Feykir


Feykir - 15.11.2017, Page 7

Feykir - 15.11.2017, Page 7
eigið samtal. Einnig ætlum við að safna upplýsingum um kennara og námskeið og annað slíkt til að geta deilt og skipst á upplýsingum þar um,“ segir Jóhanna og áréttar að heimasíðan verði sá sameigin- legi vettvangur þar sem hátíð- irnar verði auglýstar. „Við gerum þetta til að fá sem flesta gesti á þessa staði og vonumst til þess að samfélagið aðstoði okkur við það á allan hátt til að gera þetta mögulegt en við höfum ekki fundið annað hingað til,“ segir hún. Christel segir að prjónahá- tíðir skipti miklu fyrir samfé- lagið, margir koma saman til þess að prjóna, læra og skiptast á reynslusögum. Auk þessa má minnast á gistingu, veitingastaði og jafnvel sund- laugina á Blönduósi. Þarna sé um miklar upphæðir að ræða. Fyrir þremur árum var gerð könnun á því hvað hver kona eyddi á venjulegri prjónahátíð á Fanø. Niðurstaðan var sú að eyðslan, án gistingar og umsýslu í kringum hana, var um 3.187 krónur danskar. Með gistingu myndi þetta fara yfir 60 þúsund íslenskar krónur. Helminginn notuðu kon- urnar inni á prjónahátíðinni og hinn helminginn úti í bæ. „Markhópurinn eru konur 50 ára og eldri. Gjarna koma hópar og oft myndast ákveðin kaupastemning sem hefur mikil áhrif í samfélaginu,“ segir hún. Í Noregi hefur verið boðið upp á rútuferðir á þeirra prjónahátíð en þá var lagt af stað frá Álasundi og konur teknar upp á leiðinni til Orkanger. „Við vorum að tala um það í gær að við gætum verið með prjónastrætó frá Reyðarfirði og hingað á Blönduós næsta sumar þegar við höldum Prjónagleðina á Blönduósi frá 8. til 10. júní,“ segir Helga og vel er hægt að ímynda sér það gæti auðveldað fólki og hvatt það til að drífa sig af stað. Christel segir að reynsla þeirra sé að eftir að konur komi í fyrsta sinn á prjónahátíð langi þær til að koma aftur. Þá taka þær oft fjölskylduna með og staldra við í nokkra daga, jafnvel upp í tvær vikur. „Nú er orðið meira um það að fjölskyldan komi saman og þá nýtur sam- félagið góðs af því að hafa þess- ar prjónahátíðir. Margir leigja sumarhús og leita annarrar afþreyingar á staðnum.“ Jóhanna segir að hugmyndin að færanlegu hóteli sé sú að þessir þrír staðir, sem nefndir hafa verið, eigi það sameiginlegt að þar vanti gistipláss. „En þetta hefur gríðarleg áhrif á samfélagið og það er það sem við óskum okkur að verði hér á Blönduósi. Við, í Textílsetrinu og Þekkingarsetrinu á Blöndu- ósi, erum að að vinna að því að gera Blönduós að textílbænum Blönduósi og svæðið hér á Norðurlandi vestra að textíl- svæðinu. Arfleiðin er svo sterk hér í kringum Blönduós í textíl. Þetta er liður í því,“ segir Jóhanna. Íslensk peysa og marius Allir þekkja íslensku lopapeys- una og jafnvel kannast við norska útlitið og því tilvalið að spyrja hvort einhver munur sé á vinnubrögðum prjónafólks á milli landanna þriggja. Þær eru sammála um það að tæknin sé sú sama en litaval og munstur sé kannski mismunandi. „Norðmenn og Íslendingar hafa svo sterka hefð fyrir þess- um prjónuðu peysum sínum. Norðmennirnir með átta blaða rósina og marius. Ef þú sérð peysu sem heitir marius þá er hún norsk. Ef þú sérð íslenska lopapeysu þá veistu að hún er íslensk. Þetta eru svo sterkar hefðir hjá þeim. En við Danirnir höfum ekki þessa hefð né „okkar“ peysu,“ segir Christel en tekur þó fram að þeir prjóni jafn mikið og ekki síður. Hún segir að þeir leiti og fái hugmyndir héðan og þaðan og steypi þeim saman í sína eigin en eiginleg prjónahefð er ekki hjá þeim líkt og Norðmönnum og Íslendingum. Það sé aðal munurinn. Þrátt fyrir ólíkar hefðir er samt ýmislegt sem sameinar þjóðirnar og bendir Jóhanna á að hafið sé nokkurs konar sameiningartákn. „Við notum öll hafið eða siglingamátann til að komast á milli staða. Þannig að hafið er okkar sameiginlegi punktur. Þess vegna heitir þetta samvinnuverkefni okkar Cold Water, eða Kalt haf. Það er það sem sameinar okkur. En svo finn ég það, er ég ferðast utan Norðurlanda, þá er litavalið orðið öðru vísi. Það er allt annað litaval t.d. í Skotlandi heldur er á meðal okkar Skandinavíubúa. Má segja að hafið og munstrin séu sameiningarpunkturinn okkar. En við notum þau misjafnlega,“ segir Jóhanna og allir eru sammála við borðið. Upp á hærra plan Með þessari vinnu sem nú er í gangi verður allt reynt til þess að lyfta þessu verkefni á hærra plan. Unnið verður að því að auglýsa hátíðirnar saman en þær munu samt sem áður, hver um sig, halda einkennum sínum. Þar sem þetta hefur aldrei verið gert áður fékk hópurinn þennan stóra styrk frá Norrænu ráðherranefndinni og telst verkefnið einstakt. „Með þessari sameiginlegu vinnu okkar er verið að flytja prjónið úr horninu á stofunni, sem það hefur verið undanfarin árhundruð, og út í aðra ramma sem hefur ekki verið venja áður. Til dæmis höldum við námskeið í öðrum byggingum, helst einhverjum sögulegum. Byggingum eða stöðum sem hafa einhverja aðra þýðingu en prjón. Það getur jafnvel verið úti þar sem útsýnið t.d. hefur einhverja aðra þýðingu fyrir svæðið. Það geta verið byggingar eða það geta verið staðir. Þetta gengur sem sagt út á það að vera öðruvísi og veita öðruvísi upplifun en prjónarinn hefur áður notið við prjónaskap. Auk nýrrar þekkingar frá námskeiðinu verður viðkomandi staddur þar sem hann hefur aldrei áður verið og jákvæð upplifun tengir þetta tvennt saman. Við ákváðum t.d. að vera með öll námskeið næst í Kvennaskólanum á Blönduósi og verðum t.d. bæði uppi á vefnaðarloftinu hér með námskeið og svo kannski víðar um bæinn,“ segir Jóhanna en ekki er alveg búið að útfæra hvernig þetta verður en tilgangurinn er að leyfa fólki að upplifa það að prjóna við aðrar aðstæður en það er vant. Viljum meira Textílsetrið hefur staðið fyrir fjölda námskeiða. Tólf voru þau á þessu ári og einu færra í fyrra en hvert námskeið stendur yfir í allt að þrjá tíma. Fólk kemur og lærir nýjar prjónaaðferðir eða glöggvar sig betur hjá þeim sem meiri kunnáttu hafa og hefur það verið mjög vinsælt. „En við viljum meira!“ segir Helga. „Það er að fá fleira fólk. Við höfum fengið þokkalega aðsókn á námskeiðin okkar en við viljum líka fleiri í kringum þetta. Viljum fleira fólk sem er sýnilegt í kringum okkur á staðnum. Við vorum með 19 sölubása í sumar sem seldu prjónatengdar vörur, en það komu ekki nógu margir. Þá fáum við ekki söluaðila til að koma ef fáir kaupa.“ Jóhanna tekur undir og segir að vinnan miði að því að auka flæði fólks á Prjónagleðina og þar kemur prjónastrætóinn inn í myndina eins og áður var minnst á. Hann gæti komið úr sitthvorum landshlutanum, t.d. frá Reyðarfirði eða Selfossi. Helga segir að þær þurfi að hafa allar klær úti. Það þurfi að markaðssetja hátíðina vel og fá fólk til að mæta sem er tilbúið til að gista og hafi vilja til að kaupa vörur og þjónustu svo allir verði ánægðir. Þetta haldist allt í hendur. Spennandi verður að sjá hvað verður úr þessari vinnu allri og ekki síst hvaða gistimöguleikar verða í boði á Prjónagleði 2018. Verður það tjald, gámur, skip eða allt annað? Það er full ástæða til að kíkja á Prjónagleði 2018 og komast að því.Einbeittur hópur í námi hjá Helgu Jónu á Blönduósi.Hér er skemmtileg tengingi, beint frá kind. Mynd frá Orkanger í Noregi. Það getur verið skemmtilegt að totta lakkríspípur. Peysurnar eru annars norskar með átta blaða rósunum á. 43/2017 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.