Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað
Janúar 1989
Jón Gröndal skrifar:
Af vettvangi
bœjarstjómar
Halla-
rekstur
Sjúkra-
hússins
greiddur
Eins og fólk hefur kannski
heyrt var gert samkomulag
við ríkið um greiðslu á hluta
af rekstrarhalla fyrri ára.
Gömlu skuldirnar þurrkaðar
út. Svohljóðandi tillaga var
samþykkt á fundi bæjar-
stjórnar Grindavíkur með 5
atkvæðum gegn 2: „Bæjar-
stjórn samþykkir að greiða
umsaminn rekstrarhalla að
tillögu fjárhagsnefndar SSS í
hlutfalli við íbúafjölda, enda
verði samningurinn um
rekstur sjúkrahússins endur-
skoðaður”.
Andstaða þeirra bæjar-
fulltrúa sem á móti voru
byggðist á því að stofnsamn-
ingur spítalans hljóðar upp á
50% aðild þáverandi Grinda-
víkurhrepps. Samkvæmt
honum ættu Grindvíkingar
að borga hálfan hlut í kostn-
aðinum. Fyrst eigi að breyta
stofnsamningi, ef mönnum
sýnist svo. En eftir stofn-
samningi eigi að borga. Hlut-
ur Grindvíkinga verður því
rúmar 2 milljónir.
Fjáreig-
endur
funda með
bæjarráði
Landbúnaðarráðuneytið
er með frumvörp tilbúin til
að leggja fyrir Alþingi um
bann við lausagöngu búfjár í
landnámi Ingólfs og unnið
er sérstaklega að því að
leggja allt sauðfjárhald nið-
ur á Reykjanesskaga. Eitt
frumvarpið felur landbún-
aðarráðherra vald til að
banna sauðfjárhald á
Reykjanesskaga upp á sitt
eindæmi. Fjáreigendur vildu
vekja athygli bæjarstjórnar
á þessum frumvörpum og
áformum um að girða
skagann af, þvert yfir nesið.
Girðing þessi myndi sneiða
af lögsögu Grindavíkur og
myndu Grindvíkingar fljótt
missa lögsögu á því svæði
sem utan girðingar væri. Þá
er einnig spurning um lög-
sögu Grindavíkur á svæðum
þar sem við nú höfum beit-
arrétt. Þessi mál voru ítar-
lega rædd á fundi bæjarráðs
og aftur á fundi bæjar-
stjórnar, þar sem ályktað
var efnislega um að
bæjarstjórn Grindavíkur
styddi sanngjarnar friðun-
araðgerðir á skaganum, en
vildi ekki láta ganga hart að
sauðfj áreigendum.
Málefni
Heimilis
aldraðra í
Grindavík
Bæjarstjórn hefur frestað
að taka afstöð til beiðni frá
Öldrunaráðinu hér um
bæjarábyrgð fyrir 40
milljónum. Var það gert í
ljósi þess að engar ákvarðan-
ir hafa verið teknar um
rekstrarform eða fjármögn-
un á þeim byggingakostnaði
sem eftir er. Nefnd, sem
skipuð var að frumkvæði
Öldrunarráðs og i sátu for-
maður ráðsins, bæjarstjóri
og 1 bæjarfulltrúi, átti við-
ræður við ráðherra, DAS í
Hafnarfirði og þingmenn
kjördæmisins, að ógleymd-
um bræðrum okkar norðan
á nesinu. Niðurstaðan af
starfi nefndarinnar varð í
stuttu máli:
a) Ráðherra skipar
nefnd sem í sitja 1 maður frá
Grindavík, 1 maður frá
D-álmu og dvalarheimilis-
mönnum norðan á nesinu og
1 frá hvoru ráðuneyti: Heil-
brigðis- og fjármála.
Samtals 4 manna nefnd til
að fjalla um málefni aldr-
aðra á Suðurnesjum og
skiptingu fjárveitinga.
b) DAS menn úr Hafn-
arfirði tóku ekki illa í hug-
myndir um að þeir sæju um
daglegan rekstur.
c) Karl Steinar alþingis-
maður hefur unnið með for-
manni fjárveitingarnefndar
Alþingis bak við tjöldin við
að tryggja aukið fjármagn
frá Framkvæmdasjóði Aldr-
aðra og hugsanlega aðrar
fjárveitingar.
d) Bræður okkar norð-
an á nesinu hafa á mjög pen-
an og diplómatiskan hátt
sagt okkur efnislega ,,að éta
það sem úti frysi”. Sagt að
við gætum sjálfum okkur
um kennt. Málin standa
þannig nú að mati bæjar-
stjórnar að hún (bæjar-
stjórnin) hafi enga heimild
til að ákveða eitt né neitt,
heldur sé boltinn hjá Öldr-
unarráði og byggingarnefnd
dvalarheimilisins. Bæjar-
stjórnin hefur, til að liðka
fyrir nauðsynlegum bráða
lántökum, samþykkt fyrir-
fram að verja 3,5 milljónum
á fjárlögum næsta árs til
heimilisins, þannig að nota
megi þá ákvörðun sem bæj-
arábyrgð fyrir láni að þeirri
upphæð.
Útvarp
Suðurnes!
Þann 20.-27. mars nk.
verður starfrækt útvarpsstöð
á Suðurnesjum. Utvarpað
verður frá Félagsmiðstöðinni
Fjörheimum i Njarðvík.
Ekki verður sent út undir
nafni neinna félagasamtaka
eða málefna heldur aðeins
þátttakendum og hiustend-
um til skemmtunar. Dag-
skráin, sem að mestu mun
byggja á tónlist og stuttu
spjalli við hlustendur og
gesti, verður send út klukkan
10.00 til 20.00 og eftir það
ýtarlegur þáttur um Suður-
nes. Hvert kvöld verður tekið
fyrir eitt byggðarlag og fjall-
að um sögu þess, menningu
og daglegt líf íbúanna.
Rekstur
Dagmæðra-
heimilis
hafinn
Nú er hafinn rekstur á dag-
mæðraheimili í gömlu kirkj-
unni. Guðrún Agnes rekur
heimilið, en með henni starfa
þær Guðbjörg Ólafsdóttir og
Jóhanna Baldvinsdóttir. Fyr-
ir utan reglubundið eftirlit og
aðhald frá eftirlitsfóstru
bæjarins mun Hólmfríður
Karlsdóttir fóstra úr Garða-
bæ sjá um faglega ráðgjöf og
skipulagningu.
Pláss á að vera fyrir allt að
15 börn og börn á aldrinum
4ra mánaða til 3ja ára eiga
forgang. Gjöldin fylgja taxta
dagmæðra og eru endur-
greidd á sama hátt. Ástæða
er til að hvetja fólk til að nota
þessa þjónustu ef þörfin er
fyrir hendi.
Starf-
mannafélag
Suðurnesja-
byggða með
lausa samn-
inga 1.
febrúar
Stjórn og fultrúaráð Starfs-
mannafélags Suðurnesja-
byggða samþykkti á fundi
sínum 11. janúar sl. að segja
upp launalið gildandi kjara-
samnings milli aðila frá og
með 1. feb. nk. í komandi
samningaviðræðum leggur
félagið áherslu á almenna
hækkun kauptaxtatryggingu
umsaminna launa og að
ákvæði að yfirlýsingu 1. með
kjarasamningi sveitarfélaga
verði komið í framkvæmd.
reikningaflóðinu!
Láttu orku-
reikninginn alltaf
hafa forgang.
Hitaveita Suðurnesja
Innheimtudeild
mjmynD
Hafnargötu 90 Sími 11016