Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 23.03.1942, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.03.1942, Blaðsíða 4
Endurskoðun lýðræðisxits Niöurl. ÞAÐ er ekki nema eðlilegt að J. Þ. byggi allt skipulagið á kosningarétti og almennum kosn- ingum, úr því að hann fylgir lýð- ræði. En þetta dregur m. a. þann dilk á eftir sér, ef dæma má eftir reynslunni í lýðræðislðndunum, að pólitískir flokkar haldast í land- inu með allri flokkastyrjöldinni, einveldi meirihlutans og kúgun minnihlutans. Kosningaskipulagið borgar þeim flokki eða flokkum, sem með einhverjum ráðum kom- ast í meirihluta á þingi, gífur- leg verðlaun: einskonar alveldi yfir öllum og öllu, löggjöf og eignum manna- Það keppir marg- ur um minna, enda hefur aldrei verið skortur á frambjóðendum. Þá hefur og reynslan sýnt, að flokkunum fjölgar sí og æ og verður þá ókleift að mynda stjóm nema með stuðningi tveggja flokka eða fleiri, en allir vilja þeir hafa nokkuð fyrir snúð sinn. í Frakklandi og Þýzkalandi voru flokkamir orðnir yfir 40 um 1930. Allt þetta og margt fleira fylgir kosningum eins og skuggi og er bein afleiðing af þeim. Eg efast um, að úrræði J. Þ. geti úr þessu bætt, þó að sum kunni að vera til bóta. Það er tæpast unnt að hafa svo strangt eftirlit með kosningunum, að kosningamútum og mjólkursölu- lögum og allskonar brellum verði ekki komið við. Þótt flokkafélög- in væru' bönnuð, myndu þau lifa góðu lífi í kyrrþeý og sækja á- róðurinn fast, þótt starfshættir þeirra breyttust. Sennilega væri það til nokkurra bóta að þrengja kosninga- og kjörgengisrétt, en ekki myndi það valda neinni gjör- breytingu, jafnvel þótt kjósendur réðu sjálfir frambjóðendum, og að- cins efnalega sjálfstæðir menn væm kjörgengir. Flokkarnir rnyndu ekki deyja ráðalausir. Að svipta menn utan þjóðkirkjunnar eða viðurkenndra kirkjufélaga kosningarétti og kjörgengi, er kynleg tillaga og lítt samrýman- leg trúarbragðafrelsi Það myndi ekki standa á því, að frambjóð- endur gengju í kirkjufélag, en hvort þeir yrðu kristnir fyrir það, læt ég ósagt. Það væri auðvitað æskilegt að geta útrýmt „matarpólitíkinni”, en því miður mun það verða erf- itt. I þessu efni eru bæði kjós- endur og þingmenn samsekir. Mér virðist matarpólitíkin hafa farið sívaxandi í lýðræðislöndun- um. Mér virðast skoðanir J. Þ. byggjast að mestu leyti á því, hverjum augum hann lítur á al- menningsálitið og gildi þess. Um það segir hann. „Almenningsálitið er í eðli sínu heilbrigð skynsemi en er þó hreyf- anlegt til þroska eða vanþroska, réttrar eða rangrar leiðar fyrir leiðsluáhrif. En fái almenningsá- litið að vera í friði og án trufl- ana leiðtoganna, — sem vinna fyrir sjálfa sig, — getur þa.ð orðið voldugur dómstóll”. Þetta er að því leyti rétt og skarplega athugað, að tala má um tvennskonar almenningsálit: annað sprottið af eigin reynslu og athugun fólksins, hitt af á- róðri. Hafi það myndazt áróðurs- laust og varði mál, sem almenn- ingur skilur og þekkir til, fer það oftast nærri sanni. Þannig komust t. d. skilvindur, sauma- vélar, sláttuvélar, útvarp .o fl. á skömmum tíma í mikið álit og flugu út. Þó fer því fjærri, að er miðstöð verðbréfatíiðskiptanna Sími 1710. . OFNASMIÐJAN l0, REYKJAVlK - ICIU»0 almenningsálitið dæmi ætið hyggilega um nýjungarnar, og þarf ekki annað en minna á móðina í öllum hans myndum. Aþeningar gerðu Arisides hinn réttláta útlægan af því, að þeim Ieiddist að heyra alla kalla hann liinn réttláta”. Það er ekki nema stundum sem slíkt almennings- álit styðst við heilbrigða skyn- semi. Og breytilegt er það. Getur verið eitt í dag og annað á morgun. Þá tekur það aðeins til fárra mála, einkum þeirra, er snerta eigin hagsmuni. Hér á landi eru það aðeins örfáir menn, sem hafa minnsta áhuga á stjórnmálum, ef þau eru utan og ofan flokkanna. Almennisálitið, sem sprottið er af áróðri, er venjulega lítið annað en bergmál af einhverjum ,,leiðtoga”, venjulega þeim, sem er „lygnastur og lægnastur” og lofar mestu. Slíkt álit er búið til eins og hver önnur vara og gildi þess fer eftir foringjanum, sem það er runnið frá, Aldrei hefur það komið berar í ljós en nú í ófriðnum, hversu blessað fólkið með sína „heilbrigðu skyn- semi” er teymt á eyrunum, jafn- vel út í opinn dauðann. Það mun sannast mála, að al- menningsálitið verður ætíð óá- reiðanlegur og dutlungafullur dómstóll og fjarri því að vera „guðs rödd”, en vafalaust hefur allur áróðurinn orðið oft til stór- tjóns. Það er því von, þótt J. Þ. vilji losna við hann. Fyrsta, 5.v 6., 7. og 9. tillaga Jóns Þorbergs- sonar ganga í þessa átt, en koma líka að litlu gagni meðan kosninga réttur, málfrelsi, ritfrelsi og sam- komufrelsi er í landinu. Sé áróður inn bannaður, breytist hann óðara í leynilegan undirróður. Nær lægi það að nema í burtu kosninga- verðlaunin að nokkru eða öllu. Það yrði þá lítið úr flokkunum og öllum þeirra hjaðningavígum. Annars má benda J. Þ. á, að hvergi er áróðurinn meiri en í trú málunum. Hann stendur látlaust frá skírninni til grafarinnar. Eftirtektarverð er 10. tillaga J. Þ. , að kenna skuli félagsfræði í öllum skólum. Flokksblöðin eiga að minnsta kosti ekki að vera ein um það, að fræða æskulýð- inn um einföldustu pólitískar hugsjónir og kenningar, hvað sé frjálslynd eða íhaldsstefna, lýð- ræði, sósíalismi, kommúnismi, fasismi o. s. frv. Þó mun erfitt að koma þessu á meðan flokksræði drottnar, og viðbúið að það yrði misnotað svo sem auðið væri. Það eru svo fáir hér á landi. sem hugsa sjálfstætt um þessi mál og þora að segja álit sitt, að J. Þ. á þakklæti skilið fyrir bækl- inga sína. G. H. Annáll — Innlent: 14. marz. Amerískur hervörður skýtur Islending, Gunnar Einarsson, vélfræðing, til bana á götuslóða milli Suðurlands- brautar og Engjavegar, án þess að séð verði, að Gunnar eða félagi hans, Magnús Einarsson, brytu á neinn hátt gegn fyrir- mælum varðmannsins. 15. marz. Fer fram kosning til bæjar- stjórnar í Reykjavík. — Urslit urðu þessi: A-listinn (Alþýðuflokkurinn) hlaut 4212 atkv. og 3 menn kjörna. B- listinn (Framsóknarflokkurinn) hlaut 1074 atkvæði og engan mann kjörinn. C-listinn (Sósíalistaflokkurinn) hlaut 4358 atkvæði og 4 menn kjörna. D-listinn (Sjálfstæðis- flokkurinn) hlaut 9334 atkv. og 8 menn kjörna. Auðir seðlar voru 289 og ógildir 52. — Kjörsókn var fremur léleg 19. marz. Dr. theol. Jóri Helgason bisk- up andast að heimili sínu í Reykjavík eftir stutta legu. — Bjarni Benediktsson endurkosinn borgarstjóri í Reykjavík. 20. marz. Kemur út 1. hefti tímaritsins Helgafell. Ritstjórar: Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson. 21. marz. Kemur á markað ný bók eftir Sigurð Einarsson dósent, Kristin trú og höfundur hennar. augu við: Minnkandi fram- leiðslu, hrörnun lífrænna at- vinnuvega. En skattheimta og klakahögg er ekki lausnin. Það á að leggja málið fyrir borgarana og skora á þá að gera stórt átak til aö tryggja íramtíð sína og niðja sinna á íslandi. Ríkisvaldið á að standa að baki þeirra og leit- ast við að glæða athafnaþrá og framfaraviðleitni einstakl- inganna með hvatningum og stuðningi. Eftir kröfu útvarpsstjórans í Reykjavík og samkvæmt urskurði, uppkveðnum í dag, verða lögtök látin fara fram fyrir 'ógreiddum afnotagjöldum af útvarpi fyrir áriö 1941, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík 20. marz 1942. Björn Þórðarson* Þrjú íythtæhu Framhald af 1. síðu. inu að veita margháttaðan stuðning til framkvæmdanna. Hlutafjárframlögin eiga aö vera undanþegin skatti og fyrirtækið skattfrjálst a. m. k. einn áratug, enda greiði það ekki hluthöfum sínum hærri arö en svarar bankavöxtum á hverjum tíma. Ríkisvaldinu ber aö marka leið'ir 1 þeim mikla vanda, sem þjóðin verður nú að horfast í Ný bók eftir Sigurð Einarsson dósent: HMn Irf in Iðlunlir hennar Þetta er mikil bók, sem höfundurinn hefur unnið lengi að. Skift- ist hún í 3 aðalkafla og allmarga undirkafla. I. Fagnaðarerindið: I. Prédikun Jesú. 2. Guðsríki. 3. Faðirinn himneski. 4. Hjálpræði Guðs. II. Drottinn Kristur: 1. Jesú frá Nasaret. 2. Messíasarvitund Jesú. 3. Vér sjáum dýrð hans. 4. Dauði Jesú. 5. Upprisa Jesú. III. I gömul spor: 1. Til komi þitt ríki. 2. Hvers ber að geta. Bó/jí'n er seld í s\innbandi. Bókaverzlun Isafoldar. Framleiðum allskonar búsáhöld úr tré. Vörur sendar um allt land gegn póstkröfu. — Krístján Erlendsson Sími 1944. Póstbox 843. Skólatíörðustíg 10. Reykjatíík■ Hugsið fyrir framtíðinni Gjörið pantanir yðar nú þegar, fyrir sumarið, á SVEFNPOKUM og TJÖLDUM frá MAGNI Þingholtsstrœti 23. Sími 1707. Tilkynning frá SKRIFSTOFU LÖGREGLUSTJÓRA Til viðbótar við það, sem áður hefur verið auglýst, tilkynn- ist hér með, að vegabréf eru nú afgreidd til fólks, sem bjó samkvæmt síðasta manntali við eftirtaldar götur: Templarasund, Tjarnargötu, Thorvaldsensstræti, Traðar- kotssund, Tryggvagötu, Túngötu, Tunguveg, Týsgötu, Unn- arstíg, Urðarstíg, Vallarstræti, Vatnsstíg, Veltusund, Vestur- götu Vegamótastíg, Veghúsastíg, Vesturvallagötu, Víðimel, Vífilsgötu, Vitastíg, Vonarstræti, Þingholtsstræti, Þjórsár- götu, Þormóðsstaðaveg, Þorragötu, Þórsgötu, Þrastargötu, Þverholt Þverveg, Þvottalaugaveg, Ægisgötu og Öldugötu. Lögreglustjórinn í Reykjatíík, 19. marz 1942.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.