Gægir - 01.11.1930, Blaðsíða 2

Gægir - 01.11.1930, Blaðsíða 2
18 GÆGIR B r j e f Hrunið á flaggstöngunum! Hr. ritstjóri Helgi M. S. Bergmann! Að gefnu tilefni neyðist ég til þess að ávíta yður fyrir allskonar óhróður, sem þér leyfið yður að láta prenta um heiðvirða menn í þess- um bæ. Sem dæmi má nefna Psálm um hinn góða tnann Guðmund í Viðey, og einnig má álíta það vítavert, að sýna Móakotsbóndann teym- andi á eyranu meinlausa kaninu, þar sem önn- ur kanina af hinu kyninu eltir, og ætlar að sýna hinni stóra óvirðinðu í margra manna viðurvíst. Haldið þér þessu áfram valdið þér hinni mestu óreglu i útjaðri bæjarins, því saunanlegt er, að bæði menn og meyjar hafa dregið sig saman út i svokallaðri »Kinn«, setið þar að sumbli, rætt um Kanínur, brugðið sér á sýn- inguna í Móakoti og leikið sér likt og kanínur á eftir. Ekki er annað sennilegra, en að vesalings kanínurnar verði brátt leiðar á þessum skrípa- leik og leggist í óreglu, því sagt er, að bóndi standi fyrir beina, þeim er þess óska, hvort sem er á nótt eða degi, og veiti helst egg og dropa, sem hvort tveggja æsir hinar lægstu hvatir þeirra er neyta þess. í von um að þér etjið ekkí til slíkra ódáða kveð ég yður með mátulegri virðingu. (ZZZ). Athugasemd ritstjóra. Gægir heldur þvi fram að þetta „Móakot“, sé á Mars eða annari stjörnu, er því varla hægt að teija — fréttina um Móakot — víta verða, og ekki hægt að álíta að slík frétt geti valdið óreglu hér á jörð. Þessa „Kinn“ hefur Gægir ekki hugmyndum hvar er, enda hefur hann ekki minst á hana. Er því þessi ávitun ZZZ. algjörlega óþörf. Birti eg þetta bréf til að sýna fólki hvað ýmsir menn geta verið rangsleitnir og haft vondan hugsunarhátt, er færa alt út á verri veg. ------CKX)----- Þann 7. nóv. s. 1. gjörðust hér undur mikil í þessum bæ. Veður var mikið af suðvestri, svo að hús hristust, bílar „tommuðu* varla og menn sem vildu áfram, gengu aftur á bak þá er mest lét. Með þessu ofsaroki var ýmist snjókingi mikil, eða skafrenningur, sem gjörði vegfarendum þeim er í veðrið sóttu mun erfiðari sóknin. Þann 7. nóv. fyrir nokkrum árum siðan, braust út óveður mikið austur i löndum. Þar kvað svo mikið að, að víða flaut blóð úr mönn- um og dýrum í stórum lækjum, og svo mikill trillíngur greip hinn vesæla skríl, sem býr þar austur frá, að þeir tóku að drepa hvern annan af kappi miklu. Svo mikill var ofsinn, að hin- ir bestu menn, prestarnir, voru líka drepnir. Þetta ógurlega veður austur í löndum kom úr suðvesturátt. Ekki var laust við að óhug slægi á ýmsa hér, þann 7. nóv. s. 1., því að þegar bjart var orðið af degifsafnaðist hópur manna, hálft hundr- að eða meira, fyrir utan hús eitt reisulegt og létu einkennilega, hringsnérust í kringum sjálfa sig, hoppuðu í loft upp, hristu sig og hlógu dólgslega. Þegar þessi leikur, eða hvað það nú var, hafði staðið litla stund, varð oss litið í loft upp. Sáum vér þá mikinn fána rauðan sem blóð fœrast upp eftir flaggstöng á fyrnefndu húsi,og um leið og fáninn kom að hún gullu við húrra hróp og háreysti svo að bærinn titraði, og tvær flaggstengur brotnuðu og féllu niður í herbúð- um óvlnanna. Því verður ekki með orðum líst hver áhrif þessi undur og teikn höfðu á margan góðan mann i þessum bæ, flestlr voru ýmist hræddir, hryggir eða reiðir, en hópurinn sem dáði rauða fánann ljómaði allur af gleði, horfði til himins, sýnilega að þakka einhverju óséðu fyrir hið mikla teikn, er að þeirra dómi boðaði þeim fullkominn sigur í næstu orustu. Dagurinn leið að kvöldi og meiri hluti bæj- arbúa fór að hátta og sofa í þeirri góðu trú að alt gengi Binn vana gang framvegis, en litli hópurinn, sem dáði rauða fánann, sló upp veislu,

x

Gægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gægir
https://timarit.is/publication/1418

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.