Þjóðólfur - 22.09.1941, Side 1

Þjóðólfur - 22.09.1941, Side 1
Ritstjóri og ábyrgðarm.: VALDIMAR JÓHANNSSON Ritstjórn, afgreiðsla og auglýs- ingar Laugavegi 18. Sími 5046. Þjóðólfur kemur út á hverjum mánudegi. Verð árg. til næstu áramóta er kr. 5,00 og greiðist fyrirfram, í lausasölu 25 aura eintakið. Steindórsprent h.f. r HIN gífurlega stjórnmálaspilling í land- inu hefur opnað augu almennings fyrir því, að stjórnskipun landsins muni vera verulega áfátt. Almenn óánægja manna í öllum flokkum grípur meir og meir um sig. Flokkaskipun sú, sem vér eigum nú við að búa, riðar á grunni sínum. Ný stjórnskip- un og ný flokkaskipting er að verða æ al- mennara umræðuefni manna á meðal. Þjóð- ólfur hefur hafið máls á þessum viðfangs- efnum og telur sér því skylt að fylgja þeim frekar eftir. gTJÖRNARVÖLDIN munu hafa rumskazt alvarlega við hina al- mennu hreyfingu, sem gagnrýni Þjóðólfs á fisksölusamninginn kom af stað. Það er almælt, að ríkisstjórn- in hafi gert Bretum skýra grein fyrir því, að þjóðin vænti annars af þeim en vanefnda á gefnum loforðum iun viðskiptin milli landanna. Er talið, að stjórnin hafi látið þau orð fylgja, að hún treysti sér a. m. k. ekki til að skýra það fyrirbrigði fyrir al- menningi, og mundi því ekki annað liggja fyrir henni en biðjast lausnar og láta efna til kosninga. • • • JjAí) þykir nú a. m. k. fullvíst, að Bretar hafi fyrirhugað okkur ýms- ar réttarbætur í viðskiptamálunum. Þær úrbætur má án efa rekja til ákveðnari framkomu af háifu inn- iendra stjórnarvalda en áður hefur verið. Það leikur sterkur grunur á því, að ríkisstjórninni og fulltrúum hennar hafi verið tamt að hopa í hverju máli á hæli fyrir Bretum, að óreyndu, og líta á það sem sjálf- sagðan hiut, að þeir settu kostina og innlendra stjórnarvalda væri að ganga að þeim. • • • 'EN það er auðvitað ekki ieiðin til að ná viðunandi samningum við þá. Bretum er vel trúandi til að búa sómasamlega að okkur í viðskipta- málum ef þeir finna djörfung og festu lijá mótsamningsaðila sínum. Maeti þeir þar hins vegar eintómri auðmýkt og undirgefni er fullkom- lega eðlilegt, að þeir geri okkur minni úrkosti en elia hefði orðið. — Það ber að fagna því, ef opinber gagnrýni og einhuga almenningsálit hefur knúð ríkisstjórnina inn á rétta braut i þessum málum. Misgerdir F I TTHLUTUN menntamálaráðs á styrkjum til skálda og listamanna á líðandi ári hefur að vonum sætt mikilli gagnrýni. Þeir ,sem hugðu, að betur myndi á fara, að sérstök nefnd hefði dreifingu fjár þessa með hönd- um en löggjafarsamkoman sjálf, hafa orðið fyrir algerum von- brigðum. Það ber raunar að játa, að afgreiðsla alþingis á málum þessum var næsta óvið- unandi að ýmsu leyti. Margs konar kaupmennska var rekin með viðurkenningar til andans manna þjóðarinnar. Alþingis- menn létu ekki ósjaldan önnur viðhorf ráða atkvæðum sínum en gerhugsaðar skoðanir á lista- gildi verka hlutaðeigenda. Þeir munu einnig hafa orðið fyrir miklu ónæði að hálfu skálda og listamanna, sem leituðu ásjár þeirra, er þeir skyldu miðla verðlaunafé fyrir afrek ljóða og lista. Svo var til ætlazt, að komið yrði í veg fyrir allt slíkt atferli með hinni nýju skipan. En þess varð brátt vart, að málum þess- um hafði ekki verið ráðið til hagkvæmra lykta. Kaupmennsk- an var engan veginn látin niður Upphaf flokkaskiptingarinnar Pólitísk flokkaskipting hér á landi á sér ekki langan aldur. Eftir því sem á leið togstreitu okkar við Dani um stjórnskip- unarmálefni landsins, tók menn að greina á um leiðir, og skipti það mál mönnum í tvær megin- fylkingar. Flokkar þessir riðluð- ust að vísu nokkuð við sérskoð- anir um einstök atriði, en máttu þó kallast samfelldir í megin- atriðum og tóku sér nöfnin: Heimastjórnarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur. falla. En eftir að styrkveiting þessi hafði verið falin forsjá menntamálaráðs kom nýtt við- horf til sögu. Mörg skáld og listamenn voru látin sæta of- sóknum fyrir stjórnmálaskoðan- ir sínar og lífstrú. Hlutur þeirra var skertur sem mest við ráð- stöfun fjárins. Mikill hluti mið- lungsmanna á vettvangi list- sköpunar hlaut hins vegar við- urkenningu menntamálaráðs á kostnað annarra, sem framar stóðu að hæfni og snilligáfum. — Andans menn þjóðarinnar voru vegnir á metaskálum stjórnmálaflokkanna. Þeir, sem léttvægir voru fundnir að auð- sveipinni hlýðni við oddvita valdaflokkanna, báru skertan hlut frá miðlunarborði mennta- málaráðs. En hinir rétttrúuðu fylginautar „þjóðstjórnarinnar" máttu hins vegar una hag sín- um hið bezta. Afleiðing alls þessa má liggja mönnum í augum uppi. Það get- ur aldrei vel á því farið, að ein- sýnir og sérdrægir stjórnmála- menn séu látnir ráðstafa fé til þeirra, er vinna afrek sín á sviði hinna fögru lista. — Þeim er Framhald á 3. síðu. En er deilan við Dani féll nið- ur við sambandslagasamninginn árið 1918 skriðnaði grunnurinn undan hinni eldri flokkaskipun. Jafnvel þegar eftir 1908 tók að brydda á því, að ungir menn í landinu og framgjarnir menn yfirleitt teldu þörf nýrrar skip- unar um pólitískar athafnir. Samtök verkamanna og sjó- manna fóru í kjölfar stórútgerð- arinnar og atvinnubyltingarinn- ar við sjóinn. Og við landskjörið 1916 hófst nýr flokkur í land- inu með samtökum bænda, er síðar tók sér nafnið Framsókn- arflokkur. Á næstu árum þar á eftir taka hinir eldri flokkar að riðlast og flokkaskipunin í þinginu verður mjög laus og hvarflandi og að mestu leyti óskapnaður einn. Hinum eldri og rótgrónu flokkum veittist að vonum erfitt að taka á sig nýj- an lit og lögun. Málefnagrund- völlurinn var eftir 1918 að vísu horfinn, en eftir voru persónu- leg tengsl og minningar frá margra ára samhernaði. Ultu því úr fortíðinni margir örðugir steinar í götuna, en framtíðin var eins og óvörðuð leið, hulin í þoku reikulla stefnumiða. Var á þessum árum gerð tilraun til þess að skipta liði til hægri og vinstri eftir skoðunarháttum manna um framsækni og íhald, án þess að sú meginhugsun fengi neinn byr. Tilraun var gerð til þess að mynda flokk með samtökum 10 manna á þingi, en án árangurs. Hinir gömlu flokkar stóðu fastir á fótum í liðnum tíma og áttu næsta örðugt með að leysast upp í frumefni sín. Menn gátu ekki lengur fylkt sér um mál, heldur aðeins hver um annan. Urðu þá tíð hlaup manna milli' flokka og glundroði, hik og hálf- velgja í stjórnarfarinu. Það bættist ofan á, að á stríðsárun- um var sett á laggirnar sam- steypustjórn með þeim auðkenn- um, sem ávallt hljóta að fylgja þess háttar stjórnarfari og við íslendingar erum um þessar mundir að kynnast jafnvel enn átakanlegar en þá var. En á botni þessa óskapnaðar voru andstæð öfl í þjóðmálavið- horfinu að dragast til tveggja skauta. Innlendir fésýslumenn og erlendir, sem áttu hér hags- muna að gæta, hófu samtök og stofnuðu Morgunblaðið. Undir merki þess fylktu sér síðan stór- atvinnurekendur og þorri em- bættismanna. Og árið 1921 gengur Jón Magnússon í þessa fylkingu með allmikinn hluta Heimastjórnarflokksins. Á öðru leiti hélt Framsóknarflokkurinn áfram að vaxa og tók upp and- stöðu og sókn á hendur fyrr- nefndum samtökum í meira og minna ákveðnum baráttutengsl- um við Alþýðuflokkinn, sem einnig var að vaxa. Sjálfstæðis- flokkurinn gamli lifði lengst á fornri frægð og minningum og varð eins konar happadrættis- gripur og verzlunarvara í þing- inu. Við landskjörið 1922 skar þjóðin úr um tilverurétt þessa flokks, því að hann hlaut nær ekkert fylgi. Voru þá boðnir fram fimm listar til landskjörs og höfðu konur sérlista. Hlaut listi þeirra mikið fylgi og kom að manni. Mátti af því marka, hversu stefnur í þjóðmálum voru þá skammt á veg komnar um að mótast til þess, er síðar varð. Flokkaskipting á nýjum grunni Við þróun nýrrar skipunar risu flokkar af nýjum grunni. Áður höfðu misjöfn sjónarmið um úrlausn stjórnfrelsisdeilunn- ar einnar ráðið flokkum. Nýir flokkar hófust af grunni stétta- samtaka og hagsmunafylkinga, um leið og hugur manna og at- hafnir snerust að málefnum inn- an lands. Jafnvel hinn gamli Sjálfstæðisflokkur, sem með mestri seiglu hafði staðið í stjórnmálavígi horfinna mála, lét undan síga eftir landskjörið 1922 og leystist upp í frumefni sín á næstu árum. Og árið 1927 er í fyrsta sinn gengið til kosn- inga á grundvelli endurskipað- ar flokkaskiptingar eftir nýjum lögmálum hagsmunaaðstöðunn- ar í þjóðfélaginu. Saga flokkaskiptingarinnar hér á landi síðan þessir atburðir gerðust mun vera flestum les- endum kunn og sæmilega ljós. í þægra fylkingararm þjóðmála- liðsins hafa skipað sér þeir menn, sem eru hlynntir mikilli fjársöfnun á einstakra manna hendur, stórrekstri í atvinnu og Hverjir fá smjörið? ORÁ því hefur verið * skýrt í blöðiun bæjar- ins, að hinir ensku blaða- menn fagni því mjög að fá hér smjör að borða eins og þeir vilji. Er þess og sérstaklega getið, að þeir ætli sér að kaupa nokkuð af smjöri áður en þeir halda heimleiðis. Nú er málum svo háttað, að vikum saman hafa húsmæður hér í bænum ekki fengið keypt smjör til heimila sinna vegna algerrar smjöreklu í matvöru- búðunum. XJmmæli þau, sem höfð eru eftir hinum brezku biaðamönnum vekja því al- menna furðu. Maður spyr mann: Hvernig víkur þessu við? — Þjóðólfur vill hér með árétta þessar spurningar: Hverjir fá smjörið okkar fs- lendinga? Fyrir hverja fram- leiðum við matvæli? Hvað býr að baki þess, að ýmsar inn- lendar matvörutegundir, s. s. feitmeti og hangikjöt, fást ekki í matvörubúðum bæjar- ins? — ’f'mis konar orðrómur gengur um þessa hluti. Það færi bezt á þvi, að allur sann- leikurinn kæmi í ljós. Það er skýlaus og réttmæt krafa, að íslendingar sitji sjálfir fyrir matvælaframleiðslu landsins, að svo miklu leyti sem þörf krefur. Öll undanbrögð í því efni verða harðlega dæmd af almenningi. viðskiptum og sem minnst heftu framtaki einstaklingsins til at- hafna og úrræða. Yzt í þennan fylkingararm hafa skipað sér nazistar, sem vilja, að fáeinir sjálfvaldir foringjar hrifsi til sín öll ráð og vald yfir athöfn- um og hugsunum manna í land- inu. — Innst til vinstri hafa skipað sér Framsóknarmenn, sem að vísu viðurkenna einstakl- ingsframtakið, en aðhyllast fé- lagsmálasamtök og margvíslega íhlutun ríkisvaldsins um at- vinnumál og viðskipti manna. Utar í vinstri arm skipa sér síð- an sósíalistar af ýmsum gerð- um, sem aðhyllast mikla íhlutun ríkisvaldsins og ábyrgð þess á atvinnuvegum og lífsafkomu fólksins. Yztir þeim megin eru kommúnistar, sem heimta al- gera íhlutun ríkisvaldsins og skipulagningu á athafnalífi og menningarmálum almennings. En þar sem slíkt er óframkvæm- anlegt nema einræðisvald komi til, mætast kommúnistar og nazistar yzt í fylkingarörmun- um frá báðum hliðum og loka þannig hringnum. Um það deila þeir svo sín á milli, hvorir beri hag fólksins fremur fyrir brjósti, en slíkt verður ávallt undir foringjunum einum kom- ið, þar sem til einræðis er stofn- Franihald á 4. síðu. menntamálaráds

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.