Fram - 14.01.1930, Síða 2

Fram - 14.01.1930, Síða 2
2 F R'AM B-listinn er listi sjálfstæðrar æsku! skrifa í blaðið. Ffitt veit jeg, að hr. Davíð Kristjansson vill ekki með skrifum sínum, neins- staðar, vinna mjer eða öðrum J; aðstandendum blaðsins nokk- urt tjón persónulega. Þorl. Jónsson. li ÍSkrifstofa ff §3 Sjálfsíæðisflokksins er á Birninurn. 83 Sími 238. Sjálfstæðismenn og konur! 83 83 Hringið í síma 238 og spyrjið um hvort || þjer sjeuð á kjörskrá. || || Landsmálafjel. „Fram“ heldur fund í kvöld (þriðjudag) kl. 6% síðdegis í bíöhúsinu. Fundarefni: Bæjarstjórnarkosningarnar. Áríðandi að fjelagar fjölmenni. Allir sjálfsfæðismenn velkomnir meðan húsrúm leyfir. „Stefnir“, fjelag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, heldurfund í Bíóhúsinu miðvikudaginn 15. jan. kl. 8V2 síðd. Alþingismaður Ólafur Thors og Gunnar E. Benediktsson, lögfræðingur, tala. Boðsbrjef frá síðastl. sunnudegi gilda. Stjörnin. Fuglar himinsins í nýútkomnu blaði, sem kallar sig „Alp5rðublað Hafnar- fjarðar“ og gefið erút í Reykja- vík, er grein eftir Davíð Kristjánsson, efsta mann A- listans hjer, er harin kallar „Hugleiðingar fyrir hafnfirska kjósendur“. Hugleiðingar j)ess- ar eru nokkuð á víð og dreif, og sumar peirra að minsta kosti virðast fremur loftkendar. Þar segir meðal annars svo: „Taki maður svo hina hliðina, mennina, sem aldrei kunna að að búa fyrir sjálfa sig, (mun þar átt við fulltrúaefni A-list- anshjer) verða myndirnar harla ólíkar. Þeir lifa fyrir líð- andi stund og eru sem*) fuglar himins, síuppleknir af að hugsa um velferdarmál fjöldans og peirra undirokuðu. Þeir eru sem sendiboðar meist- arans mikla til að lýna það upp af vígvelli tilverunnar, sem örmagnast hefir, særst eða svívirzt,“ Mönnum mun paðekki kunn- ugt áður, að fuglar himins sjeu síuppteknir af að hugsa um velferðarmál fjöldans, en þó munu slíkir fuglar eiga að tákna samherja Daviðs i bæj- arstjórninni. Kunnugum verð- ur svo sem vonlegt er á að spyrja: Er manninum alvara, eða er hann að draga dár að samherjum sínum? Þótt ótrúlegt sje, virðist miklu eðlilegra að hallast að hinu síðarnefnda. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sam- herjar Davíðs á A-listanum eru allra marina verst haldnir, að- allega af þremur ástríðum, sem allar eru sprottnar af sömu rót, eigingirninni. — Ástríður þessar eru, hóflaus launagræðgi, óseðjandi valdafíkn og ólækn- andi bitlingasýki. Annar, fjórði og sjötti mað- ur listans eru allir í sæmilega launuðum embættum, sem kost- uð eru af bæjarsjóði. Allir hafa þeir farið fram á launahækkun, og nema þó laun þeirra þriggja manna, samtals hátt á 17. þús. króna. Það verður því ekki með sanni sagt í alvöru um þessa *) leturbreYÍing hjer. ,fugla himins“ að þeir hafi verið svo síuppteknir af að hugsa fyrir hag fjöldans, að þcir hafi alveg gleymt sjálfum sjer. Og þvi miður eru margir í ])essum bæ, bæði verkamenn og aðrir, sem hafa lægri tekj- ur en „fuglarnir“ og vérða þó af sínum litlu launum að leggja brauð á borð þeirra. Valda- fíknin er samherjum Davíðs á ofanverðum A-listanum svo sameiginleg, að hjer verður engin tilraun gerð til að gera upp á rnilli þeirra í j)ví efni. Bitlingasýkin hefir náð há- marki sínu hjá þriðja manni A-listans, þótt fleirí sjeu þar ekki lausir við hana. Hann hefir vélgjulaust komið í munn sjer ekki færri en 7 bitlingum á síðastliönu ári og mun það met tæplega yfirstigiö af öðr- um en þeim ,fuglum“, sem alt af gleyma sjálfum sjer af um- hyggju fyrir fjöldanum og þeim undirokuðu. Það er öllum vitanlegt, að árstekjur verkamanna hjer í bænum eru frá 2000 — 2800 kr. og eru því þrisvar sinnum lægri en sumra „fug!anna“, sem sifelt fara fram á launa- hækkun. Mönnum fer j)ví að skiljast að eitthvað hljóti að vera bogið við þá „jafnaðar- mensku“,sem aðallega gengur útá það, að berjast fvrir aukn- um launum þeirra, sem hæst- ar hafa tekjurnar, frá þeim, sem lægri hafa launin. Ekki vantar þó, aö menn þeir, sem þannig , berjast, ])ykist vera heilagir. Þeir berja sjer á brjóst og hrópa: „Við erum sendiboðar meistarans mikla“ og lifandi tákn óeigingirninnar hjer á jörðu! Hverju launa hafnfirskir kjósendur slík orð á kjördegi, þegar hrópendur þeirra hafa með eiginhagsmuna baráttu sinni sannað hvað á bak við þau liggur? Ármann. Bærileg byrjun. „Alþýðublað Hafnarfjarðar" jetur sig sjálft. í 1. tölublaði þess stendur þessi klausa: „Undanfarnar vikur hetir Bjarni læknir Snæbjörnsson varið miklum tíma og erfiði í að reyna að endurreisa og Jífga íhaldið í Hafnarfirði, og hefir hann sjer til aðstoðar valið Þórð lækni Edilonsson til að styðja þá, sem Bjarni hefir komið á afturfæturna. Er það erfitt verk og ilt, því að skjögur er að sögn farandkvilli Hýkomið: Vetrarsjöl, Peysur, I eppi, Nærföt, hlv og göð, Trefiar, Skinnhanskar, Dívanteppi, Borðteppi. Verzlun Helga Guðmundssonar. innan flokksins og hann á tölu- vert háu stigi. Annars koma þessar tafir sér mjög illa hjá læknunum, því að í bænum ganga margs konar sjúkdómar, og væri þvi gott eí einhver ungur og eínilegur læknir, sem þó ekki væri í hinu „byltinga- sinnaða“ Læknafjelagi íslands, vildi setjast hér að, þó ekki væri nema fram yfir kosning- arnar.“ En í 2. tölublaði þess kem- ur: „Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að klausuna um læknaria í blaðinu í gær ber að skilja á þá leið, að vegná þess, hve mikil veikindi eru í bænum nú, hafi læknarnir ekki tíma til að sinna pólitík og lækna skjögrið í flokknum. Til þess þurfi nýjan mann. Annað felst ekki í klausunni. Hafi einhver skilið klausuna á þá leið, að í henni fælist aðdrótt- un til læknanna um, að þeir vanræktu sin læknisstörí, þá er það misskilningur. Ég per- sónulega er læknunum þakk- látur fyrir þeirra ötulu fram- göngu gegn farandkvillum þeim, sem geysá í bænum. Þorv. ÁrnasonS Ef blaðið heldur þessum hætti, uð jeta ofan í sig daginn eftir svívirðingar sínar frá deginum áður, ætti svo aðfara við endalok þess, að það hefði bókstaflega jetið sig upp. Og er það vel farið. Ábyrgðarmaður: Sigurður Kristjánsson. Hf. Prentsmiðja Hafnarfjarðar.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.