Þjóðólfur - 27.10.1941, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.10.1941, Blaðsíða 4
4 DÆGURMÁL | /Miiiiiiiinii(iimm. (9 0® iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii* Líkræningjar. Það er fyrir löngu orðinn fastur háttur íslenzkra lýðskrumara að beita nafn og minningu Jóns Sigurðssonar stöðugri áreitni. 1 hvert skipti sem áróðursmanni i sérhagsmunaflokkum þeim, sem nú vaða uppi í landinu, þykir miklu skipta að herða áróður og blekkingar svo að yfir taki, gerir hann sér hægt um hönd, dregur Jón Sigurðsson úr gröfinni, skipar honum í sinn flokk, gerir honum upp orð og skoðanir eftir því, sem hann telur sér henta í það og það skiptið. Síðásta dæmið er það, er Jónas Jónsson skákar Jóni Sigurðssyni fram i því togstreitumáli flokkanna, sem nú hefur rið'ið stjóminni að fullu. Öllum eru i fei'sku minni rök Jóns Sigurðs- sonar, borin fram af J. J., fyrir því, að Viðskiptaháskólinn ætti að vera undir stjórn J. J. en ekki Alexanders Jóhannessonar. Og þannig mætti lengi telja. — En heiður og hófsemi Jóns Sigurðssonar var ótvíræðara en svo, að honum geti orðið teflt fram til samjafnaðar þeim fyrirlitlegu eiginleikuin sem nú vaða mest uppi í íslenzku stjórnmálalífi: þrælslegri undirgefni undir fjárkúgunarvald Ölafs Thors á aðra hönd, en á hina ofsóknir á hendur öllum þeim, sem ekki beygja sig undir flokksaga. Þessi stöðuga áreitni við minningu Jóns Sigurðssonar, Einars Benedikts- sonar o. fl. látinna manna i þágu sérgæðislegra „músarholusjónar- miða“ — svo notað sé orð J. J., með- an hann var og hét, — er svo fráleit og ósæmileg að einsætt mætti þykja að setja lög nú þegar til verndar þeim dauðu gegn andlegum og sið- ferðilegum gripdeildum líkræningja. Hvað er nú að? Kjósandi ritar Þjóðólfi á þessa leið: „Mig rak i rogastanz, þegar ég frétti að „þjóðstjómin“ okkar væri allt í einu búin að segja af sér. Síðastliðinn vetur þótti óhjákvæmileg nauðsyn að brjóta stjómarskrána til þess að skapa frið um ráðherrana. Þeir máttu ekki víkja sér frá vandamálunum. Nú þykjast þeir allir geta hlaupið úr vistinni fyrirvaralaust. Eitthvað meira en lítið hlýtur að vera að, úr þvi að ráðherrarnir troða sínar eigin röksemdlr fyrir þrásetu þings og stjómar frá í vor þannig undir fót- um. En hvað er að ? Ég held að flokksforingjamir séu hræddir við að halda kosningafrestun til streitu vegna vaxandi upplausnar flokkanna. Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokks- menn eru hræddir við að Hermann verði vinsæll í landinu og hafa því haldið uppi þrálátri áreitni í hans garð. Framsóknarmenn hræðast væntanlegar kaupskrúfur, Alþýðu- flokksmenn síhækkandi afurðaverð og Sjálfstæðismenn hræðast hvort- tveggja. — Reynir nú i fyrsta sinn um langan tíma á Alþingi, hversu það snýst við þessari hræðslupólitík allri saman.“ Þularmálið. Blöðin hér í bænum hafa undan- farið haldið uppi nuddi um svonefnt þularmál. Hafa þau öll, nema Alþýðu- blaðið, falsað allar frásagnir um mál- ið, eins og þeirra er venja, þegar Ríkisútvarpið á í hlut. Tilefni máls- ins er ágreiningur milli aðalþular og útvarpsráðs um starfsráðningu, og er slíkt tilefni út af fyrir sig ekkert óvenjulegt í þjóðlífinu. Hitt gerði málið eftirtektarvert, að þulur setti útvarpsráði kosti, vildi sjálfur ráða því, hvort hann teldist ráðinn og virti að vettugi fyrirmæli yfirboðara síns. Um það ætti ekki að vera ágreining- ur að starfsmönnum beri að hlýða, ef ekki á að stofna til upplausnar, en sækja mál sitt eftir öðrum leið- um, ef þeir eru misrétti beittir. En ráðstafanir gerðar til þess að knýja fram hlýðni og halda uppi aga hljóta ávallt að leiða til áreksturs. Frá síðustu Framsóknarvist hefur það frétzt um úthlutun verð- launa, að Eysteinn hlaut svonefnd Mánudaginn 27. okt. 1941 ,,aumingjaverðlaun“ fyrir lélega frammistöðu, og Þórarinn sams kon- ar verðlaun fyrir það að taka að sér að vera kona eða „kerling“ við spila- mennskuna. Og þetta gerðist rétt áður en þau ósköp dundu yfir, að ríkisstjórnin sagði af sér. Hjátrúar- fullir menn myndu kalla slíkt slæm- an fyrirboða þessum tveimur máttar- stólpum flokksins nú, þegar gengið er til stjórnarskiptaglímunnar. Frá Bálfarafélagi Islands Nýlega hefur borizt tilkynning frá Edinburgh Crematorium um, að bál- för þriggja Islendinga hafi farið þar fram þann 28. ágúst s.l. Nöfnin eru þessi: Helga Thorlacius, Jóhann Jóhannsson, Jóhanna Þórðardóttir. Duftið hefur verið sent hingað til lands, og ráðstafað af vandamönnum hinna framliðnu. Áður 1 nefnd bálstofa í Edinborg hefur tekið að sér aö sjá um lík- brennslu hérlendra manna, fyrir milli- göngu Bálfaiafélags Islands, þangað til hægt verður að framkvæma þá athöfn hér á landi. 1 þessu sambandi má geta þess, að ákveðið hefur verið að hefja á næst- unni bygging bálstofunnar hér í höfuðstaðnum, svo framarlega sem byggingarefni fæst. Stjórn Bálfara- félagsins treystir því, að fé það, sem á vantar til að fullgera stofnunina, muni fást frá efnamönnum og áhuga- mönnum þessa máls, og jafnframt úr opinberum sjóðum. (Tilk. frá Bálf.fél. Isl.). Réttur einstaklingsins Drottningin grætur — Veronica McTigh, sem er 4 ára, og Theodore Timm, 6 ára, voru valin hraustustu bömin i hópi 16000 barna í New York-fylki. Þau voru krýnd konungur og drottning heilbrigðinnar í hátíðahöldum í New York. Teddy konungur reynir, að hugga Veronicu, sem fór að gráta yfir heiðrinum. Ódýrar bækur Nokkrar af bókum m Gunnars Gunuarssonar: : ■ • Vargur í véum (2.50 og 3.00); j Ströndin (3.00); Sælir eru ein- : faldir (4.00); Sögur (5.00); j Drengurinn (3.00). Aðrar skáldsögur: ■ »Jafnaðarmaðurinn eftir Jón • Björnsson (2.00); Hinn ber- j syndugi eftir sama höf. (2.00); : Mona eftir Hall Caine (2.00); • Æskuminningar eftir Ivan Tur- : geniew (2.00); Niður hjarnið eftir Gunnar Benediktsson j (3.00); Dalafólk I—II eftir j Huldu (10.00 og 12.00); Smá- j sögur eftir fræga höfunda : (2.00). Ýmsar bækur: Hugur og tunga eftir Alexander : Jóhannesson (2.00); Islenzk ■ endurreisn eftir Vilhjálm Þ. j Gíslason (3.00); Islenzk þjóð- ■ fræði eftir sama höf. (1.00); • lívæðabók Jóns Trausta (1.75 : og 2.50); Dauði Natans Ketils- j sonár, sjónleikur eftir Eline : Hoffmann (1.75)). * ■ Höfum mikið meira úrval af i ■ góðum og ódýrum bókum, ■ skáldsögur, ljóð, leikrit, fræðí- j bækur. ■ Bóksaian Laufásvegi 4 j Sími 2923. : ' m m Gerizt áskrifendur að Þjóðólfi. Þjódstjórnin segir af sér Fyrir nokkru síðan var Tíminn með drýldni út af því, að einum ötulasta og bezta forleggjara landsins, Þor- steini M. Jónsyni" hafi verið „hall- mælt fyrir að hafa leyft sér að bjóða Gunnari Gunnarssyni“ að gefa út verk hans. Timinn ætti að skýra frá, hvar og af hverjum þetta hafi verið gert. Hér í blaðinu var frá því skýrt ekki alls fyrir löngu, að húsbóndi Tímans, Jónas Jónsson, mundi hafa ætlað sér talsverðan yfirráðarétt yfir verkum Gunnars. Og það má mikið vera, ef það er ekki einmitt gremja Jónasar yfir misheppnaðri tilraun í þá átt, sem kemur fram í þessari órökstuddu staðhæfingu. Tíminn er raunverulega hneykslaður yfir því, að Gunnar skyldi sjálfur ráðstafa útgáfu á verkum sinum. Jónas átti að gera það. Illa dulbúin fyrirlitning Tímans og aðstandenda hans fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti einstaklingsins gæg- ist fram hér eins og stundum oftar. Hitaveituefni Morgunblaðið skýrir frá þvi ný- lega, að reynt muni að festa kaup á hitaveituefni og vélasamstæðu i Sogs- stöðina vestan hafs. Til þess að gera samninga um þessi kaup segir blaðið að í ráði sé að senda fjóra menn, þrjá af starfsmönnum bæjarins og auk þess K. Langvad verkfræðing. —■ Það sér á, að forráðamenn bæjarins hafa rúmt um hendur að því er fé snertir. Væntanlega hefði mátt takast að ná þessum kaupum, þótt færri væru sendir. En það þykir sennilega ekki fara illa á því, að nokkur hluti af hinum þungu álögum, sem lagðar eru á borgaranna sé gerður að eyðslueyri bæjarstjórnarmeirihlutans og gæð- inga hans. Er ekki hægt að treysta kaupf élögunum ? Framsóknarmenn hafa löngum haft það á orði, að kaupfélögin tryggðu sanngjarnt vöruverð í landinu. Nú upp á síðkastið hafa þeir hins vegar ekki haft orð á þessu. Virðist það meira að segja álit þeirra, að af hálfu kaupfélaganna þurfi engrar miskunn- ar að vænta um álagningu á vörur og hin margumtalaða Verðlagsnefnd sé ein líkleg til að hindra óhæfilegt okur af hálfu þeirra og annarra verzl- unarfyrirtækja. — Hitt er svo aftur annað mál, hvort lítill undirmaður í Framsóknarflokknum, sem hefur enga þekkingu á verzlun og viðskipt- um, muni hafa í fullu tré við Egil í Sigtúnum, Jakob Frímannsson, Jens Figved eða Þorstein á Reyðarfirði. Vöruverðið Guðjón Teitsson telur ógerlegt að fylgjast með vöruverði á erlendum markaði og ákveða síðan hámarks- verð vörunnar á markaði hér. Það getur vel verið að Guðjóni verði gefn- ar upplýsingar hér í blaðinu um verð ýmissa vörutegunda á markaði vest- an hafs. Getur hann þá gengið úr skugga um álagninguna, sem ber þess kannske ekki alltaf vitni, að jafn ár- vakur maður og Guðjón Teitsson vaki yfir verðlagi og álagningu á innflutt- um vörum. Á víð og dreif — Nýtt kvennablað er nýkomið út. Blaðið flytur grein um skólaheimili eftir Guðrúnu Stefánsdóttur, auk ýmissa fleiri greina. — Ágrip af efnafræði, til notkunar við kennslu i framhaldsskólum, eftir Helga H. Eiríksson skólastjóra, er nýkomið út i 2. útgáfu. — Félagar Tónlistarfélagsins hafa lagt fram til stofnunar „Byggingar- sjóðs Tónlistarfélagsins" kr. 10.000,00. Einnig hefur félagið ákveðið að hefja fjársöfnun til húsbyggingar og var 5. des. valinn sem fjársöfnunardagur, en hann er 150. dánardagur Mozarts. -— Finnur Jónsson alþm. hefur lagt fram á Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Neðri delld Alþingis ályktar að skora á ríkis- stjórnina að leita nú þegar eftir end- urskoðun á fisksölusamningnum við Breta.“ — Sr. Bjarni Jónsson átti sextugs- afmæli á þriðjudaginn var. 1 tilefni af því var hann kjörinn heiðursdoktor við guðfræðideild háskólans. Ætlar að syngja fyrir hermenn Enis Beyer, sem syngur í Park Central í New York, ætlar að fara að syngja fyrir hermenn, sem eru á æfingum í Camp Dix. Hin fagra, ljós- hærða söngkona hefur þegar gert áætlun að nokkrum hljómleikum. ■ ;.......................... j MUNIÐ! ■ j Gúmmiviðgerðir fáið þér j beztar í ■ z m . ■ 2 j Gúmmískógerð Austurbæjar, | Laugaveg 53 B. Sími 5052. Framhald af 1. síðu. kosningum, svo að „landsfeð- urnir“ gætu ótruflaðir sinnt störfum sínum í þágu alþjóðar. Þessi röksemdaleiðsla virðist gleymd. Nú virðist það engu skipta, þó að stjórnin hlaupist frá völdum og ábyrgð, þegar komið er að því að leysa það mál, sem ætla mátti að „þjóð- stjórnin“ teldi höfuðviðfangs- efni sitt. — Það er hins vegar öllum vitanlegt, hvers vegna þessi kostur er tekinn. Hann er valinn með hliðsjón af væntan- legum kosningum á næsta vori. Valdhafarnir treystu sér ekki til að standa lengur gegn því, að láta kosningar fara fram. Þess vegna er samvinnunni slit- ið til málamynda nú. Flokkarnir eiga að fá tóm til að sinna sín- um sérmálum til vors. Kosning- ar geta ekki farið fram nema áður hafi verið leikinn pólitísk- ur skollaleikur. Blöð stjórnar- innar hafa lýst því yfir, að eftir kosningar verði gengið til sam- starfs á ný. Samvinnuslitin nú eru því ekki annað en loddara- leikur, til orðinn í því skyni að blekkja landslýðinn og leitast við að draga hulu yfir þá sam- ábyrgð óheilindanna, sem stjóm- hættir landsins eru nú grund- vallaðir á. Iíslenzkir stjórnarhættir 1 Höfundur sr. Magnús frá Vallanesi. | Eru nú komnir í bókabúðir. | Þetta er ritið, sem talið er að sprengt hafi | flokkastjómina. 8

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.