Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 05.01.1989, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Janúar 1989 Vegna skrifa um langlegumál: Athugasemdir við athugasemdir frá Ólafi Björnssyni Ólafur Bjömsson, formaöur stjómar Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs, sendir Bæjarbót og reyndar Grindvíkingum öll- um heldur betur tóninn í grein sinni: Á tilgangurinn að helga meðalið?” Þar sem nokkur atriði grein- arinnar verða væntanlega skoð- uð sem síðbúið framhald af ára- mótaskaupinu, ætti ekki að leggja vinnu í að svara henni. Það verður samt gert hér, enda verður Ólafi að lærast að þekkja sín takmörk eins og okkur hin- um. 1. Bæjarbót hefur miðlað upplýsingum um heilsugæslu- mál Grindvikinga til lesenda af stakri samviskusemi. Birt ítar- lega greinargerð Heilsugæslu- nefndar Grindavíkur, greina- skrif áhugasamra borgara, við- töl við bæjarfulltrúa ásamt frétt af mótmælum tæplega 800 borgara vegna áforma um bygg- ingu heilsugæslu á 2. hæð Vík- urbrautar 62. Skilgreining Ólafs á hlutverki blaðsins í því máli er aumkunarverð. 2. Rétt er hjá Ólafi að Karl Steinar lagði ekki fram kröfu um 400 milljóna framlag til D-álmu. Hann óskaði eftir framlagi og fékk 9 milljónir samþykktar. Reyndar ekki endi- lega til D-álmu heldur ,,til öld- runarþjónustu almennt á Suðurnesjum”, eins og liðurinn heitir á fjárlögum. Talan 400 milljónir var margnefnd af ýmsum aðilum sem áætlaður heildarkostnaður við D-álmu, en ekki fundin upp í Bæjarbót. Einnig skal fúslega leiðrétt að fjöldi rúmanna verður væntanlega meiri en blaðið gat um samkvæmt upplýsingum sem taldar voru áreiðanlegar. 3. Ólafur sendir Grindvík- ingum almennt tóninn. Segir þá trega til samvinnu og vilja sleikja rjómann. Grindvíkingar eru líklega ekki á sama máli. Hafa afsalað sér fjölda starfa, best reknu rafveitunni, landi undir HS og fleiru vegna sam- vinnu sveitarfélaganna. Standa auk þess best í skilum vegna sameiginlegra útgjalda. í af- stöðu Ölafs til Grindvíkinga gætir neikvæðni og hroka. Von- andi verða einhverjir til að svara honum betur en hér er gert. 4. Vitaskuld er það vilji allra á Suðurnesjum að D-álman rísi. Það á hins vegar ekki að koma í veg fyrir að aðrar úrlausnir í dvalarmálum aldraðra (hraustra eða sjúkra) geti orðið að veru- leika. Ríkið krefst ennþá al- gjörrar samstöðu meðal „heimamanna” um ráðstöfun fjár til þessa málaflokks. Sú samstaða er ekki fyrir hendi, nema að allir hafa lýst stuðningi við byggingu D-álmunnar í Keflavík. Bæjarbót er ókunnugt um að sú afstaða sé breytt, en hefur upplýsingar um að jafn- framt vilji t.d. bæjarstjórn Grindavíkur leggja sitt að mörk- um til þess að Heimili aldraðra í Grindavík klárist og komist í gagnið, enda byggingin langt komin, en D-álman ekki komin úr startholunum. 5. Krafa (ósk) Karls Steinars um framlag kom seint fram, reyndar á loka spretti fjárlaga- gerðarinnar og var af ýmsum, m.a. Ólafi Ragnari fjármálaráð- herra, túlkuð sem sprengja inn í stjórnarsamstarfið. Þar mun fréttaflutningur Stöðvar 2 hafa skapað ákveðinn misskilning. Bæjarbót fagnar sérhverri til- raun þingmanna til að bæta aðstöðu aldraðra og sjúkra á Suðurnesjum, en lýsir jafnframt vanþóknun á að krafa ríkisins um 100% samstöðu „heima- manna” (í sjö sveitarfélögum) bindi hendur þeirra. Atvinnulífið: Konur á Suður- nesjum! Stofnið fyrirtæki! Iðntæknistofnun íslands og Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hf. hafa ákveðið að bjóða upp á 26 kennslu- stunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja sem sérstaklega er ætlað konum á Suðurnesjum. Námskeiðið spannar yfír tvær helgar og mun hefjast föstudaginn 3. febrúar næst- komandi og hefst klukkan 18.00. Kennsluefnið er í vandaðri möppu og meðal efnis er: Stofnandi og stjórnun, gerð stofnáætlana. markaðsmál, fjármál, reikningsskil og eignarform fyrirtækja. Leiðbeinendur verða Emil Thoroddsen félagsfræðingur og Guðbjörg Pétursdóttir viðskiptafræðingur frá Iðn- tæknistofnun. Frá Atvinnu- þróunarfélaginu Jón E. Unn- dórsson verkfræðingur. Auk þess verður lögfræðingur og endurskoðandi af Suðurnesj- um með fyrirlestra. Konur eru ekki síðri körl- um í rekstri fyrirtækja nema síður sé. Smærri fyrirtæki standa oft og falla á því hvernig til tekst með stjórnun fjármálanna og þar sem kon- ur eru yfirleitt ráðdeildar- samar og þekktar að því að láta enda ná saman, þrátt fyrir lítil fjárráð, eiga þær fullt erindi í stjórnunarstörf. Það hefur komið í ljós að konum líkar betur þátttaka í námskeiði sem þessu án þátt- töku karla. Ástæðan fyrir þessu er að þær stofna öðru- vísi fyrirtæki en karlarnir, oft lítil þjónustufyrirtæki og eru óframfærnari. Kennslugögnin sem verða notuð hafa verið sérstaklega útbúin fyrir þetta námskeið og taka mið af því. Kr. Ben hættur. Frímann tekinn við Kristinn Benediktsson (Kr. Ben.) hefur látið af störfum sem fréttaritari Morgun- blaðsins og er farinn til sjós. Við fréttaritarastarfinu tekur Frímann Ólafsson kennari. Hann er ekki alveg ókunnug- ur þeim starfa, þar sem hann hefur áður starfað fyrir Tím- ann sem fréttaritari. Sorp- gámarnír Enn einu sinni skal ítrekað að sorpgámarnir á lóðinni bak við Festi eru einungis ætlaðir fyrir úrgang frá heimilum. — Ekki frá fyrirtækjum — Hvert heimili í bænum borgar kr. 500.- á ári í gámagjald vegna þessarar þjónustu. Fyrir- tækin greiða ekki þetta gjald, enda eru gám- arnir ekki ætlaðir þeim. Vinsamlegast takið þetta til greina. Bæjartæknifræðingur Það er TRE-X ánægja að 6=33 uppfylla kröfur vandlátustu viðskiptavinanna! Parket gerir íbúðina fallegri og hlýlegri og íbúana ánægðari! • Spónparket (11 mm) kr. 1.195.- ferm. • Langmoen-beykiparket (natur) kr. 2.677.- ferm. • Langmoen-eikarparket kr. 2417.- ferm. —' ^ J Glæsilegt útlit! Nýtt þiljuefni í tískulitum, einnig til spónlagt. — Einstaklega áferðarfallegt efni Vantar þig innihurðir fyrir fermingarnar! Við eigum yfir 20 tegundir! Verð frá: Kr. 8.800.-

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.