Þjóðólfur - 22.09.1941, Qupperneq 3
ÞJÓÐÖLFUR
3
'^,t,iiii,,,iiiiini*,*iiin,,iii,,**i*,,ii,,,,***,*,****,,i* **************
| DÆQURMÁL |
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiniik. 9 9 0 iiiiiiiiiiiiiiiii,,iii**'c'
Nazistar — eða kommúnistar
Ekki alls fyrir löngu tekur Tíminn
að ýfast á ný við útgáfufélagið Land-
námu. Gefur blaðið í skyn, að helztu
áhrifámenn í félagsskap þessum séu
nazistar eða jafnvel kommúnistar.
Meðal þeirra manna, sem þarna eiga
hlut að máli, eru t. d. Ólafur Sveins-
son sölustjóri, Árni Jónsson frá Múla,
Jakob Frímannson kaupfélagsstjóri,
Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Ás-
geir Ásgeirsson bankastjóri, Andrés
Þormar gjaldkeri, Páll Isólfsson
organleikari, Ragnar Ólafsson lög-
fræðingur, Sigurður Nordal prófessor,
Ragnar Jónsson fulltrúi og Ármann
Halldórsson skólastjóri, svo að nefnd-
ir séu helztu kommúnistarnir og naz-
istarnir. . Hér hafa verið nefndir
menn, sem allir telja sig til „þjóð-
stjórnar“flokkanna þriggja, endaþótt
Tíminn stimpli alla þá, er að útgáf-
unni standa, sem kommúnista eða
nazista. Jafnvel flokksmenn hús-
bænda Tímans komast ekki undan
nafngiftinni. Sannast hér átakanlega
á Tímanum hið fornkveðna, ,,að ekki
sér hann sina menn,“ svo að þeir
verða að sæta af hans hálfu jafn til-
efnislausúm árásum og aðrir. —
Annars er það nú orðin aðalvörn í
málum af hálfu Jónasar Jónssonar
og nánustu sálufélaga hans, að and-
stæðingarnir séu nazistar eða komm-
únistar. Mun erfitt að benda á skýr-
ari sönnun fyrir málefnalegu gjald-
þroti þessa vogreks á fjörum is-
lenzkra stjómmála.
Hvað líður útgáfubókum
Landnámu ?
Vegna annarra lúalegra aðdróttana
i garð Landnámu af hálfu Tímans
spurðist Þjóðólfur fyrir um það, hvar
komið væri heildarútgáfu félagsins á
verkum Gunnars Gunnarssonar og
fékk þessar upplýsingar: Sjálfævi-
saga skáldsins, Kirkjan á fjallinu, er
nú að mestu leyti fullþýdd. Eru tvö
fyrstu bindin þegar komin i prent-
smiðjuna og hið fyrra fullsett fyrir
Framh. á 4. síðu.
Hið íslenzka fornritafélag
kemur út á morgun á 700 ára
dánardegi SNORRA STURLUSONAR
BóEtaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar
W" Gerizt áskrifendur að Þjóðólfi. Afgr. Laugavegi 18.
Nú er tímabært að kaupa
Eddu Snorra Sturlusonar
með skáldatali.
Gignizt og lesið petta meistara-
verk íslenzkra bókmennta.
^zTæsi í
Bókabuð KRON Alþýðuhúsiitu
f MEIRA EN HUNDRAÐ ÁR
hefir WALL ROPE verk-
smiðjan Iramieitt beztu
kaðla og tóg, sem til
eru ó heimsmarkaðinum.
LONGEST ROPE WALK IN THEWORLD
HOW'S
ROPE R
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
AUSTURSTRÆTI 14 - SÍMI 5904
Umboðsmenn Djóðólfs |
eru beðnir að endursenda nú þegar óseld eintök af 8.
og 9. tbl.
Þeir umboðsmenn, sem enn hafa ekki gert skil til
blaðsins, eru beðnir_að gera það hið fyrsta.
/
Afgreiðslan, Laugavegi 18.
sjáið þér, kjósendur góðir! að
miklu varðar að kjósa vel ...
Ég spyr yður: Viljið þið nú hafa
fulltrúa, sem hugsa um engan
hlut, taka til orða í engu máli,
og gefa atkvæði sín beint út í
loftið? Fulltrúa, sem líta helzt
á það, hvern ávinning þeir geti
sjálfir haft af atkvæðum sín-
um? Fulltrúa, sem ekki þora að
mæla í mitt hóf við höfðingj-
ana ? Fulltrúa, sem ekkert hirða
um hvað þér viljið, og sem helzt
eru áfram um, að allt geti hald-
izt í gamla horfinu. Eða viljið
þér hafa fulltrúa, sem greind,
framkvæmd og kjarkur er í?
Fulltrúa, sem vita og finna, hvar
skórinn kreppir að yður, og sem
með gætni, en þó með djörfung
og frjálslyndi vilja stuðla til
þess, að heill og hagsæld yðar
eflist í öllu? Það er að miklu
leyti undir sjálfum yður komið,
hvernig þjóðfundurinn reynist,
hvort hann leggur á þau ráð,
sem yður eru heillavænlegust
eður ekki.“
1 greinum þessum voru menn
og hvattir til að gera sér í höf-
uðdráttum grein fyrir skoðun-
um sínum á málefnum þjóðar-
innar, og kjósa sér fulltrúa með
tilliti til þess. Segir, ,,að sá kjós-
andi t. a. m. sem er sannfærð-
ur um, að sú tilhögun, sem nú
er á mörgum hlutum hjá oss,
eldir einungis eftir af gömlum
lögum og tilskipunum, og sam-
svarar á engan hátt þörfum
þjóðarinnar og kröfum tímans,
heldur er einmitt fyrir það orð-
in bæði hvumleið og óvinsæl,
hann getur engan veginn verið
ánægður með þann fulltrúa, sem
álítur, eins og svo margir gjöra,
að flest sé í svo góðu lagi hjá
oss, sem það þurfi að vera, og
getur þess vegna ekki fengið af
sér, nema með deyfð og tregðu,
að mæla fram með nokkrum
breytingum eða bótum á gamla
horfinu.“
IV.
I fjórðu grein Þjóðólfs um
þessi mál birtir blaðið skorin-
orð stefnuatriði sín varðandi
stjórnskipun landsins og sam-
band þess við Danmörku. Eru
þau á þessa leið:
„Vér viljum í fyrsta máta, að
ísland verði þjóðfélag út af fyr-
ir sig á þann hátt, að það sé
laust undan ölium yfirráðum
hinnar dönsku þjóðar, en hafi
aðeins konung hennar yfir sér;
og skal hann sér í Iagi vera
nokkurs konar sameiningarband
milli Dana og íslendinga til
bróðurlegrar vináttu og jafn-
réttis í öllum viðskiptum, eins
og hann Iíka skal vera miðill
hins íslenzka þjóðfélags í öllrnn
málurn, sem það kann að eiga
saman að sælda við önnur ríki.
Og vér viljum í annan máta,
að þjóðfélag þetta fái stjórnar-
bót, sem sé fólginn í innlendri
ábyrgðarstjóm, er láti fulltrúa
þjóðarinnar, kosna eftir frjáls-
um kosningalögum, hafa lög-
gjafarvaldið í höndum sér.“
Þegar hér var komið, voru
stjórnarvöldin tekin að renna
óhýru auga til Þjóðólfs. Og þeg-
ar sett voru tvö næstu blöð, kom
boð frá stiftsyfirvöldunum þess
efnis, að þau vildu fá að sjá
prófarkir af blaðinu, enda þótt
slík krafa hefði raunverulega
ekki við nein rök að styðjast.
Ritstjórinn varð þó við kröfunni
og fór með próförkina til stipt-
amtmanns. Gaf hann jafnframt
þá yfirlýsingu, að hann væri fús
til breytinga, ef eitthvað kynni
skaðlegt í henni að finnast.
Svo leið vika án þess að rit-
stjóri Þjóðólfs fengi frekari
vitneskju um það, hvað í ráði
væri með blað hans. En 20. febr.
fékk hann bréf frá stiftsyfir-
völdunum, þar sem þau kunn-
gerðu honum, að blað hans yrði
ekki að sinni prentað í prent-
smiðju landsins. Jafnframt gáfu
þau prentaranum, Helga Helga-
syni til kynna, að hann mætti
ekki prenta í prentsmiðjunni
neitt það, sem þau hefðu ekki
áður kynnt sér.
Ritstjórinn birti þá auglýs-
ingu í Lanztíðindunum þess efn-
is, að blað hans væri ,,af hin-
um háu stiptsyfirvöldum Islands
sett undir yfirskoðun og því
næst hindrað með öllu að sinni,
án dóms og laga, frá því að
mega prentast í prentsmiðju
landsins."
V.
Lanztíðindin létu fylgja aug-
lýsingu Sveinbjarnar miður
góðgjarnlega klausu frá eigin
brjósti, þar sem gefið var í
skyn, að í Þjóðólfi mundi eitt-
hvað hafa átt að birtast, er
verið gæti „landinu skaðlegt,
eða að minnsta kosti svo lagað,
að það fremur spilli en bæti.“
Undir þessari lúalegu ásökun
vildi Sveinbjörn ekki liggja.
Ákvað hann þegar að bregða
sér til Kaupmannahafnar, en
það var ekki í lítið ráðizt á þeim
tímum, og láta prenta blað sitt
þar, svo að ljóst yrði, á hvaða
rökum stöðvun blaðsins "væri
byggð. — Bændur kringum
Reykjavík skutu saman 100 rbd.
upp í ferðakostnað haris og tveir
menn lánuðu honum sína hundr-
að dalina hvor, því að Svein-
björn var blásnauður maður og
hafði fyrir fjölskyldu að sjá.
I prentsmiðju S. L. Möllers í
Kaupmannahöfn voru síðan
prentuð tvö tölublöð af Þjóðólfi,
sem komu út saman undir nafn-
inu ,,Hljóðólfur“. Flutti hann
þær ritgerðir, sem stiftsyfir-
völdin höfðu gert að endanlegri
ástæðu til stöðvunar á blaðinu.
Voru þær þessar helztar: Fram-
hald greinaflokksins, Til kjós-
endanna í vor eð kemur, 5.
grein, frásögn af pereatinu og
ávarp Sveinbjarnar Hallgríms-
sonar, er hann flutti á Dóm-
kirkjuloftinu að aflokinni
messugjörð sunnudagimi 10.
febrúar, þar sem hann lýsti
vantrausti safnaðarins á presti
sínum.
VI.
Útgáfa Þjóðólfs var stöðvuð
fyrir þær sakir einar, að hann
hélt einarðlega á íslenzkum mál-
stað. Djarflegar kröfur blaðs-
ins í sjálfstæðismálinu og skyn-
samlega ritaðar hugleiðingar
þess um kosningu manna til
þ jóðfundar féllu st jórnarvöldum
landsins ekki í geð, því að þeirra
afstöðu réðu danskir hagsmun-
ir. Fyrir því átti að koma blað-
inu endanlega á kné og firra
stjórnarvöldin frekara ónæði af
hálfu þess.
Blað, sem íslenzkur maður
stjómaði, fékkst þá, eins og
stundum síðar, til að taka mál-
stað hins erlenda valds gegn ís-
lenzka málstaðnum.
Eftir heimkomu Sveinbjarnar
létu stiftsyfirvöldin niður falla
bann sitt við útgáfu Þjóðólfs, og
var blaðið prentað í prentsmiðju
þeirra. Óx gengi þess með hverju
ári, sem leið,ogbarþaðumlangt
skeið höfuð og herðar fyrir
önnur íslenzk blöð. Mestur varð
vegur þess undir stjórn Jóns
Guðmundssonar fyrrum sýslu-
manns, og gerði hann blaðið að
stórveldi í íslenzkum stjórnmál-
um. Má vera, að nánar verði
frá því sagt síðar.
V. J.