Feykir


Feykir - 19.07.2017, Qupperneq 5

Feykir - 19.07.2017, Qupperneq 5
Golf Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar Meistaramót Golfklúbbs Sauðárkróks í flokki fullorðinna var haldið 12.-15. júlí sl. Keppt var í nokkrum flokkum og var þátttaka með ágætum í flestum þeirra. Mikil barátta var í nokkrum flokkanna og réðust ekki úrslit fyrr en á lokaholunum. Í flestum flokkum voru leiknar 72 holur á þessum fjórum dögum. Á heimasíðu GSS segir að veðrið hafi leikið við keppendur alla dagana þrátt fyrir stöku rigningarskúri og Skarðagolan hélt sig algjörlega til hlés að þessu sinni. Hlíðarendavöllur er í sínu besta standi frá upphafi og ástæða til að hvetja fólk til að skella sér á völlinn. Lokahóf meistaramóts var síðan haldið í Golfskálanum laugardags- kvöldið 15. júlí. Klúbbmeistarar GSS að þessu sinni urðu þau Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF 2. deild karla í knattspyrnu Mikilvægur sigur gegn Sindra Laugardaginn síðasta mættust lið Tindastóls og Sindra Hornafirði í 2. deild karla í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Bæði lið í botnbaráttu deildarinnar en Stólarnir þó talsvert betur settir með tólf stig fyrir leikinn, en lið Sindra með þrjú. Þegar upp var staðið unnu Stólarnir sanngjarnan sigur þó liðið hafi oft spilað betur í sumar. Lokatölur 2-0 og heimamenn komnir í þéttan pakka um miðja deild. Fátt var um góð færi í fyrri hálfleik og sóknaruppbygging beggja liða fátækleg. Nokkrir leikmenn tóku út bann hjá Tindastóli og þó þeir sem inn komu hjá Stólunum hafi staðið fyrir sínu, þá vantaði talsvert upp á þolinmæði og vandvirkni í spil liðsins. Staðan 0-0 í hálfleik. Í hálfleik skall á einhver klikkaðasta rigning sem undirritaður man eftir á vellinum og stóð eitthvað fram í síðari hálfleikinn. Stólunum virtist þykja rigningin góð því þeir fengu víti strax í byrjun hálfleiksins sem Kenny Hogg skilaði í netið. Staðan 1-0 og nú urðu gestirnir að sækja. Það hentaði Stólunum ágætlega og þeir vörðust vel og sóttu upp kantana. Kenny og Benni voru frískir sem fyrr og sérstaklega gekk gestunum illa að stöðva Benna nema með því að sparka hann niður. Stólarnir gerðu síðan út um leikinn á 70. mínútu þegar Kenny Hogg komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir og á fjærstöng lúrði Arnar Ólafsson og setti hann boltann af öryggi í markið. Mikilvægur sigur Tindastóls og liðið lyfti sér úr tíunda sæti upp í það áttunda. /ÓAB Fannar Kolbeinsson og Tanner Sica í baráttu við Akil DeFreitas í liði Sindra sem fær smá flugferði. MYND: ÓAB Tap hjá Drangeyingum 4. deild karla í knattspyrnu Drangeyingar fengu efsta lið D riðils 4. deildar, Álftanes, í heimsókn sl. laugardag þegar áttunda umferð var leikin. Endaði leikurinn með sigri gestanna 1-3. Jón Gylfi Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom heimamönnum yfir á 24. mínútu en gestirnir svöruðu fyrir sig með látum rétt fyrir hálfleik. Páll Halldór Jóhann- esson gerði mark á 40. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Ari Leifur Jóhannsson öðru marki við. Staðan í hálfleik 1-2 fyrir Álftnesinga. Undir lok leiks kláruðu gestirnir leikinn með sínu 3. marki þegar Magnús Ársæls- son sett´ann í netið á 86. mínútu og styrktu þar með stöðu sína á toppi deildarinnar. Drangey er með 10 stig eftir átta leiki, 3 sigrar, 1 jafntefli og 4 töp. /PF Kvennaboltinn Stelpurnar komnar á bragðið Leikið var í 1. deild kvenna á Sauðárkróksvelli sl. föstu- dagskvöld en þá komu Skagastelpur í heimsókn. Þær sigruðu vængbrotið lið Tinda- stóls í fyrstu umferð fyrr í sumar, 6-0, en á föstudaginn sýndu Stólastúlkur að þær hafa tekið miklum framförum og sigruðu að þessu sinni örugglega. Lokatölur 2-0. Líkt og í sigurleiknum gegn ÍR á dögunum þá börðust heimastúlkur fyrir hverjum bolta og létu gestina aldrei í friði. Lið Tindastóls hafði fengið nokkur ágæt færi til að ná forystunni í leiknum áður en Bryndís Rut Haraldsdóttir skoraði með glæsiskalla eftir hornspyrnu á 38. mínútu leiks- ins. Staðan 1-0 í hálfleik. Aðeins voru liðnar átta mínútur af síðari hálfleik þegar Emily Key bætti við öðru marki Tindastóls, tók boltann á lofti í teig Skaga- stúlkna og setti hann í bláhornið eftir laglega sókn. Eftir þetta reyndu gestirnir að koma sér inn í leikinn en gekk ekkert að skapa sér færi, enda voru Tinda- stólsstúlkur fastar fyrir og ákveðnar að landa stigunum. Sigurinn var sanngjarn og ef stelpurnar halda einbeitingunni eins vel og þær gerðu í þessum leik, þá verður enginn hægðar- leikur að sigra þær í næstu leikjum. Ólína Sif Einarsdóttir var mögnuð í leiknum og í raun erfitt að pikka einhverja leikmenn út, þær spiluðu og börðust allan leikinn og aldrei gefið eftir. /ÓAB Stólastúlkur fagna góðum sigri á liði ÍA. MYND: ÓAB 4. deildin í knattspyrnu Stórsigur á Blönduósi Kóngarnir úr Reykjavík voru rassskelltir á Blönduósvelli þegar þeir mættu hinu harðskeytta liði Kormáki/ Hvöt sl. föstudagskvöld í C riðli 4. deildar. Þegar yfir lauk höfðu heimamenn skorað fimm mörk á móti engu gestanna. Þrátt fyrir urmul marktæki- færa tókst heimamönnum ekki að skora fyrr en komið var undir lok fyrri hálfleiks þegar Arnar Ingi Ingvarsson skallaði boltann í markið. Hálfleikstölur 1-0. Í seinni hálfleik gekk mun betur að koma boltanum yfir marklínuna því fljótlega eftir að seinni hálfleikur var flautaður á hafði Arnar Ingi bætt öðru marki við á 50. mínútu. Tveimur mínútum seinna lét Elvar Örn Birgisson að sér kveða og bætti þriðja marki heimamanna við. Þá vildi Arnar Skúli Atlason fá að taka þátt í veislunni og hann jók muninn enn frekar á 66. mínútu og staðan orðin 4-0. Það fannst Elvari Erni ekki nóg svo hann setti eitt í lokin og gulltryggði Kormáki/Hvöt öll stigin. /PF Bríet Lilja í Skallagrím Körfubolti Króksarinn, Bríet Lilja Sigurðardóttir, hefur skrifað undir samning um að leika með Skallagrími næsta vetur í Dominosdeild kvenna. Bríet Lilja er 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir það leikið bæði með meistaraflokki hjá Tindastóli á Sauðárkróki (2013-2014 og 2014-2015) og Þór Akureyri (2015-2016). Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands (U15, U16 og U18) en síðasta vetur bjó hún á Sauðárkróki og lék með unglingaflokki Tindastóls. /PF 28/2017 5

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.