Feykir


Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 2

Feykir - 05.12.2017, Blaðsíða 2
 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir í samtali við RUV að greinilega sé að aukast að dýrbítur leggist á fé heima á túnum og hafi það gerst á fleiri bæjum í sveitarfélaginu í vetur. „Það er aðeins óvenjulegt að tófan er eiginlega bara komin upp við bæi, það er ekki verið að bíta féð sem er á beit uppi á heiðum. Það hefur auðvitað alltaf verið eitthvað um þetta, en það virðist vera að tófan sé að færa sig upp á skaftið,“ segir hún. Mismunandi er hvaða fyrir- komulag er á refaveiðum hjá sveitarfélögum. Grenjaskyttur fá mismikið greitt fyrir veið- arnar og á sumum svæðum er minna greitt fyrir vetrarveiði á ref. Guðný segir að hugmyndir hafi verið uppi um að færa tímabilið til. „Við eigum eftir að taka þetta til alvarlegrar umfjöllunar. Hvort að greiðslu- fyrirkomulaginu verður breytt eða ekki, á eftir að koma í ljós. En að sjálfsögðu tökum við þessu mjög alvarlega.“ /FE Þá er nú aðventan gengin í garð með öllum sínum skemmtilegu atburðum og uppákomum, aðventusam- komum, tónleikum, mörkuðum, jólaföndri og svo má lengi telja. Sannarlega er úr nógu að velja ef maður vill lyfta sér upp í skammdeginu og næla sér í smá jólaanda til viðbótar við þann heimafengna. Af nógu er að taka og spilar tónlistin stórt hlutverk að vanda enda á hún mikinn þátt í að flytja okkur réttu stemning- una. Jólin eru hátíð barnanna (stórra og smárra) og ánægjulegt er að sjá hvað þau eiga veglegan hlut í þeim viðburðum sem boðið er upp á. Á aðventusamkomunum í kirkjunum sjá þau um stóran hlut af dagskránni, tónlistarskólarnir halda jólatón- leika þar sem nemendur spila og syngja, skólarnir eru margir hverjir með samkomur þar sem nemendur flytja fjölbreytta dagskrá og þar fram eftir götunum. Um helgina fór ég á aðventutónleika Sönglaganna þar sem fjórar ungar stúlkur úr Skagafirði sýndu svo um munar hvað unga fólkið getur gert stórkostlega hluti. Ég er enn í skýjunum, svo dásamlega gaman var að heyra þær syngja, og kannski ekki síður að sjá hvað sviðsframkoma þeirra var örugg og áreynslulaus. Það getum við örugglega ekki síst þakkað þeirri þjálfun sem krakkarnir fá í því að koma fram á hinum ýmsu samkomum á vegum skóla og tónlistarskóla og er seint fullmetin. Þeir Sönglagaforkólfar, Stebbi og Einar, eiga líka mikinn heiður skilinn fyrir sinn þátt í því að koma tónlistarfólki úr héraði á framfæri á þeim hreint frábæru skemmtunum sem þeir hafa staðið fyrir undanfarin ár. Þeir eiga bestu þakkir skildar. Við skulum endilega vera dugleg að njóta þess sem desember hefur upp á að bjóða, við getum bara þrifið skápana í janúar. Fríða Eyjólfsdóttir blaðamaður LEIÐARI Verum dugleg að njóta Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Aflífa þurfti þrjár skepnur strax Dýrbítur í Fitjárdal Tófur hafa ráðist á sauðfé á bænum Fremri-Fitjum í Fitjárdal. Bitu þær nokkrar kindur mjög illa svo þurfti að aflífa þrjár skepnur strax og hugsanlega þarf að lóga fleirum. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins. Rætt var við Helgu Rós Níelsdóttur á Fremri-Fitjum í fréttum RUV og segir hún að vart hafi orðið við að kindur, sem voru á gjöf á túni nokkur hundruð metra frá fjárhús- unum, hafi komið heim að húsum, bitnar í framan. Í fyrstu var talið að hundarnir á bænum ættu hlut að máli en þegar farið var að kanna málið nánar kom í ljós að mikið var um spor eftir tófu á túninu. Helga segir að 26 kindur séu bitnar eftir tófuna og sumar mjög illa. „Þetta er flestallt neðan í kjálka, eða í munnvikum og framan á trýni. Bitið framan af snoppum, bitið úr vör, bitið mikið í kjálka,“ segir hún. Heildarafli nýliðinnar viku var 530.737 kíló. 15 bátar lönduðu á Skagaströnd og var afli þeirra rúmlega 143 tonn. Á Sauðárkróki lönduðu einungis fimm skip og bátar rúmum 383 tonnum og á Hofsósi landaði einn bátur 4.388 kílóum. Engu var landað á Hvammstanga. Heildarafli síðustu viku var 530.737 kíló. Aflafréttir tóku sér frí í jólablaðinu sem út kom í síðustu viku en þá var rúmum 26 tonnum landað á Skagaströnd, tæplega þremur tonnum á Hvammstanga, einu og hálfu tonni á Hofsósi og tæpum 1.200 tonnum var landað á Sauðárkróki. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 26. nóvember – 12. desember 2017 383 tonn til Sauðárkróks SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 4.388 Alls á Hofsósi 4.388 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 16.282 Auður HU 94 Landbeitt lína 3.955 Álfur SH 414 Landbeitt lína 21.936 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 4.682 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 2.322 Dísa HU 91 Handfæri 273 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 1.040 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 22.561 Hafdís HU 85 Handfæri 683 Kambur HU 24 Landbeitt lína 862 Kári SH 78 Landbeitt lína 17.988 Magnús HU 23 Landbeitt lína 22.900 Onni HU 36 Dragnót 3.433 Stella GK 23 Landbeitt lína 20.115 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.088 Alls á Skagaströnd 143.120 SAUÐÁRKRÓKUR Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 1.699 Klakkur SK 5 Botnvarpa 110.732 Kristín GK 457 Lína 75.071 Málmey SK 1 Botnvarpa 194.919 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 808 Alls á Sauðárkróki 383.229 Kind með bitför. MYND: HELGA RÓS NÍELSDÓTTIR Gjöf til verðandi foreldra Húnavatnssýslur Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa hefur ákveðið að gefa verðandi foreldrum í Húnavatnssýslum bókina Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur sálfræðing. Fyrstu 1000 dagarnir er eftir Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini. Í umsögn um bókina segir að hún sé aðgengileg handbók fyrir foreldra og byggi á tengslakenningum og nýjustu rann- sóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Í henni sé að finna góð ráð um hvernig foreldrar geti búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling. Þetta verkefni Soroptimistasystra Við Húna- flóa er hugsað sem þriggja ára verkefni og er það von þeirra og sannfæring að bókin muni nýtast foreldrum vel í því mikilvæga hlutverki sem í því er fólgið að eignast og annast barn. /FE Gjaldskrá fæðis hækkar Skólar í Skagafirði Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar fyrir helgi var lögð fram tillaga um að gjaldskrá fæðis í leik- og grunnskólum Skagafjarðar hækki um 3,5% frá og með 1. janúar 2018. Byggðarráð samþykkti gjald- skrána og vísaði henni til af- greiðslu sveitarstjórnar. Bjarni Jónsson lét bóka að VG og óháð í Skagafirði leggist gegn frekari hækkunum á gjald- skrá fæðis í leikskólum í Skaga- firði og telja að stefna beri að því að gera þær gjaldfrjálsar. /PF 2 46/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.