Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJ ÓÐÓLFUR Fimmtudagur 2. júlí 1942» íður erlend kúgun - nú innlent ofriki Framsöguræða Bjarna Bjarnasonar I úf- varpsumrædunum s. L mánudagskvöld A RIÐ 19 18 urðu tímamót í íslenzkum þjóðmálum. Þá var fengin viðurkenning þess, að Island er frjálst og fullvalda ríki. Oll þjóðin fagnaði því, að hinni löngu baráttu lauk með sigri íslenzks málstaðar, en ósigri aldagam- allar réttarskerðingar, kúgunar og einokunar. Is- lendingar horfðu björtum augum á framtíð sína og voru einráðnir að vinna aftur sess sinn meðal hinna frjálsu þjóða af eigin verðleikum, en styðj- ast ekki að öllu við forna bókmenntafrægð. Við og við voru menn minntir á það, að sambands- lögin áttu eftir að gilda í 25 ár, en ávallt voru undirtektirnar slíkar, að vitað var, að þegar þau væri á enda, yrði engin bönd á sjálfsforræði þjóðarinnar. BJARNI BJARNASON, ejsti maSur á lista En íslenzka þjóðin var ekki öllu lengur í Paradís en Adam forð- um. Á þessum árum, sem liðin eru síðan, hafa risið upp í land- inu magnaðar afturgöngur, draug- ar frá Sturlungaöldinni. Lands- mönnum hefur verið skipað í margar fjandsamlegar fylkingar, sem berjast innbyrðis af ofur- kappi um hylli kjósenda og um- ráð þjóðareignarinnar. í þessum ófriði eru fá vopn ónotuð, sem líkur eru til að megni að blekkja einstaklingana, kaupa þá eða hræða til fylgis. Islendingar eru ekki lengur til, heldur heita íbúar landsins nú Sjálfstæðisflokksmenn, Fram- sóknarflokksmenn, Alþýðuflokks- menn, Sósíalistaflokksmenn eða flokksmenn einhverra annarra flokka. Þeir, sem ekki fylgja ein- hverjum þessara flokka að mál- um, eru óalandi og óferjandi, ut- an við þjóðfélagið. Upp úr því að börnin læra að lesa, hefst á- róðurinn gagnvart þeim og áður en varir, eru börnin komin í ungl- ingadeild einhvers flokks, nær- ast þar á flokkspólitískum slag- orðum og gleyma smám saman að hugsa með sínum eigin heila. — Hlutdrægni og hleypidómar verða aðalsmerki hvers manns, sem ánetjast, þröngsýni og van- þekking um landsmál verða hin- ir æskilegustu kostir flokks- mannsins. Ávextirnir eru síðan skoðanakúgun og andlegt ófrelsi allra landsmanna. Hagsmunamál þjóðarinnar verða í hvívetna að sitja á hakanum fyrir flokks- ávinningi. Heilar atvinnugreinir eru ofsóttar þar til við auðn ligg- ur, ef mennirnir, sem stunda þær snúast ekki til skilorðslausrar hlýðni og undirlægjuháttar við hina ráðandi flokksstjórn. Allir hlutir, menn og verk þeirra eru metin eftir því einu, hvers flokk- anna þau mega teljast til, og af- rek listamanna þykja nú því að- eins einhvers virði, að höfund- urinn sé í réttum herbúðum. Hitt þykir skipta talsvert minnu máli, hvort þau séu að gagni fyrir land og þjóð. Enginn landsmanna er óhultur fyrir klóm flokksofbeldis- ins; fyrr en varir er að honum komið, réttur hans skertur, kvað- ir á hann lagðar og athafnafrelsi stýft. Landsmenn vakna upp við vondan draum Eftir að hafa dyggilega og samvizkusamlega unnið að þessu með atkvæðum sínum og á ann- an hátt, vakna landsmenn upp við vondan draum, og sjá að þeir hafa afsalað sjálfstæði sínu í hendur blindum pólitískum víg- vélum, sem geisast áfram í þjón- ustu nokkurra valdafíkinna manna, og merja í hjólförunum sjálfsbjargarviðleitni einstakling- anna, sómatilfinning landsmanna og viðhaldsdyggðir þjóðarinnar. Kröftum þjóðarinnar, fé hennar og tíma er eytt til ónýtis í fá- nýtri valdastreitu flokksstjóranna, menn eru látnir fórna viti sínu og þekking til framdráttar sínum flokki, drengskapur og löghlýðni gerast fornar dyggðir, þjóðrækni og ættjarðarást verða bannvara eða dýr munaðarvara, samheldni og samstarf um þjóðþrifamál verða að bera lægra hlut fyrir fjandskap og rógi. Herkostnaðurinn Það er kostnaðarsamt að halda uppi slíkum valdastreituflokkum. En klíkurnar á bak við flokks- stjórnirnar vita, að það er arð- söm fjárnotkun, að styðja slíkan flokk. Undir eins og flokksstjórn- in kemst til valda í þjóðfélaginu, er herkostnaðinum jafnað niður á þá, sem í lægrá haldi lutu og hina saklausu meðborgara þeirra. Þá verður úthlutað arðinum til þeirra, sem lögðu í fyrirtækið. Þá eru nefndir settar á laggirn- ar, nýjar stöður stofnaðar handa stuðningsmönnunum, fé ríkis- sjóðs misnotað til styrktar flokks- blöðum, hlúð að allskonar óráð- vendni um meðferð opinbers fjár ef það getur orðið flokkunum styrkur og efling og treyst fylgi hirðmanna flokksstjóranna. En á meðan mega heilar stéttir svelta og stynja undir okinu, án þess að eiga nokkurn þann vettvang, er þeim væri auðið að leita réttar- bótar. Þegar að kosningum líður er keppzt við að þurrausa alla sjóði, bæði til þess að afla fylgis og ekki síður til. varúðar, ef svo færi, að aðrir kæmust til valda, því að þá má helzt ekki standa steinn yfir steini, í opinberum sjóðum má ekki vera eftir eyris- virði, sem næsta flokkastjórn geti notað til að treysta fylgi sitt með og festa sjálfa sig í sessi. Hin nýja ofbeldisstjórn verður því fyrst að snúa sér að því, að finna nýjar leiðir í skattaálögum á landsmenn. Fjárþörfin eykst í sífellu og sjaldan bregst hugvitið til að finna nýjar og nýjar leiðir til að pína herkostnaðinn, bitl- ingana og atkvæðaveiðaútgjöldin út úr landsmönnum. Vegna þessa er ástandið hér í skattamálum slíkt, að tekjur, sem varla nægja mönnum til þess að geta rétt dregið fram lífið, eru skattlagð- ar verulega, og af nauðsynjavör- um verður að greiða tolla. Ríkisstjórnin óhæf til að vinna landi og þjóð gagn Ríkisstjórn sú, sem flokkarn- ir setja á laggirnar, er aðeins háð stjórn síns flokks, og viðhorf hennar til landsmála markast af dægurþrasi flokksstjórnanna og hræðslu þeirra um kjósendafylg- ið í landinu. Ef líklegra þykir til atkvæðaveiða, fleygja ráðherrar öllu frá sér og hlaupast á brott frá starfi sínu, enginn þorir að takast á hendur ábyrgð á þjóð- þrifamálum af ótta við að styggja einhvern kjósenda sinna. Slík ríkisstjórn er verri en engin stjórn, landsmenn treystast ekki til neinna framkvæmda í skjóli við slíka stofnun, sem hvorki get- ur stjórnað svo, að réttlæti eða öryggi ríki í landinu, né heldur áunnið sjálfri sér traust hjá þjóð- inni eða aukið traust þjóðarinnar með öðrum þjóðum. Slík ríkis- stjórn, sem er máttlaust verk- færi í höndum nokkurra valda- sjúkra manna í innstu flokks- klíkunum, getur aldrei unnið landi sínu og þjóð nokkurt gagn. Allar framkvæmdir verða hálf- kák og hindurvitni. Athafnaþráin drepin Óvissa landsmanna um stuðning ríkisvaldsins til fram- kvæmda, drepur niður athafna- þrá þeirra, dregur úr starfs- löngun og á endanum er svo komið, að landsmenn fara að hætta að hugsa um land sitt og menningu, hætta að bera virð- ingu fyrir þjóð sinni og sjálfum sér, og í staðinn láta þeir reka á reiðanum alveg eins og flokkarn- ir ætlast til, og róa að öllum ár- um. Þegar svo er komið, að ís- lendingar hætta að hafa áhuga fyrir málum sínum, og fela þau algerlega á vald hinna umhyggju sömu flokksforingja, þá er mark- inu náð. íslendingar verða ekki lengur sjálfstæð þjóð í frjálsu landi. í stað erlendra kúgara eru komnir íslenzkir valdræningjar, sem sitja yfir hag alþjóðar, eftir að þeir hafa á markvísan hátt bælt niður frelsisþrá landsmanna, sigað stétt gegn stétt og manni gegn manni, þar til menn hafa misst sjónar á markinu. Þjóðin á enga þingmenn Löggjafarvaldið og fram- kvæmdavaldið eru bæði í hers höndum. Á alþingi eiga sæti, að því er stjórnarskráin hermir, allt að 49 þjóðkjörnir þingmenn. — Reyndar eru þessir þingmenn alls ekki þjóðkjörnir, heldur valdir til framboðs af flokksstjórnum. — Kosningaréttur landsmanna er fólginn í því að mega velja á milli flokka, kjósa það, sem þeim þykir skárra af tvennu illu. Þess vegna er það, að Alþingi er mátt- laus stofnun, þess vegna fer virð- ingunni fyrir þeirri stofnun sí- hrakandi hjá þjóðinni. A alþingi eiga sæti flokksmenn, en ekki þjóðkjörnir þingmenn. Þeir telja sig ekki skylda til að hugsa um almannaheill, heldur flokkshags- muni, ekki þjóðarheill, heldur sér hagsmunamál valdamannanna í flokknum. Enginn flokksmaður má viðurkenna, að á máli sé tvær hliðar, ekki má rannsaka neitt mál til hlítar og leita í ein- lægni að þeim niðurstöðum, sem réttlátar geta verið gagnvart al- mannahagsmunum og þjóðarbú- inu til gagns. Flokksstjórnirnar Þjóhveldismanna. ráðstafa atkvæðum sinna þing- manna og verzla hver við aðra um gagnkvæma aðstoð til fram- gangs flokksmála. Hvað segir Bjarni Ben.? Ljós vottur um starfsemi þingsins og gagn það, sem íslenzku þjóðinni er að því, er þessi klausa úr bók Bjarna Benediktssonar um deildir AI- þingis: ,,Málum er í raun og veru ráðið til lykta á flokksfund- um á bak við tjöldin, og sitja samflokksmenn úr báðum deild- um á sömu flokksfundum, og verða með sama hætti bundnir af ákvörðunum þeirra. Á þetta einkum við um hin stærri mál, en kemur síður til greina um þau, er minni þýðingu hafa. Leiðir það aftur til þeirrar spurningar, hvort hér sé ekki um óþarflegt bákn að ræða til þvílíkrar end- urskoðunar minni háttar mála“. Þessi bók kom út árið 1939, sem fylgirit Árbókar Háskólans, og ber að skoða hana sem vísinda- rit af hálfu prófessorsins í stjórn- lagafræði. Honum flökrar ekki við lýsingunni, heldur dettur hon- um hitt í hug, hvort ekki beri að breyta þinginu frekar en að færa þingstörfin aftur á sinn stað úr skrifstofu flokksforustunnar. Vitnisburður Ólafs Thors Á svipaðan hátt farast Ólafi Thors ráðherra orð fyrir ári síð- an. Þá segir hann í viðtali við Morgunblaðið: ,,Afsökun er fyr- ir hinu óvirðulega og óleyfilega tali um þingið, og hún er sú, að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.