Fram - 14.01.1930, Síða 1
sjálfstæðismanna
Kosningablað
1. árg. Þriðjudaginn 14. janúar 1930. 1. tbl.
B-listinn er listi s jálfstæðisman ina.
Þ>essu blaði er ætlaö þaö
eina hlutverk að vera kosn-
ingablað. Kemur það því ekki
út nema fram yfir bæjarstjórn-
arkosninguna.
Mun það ræða bæjarmálin
og afstöðu bæjarfulltrúaefna
beggja listanna til þeirra.
Verða hnútur þær, er jafn-
aðarmenn hafa sent og kunna
að senda sjálfstæðismönnum í
málgagni sínu, „Alþýðutlaði
Hafnarfjarðar"*, hentar á lofti
og sendar þeim jafnharðan
aftur í þessu blaði.
Landsmálafjelagid „L'ram*.
Þar sprakk blaðran.
í rúmt ár hefir komið út
blað í bænum — Brúin —
sem hefir verið algjörlega hlut-
laust í stiórnmálum. Mönnum
af öllum stjórnmálaflokkum
— jafnaðarmönnum sem öðr-
um — hefir verið heimilt rúm
í blaðinu fyrir greinar um á-
hugamál sín, væru þær kurt-
eislega ritaðar og lausar við
persónuleg illindi og hnútu-
kast. Margir hafa ritað i b!að-
ið um ýms mál en þó fæstir
um stjórnmál.
Útgefendur Brúarinnar —
og líldega flestir bæjarbúar —
sáu nauðsynina áþví,aðtilværi
blað í bænum, svo að Hafn-
firðingar þyrftu ekki að leita
til reykvískra blaða um rúm,
ef þeir vildu rökræða mál sín
— stjórnmál eða önnur — á
prentf Hugðu margir gott til
blaðsins sem menningarauka
fyrir bæinn og volts þess, að
Hafnfirðingar vildu, að þessu
leytinu að minsta kosti, reyna
að vera sjálfum sjer nógir, en
ekki háðir náð og miskunn
pólitískra blaða í Reykjavík.
Og það ætla jeg, að sje sann-
gjarnlega um dæmt og óvil-
halt metnar allar aðstæður, að
þá hafi Brúin, þetta rúma ár,
sem hún hefir komið út, reynst
trú stefnu sinni — hlutleysinu
— og jafnframt sannaö mönn-
um nytsemi slíks blaðs í bæn-
um.
Jeg segi sliks blaðs, því jeg
tel alveg víst, að pólitísk blöð
— flokkablöð — geti aldrei
orðið málefnum bæjarins til
jafnmikilla nytsemda eins og
hlutlaust blaö. Hlutlaust blað
í bænunt getur (og það hefir
1 Brúin gert) ætíð flutt rjettar
og óhlutdrægar sagnir um
gang bæjarmálanna og störf
og frammistöðu þeirra manna,
er í umboði heildarinnar fara
með þau mál. Hlutlaust blað
getur sagt sannleikann um ali:
og alla.
Framan í þetta hlutlausa
blað í bænum hafa jafnaðarmenn
núikastað handskanum með út-
gáfu „Alþýðublaðs Hafnarfjarð-
ar“ í gær, og þar með reynt
að verða þess valdandi, að hjer
eftir verði ekki unt að látaþríf-
ast hlutlaust blað í bænum.
Væri hjer aðeins um kosninga-
blað að ræða hjá jafnaðar-
mönnum, blað, sem ekki væri
ætlað að koma út nema fram
yfir bæjarstjórnarkosnin^una,
gegndi nokkuð öðru máli, en
eins og sjá má af „Inngangs-
orðum“ ritstjórans og einnig
„Hugleiðingum“ hr. Davíðs
Kristjánssonar, er hjer um fram-
tíöai starfsemi að ræða. — Eft-
irleiðis hljóta þvi að verða
tvö pólitisk blöð í i bæn-
um. Er það, að mínu viti, til
engrar blessunar fyrir bæinn,
en jafnaðarmenn verða að
svara þar til saka, því að þeir
hefja leikinn, og öil sú úlfúð
og allur sá ófriður manna og
og stjetta á milli, sem einatt
siglir í kjölfar pólitískra blaða,
hlýtur óhjákvæmi'ega að skrif-
ast á þeirra re kn ng. —
Það er kunnara en frá þuríi
að segja, að sumir jafnaðar-
menn hjer, voru frá byrjun
andvígir því að prentsmiðja
kæmi í bæinn og að hlutlaust
blað væri gefið í út í bænurn.
Og Alþýðublaðið í Reykjavík
gat heldur ekki látið vera að
reka út úr sjer lunguna, þegar
Brúin hóf göngu sína og eins
síðar þegar ritstjóraskiftin urðu.
Hvað olli þessari andúð jafn-
aðarmanna við blaðið er ekki
gott að vita með vissu. En
líkur benda til, að lum sje
meðal annars sprottin af því.
að þeir hafi ekki þótst mega
njótakjörvopnssíns — persónu-
legu hnútanna — sjertil gagns í
blaðinu. Vera má og, að ama-
semi þeirra við hlutlaust bæj-
arblað, sje einnig sprottin af
því, að þeir óttuðust að það
flytti sanr.ar og óhlutdrægai*
fregnir af gerðum þeirra í opin-
berura málum í bænum. Eitt
er það enn, sem gjöra má
ráð fyrir að valdið hafi andúð
jaf iaðarmanna við hlutlausa
blaðið. Það er sú staðreynd,
að slíkt blað hlaut altaf að efla
fr ðinn í bænum, en friöur og
eining virðist vera eitur i
beinum jafnaðarmanna — að
jeg ekki nefni kommúnista —.
Æsingar virðast þeim jafnnauð-
synlegt hernaðartæki i valda-
striðinu, eins og flugfjaðrirnar
fuglum himinsins (svo jeg noti
samlíkingu Davíðs).
Þessar munu ástæðurnarvera
fyrir því, að jafnaöarmenn
kasta handskanum framan í
Brúna og þyggja ekki það
boð mitt, er heimilaði þeim
rúm í blaöinu fyrir grein
um stefnumál flokksins. Davíð
telur þetta boð mitt „sæmdar-
boð“ fyrir sinn flokk, en sjer
þó ekki ástæðu til að þyggja
það, að því er virðist af þvi,
„að það yrði tjón aðstandend-
um blaðsins og þess ílokks,
er að því stendur, við i hönd
farandi bæjarstjórnarkosning-
ar . . .“ Trúi hver, sem trúa
vill! Vitanlegt er, að menn
þeir, sem að Brúnni standa,
eru sjálfstæðismenn af skoöun
—- en Sjálfstæðisfiokkurinn
stendur ekki að blaðinu —.
Þeir eru því pólitískir andstæð-
ingar Davíðs og jíifnaðarmanna.
Læt jeg mjer þess vegna ekki
detta i hug, að umhyggja hr.
Daviðs Kristjánssonar fyrir
pólitiskum hagsmunum að-
standenda Brúarinnar, hafi
ráðið mestu um það, að hann
þádi ekki. þóö itútt m