Feykir


Feykir - 19.07.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 19.07.2017, Blaðsíða 6
þriðji sonurinn, Kári, og yngsta barnið, dóttirin Ásdís Björg, árið 2003. Inga segist vera hinn dæmi- gerði hrútur, hún verði helst alltaf að hafa nokkur járn í eld- inum. „Ég er haldin víðhygli, ég vil ekki nota orðið athyglis- brestur, mér þykir það svo nei- kvætt,“ segir Inga, sem fór að líta í kringum sig eftir frekara námi eftir að Sparisjóður Hrútfirðinga á Borðeyri, sem seinna sameinaðist Sparisjóði Vestur-Húnvetninga, var lagð- ur niður. Þar var tengdafaðir hennar, Pálmi Sæmundsson, sparisjóðsstjóri og þar vann Inga milli barneigna og segir það hafa verið gott og gaman að kynnast slíkum störfum. „Ef einhvers staðar var hægt að læra öguð og vönduð vinnu- brögð var það af Pálma í Laugarholti,“ bætir hún við. Ferðamálafræði við Háskól- ann á Hólum varð fyrir valinu og var hún viðloðandi það nám með hléum frá árinu 2003 til ársins 2014. Hún lauk diplóma- námi í ferðamálafræði og síðar, þegar unnt varð að stunda BA námið í fjarnámi, fór hún í það auk þess sem hún tók land- varðar- og staðvarðarréttindi samhliða, og útskrifaðist með BA prófið árið 2014, skömmu eftir fimmtugsafmælið. Inga segir námið á Hólum hafa verið virkilega gott, praktískt og atvinnutengt. Það hafi gefið henni alveg ótrúlega mikið og verið hvatning að því að þær, hún og tengdamóðir hennar, keyptu Tangahúsið árið 2004 en þá hafði Kaupfélagið hætt starfsemi sinni og húsið misst hlutverk sitt. Þau voru ófá handtökin við að koma húsinu í stand, það var óeinangrað að hluta og einfalt gler í gluggum og húsið allt ansi hrátt. Þá kom sér vel að Ragnar er lærður smiður en hann hefur unnið við það meðfram búskapnum. „En við gerðum þetta mjög skynsamlega, tókum aldrei meira fyrir en við sáum að við gætum með góðu móti klárað og vorum ekkert að fara inn í einhvern lánafrumskóg. Við fengum ágætis styrki og þar bjó ég vel að náminu á Hólum varðandi það að gera rekstrar- áætlanir og annað slíkt sem reyndist hagnýtt, öll þessi beina tenging námsins við atvinnu- lífið. Við tókum bara hluta af húsinu fyrir til að byrja með, salurinn var ekki í notkun fyrstu árin. En svo var eftirspurnin sívaxandi og við bættum honum við og end- uðum á íbúðinni. Ég tók það líka með mér úr náminu að less Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, eða Inga, tekur á móti mér í Tangahúsi, stóru og reisulegu þriggja hæða húsi fremst á Borðeyrinni. Þar rekur hún, ásamt tengdamóður sinni, Ás- dísi Guðmundsdóttur, myndar- legt gistiheimili. Í Tangahúsi var áður mötuneyti og gisti- aðstaða fyrir starfsfólk slátur- húss Kaupfélagsins en þegar það lagðist af var húsið meðal annars nýtt sem geymsla. Nú gegnir húsið aftur hlutverki sem gistiheimili með hlýlegum vistarverum þar sem hægt er að hýsa 23 gesti í tveggja til sex manna herbergjum ásamt lítilli íbúð á jarðhæð. Rétt utan við gluggana er svo fjaran og öldurnar gjálfra við tangann og VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir segir Inga að fjaran og fugla- lífið þar þyki gestunum sérlega sjarmerandi. Við setjumst niður í rúmgóðum og afskap- lega hlýlegum sal og látum fara vel um okkur. „Ég er Vatnsdælingur, frá bænum Marðarnúpi, þar sem ég er fædd og uppalin til 16 ára aldurs þegar foreldrar mínir brugðu búi vegna heilsubrests föður míns. Þá fluttum við til Reykjavíkur þar sem ég stund- aði nám á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla þaðan sem ég útskrifaðist sem stúdent árið 1984. Á þess- um árum vann ég í Staðarskála á sumrin og þaðan kemur mín fyrsta tenging við Hrútafjörð- inn. Ég fór svo í lögfræði í Háskóla Íslands en fann mig ekki alveg í því námi og hætti eftir einn vetur. Ég bý samt alveg að þeirri menntun, t.d. varðandi akademísk vinnu- brögð og grúsk. Svo ákvað ég að fara til Frakklands, til Grenoble, og var þar í eitt ár, fyrst í frönskunámi og fór svo í nám í menningarfræði. Eftir það skrapp ég í Interrail ferð um Evrópu í nokkrar vikur en það hafði ég reyndar gert eftir stúdentsprófið líka. Ég tók stigspróf til að komast inn í háskóla í Frakklandi en þrátt fyrir að hafa staðist það ákvað ég að fara aftur heim,“ segir Inga. Skýringin kemur í kjöl- farið en heima á Íslandi átti Inga kærasta, Hrútfirðinginn Ragnar Pálmason frá Laugar- holti, rétt við Borðeyri. Þau fóru að búa fljótlega eftir heim- komuna og elsta barnið fæddist árið 1987, sonurinn Jón Pálmar. Inga ákvað svo að mennta sig Borðeyri við Hrútafjörð er lítill staður með stóra sögu. Á eyrinni kúra nokkur hús sem flest hafa um lengri eða skemmri tíma gegnt hlutverki í verslunarsögu staðarins, sögu sem bæði er löng og merk. Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1846 og á sér samfellda verslunarsögu allt til ársins 2008 og var verslunin lengst af í höndum Kaupfélags Hrútfirðinga. En tímarnir breytast og hús sem áður geymdu verslun og aðra blómlega starfsemi Kaupfélagsins standa nú auð og yfirgefin. Á meðan hafa önnur hús sem svipað var komið fyrir áður gengið í endurnýjun lífdaga og eru orðin hin mesta staðarprýði. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn til Borðeyrar og hitti þar fyrir konu sem hefur svo sannarlega látið sig málefni litla þorpsins á eyrinni varða. frekar og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands en hún hafði áður unnið við aðhlynningu eldra fólks. „Ég hef alltaf fundið mig mjög vel með eldra fólki,“ segir Inga. „Ég var svo heppin að alast upp með þrjár kynslóðir undir sama þaki og það er ómetanlegt að hafa aðgang að ömmu sinni og afa, maður sér það alltaf betur og betur eftir því sem maður eldist.“ Sveitalífið kallaði Árið 1993 var kominn bú- skaparhugur í ungu hjónin sem sáu framtíðina ekki alveg fyrir sér í Reykjavík, það var alltaf eitthvað sem togaði, sérstaklega á vorin. Synirnir voru nú orðnir tveir en Auðunn Ingi hafði bæst við fjölskylduna árið 1989. Þau voru svo heppin að geta tekið býlið á Kolbeinsá 1, sem er utarlega í Hrútafirði, á leigu á móti afa og ömmu Ragnars og gátu gengið inn í búskapinn ásamt þeim. Þar bjuggu þau í tvö ár eða þar til þau festu kaup á jörðinni Kollsá 2 sem er þar skammt frá. Þar búa þau enn í dag og reka sauðfjárbú með 530 fjár. Árið 1996 fæddist svo Það er notalegt að setjast niður og fá sér kaffi í Riishúsi. MYNDIR: FE Inga á Kollsá í Feykisviðtali Kappsöm kona með mörg járn í eldinum 6 28/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.