Þjóðólfur - 27.10.1941, Síða 3

Þjóðólfur - 27.10.1941, Síða 3
Þ JÖÐÖLFUR 3 m A lörnum vegi Nokkru eftir að Mussolini hóf innrás sína í Abessiníu forðum, sagði vikublað í Köln eftirfar- andi gamansögu: Til Rómaborg- ar kom leynilegur erindreki frá Haile Selassie keisara til þess að kynna sér með hvaða kjörum Mussolini vildi leyfa Haile Sel- assie að halda keisaradæminu. „Hann má gjarna halda því,“ var svarið. „En Mussolini útnefiíir alla ráðherra í Abessiníu, skipar embættismenn og hefir yfir- stjórn f jármála, hermála, dóms- mála og verzlunar-, iðnaðar- og samgöngumála. Haile Selassie fær hins vegar að undirrita all- ar tilskipanir Mussolinis og auk þess fær hann lítilfjörlegan líf- eyri.“ Þessu mótmælti erindrek- inn „Enginn þjóðhöfðingi í heimi getur gengið að slíkum kostum sem þessum,“ sagði hann. — „Jú,“ heyrðist sagt með mildri rödd, „jú, ég.“ — Það var Viktor Emanuel, sem talaði. Le Rire, París. Honoré de Balzac vildi láta líta svo út sem hann væri snjall að ráða skapgerð manna og hæfileika af rithönd þeirra, Einu sinni kom kona nokkur með skrifbók drengs og spurði Balzac um álit hans á drengnum. Eftir nákvæma athugun bókarinnar spurði Balzac: „Eruð þér móðir þessa drengs?“ Konan svaraði því neitandi og kvaðst ekki einu sinni vera skyld honum. „Þá vil ég láta áht mitt í ljósi af fullri hreinskilni,“ svaraði Balzac. „Þessi drengur er hirðulaus og líklega heimskur. Ég er hrædd- ur um, að það verði aldrei mað- ur úr honum.“ „Þetta er ein af skrifbókum yðar sjálfs frá bernskuárun- um,“ svaraði konan brosandi. ■ •■ Frúin: I síðustu viku þóttust þér vera blindur. Nú þykist þér vera heyrnarlaus. Hvaða skýr- ingar viljið þér gefa á því? Betlarinn: Ég fékk of mikið af tölum, náðuga frú. ►W v fumiture Creaiii; Nú er það ii húsgagnagljái sem húsmæðurnar sækjast eftir. Aðalumbodsmenn: BLÖNDAHL H.F. >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»:♦»»»»: ♦ i v w w w w w w w w w w w w V w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w w V s Boskinn biðill: Ég elska yður svo heitt, að ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir yður. Hún: Hvenær ? • • • Rakaralærlingurinn: Má ég raka þennan mann? Meistarinn: Já, en passaðu bara að skera þig ekki. • •. Unga frúin í símanum: Ég bjó til mat í fyrsta skipti í gær. Það heppnaðist prýðilega. — Jón vill endilega fá stúlku. • • ■ Ég fann að konan er bitrari en dauðinn, því að hún er net og hjarta hennar snara, hendur hennar fjötrar. Sá, sem guði þóknast, kemst undan henni, en syndarinn verður fanginn af henni. Sjá, þetta hefi ég fundiðf segir prédikarinn, með því að leggja eitt við annað til þess að komast að hyggindum. Það, sem ég hefi stöðugt leitað að, en ekki fundið, það er þetta: Einn mann af þúsundi hefi ég fundið, en konu á meðal allra þessara hefi ég ekki fundiö. \ Prédikarinn. Sá, sem veit, en veit ekki að hann veit, er sofandi. Vektu haim. Sá, sem ekki veit, og veit að hann ekki veit, er fáfróður. Keundu honum. Sá, sem ekki veit, og veit ekki að hann veit ekki, er heimsk- ingi. Sneiddu hjá honum. Sá, sem veit, og veit að hann veit, er vitur. Houum skaltu fylgja til hins síðasta. Arabiskir málshættir. • o. I sumum kvikmyudahúsmn í Suður-Ameríku er hætt að sýna kvikmyndirnar, ef sýningar- gestum falla þær ekki í geð, og jafnskjótt hafin sýning á öðr- um í þeirra stað. Ef sýningar- gestirnir óska að sjá endurtekn- ingar á einstökum hlutum myndarinnar, eru þeir sýndir aftur og aftur þar til þeir hafa fengið sig fullsadda af að horfa á þá. . •. Til athugunar: Konan hefir ávallt tilhneig- ingu til að virða þann, sem heimtar. Priscilla Craven. KAFBÁTSFOBHiGI ImnlmAW/ Allir kannast við þýzka kirkjuhöfð- ingjann MARTIN NIEMÖLLER — manninn, sem stóð í forustu þjóna Krists í Þýzka- landi fyrst eftir valdatöku Hitlers og gerðist eldheit- ur „þjóðernis- sinni“. — Átökin milli hans og þýzka nazismans eru kunn alheimi og enduðu þann veg, að Niemöller, glæsilegasta og andríkasta kenni- manni Þýzkalands síðan Martin Luther var uppi, var varpað í fangelsi eftir að hafa orðið fyrir heiftarlegum árásum „foringjans“. Hitt mun tiltölulega fáum kunnugt, að Niemöller var kafbátsforingi í síðasta stríði. Hann var þá einn hættuleg- asti óvinur Bandamanna á höfunum, sökkti skipum, sem voru þúsundir tonna að burðarmagni, allt frá hafnarmynni Alex- andríu til stranda Englands og Ameríku og lenti í hinum ótrúlegustu æfintýrum. Það, sem gefur þessari bók fyrst og fremst gildi, er hin bersögla en látlausa frásögn mikilmennisins, sem ekki þarf á því að halda, að skreyta atburðina með ýkjum og stór- yrðum eða bera þá inn í litað Ijós. Hann segir það eitt, sem satt er og á þann hátt, að við vitum að það er satt. Engu að síður er bókin spennandi og skemmtileg aflestrar eins og æfintýri, og við lestur hennar eru menn margs vísari um lífið í stríði — ekki aðeins því stríði, sem háð er með tundurskeyt- um og flugvélasprengjum, heldur og því stríði, sem einstakl- ingurinn heyir í baráttunni við sínar eigin tilfinningar. Víkingsútgáfan Gardastrœti 17 Það er auðvitað fullkomin áhætta nú á tímum að ræða þetta vandamál eins og ég geri hér, því að einhver kynni að stökka upp til handa og fóta og hrópa: Hann er einræðissinni! Hann er á móti lýðræðinu! Burt með slíkan mann! Hvers vegna hefur einræði bolað burt hinu svokallaða lýð- ræði meðal voldugra þjóða? Og hvers vegna er það í hættu statt í þeim löndum, þar sem það enn heldur velli? Hvers vegna vex skrifstofuvaldið svo óskap- lega í Bandaríkjunum, að það stofnar þessu lýðræði í full- komna hættu, og það jafnvel þótt lýðræðisskipulag Banda- ríkjanna sé ekki gersamlega sneitt ofurlitlu ívafi þjóðræðis? Það er ekki mitt að svara þess- um spurningum, en ég má spyrja. Eigi þjóðirnar ekki sérfræðinga, sem svarað geti þessum spumingum fræðimann- lega og með góðum rökum, eða það sem er enn verra: vilji þær ekki leggja eyrun að slíkum svörum og skýringum, þá er ekki von að vel fari. Eins lengi og menn halda áfram að trúa á eitt og annað í blindni, án þess að leita að þeim lögmálum, sem liggja til grundvallar fyrirbrigð- unum, og það eins í heimi stjórn- málanna, þá eru þeir í kvölum, eins konar kvalastað, og ekkert getur farið vel. Það er ekki nóg að trúa á eitthvert stjórnskipu- lag, menn verða að finna þau lögmál, er liggja til grundvallar farsælu og öruggu stjórnskipu- lagi. Geta hugsandi menn stað- ið andspænis því, sem nú gerist í heiminum, án þess að gera upp reikningana á ný, og leita að við- unandi svörum við þessum spurningum, sem hér voru sett- ar fram. Hvar mundi vöxtur þessa skrifstofuvalds, sem aukizt hef- ur á 140 árum 700 sinnum örar en fólksfjölgunin, nema staðar? Og er þá ekki vitlaust að segja nema staðar, því að ekkert stendur í stað. Auðvitað er hér um tvennt að ræða: Annað hvort yrði skrifstofuvaldið að halda stöðugt áfram að vaxa, eða ganga til þurrðar. Hvað gæti orðið þess valdandi að það gengi til þurrðar? Aðeins tvennt: Bylting og einræði, eða viturleg breyting á stjórnskipulagi lýð- ræðisins, þannig að í staðinn fyrir flokkseinræði og vaxandi skrifstofuvald kæmi réttarvald — þjóðræði. Það ætti að vera hlutverk sérfróðra manna að gera uppdráttinn að slíkri stjórnskipun, en hún verður að vera frábrugðin því sem nú er að þessu leyti, að ekki sé að- eins um drottinvald einstaks flokks að ræða, sem með núgild- andi beinu kosningafyrirkomu- lagi hefir náð litlum meiri hluta, heldur fari stjórn og æðsta lög- gjafarvald með stjórn landsins í umboði allrar þjóðarinnar, þannig, að tryggður sé réttur allra stétta og allra greina þjóð- félagsins jafnt. Þar kemur þá réttarvald í staðinn fyrir drott- invald, þjóðræði og lýðfrelsi í staðinn fyrir flokkseinræði, sem kallað er lýðræði, og hvergi hef- ur gefizt eða gefst nægilega vel, því að annað hvort hefir það hafnað í kúgun einræðisins, eða þá í skrifstofuvaldi, sem stöð- ugt vex þar til eitthvað óheilla- vænlegt skeður. Hve lengi gæti skrifstofuvald- ið, til dæmis í Bandaríkjunum, haldið áfram að vaxa með sama hraða og síðan 1933? Þar til þegnarnir neituðu að bera skattakrossinn, sem það hlýtur að leggja þeim á herðar, og þá mundu þegnarnir gera uppreisn, en byltingin setur alltaf á stofn einræði. Þannig hlýtur tog- streita flokkanna frá hægri til vinstri og vinstri til hægri, eins og hún fer fram í núgildandi lýðræðisskipulagi, að vera blátt áfram sjálfsmorðstilraun þessa lýðræðis, eins konar Sturlunga- aldar sundurlyndisfjandi, sem spáir hverju því ríki, sem ekki er sjálfu sér samþykkt, ófarn- aðar. Þetta hlýtur þannig að fara nema að í stjórnskipulag- inu sé þriðji aðilinn, er geri hið sama gagn þar sem hæstirétt- ur gerir í réttarfari hverrar þjóðar. Slíkt stjórnskipulag á að vera mögulegt og verður að finnast, ef ekki á að fara fram- vegis fyrir þjóðunum, eins og undanfarið. Enginn búskapur gæti farið vel, ef skipt væri algerlega um ráðamenn hans annaðhvort ár, til dæmis. Hið sama er að segja um þjóðarbúskap, sem stöðugt er háður örum og algerum um- skiptum hinna stjórnandi manna. Með núgildandi kosningafyr- irkomulagi einu og engu öðru, veit hver flokkur það fyrir- fram, er hann tekur við völdum, að valdaferill hans getur orðið mjög stuttur. Það liggur því í hlutarins eðli, að hver flokkur geri allt, er hann getur til þess að tryggja sér völdin sem bezt, og oftast gerir hann meira í þessum efnum en hyggilegt er. Þetta gefur andstöðuflokknum betri höggstað á honum, og verður þá oft það, sem átti að treysta vald stjórnarflokksins, einmitt til þess að veikja það og flýta fyrir valdamissi flokks- ins. Þegar svo hinn flokkurinn tekur völdin í sínar hendur, fer hann oftast nákvæmlega eins að. Nú er það augljóst, að öll þessi valdatogstreita, þessi við- leitni hvaða flokks, sem með völdin fer til þess að tryggja sér þau sem bezt, hlýtur að gerast á kostnað heildarinnar — þjóðar- innar. Og þá komum vér aftur að skrifstofuvaldinu ásamt öllu þess kostnaðarsama kerfi, skattabyrðum, óánægju og hættunni, sem þessu fylgir og áður hefir verið bent á. Það er ekki nóg að segja, að alþýðan sjálf fari með völdin og láta þau svo vera í höndum ein- hvers harðstjóra og kúgara. — Það er heldur ekki neitt lýðræði þar sem aðeins knappur meiri- hluti fær ákveðnum flokki öll völdin. Þetta er aðeins grímu- klætt einræði, og svo er í þriðja lagi hið ógrímuklædda einræði. Hér höfum vér þrjár myndir einræðis, en engin þeirra leysir vandann. Öfgarnar eru ekki lausnin. Það er hinn gullni meðalvegur sem er lausnin. Lausnin er ekki kapp og ofbeldi. Það er aðeins vit og hyggni, samfara kunnáttu, sem leyst getur vandann og læknað hinn sjúka mann.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.