Alþýðublaðið - 29.12.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Atvirina.
Múrarar, tréemiðir og aðrir verkamenn óskast. Löng og gób vinna.
Upplýaingar hjá
Guðjóni Gamalíelssyni,
múrara. Bergstaðastræti 6 a.
Frá og með 1. janúar 1920
er farg'ja.ld. með skipum vorum milli Islands og Leitli
eða Kaupmannahaínar og gagnkvæmt:
Kr. ÍSO á fyrsta farrými
— 90 á öðru —
H.f. Eimskipafélag Islands.
hann nú þurfi þessarar ókeypis
hjálpar eða ekki.
Saumastofur þessar hafa verið
mjög mikið notaðar; einkum hafa
konur þær, sem hafa sótt þær,
fengið tilsögn í því að búa til föt
handa börnum úr fötum full-
orðnra, sem ónýt voru orðin. Fata-
efni er orðið mjög dýrt; hefir
þetta því skiljanlega orðið til þess
að mikið fé hefir sparast, og væri
vert til eftirbreytni hér.
Um Rafael
hefir listdómarinn V. Wanscher
ritað bók, sem gefin hefir verið út
með tilstyrk Carlsbergssjóðsins.
Hún heitir Rafaello Santi Da Ur-
bino. Hans Liv og Vœrker.
3 ára tugthúsrist fyrir að stela
pundi af sætindum.
Hinn 9. september í haust brauzt
maður að nafni Valdemar Christi-
ansen inn í búð eina í Khöfn og
stal þar einu pundi af sætindum
(karamellum). Hann var fullur,
Þegar hann gerði þetta, og sagði
síðar fyrir rétti, að hann myndi
ekkert hvað gerst hefði þetta
kvöld. En hann hafði fimm sinn-
um áður verið dæmdur fyrir þjófn-
að, og var því dæmdur í þriggja
ara tugthúsvist fyrir að stela þess-
um sætindum. Ætli hann verði
betri, þegar hann sleppur út aftur
eftir þrjú árin.
Fisksala Khatnar.
Fisksala Khafnarborgar hefir í
mán. apríl til ágúst (b. meðt.)
selt alls fyrir 173 þús. kr. En frá
ágúst í fyrra til 1. apríl í ár var
veltan IV3 milj. kr. Ráðgert er
nú að hafa útsölu i öllum bæjar-
hlutum.
Élenðar jréttir.
Góð hugmynd.
Meðan kafbátahernaðurinn stóð
sem hæst, notuðu ensku kafbát-
arnir einkennilega aðferð til að
senda herskipum þeim, sem með
voru, skeyti. Þeir þeyttu vatni
lóðrétt upp í loftið með vissu
millibili effir Aforse-símritunar-
kerfinu. Þessi hugmynd er í raun
og veru ekkert annað en eftir-
líking af hvalablæstri. -f-
Herskipatap Pjóðverja í
stríðinu.
Herskipatap Þjóðverja hefir ekki
verið afar mikið, eins og sést á
þessum tölum, sem eftir fara:
1 línuskip, 1 orustuskip, 6 göm-
ul beitiskip, 3 nýtízku beitiskip,
10 lítil beitiskip, 7 fallbyssubátar,
3 fljóta-fallbyssubátar, 39 spillar,
21 stórir tundurbátar, 41 litlir
tundurbátar, 28 tundurduflatogarar,
9 hjálparbeitiskip, 122 fiskibátar,
en 199 neðansjávarbátar.
82 neðansjávarbátar fórust í
Norðursjónum og Atlantshafinu,
3 í Eystrasalti, 72 í Kanalnum,
16 í Miðjarðarhafinu, 5 í Svarta-
hafi, 14 voru sprengdir í loft upp
af skipshöfnunum og 7 var lagt
hald á í hlutlausum höfnum. -j-
Yerzlnnarfloti Svía.
Samkvæmt „Svensk skipsregister
for 1919“ var verzlunarfloti Svía
1. júli 1919 sem hér segir: 1244
gufuskip, samt. 867,389,33 brutto
reg. tons, 436 mótorskip, samt.
83,424,57 brutto reg. tons, 1031
seglskip, samt. 122,147,44 brutto
reg. tons, og 122 prammar, samt.
24,774,69 bruLLo reg. tons, eða
samtals 2833 skip á 1,097,727,73
brutto reg. tons, 767,722,51 netto
reg. tons. (Eftir Politiken).
Xoli konungur.
Eftir Upton Sinclair.
(Frh.).
XIV.
Mike gamli átti heima hjá
Reminitsky. Eftir kvöldverðinn
svipaðist Hallur um eftir honum.
Mike var auðþektur og skemtileg-
ur. Hann gekk með Halli um
nokkur kolahverfin og sýndi hon-
um hið markverðasta. Karlfausk-
urinn iðaði jafnan í skinninu og
gat aldrei haldið kyrru fyrir.
Alstaðar voru verkamennirnir
beittir sömu brögðum til þess að
draga af launum þeirra, sagði
hann. í fyrstu tók kolamaðurinn
að sér ákveðið verk ásamt kostn-
aðinum við það. Hann átti á
hættu að bíða tjón, en hafði
einnig miklar hagnaðarvonir. For-
stjórinn ákvað svæði hans. Verka-
maðurinn tókst á hendur að
höggva smálest af kolum fyrir
fimtfu cent, Sumstaðar unnu menn
sér talsvert inn á öðrum „svæð-
um“ unnu verkamennirnir vikum
saman og höfðu ekki ofan af
fyrir sér með því. Alt var undir
því komið hve mikið var af flög-
um og steinum í kolunum. Þar
sem djúpt var á kolunum urðu
kolamennirnir að nema burtu
grjótlag, sem oft var tveggja til
þriggja feta þykkt. Það var sett
á sérstaka vagna. Þetta var kallað
að „sverfa" og kolamaðurinn fékk
það ekki borgað. Oft urðu verka-
mennirnir að höggva nýja ganga