Feykir


Feykir - 25.01.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 25.01.2017, Blaðsíða 2
Stundum þarf ekki nema eina laglínu eða brot út ljóði til að túlka hvernig heilli þjóð er innanbrjósts. Á sunnudagseftir- miðdegi berst sú frétt að leitinni að Birnu sé lokið. Heila þjóð setur hljóða. Nágrannaþjóðir deila sorg okkar. Og líf svo margra verður aldrei samt á ný. Við finnum til samkenndar með öllum þeim sem nú syrgja unga stúlku sem á sviplegan hátt var hrifin í burtu. Við finnum til vanmáttakendar og ótta, að slíkt geti hent í okkar litla landi. Við finnum fyrir þakklæti fyrir lög- regluna okkar, björgunarsveit- irnar, aðstoð almennings, sam- stöðuna, gjafmildina. Við erum stolt af fagmennsku og ósérhlífni allra sem hafa lagt hönd á plóginn. Virðingin gagnvart þeim er takmarkalaus. Atburðarás undanfarinna daga lætur engan ósnortinn. Almenningur hefur fylgst með, beðið og vonað. Hverjum og einum gengið gott eitt til. Megi þetta fallega ljós sem nú mun lýsa á nýjum stað minna okkur á að halda í vonina, trúna á allt það fallega í mannlífinu og og kærleikann. Ég bið alla góða vætti að vaka yfir ástvinum Birnu Brjánsdóttur og blessa minningu stúlkunnar þeirra. Kristín S. Einarsdóttir blaðamaður LEIÐARI Englar himins grétu í dag Formaður Dögunar í útgerð Leiftur skiptir um eigendur Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum. Eignarhaldið á trillubátaút- gerðinni Leiftri hefur verið í sömu fjölskyldunni í tæp 87 ár, að Aðalgötu 11 eða á Stöðinni eins og húsið er kallað. Stofnendur voru tveir frændur Ragnars, Pálmi Sighvats í föðurætt og hinn Hjörtur Laxdal í móðurætt. Feykir náði tali af Sigurjóni sem segist eiga helminginn í bátnum á móti Jóni, en þessi Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdótti, kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Á Skagaströnd var landað rúmum 60 tonn- um, tæpum 800 kílóum á Hvammstanga, ríflega 21 tonni á Hofsósi og rúmum 9 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta rúm 92 tonn á Norðurlandi vestra. Meðfylgjandi mynd tók Páll Friðriks af Sævari Steingrímssyni þegar hann var að landa úr bát sínum Hafborg SK 54 í Sauðárkrókshöfn á dögunum. /KSE Aflatölur 15.–21. janúar 2017 á Norðurlandi vestra Tæpum 100 tonnum landað SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dísa HU 91 Botnvarpa 4.003 Fengsæll HU 56 Landb.lína 1.867 Guðmundur á Hópi Landb.lína 11.696 Jenný HU 40 Handfæri 450 Kambur HU 24 Landb.lína 2.236 Stella GK 23 Landb.lína 13.750 Alls á Skagaströnd 60.878 SAUÐÁRKRÓKUR Hafborg SK 54 Net 2.563 Hafey SK 10 Handfæri 173 Óskar SK 13 Lína 2.070 Sæfari HU 212 Lína 3.401 Vinur SK 22 Handfæri 1.253 Alls á Sauðárkróki 9.460 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 797 Alls á Hvammstanga 797 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Lína 9.141 Geisli SK 66 Lína 1.951 Skáley SK 32 Lína 9.924 Alls á Hofsósi 21.016 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landb. lína 14.524 Auður HU 94 Handfæri 5.159 Bergur sterki HU 17 Landb.lína 5.200 Blær HU 77 Landb. lína 1.113 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 880 Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu Lesendur Húnahornsins hafa valið Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur- Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016. „Skarphéðinn hefur í meira en aldarfjórðung skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga og er það mikil gæfa fyrir héraðið að eiga hann að,“ segir í frétt á Húna- horninu. Eins og venja er var tilkynnt um niðurstöðuna í valinu á þorrablóti Vökukvenna sl. laugardagskvöld og tók Skarp- héðinn þar við viðurkenn- ingarskildi og gjöf frá Húna- horninu. Þetta er í tólfta sinn sem lesendur Húnahornsins velja mann ársins í Austur- Húnavatnssýslu. /KSE Skarphéðinn Húnfjörð hlaut flest atkvæði fíni bátur er með veiðileyfi á grásleppu og verður gerður út á strandveiðum. „Báturinn er án kvóta en ég er viss um að kvótakerfið gefi brátt upp öndina í núverandi mynd þannig að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Sigurjón og bætir við: „Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta var að Jón Gísli félagi minn hafði mikinn áhuga á að eignast grásleppubát en vantaði meðeiganda og mér fannst tilvalið að vera með enda er Jón Gísli harðduglegur.“ /PF Leiftur á leið inn í Sauðárkrókshöfn. MYND: SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Framhald af forsíðu / Hraðbanki á förum Nýtingin takmörkuð Haraldur Guðni Eiðsson for- stöðumaður samskiptasviðs Arion banka segir hraðbankann kominn til ára sinna og ekki útlit fyrir að nýjum verði komið fyrir. Segir hann eftirspurn og nýting bankans afar takmark- aða. Einnig sé um að ræða elsta hraðbanka Arion banka sem orðinn var úreltur, rúmlega tuttugu ára gamall. Því hafi verið nauðsynlegt að taka hann úr rekstri. „Hraðbönkum fylgir umtalsverður kostnaður. Bæði er um að ræða fjárfestingu í hraðbankanum sjálfum og þeim hugbúnaði sem honum fylgir, en einnig er kostnaður við áfyllingu og viðhald. Sú litla eftirspurn eftir hraðbanka- þjónustu sem er á Hólum er því miður nokkuð frá því að réttlæta fjárfestingu í nýjum hraðbanka,“ segir Haraldur. Er samkeppni svo lítil í bankageiranum að þeir berjist ekki fyrir því að hafa hrað- banka í byggðakjörnum, þrátt fyrir að þeir séu litlir? „Samkeppni í bankageiran-um er veruleg. Hins vegar þarf að huga að ýmsum þáttum þegar horft er til staðsetningar hraðbanka. Eftir að hafa verið með hraðbanka á Hólum til fjölmargra ára er niðurstaðan nú að endurnýja ekki hrað- bankann sem var orðinn úr- eltur og ráða þar kostnaðar- sjónarmið mestu, sem og að næsta hraðbanka er að finna á Hofsósi.“ /PF Skarphéðinn (t.h) fékk afhendan viðurkenningarskjöld frá fulltrúa Húna- hornsins. MYND: HÚNI.IS 2 04/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.