Ástin er
ein taugahrúga árið 2015. Þá var
hún tilnefnd til Menningarverð-
launa DV og Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs fyrir sömu bók.
Árið 2018 hlaut Elísabet viðurkenn-
ingu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarps-
ins fyrir ritstörf sín.
Jónína Leósdóttir hefur skrifað
endurminningabækur, skáldsögur
og barna- og ungmennabækur. Árið
2016 birtist fyrsta bókin í bóka-
f lokknum vinsæla um eftirlauna-
þegann Eddu sem leysir glæpi, en
von er á fimmtu bókinni um Eddu
á næstu vikum.
Næstu húslestrar verða síðan
19. febrúar, gestir tilkynntir síðar,
og miðvikudaginn 18. mars en þá
verða gestir Anna Gyða Sigurgísla-
dóttir og Eiríkur Guðmundsson. – kb
Húslestur í skammdeginu
Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LESIÐ VERÐUR UPP ÚR
ÝMSUM TEXTUM; FRÓÐLEIK,
SKÁLDSKAP, LJÓÐUM OG
DAGBÓKUM.
Heil Hálfviti!
KVIKMYNDIR
Jojo Rabbit
Leikstjórn: Taika Waititi
Aðalhlutverk: Roman Griffin Davis,
Thomasin McKenzie, Scarlett
Johansson, Taika Waititi
Jojo er lítill og góður nasisti sem
tekur þátt í starfi Hitlersæskunnar af
slíkum metnaði að sjálfur foringinn
er ósýnilegi vinurinn hans. Sameig-
inleg áhugamál eins og seinni heims-
styrjaldarbröltið og djúpstæð fyrir-
litning á gyðingum tengja félagana
sterkum böndum og eðlilega má vart
á milli sjá hvor þeirra er barnalegri
og meiri kjáni, hinn tæplega ellefu
ára gamli Jojo eða hinn galsafengni
og ímyndaði Adolf Hitler.
Tilvera Jojo litla fer kannski ekki
alveg á hvolf, en í það minnsta á
hliðina, þegar hann kemst að því að
móðir hans er ekki alveg jafn góður
nasisti og hann sjálfur og hefur
skotið skjólshúsi yfir gyðing uppi á
háalofti. Unglingsstúlkuna Elsu sem
hefur misst allt sitt fólk í lestarvagna
dauðans.
Samskipti þeirra Elsu og Jojo eru
vitaskuld full tortryggni og van-
trausts til þess að byrja með en gagn-
kvæma vantraustið víkur þó jafnt og
þétt eftir því sem krakkarnir kynn-
ast betur og innra með Jojo vakna til-
finningar sem hann hvorki skilur né
ræður almennilega við. Enda hvorki
hatur né fyrirlitning. Á sama tíma
snarlækkar gengisvísitala ímynd-
aða vinarins með asnalega yfirvara-
skeggið og alls þess andskota sem
hann stendur fyrir.
Jojo Rabbit er marglaga og stór-
merkilegt furðuverk, ágeng ádeila
og kolsvört kómedía sem gengur
nánast fullkomlega upp í dásam-
lega bernskum fáránleika sínum
þegar horft er með augum barnsins
sá einhverja ógeðslegustu atburði í
sögu Evrópu á síðustu öld.
Hinn ímyndaði Hitler er fábjáni.
Hálfviti sem tíu ára krakki sér í
gegnum um leið og hann stendur
frammi fyrir köldum veruleika lífs-
ins, dauðans, stríðsins og skugga-
hliðar nasimans. Í heimi Jojo Rabbit
er ekkert svo sorglegt eða hræðilegt
að ekki megi hlæja að því. Það segir
sitt í þeim efnum að í súrrealískum
heimi myndarinnar getur flippaða
grínskvettan Rebel Wilson vaðið
uppi sem nasistabrussan Fraulein
Rahm eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Að ógleymdum kostulegum Sam
Rockwell og Alfie Allen sem fjöl-
breytileikafagnandi handbendi
Hitlers.
Hinn ungi Roman Griffin Davis er
lífið og sálin í þessum hrá skinna leik
og skilar yndislegum Jojo með örugg-
um stuðningi sérlega góðrar Scarlett
Johansson í hlutverki mömmu hans
og Thomasin McKenzie sem er ómót-
stæðilega heillandi í túlkun sinni á
gyðingastelpunni Elsu.
Handritshöfundurinn, leikstjór-
inn og gyðingurinn Waititi her-
nemur síðan allar sínar senur þar
sem hann mergsýgur hlutverk skíta-
labbans Hitlers og fíf lagang hans
í huga Jojo um leið og hann færir
okkur dásamlega, napra, grjótharða
og óvægna ádeilu á stríð, nasisma og
eitraða og fordómafulla heimsku
almennt. Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Frábær kolsvört
komedía þar sem ekkert er svo heilagt
eða andstyggilegt að ekki megi hlæja að
því. Dásamlega leikin og falleg ástar- og
þroskasaga sem á sér stað í súrrelískt
ljótum kafla mannkynssögunnar.
Jojo er lítill góður nasisti.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 0