Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 01.06.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.06.1942, Blaðsíða 2
o ÞJÓÐÖLFJJB ifpípod floOhspæOisifls „Lát ei hollvild hug þinn deigja hættan sé svo bráð! Ofhræðslunnar varavinsemd verður Lokaráð”. (Stephan G. Stephansson). LENGI mun hún hugstæð hin siðræna setning Tryggva sál. Þórhallssonar, er hann gerði grein fyrir burtför sinni úr Fram- sóknarflokknum 1933: .... „Það er ekki holt að breyta á móti sannfæringu sinni”. Eins og kunugt er, urðu þá snorp átök innan Framsóknar- flokksins í Svartagaldri þess stjórnmálaofstækis, er telur það vænlegt til valdatöku að „hand- jáma” umbjóðendur sína og „hag- ræða” sannleika, hins vitræna lífs á þann veg, að mennirnir færist nær því neikvæða marki, að verða vélræn peð á taflborði hins ein- sýna flokksræðis. Eg sá að blaðið „Þjóðólfur” hefur tekið mótvirka afstöðu gegn slíkum vinnubrögðum, — og er það vel farið. Við þurfum að hafa málgagn sem þorir að mótmæla þeim ein- ræðislega hugsunarhætti, er óhjá- kvæmilega leiðir menn út á „ref- ilstigu” vanþroskaðrar dómgreind- ar, og kippipr grundvellinum und- an lífrænni og skapandi gjörhygli þegnanna. Hvarvetna er æ betur að koma ljós sú hætta, er stafar af ein- ræði og ofstæki flokkshyggjunn- ar, og sem felur í sér þá megin- hættu, að sniðgengin sé hin sið- ræna þróun menningarlegs frelsis, en menn og málefni „skipulagt” innan varðmúra flokksofstækis- ins.. Fyrir nokkru flutti einn af víð- sýnustu hugsuðum otrkar ís- lendinga erindi í útvarpið er hann kallaði: „Trúin á ofstækið”. Erindið var þrungið af siðrænni varúð „sjáandans” gegn þeirri hættu er stafar af ofstækisfullum iuálfiutningi og hnelgö tii as n&y- sefja fjöldann og ná þannig að- stöðu til yfirráöa yfir hugum manna, — án þess að gagnrýni eða dómgreivl hlutaðeigandi aðila fái notið sín. En öll slík vinnubrögð hafa verið, og eru enn í dag markviss leiðsögn til áfangastaðar einræðis og kúgunar. Söguspjöld mannkynsins eru opinberleg sönnunargögn þeirrar harm^ögu mannsandans, sem er skráð með blóði og tárum kyn- slóðanna, þegar „helstefiiu”menn ofstækisins hafa náð fótfestu, hvort heldur á sviði stjómmála, trúmála eða vísinda, og dæmt til útlegðar þá andans höfðingja, er voru of vitrænir og víðsýnir til þess að viðurkenna örtröð einræð- ísandans. Og enn blasir við sú sta ‘reynd, að mannkyninu er hrundið út á yztu nöf brjálæðis og villi- mennsku, vegna ofstækis og yfir- ráðastefnu þeirra „trúðleikara”, er virðasf þrá hið kalda líf kúg- arans, — en gera sér enga grein þeirra lífssanninda að: „þræls- legri en þræl verður loks þræla- húsbóndinn”. Og nú starir mannkynið ráð- þrota út í tóm þeirrar ráðgátu, hvort hinum duldu lífmögnum og nýsköpun hins vitræna heims tekst að framkalla lífsfyllingu i holgrafnar augnatóftir efnis- hyggjunnar og vekja sjáandi varðmenn handa verðandi fram- tíð. Við íslendingar — sem megum telja okkur vel kynjaða frá sjónarhæð andlegs frelsis, — ætt- um að vera þess minnugir, að til- vera okkar og tengsl, við um- heiminn, (sem sérstæðrar þjóðar) er ofin úr óslítandi frelsisþáttum. Hin sókndjarfa frelsisbarátta íslenzka kynstofnsins, er lýsandi viti um úthaf sögunnar, fyrir alda og óborna, og táknræn sönn- un um aðalsanda og menningar- þrótt, er aldrei lætur kúgast út í foræði þýlyndrar meðalmennsku. — Mættu slíkar minningar lýsa upp hugarheim þeirra manna er nú fara með „goðorð” íslenzkrar þjóðmenningar. Það munu vera til ummæli eins af núverandi forystumönnum ís- lenzkra stjórmála, er sýna átak- anlega hlutfallstölu, — ef rétt er, — um dómgreind og rökhugsun íslenzkra kjósenda, þar sem gef- ið er í skyn, að aoems 30% geri sér dómbæra grein iyrir kosning- arrétti aánum. Liggur þá ljósf fyrir a '6 spyrja: Hvers er þá að vænta af „lýð- ræði” þeirra 70%, sem lijara í svefnr&fum, — eða máske dá- leiddir( ?) á vettvangi stjórnmála- átakanna? Og ber ekki brýna nauðsyn til, að leysa þessi 70% kjósendanna úr viðj.um vanþroskans, og freista þess, að leiða þá inn á hin vit- rænu svið dómgreindarinnar ? — En vitanlega verða slík menning- arátök alídrei framkvæmd með atbeina þeirrar „handjáma”stefnu fiokksræðisins, — •— „þar sem vofir aðkrepp ánauð yfir höfði manns, sú, sem sníðir almenn efni öll til klafa og bands”. Nei. — Þær umbætur verða að hefjast eftir lýðfrjálsum þróunar- leiðum þeirrar siðrænu mann- vizku, er vísar á bug öllum til- raunum” sem kreppa að eðlilegum vexti andlegs frelsis, er hinn skapandi manndómur þegnanna nærist af. t • V „Jfi L M Mjög er það nú á orði, að virð’ ing Alþingis fari. hnignandi meðal almennings. Mún ei fjarri líkum, að rekja megi rætur þess virðingarskorts til hinna óþinglegu vinnubragða og ,,klíku”starfsemi, þar sem skipulögð „hrossakaup” fara fram ,.á bak við tjöldin”. En vitanlega kastar þó fyrst tólfunum er sjálf löggjafarsam- koman tekur sér það vald, að þverbrjóta stjórnlög þjóðarinnar, þvert ofan í viðurkénndan og lýð- frjálsan rétt þegnanna. — Og þeta gert jafnhliða því, að verið er að undirbúa grundvöllinn und- ir endurheimt fullvalda lýðveldis, Slíkt misræmi á milli orða og athfana umboðsmanna hins lýð- ræðislega( ?) skipulags, varpar óhjákvæmilega skugga á virðuleik æðstu samkomu þjóðarinnar, og felur í sér þá hættu, að slíkar innri meinsemdir sýki út frá sér og geti valdið upplausn á því lýð- frjálsa skipulagi, er þjóðin hefur verið, og er enn að berjast fyrir. Hinir núverandi og sjálfkjörnu umboðsmenn á Alþingi ættu að skoða sjálfa sig undir „smásjá” hinna þingræðislegu (?) athafna, jafnhliða og þeir undrast vakandi réttlætiskenndir og gagnrýni þeirra „háttvirtra (!!) kjósenda” er ennþá þora að lýsa andúð á hinum óþingræðislegu vinnubrögð- um núverandi löggjafa. — Býðnr nngls yðnr eln- það bezla Allskonar málning og lökk á hús, skip, girð_ ingar, brýr, húsgögn o.fl. ávallt fyrírliggandi. LRKK-OG MRLNiNGRR Bjá DF)A H VERKSMiÐJRN BIírKrf \F :~>*H**>»H**H»*>*H**>*H**H**H**>*H**H**H**>*>*H**X**H**H**>*H**>*H**H**H**H**>*>*H**S**> Kaup Bjarna borgarstjóra á KorpúlfsstöÓum eru enn almennt um- talsefni í bœnum. ÞjóSóIfi hafa borizt no\\ur bréf um það efni og birtast tvö þeirra hér. — HátíÖargestur á Þingvöllum 1930 álítur að ÞingvatlafriÖunin muni vera lítiÖ annaÖ en nafnið og starf Þing- vallanefndar lítiö. — Kvartanir yfir afgreiÖsluháttum Veitingahús- anna og öÖru þeim viövíþjandi VerÖa œ hávœrari. ----------------BRÉFABÓK ÞJÓÐÓLFS ----------------------- Eitt af táknrænum áróðursein- kennum flokshyggjunnar í ís- lenzkri stjómmálabará«ttu er „herútboð” flokkanna til æskunn- ar í landinu. í nafni lýðræðis og frelsis er æskunni boðið að „hefja sókn” undir leiðsögn flokks,,sérfræð- ings”. Og vitanlega eru hinar ungu flokksdeildir þjálfaðar við hina „einu sönnu” flokksútsýn. Ekki hirt um þó að „asklok” flokkshyggjunnar birgi sólarsýn og þrengi að eðlilegu og heil- brigðu vaxtarrými og svæfi sjálfs- gát skapandi mannvits og dóm- greindar. Tilgangurinn er látinn „helga meðalið” — jafnvel þó það framkalli handjárna-,,taugastríð” innan flokksmúranna. Þeir sem ljá lið sitt siíkum vinnubrögðum, eru nánast sagt ofurseldir dáleiðsluvaldi „ol’* liræðslunnar”, sem felur í sér Lokaráð manndómslegra átaka. Slik „varavinsemd” er fláræði af verstu tegund, er óhjákvæmilega leiðir til analegs gjaldþrots og upplausnar. Hinn uppvaxandi kynstofn ís- lenzkrar æsku hefur annað og stærra verkefni framundan, en að. láta múra sig inni í hinum „kölkuðu gröfum” kaldrifjaðra sérhagsmuna og flokksofstækis. — - Oft er þörf, en nú er nauð- syn, að efla þá sjálfsgát og þann viljakraft, sem: — — „vill ekki láta flokksfylgi hlekkja sig né of- ríki ægja sér, reynir að varðveita hjarta sitt ókólnað af kæruleysi, vilja sinn óbrotinn af örvæntingu og vit sitt ótruflað af hleypidóm- um”. — Svo að tilfærð séu hin snjöllu og spaklegu ummæli pró- fessors Sig. Nordals (Æviminn- ing Steph. G. Stephanss. Andvök- ur 1939). „Æska á heima á hverjum bæ og hún vex yfir”. Við Islendingar höfum frá upphafi gengið undir eldskrín lýðfrjálsra hugsjóna. >— „Einbúinn í Atlantshafi” á að vera lýsandi eldstólpi hins „nýja heims” er upp rís úr þeim Ragna- rökum er nú hrjáir allan hnött- inn. Sameiginlegur þegnskapur allra Islendinga verður að beita allri orku til átaka um, að brenni- depill þjóðmenningar okkar, — sjálf löggjafarsamkoman — úthýsi öllum þeim valdsjúku flokksræðis- draugum, — í hverri mynd sem þeir birtast, er óhjákvæmilega leiða til upplausnar í þjóðfélag- inu. Fái aðalsandi þegnskapar og víðsýni að verða skapandi kraft- ur í sálum og salarkynnum ís- lenzka lýðveldisins, þar sem lýð- Borgarstjóri Thorsar- anna kaupir fasteignir Það þótti nokkrum tíðindum sæta, að Sjálfstæðismenn skyldu ganga frá þeirri stefnu sinni að lendurnar umhverfis bæ- inn væru í einkaeign. Einn góðan veður- dag festir bæjarstjórnarmeirihluti þeirra kaup á löndum og húsum í Mosfellssveit og vxðar fyrir nál. tvær milljónir króna. En þetta var reyndar ekkert undarlegt, þegar nánar var að gáð. Thorsarar þurftu að Iosna við þessar eignir, og þá var eðli- legt að borgarstjóri þeirra léti bæinn kaupa. Fyrir eignirnar var greitt svo hátt verð að almennri hneykslun veldur. Bæj- arbúum eru bundnar svo þungar fjárhags- legar byrðar með þessum kaupum, að af- leiðingarnar geta orðið hinar ömurlegustu Kaupverð þessara eigna er allt að því tvöfalt við það, sem sanngjarnt getur tal- izt. Húsakostur á jörðum þessum er nið- urníddur og óheppilegur um margt. Það hefur að vonum vakið nokkra at- hygli, að andstöðuflokkar Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn skyldu ekki hreyfa andmælum gegn svo óhagsýnum kaupum. En reyndar gegnir það minni furðu en ætla mætti. Jón Axel er látinn gleypa tál- beitu. Honum er att fram til einskonar frumkvæðis í málinu. Krötum þykir það mikill vegur. Allt annað gleymist. Enginn frjáls anai er hafður í heiðri, og perlum manndómsins ekki kastað niður í drafið, — þá er virðingu Alþingis og lýðfrjálsri þróun þegnanna borgið. Og þá er þess að vænta, að jafnvel upp úr ör-, tröð klafabundinnar flokkshyggju fari að skjóta teinungum hinnar lífrænu samhyggju og manndóms, sem er undirstaða þess að lýð- frjáls andi fái að njóta sín. -- „Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustu- gerð”. Bjarni ívarsson. man eftir, að til sé neitt, sem heitir hag- ur bæjarfélagsins. — Sósíalistar eiga full- trúa í bæjarráði. Hann hefur litla reynslu í fjárhagslegum efnum. Hinsvegar lætur honum það vej I eyrum, að bærinn skuli festa kaup á lendum. Hans flokkur vill að bæjarfélögin eigi sjálf lóðir og lendur. Þarna á að framkvæma stefnu sósíalista. Því er tekið eins og fagnaðarerindi af full- trúa þeirra í bæjarráði og fylgi hans með Korpúlfsstaðakaupunum tryggt. Þannig er svikamyllan byggð upp. Thorsfjölskyld- an hefur tekið ,,á þurru" álitlega fúlgu úr sjóði borgaranna. Þegar peningavím- unni Iéttir verða gjaldendurnir e. t. v. minntir á hina velheppnuðu sölu Jensens með vaxtagreiðslum og afborgunum, sem ganga óþægilega nærri pyngju þeirra. s. s. Betra var að gefa Thor Jensen er merkilegur athafnamað- ur. Hann hefur gert stórbrotna tilraun til að reka landbúnað á nýtízku hátt og láta búskap á íslandi svara kostnaði. Fyrir þá hluti er hann alls góðs mak- legur. Við þörfnumst einmitt manna, sem brjóta nýjar leiðir í atvinnumálum og hafa djörfung til stórræða. Það væri því alls ekki fjarri, þótt framfarahugur og íramtak Thor Jensens væri verðlaunað. En það á að gera það án allra undan- bragða. Með sölunni á Korpúlfsstöðum er honum rétt allt að því ein milljón króna af almannafé umfram það, sem gefandi var fyrir eignirnar. Þau óheilindi getur enginn heilbrigður maður fallizt á. Hitt mundi mörgum ekki þykja nema maklegt, þótt Jensen væri gefin einhver álitleg apphæð. Það er hins vegar í fullu sam- ræmi við starfsaðferðir Sjálfstæðisflokks- ins svo nefnda, að nota borgarstjóra Kveld úlfs til þess að draga björg í bú ,,fjöl- skyldunnar“ á þann ósmekklega hátt, sem hér er gert. /. M. Hvað hefur Þingvalla- nefndin afrekað ? Herra ritstjóri! Eg mætti kannske sem einn af þjóðhá- Framhald á 3. siðu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.