Fréttablaðið - 06.04.2020, Síða 22

Fréttablaðið - 06.04.2020, Síða 22
Þetta er harðasta veður sem komið hefur í vetur, hvass- viðri og snjókoma og frostið fór niður í tíu stig. Í slíku veðri fennir inn um allar glufur. Dagný Pálsdóttir svar-ar í símann á æsku-heimili sínu, Aðal-bóli í Hrafnkelsdal. Hú n e r b ú s e t t á E g i l s s t ö ð u m en kveðst hafa f lúið margmennið til að forðast smit kórónaveirunnar illræmdu. Þreifandi bylur sé úti en bróðir hennar,  Gísli Pálsson bóndi, sé inni í bæ þessa stundina, það sé langbest að ég tali við hann – og réttir honum símann. Gísli segir aftakaveður hafa geis- að frá því kvöldið áður, (laugardags- kvöld). „Þetta er harðasta veður sem komið hefur í vetur, hvassviðri og snjókoma og frostið fór niður í 10 stig. Í slíku veðri fennir inn um allar glufur. En nú er heldur að draga úr veðurhæðinni og spáð er hlýnandi með kvöldinu,“ segir hann æðru- laus. Hann kveðst ekki hafa litið á veginn en er viss um að hann sé lokaður. Það er ekkert nýtt. „Það var lokað hingað í nær þrjár vikur um daginn vegna snjóa, tíðarfarið var svo leiðinlegt að það þýddi ekkert að opna, það varð ófært jafnharð- an,“ lýsir hann og bætir við. „En við þekkjum einangrun frá fornu fari. Hins vegar er maður orðinn góðu vanur frá síðari árum.“ Rúningur í gangi Það er tvíbýli á Aðalbóli. Kristrún, systir Gísla, og hennar maður Sigurður Ólafsson, eiga hinn bæinn, þau eru hætt búskap og hafa komið sér upp öðru heimili á Egilsstöðum. Þangað er hundrað kílómetra leið. Gísli segir póst- bílinn vera á ferðinni annan hvern virkan dag þegar fært sé en hann flytji ekkert umfram póstinn. Aðspurður kveðst  Gísli búa með með milli sex og sjö hundruð fjár. „Bræður mínir, Sveinn og Páll, eru hér til heimilis  líka og hjálpa til á álagstímum. Það er nú verið að hespa rúningnum af núna. Sveinn hefur verið í því, við eigum bara gemsana eftir,“ segir hann. „Það dróst að það væri rúið hér vegna ófærðarinnar.“ Sauðburður á að hefjast um 10. maí, að sögn bónd- ans, sem viðurkennir að mikil vinna sé kringum hann. „Það er allt í lagi í góðu veðri en í leiðindatíð getur það verið snúið.“ Hann kveðst vera birgur af heyjum. „Það eru töluvert stór tún hér inni í dalnum og ég hef líka verið að heyja hjá öðrum, meira að segja úti á Héraði, í Skógargerði í Fellum. Þaðan var Páll, faðir minn, og þar hefur stundum verið heyjað héðan.“ Nóg til af kjöti Gísli kveðst ekki þjakaður af áhyggjum yfir að heimsfaraldur- inn nái inn í Hrafnkelsdal. „Ég held ekki að sérstök hætta steðji að okkur en auðvitað getur maður náð í þessa veiru þegar maður fer í kaupstaðinn, ef maður gáir ekki að sér,“ segir hann með hægð. Spurður hvort eitthvað sé til í búrinu svarar hann: „Það er nóg til af kjöti – kannski helst mjólkur- vörur sem vantar. Hér eru engar kýr.“ Ekki telur hann að bakkelsi muni skorta meðan Dagný sé á bænum. „Hún steikir kleinur og parta handa okkur bræðrum og er góð í því. Kemur hér og lítur eftir okkur. Hefur líka verið hér í sauð- burði í nokkur ár og eldað ofan í mannskapinn. Það er lúxus.“ Spurður út í sjónvarpsáhorf svar- ar Gísli því til hann hann sé orðinn frekar lélegur að fylgjast með sjón- varpi. „Áhorfið er alltaf að minnka hjá mér. Ég horfi á fréttir og Kast- ljós og einn og einn þátt, Kiljuna meðal annars.“ Aðalbólsheimilið er landsþekkt fyrir ríkulegan bóka- kost. Gísli segir ágætis af þreyingu að kíkja í bækur, enda sé eitthvað til af þeim. „Ég er núna að glugga í Einræður Steinólfs. Var bara að fá þá bók. Hún er skráð af Finn- boga Hermannssyni,“ segir hann. „Það er hressileg frásögn, hann var skemmtilegur hann Steinólfur í Fagradal.“ Sá eftir landinu undir Hálslón Vegurinn inn í Hrafnkelsdal liggur yfir gljúfur Jökulsár á Dal en það er liðin tíð að áin byltist þar með boðaföllum. Hvernig kann Gísli við það? „Það er kannski ekkert mikil eftirsjá að ánni. Kárahnjúka- lón er hér rétt fyrir innan og það fór mikið og fallegt land undir það, ég sé eftir því. Þar fór ég oft um áður. Fé fór mikið þar inn eftir, það greri svo ótrúlega snemma þar þó þetta væri svona hátt, það var svo skýlt þarna niðri í dalnum. Rosa- lega skýlt. Hreindýrskýrnar vissu af þessu gósenlandi, þær báru þar. Þetta var gríðarlega fallegt svæði og mjög sérstakt.“ Að lokum er Gísli spurður hvort einhver umferð sé um dalinn hans á sumrin? „Já, það er svolítið rennerí. Það liggur slóð hér fram hjá bænum og upp úr dalnum. Lengi vel var það eini vegurinn upp í Snæfell. Þar er yfir tvær ár að fara og um bratt fjall og er bara fært betur búnum bílum. Umferðin hefur minnkað eftir að Kárahnjúkavegurinn kom.“ gun@frettabladid.is Þekkjum einangrun frá fornu fari Þegar hugurinn flögrar yfir landið í leit að öruggum stað til að vera á þessa dagana kemur Aðalból í Hrafnkelsdal upp í hugann. Hann er sá bær sem lengst er frá sjó á Íslandi og stundum er hann einangraður vegna illveðurs og snjóa. Þar býr Gísli Pálsson. Gísli bóndi segir koma sér vel að eiga öflugar dráttarvélar. Hér er hann í einni af gerðinni New Holland. MYND/RAGNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR  Fyrsta úthlutun úr Kvikmynda­ sjóði fór fram þennan dag en sjóðurinn hafði verið stofnaður með lögum 26. apríl árið 1978. Frumvarp um stofnun slíks sjóðs var fyrst lagt fram af Ragnari Arn­ alds árið 1975 en það var endur­ skrifað í menntamálaráðherratíð Vilhjálms Hjálmarssonar. Ágúst Guðmundsson kvik­ myndagerðarmaður hlaut hæsta styrkinn í þessari fyrstu úthlutun til að gera mynd eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteins­ sonar, Land og synir. Einnig fengu kvikmyndirnar Óðal feðranna og Veiðiferðin styrki.  Segja má að þessi út­ hlutun marki upphaf samfelldrar kvikmyndagerðar á Íslandi. Land og synir var frumsýnd 25. janúar árið 1980 og voru bæði hún og Óðal feðranna sýndar á erlendum kvikmyndahátíðum. Þær fjalla báðar um togstreitu milli sveitar og borgar á þeim tímum þegar fólksflutningar voru vaxandi úr sveitum Íslands á mölina, þar sem borgarsamfélag var að myndast.  Með aðalhlutverk í Landi og sonum fór Sigurður Sigurjóns­ son. Um 110.000 miðar seldust á myndina og sló hún aðsóknarmet á Íslandi enda voru íslenskar kvik­ myndir ekki oft á dagskrá kvik­ myndahúsanna á þeim tíma. Þ E T TA G E R Ð I S T: 6 . A P R Í L 1979 Kvikmyndasjóður úthlutar styrk í fyrsta skipti Indriði G. Þorsteinsson, höfundur sögunnar Land og synir, og Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar. MYND/GVA 6 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.