Feykir


Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 1
46 TBL 5. desember 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS.8 Halldór á Molastöðum í Fljótum svarar Bók-haldinu Bíður spenntur eftir jólagjöfinni BLS. 5 Feykir spjallar við Magnús Frey Gíslason sem hannar og smíðar húsgögn á Króknum Flutti aftur á æskustöðvarnar Ungir og bráðefnilegir söngfuglar tróðu upp með þaulreyndum listamönnum Sannkölluð Hátíð í bæ BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Þann 1. desember sl. lenti flugvél flugfélagsins Ernis á Sauðárkróki á ný eftir nokkurra ára hlé á áætlunarflugi þangað. Um tilraunaverkefni er að ræða í sex mánuði og ræðst framhaldið af eftirspurn flugfarþega. Fyrirtæki, félaga- samtök og stofnanir á Norðurlandi vestra hafa mörg hver tekið vel í að styrkja verkefnið með kaupum á miðum eða niðurgreiðslu til félagsmanna sinna. Í tilefni dagsins bauð Isavia upp á kaffi og kökur og flutt voru ávörp. Hörður Guðmundsson, stofnandi flug- félagsins, sagði að ætíð væri reynt að bjóða upp á ódýrustu kjör á flugmiðum en vert væri að hafa í huga að margir kæmu að einu flugi. Nefndi hann að 20 manns í ýmsum störfum kæmu þar að, allt frá miðasölu, eftirliti, viðhaldi og að flugstjórn. Vonaðist hann til að áætlunarflugið til Sauðárkróks myndi ganga vel um ókomin ár. Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitar- stjórnar, bauð flugfélagið velkomið á Flugfélagið Ernir flýgur á Krókinn á ný Tilraun með áætlunarflug næstu sex mánuði Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Allir kátir með að áætlunarflug sé hafið á ný. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðarráðs; Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis; Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar; Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri og Hjördís Þórhallsdóttir, umdæmisstjóri Isavia á Norðurlandi. MYND: PF Krókinn og sagðist vonast til þess að áætlunarflugið væri komið til að vera, íbúum Skagafjarðar og nærsveita til hagsbóta og ekki síður til að opna fleiri hlið inn á svæðið m.t.t. ferðamennsku. Sagði hún það gríðarlega mikilvægt að fá þessa samgöngubót. Farnar verða fjórar ferðir í viku, á mánudögum, tvær ferðir á þriðjudögum og á föstudögum. /PF Blót Arnarins á Faxatorgi Ásatrúarfélagið með landvættablót Landvættablót Ásatrúarfélagsins voru haldin í öllum landshlutum þann 1. desember auk sameiningarblóts við Lögberg á Þingvöllum. Blót Arnarins var haldið á Faxatorgi á Sauðárkróki þar sem Árni Sverrisson Hegranesgoði helgaði blótið. Athöfnin, sem fram fór fyrir framan styttuna af hrossinu Faxa, var látlaus en merkileg fyrir þær sakir að ekki hefur landvættablót farið þar fram áður. Árni Hegranesgoði heiðraði landvætti Íslands og minntist á samkomulag landnema og loforð til þeirra um góða umgengni um landið. Þá bergðu viðstaddir á jólamiði úr horni og vottuðu ásum virðingu sína. /PF Árni Hegranesgoði lætur jólamjöðinn drjúpa úr horni á jörðina. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.