Feykir


Feykir - 15.11.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 15.11.2017, Blaðsíða 8
 - Heilir og sælir lesendur góðir. Nokkrir af lesendum þáttarins hafa haft samband við mig vegna vísu sem birtist í síðasta þætti um pilt sem starfaði fyrir margt löngu í sláturhúsinu á Blönduósi. Kunna sumir fyrri hluta vísunnar aðeins öðruvísi en hún var birt án þess að það breyti nokkuð merkingu hennar. Einnig hef ég ég fengið þær upplýsingar að álitið hafi verið á sínum tíma að Kristinn Bjarnason, bóndi í Ási væri höfundur hennar. Þakka ég fyrir þessar upplýsingar. Langar allt í einu að rifja upp vísu sem ég lærði á barnsaldri. Sjálfsagt veit enginn neitt um hana nú, og ef ég man rétt hefur hún stundum verið kölluð húsgangur. Ljósið kemur langt og mjótt logar á fífustöngum. Halla kerling fetar fljótt framan eftir göngum. Mörg haust hafa farið ver með okkur sveitafólkið heldur en það sem nú er liðið. Þegar fór að bregða til beggja vona með veður, orti sá afkastamikli hagyrðingur, Pétur Stefánsson svo: Vex nú haustsins vindagnauð visna blóm og hníga. Lauf af trjánum detta dauð og dreifast um göngustíga. Áfram heldur Pétur með ágæta vísu sem tengist sömu aðstæðum. Vorfuglar allir virðist mér vera burtu farnir, en nóg af flugum eftir er einkum geitungarnir. Ekki voru þau kvikindi kveðin í hel með einni vísu, auðvelt fyrir hagyrðinginn að halda áfram með sama efni. Mitt er lán í veröld valt veldur þraut og baga. Geitungarnir út um allt elta mig og plaga. Þrátt fyrir það bölvað ónæði fer skáldið í göngutúr og yrkir: Í dag ég vappa vil um allt vænn með skapi ljúfu. Svo mér verði síður kalt set ég á mig húfu. Áfram má halda með afurðir skagfirskra hagyrðinga. Það er Ingólfur Ómar sem yrkir svo eðlilega haustvísu. Falla lauf og fölnar reyr flögra í hringi þrestir. Vankaðir nú virðast þeir vel af berjum hresstir. Önnur í svipuðum dúr kemur hér eftir Ingólf. Haustið er að hefja spjöll hvellt í vindum gnauðar. Vísnaþáttur 700 Blómin visin eru öllog allar flugur dauðar. Enn rifjast upp vísa úr Skagafirði. Hef ég heyrt að Friðrik Sigfússon, sem kenndur var við Pyttagerði, sé höfundur hennar. Er hún gerð þegar hann sá mann ganga fram af bryggju að því er virtist með einbeittum ásetningi. Lán þótt höfum lítið vér og leið sé töf í heimi. Að taka gröf af sjálfum sér sýnist öfugstreymi. Þegar Alþingi kom saman í haust og fjármálaráðherra flutti sína fjárlagaræðu, mun Helgi R. Einarsson hafa ort svo: Fjármála – Bensi hinn bratti er býsna klókur í snatti. Málunum bjargað ef búfénu´ er fargað og bætt við svo örlitlum skatti. Stuttu síðar þegar allt sprakk í loft upp, orti Helgi: Brákaður brast núna strengur því björt er ei framtíðin lengur. Það Bjarna og Benna er báðum að kenna segir ljúfur og ljóshærður drengur. Þegar svo fréttir bárust af stofnun nýs flokks, varð þessi til hjá Helga: Undir uggum skal fornvinum ylja kjarnann eina frá hisminu skilja. Stíga á stokk og stofna nú flokk með staðfastan framsóknarvilja. Læknirinn Hjálmar Freysteinsson heyrði einnig þessi tíðindi og orti. Land fyrir stafni loksins rís. Lán að vera ekki sokkinn! Auður og gæfa eru vís ef að þjóðin bara kýs Miðframsóknarflokkinn. Sá snjalli limrusmiður, Guðmundur Arn- finnsson, mun eiga þessa: Hallvarður Hallson á Rangá var heitbundinn dömu frá Langá. Það varð honum á því að illa hann sá að sænga hjá Svönu af vangá. Þá fer nú, lesendur góðir, að verða nóg kveðið að sinni. Langar á þessum tímamótum, þegar þáttur nr. 700 lítur dagsins ljós, að þakka ykkur fyrir góðan stuðning og mikla tryggð við þáttinn og vona að svo verði enn um sinn. Veriði þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is 30 ára geturðu þetta alveg. Það var allan tímann þannig. Ekki samt aka fararskjóta af því af þú getur það, ef þú ert ekki með prófið upp á það. Ok? - - - - - - - Aldís Olga skorar á forvera sinn hjá HVE, Guðmund Hauk Sigurðsson, að koma með pistil. Þegar það liggur fyrir að skrifa hugrenningu í formi smápistils þá fyllist kona eldmóði og vill hafa pistilinn svo uppörvandi að hver og einn lesari sé rifinn upp á rasshárunum til að fá sér slurk úr Lýsisflöskunni og svo beint út í heiminn í ofurhetjubúningnum. Þið vitið. Svona „pep talk“, ef við slettum eilítið. Það eru reyndar margar hugrenningar sem mér eru hugleiknar. Þegar kona hefur lifað í nokkur ár (...og fleiri til) þá er eitt og annað sem hún telur sig hafa lært af lífinu. Ekki vera á bremsunni í þínu eigin lífi. Það er speki dagsins. Ég held reyndar að bankinn minn myndi pikka fast í mig ef það væri ekki einhver bremsa á kreditkortafærslunum mínum, en við erum líka ekki að tala um peninga í þessari hugrenningu. Alls ekki. Við erum meira að tala um það að vanmeta ekki sjálfið, mikla ekki hlutina fyrir sér og helst ekki hafa orðasambönd eins og „ég get ekki“ eða „ég kann ekki“ í hávegum. Þó svo að þú hafir ekki reynt við eitthvað, þá þýðir það ekki að þú getir það ekki. Það er til fullt af óskrifuðum samfélagsreglum um rétta leið að hinu og þessu. Ansi margar af þeim mega fara lengst út í hafsauga fyrir mér. Vissulega er erfitt að fara framhjá formlegri lögfræðimenntun, lögmannsprófi og fleiru sem krafist er af hæstaréttardómara, en það er fullt af hlutum sem þú getur gert þó þú hafir ekki farið hina óskrifuðu, hefðbundnu og stundum forpokuðu leið. Hefur þig alltaf langað til að búa til eitthvað sjálf, eins og að þrykkja hönnun þína á textíl, semja smásögu, mála matarstell, koma upp gróðurhúsi, mála olíumálverk eða jafnvel hanna skartgripi? Hefurðu þá hugsað „ég kann bara ekki að gera það“ eða „ég held að ég geti það ekki af því að ég veit ekkert um svona“? Hér er ágætt að skella kartöflu í hálsinn og garga „NEJ, STOP NU!“. Þú þarft ekki að vera útlærð/- ur í fræðum til að uppfylla skilyrðin fyrir því að geta. Þú þarft bara að vera ekki á bremsunni. Þú þarft að henda þér í djúpu laugina. Þú þarft að vera óhrædd/-ur við að prófa og „google-a“. Þú þarft að læra af ferlinu. Ekki vanmeta það sem lærist á því að reyna. Á endanum ÁSKORENDAPENNINN Aldís Olga Jóhannsdóttir Hvammstanga Ekki vera á bremsunni UMSJÓN palli@feykir.is Aldís Olga hvetur fólk til að vera ekki á bremsunni. MYND ÚR EINKASAFNI 8 43/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.