Feykir


Feykir - 25.01.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 25.01.2017, Blaðsíða 6
það met. „Það var vetrarmót á Akureyri og ég fékk að fara með þegar ég var 13 eða 14 ára. Það var geggjað að fara með þeim þó maður væri ekkert að fara að spila af viti. Þá voru þetta strákar sem maður leit upp til. Ég byrjaði svo í deildarkeppni 14 ára, að verða 15, í annarri deildinni.“ Hugur unga mannsins vék að atvinnu- mennsku en hann virðist hafa tekið skynsamar ákvarðanir til að láta drauminn verða að veruleika. Eitt skref í einu. „Ég velti því fyrir mér hvernig ég yrði betri til þess að komast eitthvað lengra. Svo þegar ég var kominn í meist- araflokk að spila með strákum sem maður leit upp til og sá að maður var farinn að ná þeim og kannski að verða betri þá hugsaði ég að taka næsta skref. Ég vissi alltaf að þetta yrði skref fyrir skref. Ég fór aldrei fram úr sjálfum mér. Fyrst vildi ég fara suður og athuga hvort ég ætti eitthvað í strákana þar og sjá hvernig það myndi fara.“ Rúnar var að verða 17 ára þegar hann hleypti heimdrag- anum og freistaði þess að koma sér á næsta stig í boltanum og stóð valið á milli HK eða FH. Honum leist betur á HK og segir það hafa verið minna stökk í rauninni. „Svo átti ég vini þar. Ég spilaði með 2. flokki og með Ými í 4. deildinni. Á þeim tíma var maður ekkert að hugsa um að maður væri að fara í einhverja atvinnu- mennsku. Ég var meira og minna að vinna allan daginn, frá átta til sjö, og fór svo á æfingu dauðþreyttur. Eitthvað sáu þeir við mig því að þeir vildu að ég æfði með meistara- flokki næsta ár og spilaði með þeim í efstu deild. Þá minnkaði ég við mig vinnu til að auðvelda mér það að geta lagt mig enn meira fram,“ segir Rúnar. Það bar árangur og fljótlega var hann kallaður í landslið U19 eftir að hann fór að spila með HK í efstu deild. Hann segir það hafa hjálpað til að vera kominn suður og auð- veldara fyrir landsliðsþjálfara að fylgjast með honum. Ekki var þó á allt kosið því HK féll þetta sumar niður um deild en Rúnar ákvað samt að taka slaginn árið eftir og reyna að koma liðinu upp aftur. Stærsta skrefið Árið 2010 hóf Rúnar að leika með Val í efstu deild og segir hann að Gunnlaugur Jónsson, þá nýráðinn þjálfari, hafi eitthvað séð í honum og talið Rúnar Már ólst upp á Sauðár- króki, sonur Sigurjóns M. Alex- anderssonar og Sigurlaugar K. Konráðsdóttur kennara. Hann VIÐTAL Páll Friðriksson segir að íþróttir hafi verið í algjörum forgangi alla hans tíð og þá sérstaklega fótbolti og ekki síst körfubolti þar sem hann var ansi liðtækur. Eins og oft er leika menn fótbolta á sumrin og körfubolta á veturna. En svo kom að því að hann valdi fótboltann sem aðalíþrótt. „Á einhverjum tímapunkti hætti ég að stækka og sá að það yrði ekki mikill ferill þar alla vega,“ segir Rúnar glottandi en fótboltinn var alltaf númer eitt Fótboltakappinn og Króksarinn, Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með Grasshoppers í Sviss, var staddur á heimaslóðum um jólin í faðmi fjölskyldunnar en móðir hans býr á Sauðárkróki. Rúnar Már hefur, skref fyrir skref, náð langt í sinni vegferð í boltanum og þrátt fyrir velgengnina er hann með lappirnar á jörðinni meðvitaður um fallvalt lánið sem fylgir atvinnumenskunni. Rúnar nýtti tækifærið og bauð til fyrirlestrar fyrir unga knattspyrnuiðkendur í Skagafirði, sagði frá sínum ferli sem virðist í huga blaðamanns byggjast upp á skynsemi og vinnu. Grasshopparinn Rúnar Már Draumur verður að veruleika og það skemmtilegasta sem hann gerði. „Ég held að ég hafi alltaf verið með bolta og í fótbolta alla daga. Foreldrarnir vissu alltaf hvar maður var, á vellinum að spila og það var það eina sem maður gerði í rauninni. Alltaf einhverjir til að fara með í fótbolta. Nú ef það var ekki þá æfði maður sig einn og það er gott líka,“ segir Rúnar sem snemma vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í fótbolt- anum. Í yngri flokkum spilaði hann gjarnan upp fyrir sig og byrjaði ungur að spila með meistaraflokki karla. Hann var sá yngsti sem það hafði gert þangað til í fyrra sumar er ungur og efnilegur piltur sló Stoltur Rúnar Már sem hér fagnar eftir að hafa skorað sigurmark Sundsvall á 90 mínutu á útivelli á móti Hammarby fyrir framan 30 þúsund manns. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI 6 04/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.