Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 14.03.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.03.1942, Blaðsíða 3
Þ JÓÐÓLFUR 3 Sð er vinur, er til vamms segir Þjóðólii bárust tvær greinar frá styrktarmönn- um sínum og velunnur- um í tilefni af hinni ó- drengilegu og lítt hugs- uðu árás Valtýs Stefáns- sonar, ábyrgðarmanns Morgunblaðsins, á Þjóð- ólf. Önnur þessara greina hefur verið birt hér í blaðinu- Hin síðari fer hér á eftir. H:NN 21. f. m. beinir Morg- unblaðið nokkrum svigur- mælum til Þjóðólfs vegna gagnrýni hans á framferði nokkurra alþingismanna og hversu þeir rækja störf sín. Þjóðólfur mun telja rúmi sínu betur varið til annarra hiuta en þeirra, að eiga í stöðugum illdeilum, hvorki við Morgunblaðið né önnur blöð. Honum er ætlað annað hlutverk og þarfara. Þjóðóif- ur vill láta gott eitt af sér leiða um þróun íslenzkra þjóðmála. Og eingöngu þess vegna er hér á stóryrði Morg- unblaðsins minnzt, að það blað fer með blekkingar einar, er það fullyrðir að „sam- bland nazista og kommúnista standi að” Þjóðólfi. Styrktar- menn Þjóðólfs eru úr öllum íslenzkum stjórnmálaflokkum og þjóðmálastefna hans er hvorki nazisÞsk eða kommún- istisk. Aftur á móti hefur ekk- ert íslenzkra blaöa veitt þess- um stefnum betra brautar- en einm'itt Morgunblaðið. Þjóðólfsmönnum er alveg Ijóst, að næst verndun íslenzk- unnar eru störf Alþingis einn * þeirra hornsteina, er þjóð- frelsi vort byggist á. Þegar vér gagnrýnum gerðir þings- ins, þá er þaö vegna þess, að vér viljum vera því sá vin- ur, er til vamms segir. Á sama liátt viljum vér nú segja Morg- unblaðinu til vamms. Vér sögðum, að verndun ís- lenzkunnar væri mikilvægasti hornsteinn þjóðfrelsisins. — Hvernig rækir nú Morgun- blaðið skyldu sína við vora gullvægu þjóðtungu? Svarið geta menn fengið með því að líta á forustugreinar blaðsins á fimmtu síðu þess, dagana 21. og 22. f. m. Þar er tal- að um ,,að balta sér ábyrgðar” i stað þess að baka sér ábyrgð. Ennfremur, að ,,tímarnir séu þannig í augnablikinu”, í stað þess að segja, að „yfir- standandj tími sé svo eða svo. Bláðið talar um „þann, sem aflar mcira fé....” að „slík íjársöfnun sé unnin fyrir gíg”, þar sem rita ber ,,þann, sem afíar meira fjár”, og „unnin í’yrir gýg”. Gýgur merkir tröllkona, og sá, sem v'innur fyrir gýg, hann vinnur lyrir tröllin, þ. e. óvini manna. — Ábyrgöarmaður Morgunblaðs- ins, Valtýr Stefánsson, skóla- meistara Stefánssonar, skyldi vara sig á því að vinna ekki fyrir tröllin í víngaröi íslenzk- unnar. Á ábyrgöamanni stærsta og fjþllesnasta blaðs- ins á íslenzka tungu hvílir sú skylda, að þaö spill'i ekki mál- smekk alþýðunnar, er les það. Meðan þjóð vor átti við svo þröngan kost aö búa, að lands- fólkinu fækkaði um helming, er frændþjóöir vorar marg- földuöust að höfðatölu, hélt hún samt þjóðtungunni viö. Hví skyldum vér nútíma ís- lendingar þá verða þeir verr- feðrungar, aö við týnum þjóð- tungunni fyrir handvömm og hiröuleysi blaðamanna vorra? Gamall FramsóknarmaSur. i Árni frá Múla dæmifValtý Framhald af 1. síðu. slirijiiÓ á íslandi.... ÞaÓ hallast ehhi á um níÓingss\apinn og ves- almenns\una... Þeir, sem born- ir eru ,,nazistabrigslunum“, seg- ir Árni, eru „saliaÓir um hinn þyngsta glœp, sem drýgÓur tíerS- ur, í augum þeirra hernaÓar- þjóÓa, sem hér hafa aÓsetur. ,,Nazistabrigzlin“ eru ,,þjóSar- sþömm“, segir Árni. ,,Þau hafa altaf tíeriS borin fram gegn betri tíitund.... En þáS tíerSur seint séS til botns í œruleysi og ábyrgS- arleysi sumra þeirra manna, sem tíalizt hafa til forustu á íslandi... Þetta er allt svo Ijótt og lágt, aS þaS tekur þtíí eliþi aS hugleiSa neitt um þaS.... ÞaS er hart, á þessum hásþatímum, aS þurfa aS fletta stío ofan af íslenzþum mönnum, sem hér hefur VeriS gert. En tíiS erum sízt bœttari þó ViS stingum höfSinu í sandinn og leyfum ósómanum aS vaSa uppi umyrSalaust. Sá, sem brýtur af sér.... tíerSur aS fá hirtingu, stío rœkilega hirtingu, áS hann láti hana sér aS þenningu VerSa“. Svona er hann þungur, dóm- urinn, sem Arni frá Múla kveður upp yfir hinum brotlega sam- herja sínum. Og ekki er dómur almenningsálitsins vægari. Innan skamms mun málið koma til kasta dómstólanna. Þeirra er að ákveða þá hirtingu, sem ætla má, að kveði niður „níðingsskap- inn og vesalmennskuna“ hjá Valtý. er miðstöð verðbréfaviðskiptanna. Sími 1710. Þjófaður á opínbzru fé Framhald af 1. síðu. berar auglýsingar, sem námu nálægt 2Yz meter á lengd, miðað við venjulega dálks- breidd í blaði. Með venjulegu auglýsingaverði nemur and- virði þessara auglýsinga brúttó um kr. 730,00. — Flestar voru þessar auglýsingar frá ráðu- neyti Eysteins Jónssonar og stofnun, sem undir hann heyr- ír, Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd. Efni auglýsinganna varðar stórinnflytjendur og kaupsýslumenn í Reykjavík, er ails ekki sjá þetta blaötetur. Og auglýsingar þessar voru allt að því þriggja mánaða gamlar, þegar blaðið kom út. Þaö mun nægilega ljóst af þessum staðreyndum, hvaðan féð kemur, sem ber uppi and- iausustu blaöaútgáfuna á ís- landi. Þó aö kallað sé að ung- ir Framsóknarmenn gefi út blaö þetta, þá er það raun- verulega Eysteinn Jónsson, sem heldur því úti og dreifir ókeypis um sveitir landsins. Féð sækir hann í rikissjóðinn og notar einnig til þess hand- iangara sinn, Einvarö Hall- varösson. Ef þetta er ekki þjófnaður og hann af ófrægi- legra tagi, þá heita hlutirnir orðið öðrum nöfnum en veriö hefur. Nitro-lökk lituð Nitro-lökk litlaus Harpoluxlökk lituð Harpanollökk lituð Harpanitlökk litlaus Gólflakk 4 stunda Kvistalakk Fiskiborðalakk Japanlakk Skólatöflulakk Líkkistulakk hvítt Ryðvarnarmálning Innan- og utanhúsmáln Skipamálning allskonar Gróðurhúsamálning Mött málning Kítti Gróðurhúsakítti Graphitmálning Fernisolía Terpentína Þurrkefni Elzta málningarverzlun landsins býður aldrei annað Málaríon - Reykjavík Bronce allskonar Spartlmálning Auglýsingamálning Gúmmílím Trélím duft Trélím perlur V eggfóðurslím Gólfdúkalím „Gloy“ skrifstofulím Linoleum Filtpappi Húsastrigi Veggfóður Maskínupappír Listmálaralitir — léreft — terpentína — steinolía — olíur — áhöld allsk. Skólalitir — teikniáhöld

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.