Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.07.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júií 1942. ÞJ ÓÐÓLFUR 3 ýmsir hafa ekki áttað sig á því | enn, að störfum þingsins er hag- að á annan hátt, en oft áður hef- ur við gengizt, að því leyti, að þingmenn eru farnir að hætta hin um löngu ræðuhöldum. Aðal- störfin eru ekki unnin í þingsöl- unum. Málin eru afgreidd á flokksfundum, á samningafund- um milli flokkanna og á nefnda- fundum“. — Það er ekki ástæða til að draga í efa, að lýsing þess- ara tveggja manna á þingstörfun- um er í öllu sannleikanum sam- kvæm. Hitt er aftur misskilning- ur hjá ráðherranum, að menn hafi ekki áttað sig á þessu tím- anna tákni og gert sér skiljanlegt hvað það kostar. Menn skilja nú ofurvel, að ísland og íslending- ar eiga ekki framar neitt þing sameiginlega, Alþingi er ekki lengur Alþingi Islendinga, held- ur er það nú samnefnari flokks- þinganna. Og sennilega eru þeir menn fáir hér á landi, sem geta varizt því, að í hug þeirra komi samanburður við þing sumra er- lendra þjóða, þar sem líkt er á komið, þar sem ákvarðanir eru teknar á flokksstjórnarfundi og þjóðþinginu síðan hóað saman til þess að þingmennirnir geti fengið tækifæri til að rétta þar upp höndina samkvæmt þeim fyrirskipunum, sem þeim hafa verið gefnar. Markmiðið er það, að drepa niður frjálsa hugsun Af orðum ráðherrans kemur það jafnframt greinilega fram, að allt sem sparazt við þetta nýtízku þinghald og hagsýna fyrirkomu- lag þingstarfanna, eru hin löngu ræðuhöld þingmannanna, sem hann kallar. Að minnsta kosti er það svo, og hefur verið svo und- anfarin ár, að þingtíminn er sí- fellt að lengjast, og ekki verður þess heldur vart á ríkisreikningn- um, að kostnaðurinn við þing- haldið hafi farið lækkandi. Nei, að þessu fyrirkomulagi er eng- inn gróði fyrir þjóðina, heldur er þetta einungis þáttur í þeirri iðju flokkanna, að útiloka landsmenn sem mest frá þátttöku í störfum þingsins, koma í veg fyrir, að þeir geti fylgzt með því, sem gerist, á annan hátt en gegnum hin lituðu blöð og málgögn flokk- anna, drepa áhuga landsmanna fyrir málum sínum, draga öll á- hrif á landsmálin í hendur valda- klíku flokksins. Þetta er þáttur í þeirri iðju, að svifta landsmenn sjálfstæði sínu, reyra þá í flokks- fjötra, leggja höft á skoðanafrelsi þeirra og drepa niður frjálsa hugsun hjá þjóðinni. A þetta að verða fram- haldið af starfi hinna ís- lenzku brautryðjenda? Getur nokkur íslendingur kvatt ser hljóðs og haldið því fram, að þetta fyrirkomulag hafi verið eða sé markmið þeirra manna, sem mest og bezt héldu fram málstað íslenzku þjóðarinnar ? Er þetta framhaldið af hinu fórnfúsa starfi íslenzkra brautryðjenda fram á þennan dag ? Er ástandið í dag rökrétt afleiðing af athöfnum Fjölnismanna, Þjóðfundarmanna 1851, Landvarnarmanna eða hinna gömlu Sjálfstæðismanna ? — Heldur nokkur íslendingur, að þessir menn hefðu getað séð mikinn mun á því, hvort kúgun, ófrelsi, einokun og ósjálfstæði landa þeirra stafaði af völdum innlendra eða erlendra ofstopa- manna ? Hinn plægði akur Þeir menn, sem fórnuðu ævi sinni til þess eins, að berjast af öllum sínum mætti fyrir fullveldi íslands, höfðu svo mikla trú á þjóð sinni, að þeir treystu henni til að stjórna sjálfri sér. Þeir á- litu, að sjálfstæð þjóð í frjálsu og fullvalda ríki væri fær um að skipa málum sínum svo, að til sóma horfði. Þeir gerðu ekki ráð fyrir, að á Islandi myndi rísa upp flokkadrættir og deilur, sem hefðu hatramma flokkapólitík í för með sér, og að smíðaðar yrðu vígvél- ar, sem æddu eins og logi yfir akur, og eyddu hverju, sem fyr- ir yrði, og að leiðtogarnir væru reiðubúnir að fórna andlegu og efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar fyrir stundargróða nokkurra manna eða mannhópa. Það var allt annað og meira, sem þessir forvígismenn þjóðarinnar töldu sjálfa sig hafa skilið eftir handa landi og þjóð. Þeir létu eftir sig akurlendi með frjórri mold, vel- plægðan akur. í þenna akur átti að sá frækorni íslenzka þjóð- ríkisins, frækorni samheldni og bróðurhuga, frækorni ættjarðar- ástar og ósérplægni, frækorni dugnaðar, óhlutdrægni, sáttfýsi og stjórnsemi, sáði samlyndis og einhuga starfs í þá átt, að gera alla landsmenn að sönnum ís- lendingum, og alla íslendinga að sönnum mönnum, er myndu kosta kapps um að halda áfram starfinu í þá átt, að ísland settist aftur í heiðurssæti meðal menn- ingarþjóðanna. — Verkefnið var, að tryggja hverjum manni and- legt og líkamlegt sjálfstæði, tryggja hverjum manni það, að réttur hans til hugsunar, lífs og starfs verði ekki fyrir borð bor- inn, setja réttlætið í öndvegi í stað hnefaréttar og valdbeiting- ar, frelsi átti að ríkja í stað alda- gamallar kúgunar. En vökumenn íslands sofnuðu á verðinum. Þeg- ar taka átti til starfa, var búið að sá í akurinn. Útsæðið En útsæðið var drekatennur og illgresi. Á akrinum spruttu nú úlfúð og illdeilur, stéttahatur og rógburður, öfund og ófrelsi. Með dæmalausri umhyggju hefur síð- an verið hlúð að þessum dýr- mæta gróðri, þessum þjóðhættu- lega ófögnuði, og það er ekki nema eðlilegt, að þeir, sem hafa atvinnu sína af að stunda akur- yrkju af þessari tegund, kippist nú við, þegar þjóðin hefst handa um að endurheimta akurinn og launa garðyrkjumönnunum vinn- una eftir verðleikum. Þjóðin heimtar nýja sáningu Því að nú er ekki til neins að leggja árar í bát og sakast um orðinn hlut. — í stað þess að standa utan við girðinguna og horfa með viðbjóði á hinar vá- veiflegu afurðir flokkapólitíkur- inar, taka landsmenn á sig rögg, rjúfa grindurnar, reita illgresið og sá af nýju akur sinn, svo að upp af honum megi spretta þær nytja- jurtir, sem heilbrigðu þjóðfélagi eru nauðsynlegar til lífsviður- væris. Ný sjálfstæðisbarátta Fullveldisbaráttunni lauk með setningu sambandslaganna. En nú er annar áfangi fyrir höndum. Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar gagnvart hinum pólitízku ofbeld- isflokkum. Þótt sorglegt sé frá að segja, þá er þetta brýnasta lífsnauðsyn þjóðarinnar, að los- ast undan kúgunaroki innlendra manna, að bera klæði á vopn þau, sem flokkarnir nota í stétta- baráttunni, í þeirri borgarastyrj- öld, sem geisar í landinu. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, sem leyfir ábyrgðarlausum æsingamönnum að ráðstafa kröftum þjóðarinnar til pólitískra hjaðningavíga um undirtökin í dægurmálum, sem flokkar þeirra gera aldrei heiðar- lega tilraun til að leysa af sann- girni, eingöngu vegna þess, að þá væri einu æsingamáli færra, sem hægt væri að þyrla upp ryki um í augu landsmanna og hrúga upp óhróðri um á andstöðuflokka. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, sem gerir sér að góðu að tíu alda gamalt þing sé af henni tekið og gert að undirlægju fyrir stjórn- endur í samtökum nokkurra póli- tískra valdagráðugra manna. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, sem læt- ur það viðgangast, að elzta og æðsta stofnun hennar, sem einu sinni var miðstöð menningar landsins og síðar málsvari þjóð- arinnar gegn erlendum andstöðu- öflum, er nú orðin þýðingarlítil klausa í upphafi laga í Stjórnar- tíðindunum. Sú þjóð er ekki sjálfstæð, sem leyfir að þegnar henar séu beittir órétti í nafni hennar. Sjálfstæð þjóð er óháð öllum valdránsklík- um; sjálfstæð þjóð velur sjálf sína þingmenn, sjálfstæð þjóð ver kröftum sínum í þágu fram- farastarfs og lítur ekki -einungis á líðandi stund. Sjálfstæð þjóð hugsar um framtíðina, býr í hag- inn fyrir komandi kynslóðir, en starfar ekki á slíkum grundvelli, að þeir, sem á athafnir horfa gera sér í hugarlund, að þjóðin trúi því, að heimsendir sé á morgun. Það er erfitt verk, að kenna gömlum hundi að sitja. — Þess vegna má enginn vænta þess, að frumkvæðið í þá átt, að frelsis- draumur xslenzku þjóðarinnar megi rætast, komi fram á hinum sundurskotna og skotgröfum fyllta vettvangi ofbeldisflokk- anna. Það er þjóðin sjálf, ein- staklingarnir, sem verða að taka upp merkið. Það er alveg sama hvort menn hafa einhvern tíma áður stutt einhvern valdstreitu- flokkinn með atkvæði sínu eða ekki. Allir eru jafnfrjálsir um að berjast með Þjóðveldismönnum fyrir endurreisn íslenzks þjóðar- sjálfstæðis. Herbrögð andstæðing- anna Ég veit það hinsvegar vel, að mörg ókvæðisorð verða úti látin í garð þeirra manna, sem vilja vinna að þessu marki. Hin- ar hatursfullu árásir, sem blöð of- beldisflokkanna keppast nú við að birta á Þjóðveldismenn, gefa kjósendunum bendingu um það, hvert krókurinn hefur beygzt baráttuaðferðum íslenzkra svo- kallaðra stjórnmálamanna. Með lygum skal land byggja hefur á- vallt verið kjörorð þessara flokka. Hitt er aftur annað mál, að skeyti þessi missa svo marks, að þau verka nánast hlægilega á lesend- ur þeirra, enda veit ég vel, að bæj arbúar leggja ekki trúnað á efni þeirra frekar en þeir menn, sem látnir hafa verið skrifa þau. Nazistagrýlan Það er gamalt herbragð á Is- landi, a ðkalla þá menn nazista, sem ekki vilja í öllu hlíta forsjá flokksklíkanna, og sérstaklega hefur það verið notað mikið síð- an erlent hervald settist að í land- inu, sjálfsagt í þeirri frómu von, að hinir erlendu menn tækju þetta alvarlega og losuðu flokkana við frekari ágang af hálfu hinnahættu legu manna. En síðan herstjórn- irnar tóku að kynnast orðbragð- inu, hefur hin fróma von brugð- izt, og nú er leikurinn gerður til að hræða ístöðulítið fólk. Kjördæmamálið Þá hefur mikið verið rætt um það, að Þjóðveldismenn væru settir til höfuðs kjördæmamálinu. Kosningar þessar snúast að mestu leyti um breytinguna á stjórnarskránni, kjördæmamálið, sem kallað er. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að lýsa yfir því af hálfu Þjóðveldismanna, að þeir fylgja þessu máli sem einn mað- ur. Oll þau mál, sem horfa til þess, að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu eiga óskipt fylgi Þjóðveldismanna, og stjórnar- skrárbreytingin er tvímælalaust eitt slíkt mál. Hitt er annað mál, að ég get ekki orða bundizt um þá spurningu, hvers vegna var þetta ekki gert fyrr ? Andstæð- ingum málsins hefur ekki fækkað á þingi síðan 1937, heldur hafa 2 menn úr þeim flokkum, er styðja málið, látið af þingsetu. Hvern- ig stóð á því, að málið náði ekki framgangi þegar fyrir 4 árum síð- an ? Hvernig stendur á því, að flokkar þeir, sem samþykkja breyt inguna á síðasta þingi, bjóða nú fram hver gegn öðrum í nærri öll- um kjördæmum landsins í stað þess, að sameinast um stund með- an framgangur málsins verður tryggður ? Það eru einungis Þjóð- veldismenn, sem hafa hagað fram boði sínu svo, að kjördæmamál- inu getur ekki verið af því hætta búin. Þjóðveldismenn bjóða sig hvergi fram til þessara kosninga nema hér í Reykjavík. — Hér í bænum eru rúm 25.000 manns á kjörskrá. — Við margar undan- gengnar kosningar hafa andstæð- ingar stjórnarskrárbreytingarinn- ar hlotið um 1000 atkvæði. Eftir eru þá 24000 manns, sem að lík- indum má gera ráð fyrir að vilji framgang málsins. Það liggur í augum uppi, að fyrir kjördæma- málið og öruggan framgang þess, kemur alveg í sama stað niður, hvernig atkvæði þessara kjósenda skiptast á lista þeirra, sem eru breytingunni fylgjandi. — Hefðu Þjóðveldismenn hinsvegar boðið sig fram í kjördæmunum um land allt, þá hefði ég skilið betur brigsl þau og framsóknarstimpil, sem Þjóðveldismönnum eru framreidd hjá þeim blöðum, sem styðja kosningu þess lista hér í bæ, sem hefur son eins fyrrverandi þing- manns Framsóknarflokksins í þriðja sæti. Því að þá hefðum við verið undir sömu sök seldir og flokkar þeir, sem nú sundra kjós- endum um land allt, í stað þess að sameina þá um öryggi rétt- lætismálsins. Ónýt atkvæði Sum blöðin hér í bænum hafa ótæpt haldið því að lesendum sín- um, að atkvæði, sem E-listanum, lista Þjóðveldismanna, yrðu greidd, mundu fara til ónýtis. Ég veit ekki hvernig á að sporna við því, að fjöldi atkvæða í kjördæmi eins og Reykjavík, fari til ónýtis. Hér eru að meðaltali 4200 atkv. á hvern þeirra 6 þingmanna, sem bæjarbúum er úthlutað. Hvemig er hægt að komast hjá ónýtum at- kvæðum ? Ég get tekið sem dæmi atkvæðafjölda Sjálfstæðisflokks- ins við síðustu Alþingiskosning- ar. Hann fékk þá rúm 24000 at- kvæði, og kom á þing 17 mönn- um, en sömu þingmannatölu hefði hann haft, þótt atkvæðin væru aðeins 21000. Hvað er þetta annað en ónýt atkvæði ? Eng- inn Þjóðveldismaður þarf að ótt- ast það, að atkvæði hans verði ó- nýtt. Atkvæði kjósenda er einmitt þeim mun nýtara og betur greitt, sem málefnið er betra og málstað- urinn lífvænlegri. Og það er mál- staður íslenzku þjóðarinnar, sem er hinn lífvænlegi málstaður. — Þeir, sem snúa baki við flokka- ofbeldinu og snúast til fylgis við Þjóðveldismenn, eru ekki að svíkja sinn eigin flokk. Það er hinn fyrri flokkur þeirra, sem hef- ur svikið þá, og svikið sjálfstæði þjóðarinnar í hendur annarlegum öflum, sem sundra þjóðinni í stað þess að styðja hana í viðleitninni við að verða heilbrigð þjóð. — í stað flokkssjónarmiðanna eiga að koma sjónarmið réttlætis, fram- fara, þróunar og samstarfs. I stað flokksþingmannanna eiga að koma þjóðfulltrúar, sem starfa í samhug að sameiginlegum vanda málum og leysa þau á þann hátt, að réttur þjóðarheildarinnar ráði úrslitum. í stað einræðisvalds flokksstjórnanna á að endurreisa þjóðveldið. Tækifæri Reykvíkinga Reykvíkingum er nú gefinn kostur á, að verða fyrstir íslend- inga til að taka upp og bera fram til sigurs merki Þjóðveldismanna. Þeir eiga nú kost á snúa baki við flokkshyggjunni, sem krefst skil- orðslauss fylgis á kjördegi, en gleymir kjósendunum og börnum þeirra, þegar búið er að telja upp úr atkvæðakössunum. í staðinn taka þeir að sér málstað félags- hyggjunnar, og líta á mál þjóðar- innar frá sjónarmiði óhlutdrægra drengskaparmanna. — í stað þess að taka þátt í úlfúð, illdeilum og stéttarógi, tcika þeir upp merki sáttfýsi, samheldni og íslenzks samstarfs. í stað þess að stuðla að því, að borgarastyrjöld sé hið ríkj- andi ástand í íslenzkum þjóðmál- um, gera þeir sitt til þess að mál- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.