Þjóðólfur - 22.09.1941, Side 2

Þjóðólfur - 22.09.1941, Side 2
2 PJÖÐÖUEUE —? rr Reykvíkingar eru ekki sveitamenn I þúsund ár bjó þjóð vor í * dreifbýli sveitanna. Ein- angrun og kröpp kjör mótaði hugarfar fólksins og framkomu. Gestrisni, hjálpsemi og góðvild var yfirleitt áberandi þáttur í lundarfari þess og breytni. Þeg- ar ferðamann bar við himin á heiðarbrúninni, fögnuðu menn undantekningarlítið á afdala- bænum. Langvarandi þögn ein- angrunarinnar var rofin af manni, sem hafði frá tíðindum að segja. Fréttaþorstanum varð svalað í bili. Þess vegna var gestum og gangandi tekið með kostum og kynjum. Þeir voru leiddir í bæinn, dregin af þeim vosklæði og vikið úr rúmi fyrir þeim, ef þörf krafði. Gestkom- unni var fagnað líkt og lang- þráður heimilisvinur ætti í hlut, enda þótt hér væri kannske um alókunnugan gest að ræða. Heimamenn spurðu frétta úr fjarlægum landshlutum. Gest- urinn leysti úr öllum spurning- um eftir því sem föng voru til. Þannig leið vakan. Að morgni bjóst hinn ókunni maður til brottferðar. Þá var sem ský drægi fyrir sólu. Koma hans hafði brugðið kynjaglampa yfir grátt og hversdagslegt um- hverfi. Með brottför hans hvarf ljóminn. Grámygla hversdags- ins blasti við sjónum á ný. Múr einangrunarinnar var jafn þétt- ur og fyrr. Hvenær yrði hann rofinn næst ? Hver mundi næstur segja tíðindi ? Slíkar spurningar sem þessar fólust ómótaðar í sálum góðviljaðs fólks á dreifð- um og afskekktum íslenzkum bændabýlum. Þannig mótaðist afstaða þjóð- arinnar til framandi manna, sem komu og fóru í hinu fábreyti- lega lífi fólksins. Með komu þeirra birti í baðstofunni. Við brottför þeirra sló skugga yfir hin lágreistu híbýli. * Síðasta. mannsaldurinn hafa vaxið upp bæir og þorp á strand- lengju landsins, við firði, víkur og voga. Fólkið, sem hóf þessa nýbyggð, kom úr sveitunum. Þar var það alið upp, þar voru mótaðir siðir þess, hættir og venjur. Líf fólksins í bæjunum og siðvenjur allar hafa þess vegna löngum borið þess glögg merki, að þær hafa skapazt við allt aðrar aðstæður en þar eru fyrir hendi. Borgarmenning er hér ekki til. Reykvíkingar, sem nú eru orðnir borgarbúar, búa að leifum okkar gömlu sveita- menningar, sem alls ekki á við í hinu nýja umhverfi. Daglegar umgengnisvenjur og framkoma Reykvíkinga minnir í öllum aðalatriðum á siði manna og hætti í dreifbýl- inu um þúsund ára skeið, enda þótt Reykjavík sé orðin talsvert stór hafnarborg og geri því allt aðrar kröfur til háttsemi manna og daglegra venja en einangrað íslenzkt sveitaheimili. Afstaða Reykvíkinga til langferða- mánna, þ. e. útlendinga, er í að- alatriðum hin sama og afstaða sveitafólksins til ferðamanna úr f jarlægum byggðarlögum, með- 'an einangrun sveitalífsins varð ekki rofin nema með slíkri gest- komu. Útlendingum er yfirleitt fagnað af fávíslegum barna- skap. Þeir eru jafnan metnir meira en íslendingar sjálfir og í hvívetna teknir fram yfir þá, líkt eins og þegar afdalabónd- inn lét heimamann sinn ganga úr rúmi fyrir gestinum. Misind- ismenn í hópi útlendinga eiga um flest betri kosta völ en fyrir- myndarmenn í hópi Islendinga sjálfra. Menn, sem hingað eru komnir með þeim hætti, að þjóðinni hlýtur að vera stórlega ógeðfelldur, eru leiddir inn á heimli borgaranna, alikálfinum slátrað og efnt til mikils fagn- aðar eins og glataði sonurinn væri nú loksins kominn til föð- urhúsanna. Þetta er arfur frá þeim tíma, þegar öll þjóðin var sveitamenn og þekkti ekki síma, útvarp eða bifreiðar. Á öld hraðans og tækninnar, þegar fjarlægðir og einangrun er raunverulega óþekkt fyrirbrigði, verða slíkir hættir ekki metnir til annars en skorts á þeirri umgengnis- menntun, sem siðað nútímafólk verður að temja sér, ef það vill ekki eiga á hættu, að því sé skip- að á bekk með frumstæðu fólki eins og því, er býr á Grænlandi og suður í Súdan. * Þó að Reykjavík sé setuliðs- stöð fyrir fjölmennan erlendan her, og um flest líkari herbúð- um en höfuðborg, þá getur eigi að síður þráfaldlega að líta barnungar telpur, sem einar sér eða tvær og tvær saman eru á ferli á síðkvöldum eða jafnvel að næturlagi Aðrar leggja leið sína inn á dansknæpur borgar- innar, setjast þar við borð og bíða þess, að alókunnugir menn komi og bjóði þeim í dans, jafn- vel gæði þeim á víni. Slík fram- koma þekkist ekki í löndum, sem eiga sína borgarmenningu. Þar yrðu stúlkur, er höguðu sér á þennan hátt, skoðaðar sem siðferðilegt vanmetafé. Meðan slíkar siðvenjur eru í heiðri hafðar á Islandi, verðum við að sætta okkur við, að Skrælingja- nafnið loði við okkur og undir- málsmenn í hópi erlendra manna líti á okkur með meðaumkunar- blandinni Iítilsvirðingu. En hér er hægt að stinga við fótum, ef viljinn er fyrir hendi. Kirkjan, skólarnir, stjórnarvöldin, út- varpið og blöðin hafa sofið á verðinum. Ef allir þessir aðilar leggjast á eitt, ásamt þeim mörgu einstaklingum, sem hér eru reiðubúnir til að leggja hönd á plóginn, þá er hægt að upp- ræta að miklu leyti vansæmandi siðvenjur þjóðarinnar. Hér er þörf, sem ekki má bregðast að fullnægja. Að þjóðerni okkar og menningu er sótt um bakdyr. Við erum menn til að verja þær, ef nógu snemma er brugðið við. Misgerðir . . . Framhald af 1. síðu. fæstum gefin réttsýni til þess að gegna slíku hlutverki þannig, að vel geti talizt. Þeir reynast flest- ir minnugri misgerða í átökum stjórnmálabaráttunnar en unn- inna afreka í þágu listanna. Þeim er mjög erfitt verk að leggja réttan mælikvarða til grundvallar, er ráðstafa skal fé eða öðrum jarðneskum gæðum. Það er heldur ekki við öðru að búast. Þeir miða allt við hags- muni sjálfra sín og.stjórnmála- flokka þeirra, sem þeir eru full- trúar fyrir. Hvernig ætti þeim mönnum að auðnast að miðla fé til skálda og listamanna af sann- girni og drengskap, sem undan- tekningarlítið misnota aðstöðu sína við veitingu jafnvel hinna smávægilegustu embætta? Það mætti merkilegt heita, ef þeir brygðu venju og gleymdu sínum gömlu grundvallarreglum. Það munu vart verða skiptar skoðanir um það, að nauðsyn beri til þess, að breytingu verði á komið í þessum efnum. List- sköpun og stjórnmál eiga að vera aðskilin hugtök. Skáld og listamenn skulu metnir að verð- leikum en ekki látnir gjalda lífs- skoðana sinna. # Það hefur mjög verið rætt og ritað um þá ráðstöfun mennta- málaráðs að lækka að miklum mun styrki til hinna hæfustu skálda og listamanna. Hún hef- ur mætt almennri og verðskuld- aðri gagnrýni. En hér er um margþættar misgerðir að ræða. Gengið hefur verið framhjá ýmsum mönnum, er fé þessu var I. PvJÓÐÖLFUR byrjaði að koma út 5. nóv. 1848 og var hálfsmánaðarblað. Ábyrgð- armaður blaðsins var Svein- björn Hallgrímsson, fyrrum að- stoðarprestur, en útgefendur voru þrír. Að ári liðnu tók Sveinbjörn einn við útgáfu blaðsins og hélt því úti til 1852. Þjóðólfur var í ákveðinni and- stöðu við stjórnarvöldin og hina dansksinnuðu embættismanna- stétt. Sveinbjörn var allslyngur áróðursmaður og býsna snjall blaðamaður. Blaðið var allvel ritað og djarfmælt og hefur án efa átt drjúgan þátt í að vekja þjóðina af doðamókinu. Var bjaðið vel séð af öllum frjáls- lyndum mönnum og greinargóð- um almúga, en mætti hins veg- ár mikilli andúð stiftyfirvalda, þröngsýnna embættismanna og skilningssljórra alþýðumanna, sem tóku blaðinu illa upp um- vandanir og hvatningar til al- múgans. II. Þjóðólfur hafði ekki komið út nema í tæpt ár, þegar stjórn- in byrjaöi þá viðleitni sína að úthlutað, sem þó gátu fyllilega talizt verðir nokkurrar viður- kenningar. Þó hefur verið mun- að eftir mörgum öðrum, sem um má deila, hvort séu hinum hæfari sem listamenn. Hitt mun ekki leika á tveim tungum, að hlýðni þeirra og auðsveipni við valdamenn þjóðfélagsins er mun meiri en hinna, sem gleymt var. Máli mínu til sönnunar læt ég hér getið tveggja manna, sem ekki hafa talizt verðir styrkjar að dómi menntamálaráðs. — Annar þeirra er Halldór StefánsSon, rithöfundur. Hinn er Steinn Steinarr, skáld. Halldór Stefánsson hefur helgað sig þeim þætti bók- menntastarfs, sem íslenzkir rit- höfundar hafa lagt einna minnsta rækt við til þessa, en það er smásagnagerðin. Hefur hann þegar sent frá sér tvær bækur auk ýmissa smásagna annarra en þær hafa að geyma, sem birzt hafa í blöðum og tíma- ritum. Halldór er mjög sérstæð- ur höfundur og frumlegur, enda hefur hann hlotið góðan orðstír fyrir ritverk sín hér á landi og erlendis. Stein Steinarr má með sanni telja einn fremstan í hópi hinna yngri skálda. Hann hefur sent á lesmarkaðinn þrjár ljóðabækur og hlotið mjög lofsamlega dóma að verðleikum. Verður greinilegra framfara vart með hverri nýrri bók, sem frá hon- um kemur. Hann er ef til vill það íslenzkt skáld vorra tíma, sem mesta vandvirkni og fágun sýn- ir í ljóðagerð. Steinn fer held- ur ekki troðnar brautir í vali viðfangsefna sinna, og meðferð þeirra er með sérstökum hætti í höndum hans. — Mun fullkom- lega óhætt að vænta mikils af gera út blöð, beint og óbeint, til höfuðs honum. Voru þau blöð látin njóta stjórnarauglýsing- anna og vel að þeim búið á all- an hátt. En það kom fyrir ekki. Þau náðu ekki hylli almennings og vesluðust upp í eymd og nið- urlægingu. Lanztíðindi voru fyrstþessara blaða. Þau hófu göngu sína 5. sept. 1849. Ritstjóri þeirra var dr. Pétur Pétursson, forstöðu- maður prestaskólans. Milli þeirra og Þjóðólfs voru smá- hnippingar, en ekki hörð átök. „Tíðindin“ voru yfirbragðsdauf en fluttu allmikið af fréttum, einkum erlendum. Stiftsyfirvöldunum mun hafa þótt einsætt, að Þjóðólfi yrði ekki komdð fyrir með blaði því, er þau höfðu eflt gegn honum. Mun þeim því hafa þótt nauður til bera að grípa til annarra og áhrifameiri aðgerða. Næsta skref var að torvelda útgáfu blaðsins með óaðgengilegum skilmálum varðandi prentun blaðsins. En eina prentsmiðja landsins var í höndum stifts- yfirvaldanna og því hæg heima- tökin. Ábyrgðarmanni blaðsins Úr sögu íslenzkrar blaðamennsku I. honum í komanda framtíð, verði hungurstríðið honum ekki að grandi. Mörgum mun virðast undar- legt, að höfundum þessum og öðrum fleiri skuli vera gleymt af menntamálaráði. En ástæðan er engin felumynd. Þessir höf- undar aðhyllast ekki þá stefnu né lífsskoðanir, sem oddvitar stjórnmálaflokkanna og með- limir menntamálaráðs una bezt. Þeir eru ekki gæddir þeirri und- irgefni og þjónslund, sem þarf til þess að verða hirðskáld ,,þjóðstjórnarinnar“. Þess vegna er þeim gleymt. Slíkir menn eru ekki taldir verðir þess að hljóta viðurkenningu fyrir listsköpun sína. En jafnframt eru gælur gerðar við lítilláta meðalmenn og þeim bitar réttir, sem hafa þann boðskap helztan að flytja í ljóðum sínum, hve hamingju- ríkt hlutskipti það megi teljast að vera fátækur leiguliði á ríkis- jörð og rækta kartöflur og kál- meti. H.S. Samkeppni vid Jónas? Fjandskapur Jónasar Jónssonar og Tímans við þjóðnytjafélagsskap eins og Landnámu verður naumast skýrð- ur á annan veg en þann, að Jónas skoði allar menningarlegar framfarir í landinu sem beina samkeppni og fjandskap við sig. Hann hefur viljað skapa þá trú meðal almennings, að með áhrifum hans á íslenzkt stjórn- málalíf hafi átt sér stað stórfelld ný- sköpun i menningarlífi þjóðarinnar. Framtak annarra í þeim efnum telur hann að skyggi á sig og sé til orðið til samkeppni við sig eða af fjand- skap í sinn garð. — En það mun al- mennt dregið i efa, að héraðsskólarn- ir í sinni núverandi mynd og útgáfa á Gallastríðinu og Viktoríusögu skapi Jónasi varanlegt nafn sem giftu- drjúgum menningarfrömuði. tókst þó að uppfylla kosti stjórnarvaldanna um prentun þess. Afstaða þess til kosningu fulltrúa á fyrirhugaðan Þjóð- fund vorið 1850 varð hins vegar til þess, að örlagarík tíð- indi gerðust í sögu blaðsins. III. Með byrjun II. árgangs af Þjóðólfi 16. nóv. 1849 hófst í blaðinu greinaflokkur eftir rit- stjórann, sem nefndist „Til kjós- endanna í vor eð kemur“. Mið- uðu greinar þessar að því að vekja menn til umhugsunar um kosninguna. Hvatti ritstjórinn almenning til að vanda val full- trúanna og ganga til kosning- arinnar með opin augu fyrir þörfum lands og þjóðar. Ritaði hann m. a. á þessa leið: „Alþingi hefur þá vakið oss, íslendingar! enda var eigi van- þörf á að leysa hug vorn, sem bundinn var við steininn á hlað- inu og þúfuna í varpanum, og leiða hann til athygli á högum landsins yfir höfuð, og viðskipt- um þess við hina útlendu þjóð. Það var ekki vanþörf á þessu, þegar eins mikið mál átti að iig'gja fynr, og nú er í vændum. Þjóðfundur er fyrir hendi, sem skipa skal fyrir um stjórn lands- ins framvegis, og samband þess við Danmörku; og það kemur að því, að kjósa skal menn um allt land, til að leggja ráðin á um þessi vandamiklu mál. Nú

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.