Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 08.06.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.06.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJÓDÖLFUIt Ávarp Þjóðveldismanna y M S I R menn í stjórnmálaflokkum landsins og þeir, sem staðið hafa ut- an flokka, munu á undanförnum ár- um hafa gert sér það Ijóst, að til ófarnað- ar muni stefna um stjórnarfar landsins, sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og menn- ingarviðleitni hennar yfir höfuð, nema umbætur fáist á stjórnskipun og stjórn- arfari með nýrri allsherjarsókn á vett- vangi þeirra mála. — Hin pólitíska stétta- barátta í landinu er mörkuð samskonar auðkennum og hvarvetna annars staðar, þar sem hinu svonefnda lýðræði hefur verið siglt í strand. Sjúkdómsauðkenni þjóðskipulagsins og stjórnarfarsins virðast einkum þau, sem hér greinir: 1. Stjórn ríkisins er á hverjum tíma háÓ dœgurviðhorf- um f!ok.ksstjórna í baráttunni um kjörfylgið í land- inu. Ráðherrar hverfa úr stjórft og ríkisstjórnir segja af sér, eftir því sem henta þykir fyrir kosningaveið- ar flokkanna í það og það skiptið. Nýlegir atburðir í stjórn landsins votta þetta, svo að ekki verður um það deilt. Af þessu leiðir, að sjálf ríkisstjómin verð- ur á hverjum tíma svo veik, að hún getur hvorki stýrt málum þannig, að til réttlætis megi horfa og öryggis, né áunnið þjóðinni traust í viðskiptum við aðrar þjóðir. Þetta ástand er vitanlega óvallt óvið- unandi, en sérstaklega hættulegt á styrjaldartímum, þegar málum manna og viðskiptum þjóða er hvar- vetna stjórnað af traustu valdi. 2. Hin pólitíska stéttabarátta horfir til vaxandi öfga og aukinnar sundrungar. Hún sóar kröftum þjóðarinn- ar til átaka, þar sem togazt er á um vald sitt á hvað, án þess vonir vaxi um það, að réttar úrlausnir fáist á sameiginlegum vandamálum allra. 3. Pólitískjt markmið flokka er ekkf Þa& a& rannsaka mál til réttrar niðurstöðu, heldur a<5 reifa mál til fyr- ir fram ákveðinnar niðurstöðu. Þess vegna er meiri stund lögð á að blekkja menn og færa í villu mál- stað andstæðinga heldur en að leita sanninda og viðurkenna staðreyndir. Almenn vanþekking á þjóð- málum, þröngsýni, fordómar, óvild og mannhatur verða óbrigðulir ávextir pólitískrar stéttabaráttu, eins og hún er rekin hér á landi þann dag í dag. 4. Valdastreita flokkanna hefur í för með sér margvís- lega opinbera óráSvendni. Fé ríkissjóðs er misnot- að til þess að styrkja flokksblöð og flokkssjóði. Rík- iskerfið er þanið langt um skör fram, nefndir skip- aðar og stöður stofnaðar, launaðar úr ríkissjóði, til þess að efla og treysta hinar pólitísku flokkshirðir. — Þegar að kosningum dregur, keppast flokkcirnir um að halda einskonar uppboð á ríkissjóðnum til opinberra framkvæmda í kjördæmum til þess að treysta kjörfylgið. Með þessum ráðum og á margan annan hátt er herkostnaður flokkanna greiddur beint og óbeint úr ríkissjóði og öðrum opinberum sjóðum. 5. Löggjafarþingið tekur á sig svipmót flokkastrcitunn- ar í starfsháttum og niðurstöðum mála. Of lítil á- herzla er lögð þar á allsherjarrannsókn mála og leit að þeim niðurstöðum, sem horfa til réttlætis gagn- vart öllum aðilum. Flokksávinningurinn er fyrsta mark og æðsta mið nálega hvers manns á þingi. Og þar sem enginn þingflokkur er nægilega sterkur til þess að ná meirihlutavaldi í sínar hendur, er jafnan samið. Samningar fara þá einkum fram milli leið- toga flokkanna og milli flokksstjórna, sem heimta skilyrðislaust fylgi hver síns flokks í úrslitaátökum. Þingið er ekki samkoma þjóðfulltrúa, heldur sam- kunda fjandsamlegra fylkinga, sem standa í látlaus- um ráðagerðum um það, hversu takast megi að hnekkja andstæðingum með ofbeldi og undirhyggju- ráðum, eða taka upp einskónar styrjaldarsamninga, þegar bezt lætur. 6. Aíeð síðustu breytingum, sem gerðar Voru á stjórn- skipunarlögum landsins, var flokksrœðið leitt að fullu til öndvegis. Voru um leið þurrkaðar út síðustu leifar hins eiginlega þjóðarumboðs með afnámi landkjörinna þingmanna, sem að vísu voru þó fyrst og fremst flokkskjörnir. Á Alþingi eiga nú ekki sæti neinir þjóðfulltrúar, sem telji sig fara með umboð allra stétta jafnt. Flokksræðið hefur því ekkert að- hald í löggjafarsamkomunni. Þar er enginn dóm- stóll, sem metur málsástæður frá öllum hliðum og hindrar ofbeldi eða kemur í veg fyrir rangsleitni. Urskurður Alþingis í þrætumálum er úrskurður flokksvaldsins, sem lætur kné fylgja kviði. 7. Eins og nú er háttað k°sningask< P11 n * landinu, tak- markast kpsningarrétturinn nálega eingöngu við það, að velja á milli flokka■ Flokksstjórnirnar í Reykjavík velja frambjóðendur, og koma þá fyrst til greina sem æskilegir kostir dugnaður þeirra og hæfileikar til flokksáróðurs. Kjósendur eiga þess sjaldan völ að fela umboð sitt mönnum, er þeir þekkja og treysta og kunnir eru að dugnaði og dreng- skap í byggðarlögum þeirra. Nýir .frambjóðendur eru oftast nær valdir úr flokkshirðum foringjanna í Reykjavík. Flokksstjórnirnar segja við liðsmenn sína í kjördæmum landsins: Þitt er að sækja kjörfund. Mitt er að ráðstafa atkvæði þínu. 8. Atvinnumál þjóðarinnar og verkamál eru hinn eig- inlegi styrjaldarvettvangur, þar sem þjóðin greinist i fjandsamlegar sveitir. Framboð og eftirspurn ráða kaupgjaldi, en ekki réttur hlutur hvers manns, eftir hæfileikum, framtaki og dugnaði. Þegar misjafn- lega lætur í ári, eykst misvægi framboðs og eftir- spurnar og verkföll og verkbönn skiptast á, öreiga- lýð fjölgar og atvinnuleysi verður varanlegt mein í þjóðlífinu. Kraftur þjóðarinnar og dýrmætur tími sóast þannig í hatramleg átök, sem í hæsta lagi leiða til bráðabirgðaúrslita í þrætumálum dagsins, án þess að nær þokist en áður lausn á þessu sameiginlega vandamáli allrar þjóðarinnar. Of fáir virðast skilja það, að þessi vandi verður ekki leystur með áfram- ( haldandi ofbeldi á allar hliðar, heldur með réttlátu mati á mikjlvœgi þeirra aðilja, sem vinna að fram- leiðslustörfum og öðrum þjóðnýtilegum athöfnum og réttum skiptum eftir hœfileikum, framtaki og dugnaði hvers og eins. II. Atburðir styrjaldarinnar hafa leitt til þess, að íslend- ingar hafa tekið æðstu stjórn landsins og alla meðferð utanríkismála í sínar hendur fyrr en ráð var fyrir gert. Liggur því næst fram undan að setja þjóðinni ný stjórn- skipunarlög, er megi verða til frambúðar. Skiptir harla miklu fyrir framtíðarörlög þjóðarinnar, hversu til tekst um þær ráðstafanir. í annan stað má vænta þess, að sú skipun mála, sem upp verður tekin um viðskipti og samstarf þjóða að lok- inni styrjöldinni, grípi mjög inn í hag okkar og hátt- semi um stjórnarskipun og stjórnarfar. Skiptir þá eigi litlu, að við verðum við því búnir að gera grein fyrir því, hvað við hyggjumst fyrir um framtíðarskipun okk- ar í þeim efnum. — Ef hér verður stjórnlaust land, þeg- ar að þeim skuldadögum kemur, og þjóðin leyst upp í grimmúðugri stéttabaráttu, munum við ekki verða látn- ir einráðir um skipun okkar mála, heldur munu ráðin verða af okkur tekin, og við munum glata, ef til vill að fullu og öllu, stjórnfrelsi okkar og þjóðarsjálfstæði. Samstarf það, sem tekizt hefur um stund með þrem- ur stærstu flokkum þingsins, er nú að fullu rofið. Eru nú hafin pólitísk hjaðningavíg í landinu, sem líklegt má telja að verði ein hin hörðustu, sem háð hafa verið. Eftir þeim málsefnum, er fyrir liggja, geta úrslit þeirra átaka í hæsta lagi breytt valdahlutföllum milli flokk- anna á þingi. Hins vegar munum við eftir sem áður standa jafn fjarri lausn þess stjórnarfarslega vanda, sem lýst hefur verið hér að framan. Enginn flokkur mun bera úr býtum óskorað vald til ríkisstjórnar. Nýir óheil- indasamningar munu verða upp teknir. Glundroði og sundrung mun enn vaxa, fjandskapur magnast og hver flokkur um sig leggja sig fram um að finna enn djúp- settari undirhyggjuráð, til þess að hnekkja andstæðing- um og blekkja kjósendur í landinu. Flokkar þeir, sem nú braska með völdin, munu um það eiga óskilið mál, að enginn þeirra mun, sakir vígæðis, gæta ábyrgðar sinnar gagnvart þeim háskasemdum, sem að þjóðinní steðja sameiginlega. íslenzkur málstaður mun aldrei, síðan á Sturlunga- öld, hafa verið staddur í jafn miklum vanda eins og hann er nú. Þjóðarbolmagn okkar er vissulega lítið gagnvart því ábroti heimsaflanna, sem yfir okkur hefur dunið. En sameiginlegt bolmagn okkar mun enn þverra og verða einskis megnugt, er forustumenn þjóð- arinnar gæta hvorki geðs síns né verka í vaxandi styrj- öld um stundarvöld í landinu. Og er upp rennur dagur hinna miklu lokaskila stórþjóðanna eftir styrjöldina, munum við standa frammi fyrir þeim, sem þar láta málum skipt og skipað, eins og lítill hópur stjórnar- farslegra óvita, sem hafa ekkert lært af reynslu þjóð- anna. Og okkur verður þá ráðstafað eftir tilefnum. Verðleikar okfkar sem fornrar bókmenntaþjóðar munu ek.kj endast okkur ú'/ bjargráða gágnvart því höfuð- vandamáli allra þjóða, sem nú er fram undan: hversu skipa beri sambúðarháttum manna og þjóða á jörðinni. III. Vér þjóðveldismenn óskum ekki að taka sérafstöðu með eða móti neinum þeirra flokka, sem nú berjast um völdin. Því síður óskum vér að tjá í þessu málí skoðanir vorar á eínstökum mönnum, sem fremstir standa í fylkingum. Vér gerum oss það ljóst, að vandi þessara mála verður ekki leystur með því einu að hnekkja einum eða öðrum flokki í bili eða bægja frá þjóðmálaáhrifum fleiri eða færri þeirra manna, sem nú beitast fyrir í baráttu flokkanna. Vandi málsins liggur dýpra og úrlausnir verða langsóttari. Höfuðmeinsemd- irnar liggja í fari stjórnskipulagsins sjálfs og þeirra úr- eltu hátta, sem ráða um stjórnarfar okkar og skipun mála í flestum efnum. Islendingar munu, jafnt og aðr- ar þjóðir, eiga það fyrir höndum, að ganga inn í fram- tíð, sem gerir nýjar og harðari kröfur til einstakra manna og stétta í þjóðfélagslegum efnum en áður hafa tíðkazt í svonefndum lýðræðisríkjum. Ohjákvæmileg lausn stjórnskipunarmálsins, harðar kröfur, sem nálæg framtíð mun gera til okkar sem fullvalda þjóðar, og yf- irvofandi stjórnarfarslegt hrun í landinu, að óbreyttum starfsháttum, krefst þess allt til samans, að tekið verðí á þessum málum með fullri röggsemi, víðsýni og fórn- fýsi, ef umbætur eiga að vinnast. Verkefnin, sem vér teljum brýnust og næst fram und- an, eru þau, sem hér greinir: 1. AÐ hafizt verði þegar handa um óhlutdrœga og al- hliða athugun á stjórnarháttum annarra þjóða, og ný stjórnskipunarlög sett á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hefur, og t samrœmi við k.röfur íslenzkra lands- og þjóðarhátta. Með nýrri stjórnskipun ber að fullnœgja eftirgreindum meginkröfum: AÐ ríkisvaldið Verði traust. AÐ flokksrœÞi verði hnekkt og kjósendum lands- ins veittur kpstur þess að fela umboð sitt mönnum fremur en fIokkum- AÐ landshlutum verði fengin aukin fjárráð og auk- ið vald, eftir því sem samrýmist einingu og hags- munum ríkisins. .... AÐ stjórnkerfi ríkjsins verði fœrt til óbrotnara og kostnaðarminna horfs. 2. AÐ samtimis breytingum á stjórnarkerfi ríkisins verði hafin gagnger athugun á atvinnulifi landsmanna og þœr ráðstafanir gerðar, sem fullnœgja eftirgreindum meginskilyrðum: * AÐ atvinnuleysi verði með öllu útrýmt í framtíð- inni. AÐ framboð og eftirspurn Verði ekki látið ráða kaupgjaldi vinnunnar, heldur sannvirði hennar á hverjum tíma. AÐ einkaframtakið njóti verndar og stuðnings rík~ isvaldsins, eftir því sem samrýmist alþjóðarheill. AÐ stefnt verði að því að samhœfa atoinnugreinir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.