Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 24.08.1942, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.08.1942, Blaðsíða 1
Útgefnndi: MUNINN h f Afgreiðsla og auglýsingar: Laufásvegi 4, sími 29Z3. Þjóðólfur kemur lit á hverjum mánudegi og aukablöð eftir þörf- um. Verð kr. 6.00 á misseri. I lausasölu 25 aurar. Áskriftargjöid greiðist fyrirfram. Víkingsprent h. f. Churchill í Moskvu Það var gert heyrum kunnugt í síðustu viku, að forsætisráð- herra Breta, Winston Churchill, hefði dvalizt í Moskvu til við- ræðna við Stalin. Ræddu þeir styrj aldarmálin í viðurvist helztu sérfræðinga sinn og ráðunauta, eftir. því sem fréttamiðstöðvar Bandamanna láta uppskátt. Herma þær frá fullu samkomu- lagi og gagnkvæmum skilningi milli þessara leiðtoga, en þó er tekið fram í fréttum, að í Moskvu gæti ekki mikillar hrifningar yf- ir þessum fundi. Tilefni fundarins Menn leiða ýmsar getur að til- efni Moskvafarar Churchills. Hann ræðst til ferðarinnar þeg- ar mjög óvænlega horfir um vörn Rússa. Þeir eru yfirleitt á undanhaldi fyrir hinni þýzku sókn og tilkynna hvarvetna versnandi aðstöðu sína í vörn þeirra staða, sem átökin á Aust- urvígstöðvunum snúast nú um. Hefur Churchill verið farinn að óttast, að rússnesku herforingj- arnir semdu frið fremur en að etja lengur kappi við ofureflið? Eða hefur hann tekið sig upp til að afsaka athafnaleysi Banda- manna og biðjast undan þeim skyldum að stofna til nýrra víg- ^stöðva á meginlandi Evrópu? Ekkert verður um þetta fullyrt, en það er engum vafa undirorp- ið, að í Rússlandi mun ekki leng- ur þykja ýkjamikið koma til bandalagsins við brezka heims- veldið. Er því ekki ósennilegt, að Churchill hafi ýmsar skýringar þurft að gefa Stalin. Strandhögg — innrásartilraun? Að nýloknum viðræðunum í Moskvu réðst allmikið lið til landgöngu á Ermarsundsströnd Frakklands. í liði þessu voru einkum kanadiskar hersveitir, amerískar strandhöggssveitir og stríðandi Frakkar. Hafðist liðið við á ströndinni einn dag og kom til harðvítugra átaka við þýzka strandvarnarliðið á landi og í lofti. Segja Bretar frá verulegu tjón, er þeir hafi beðið, en ár- angurinn af landgöngunni virð- ist hafa verið fremur lítill. — Bretar skýra frá því, að hér hafi aðeins verið um strandhögg að að ræða en ekki tilraun til land- setningar á liði í stórum stíl. Þjóðverjar halda því hinsvegar fram, að verið hafi um innrásar- tilraun að ræða. Um raungildi þessara fullyrðinga verður vitan- lega ekkert sagt. En það vekur athygli, að landganga þessi fer fram að nýafstöðnum viðræðun- um í Moskvu, þar sem vafalaust hefur verið sorfið til stáls við Churchill að freista innrásar, og landgönguliðið beitti fyrir sig skriðdrekum. Bendir það til þess, að fyrirhugaðar hafi verið stórfelldari sóknaraðgerðir en þær, að vinna í skyndi það skemmdarstarf, er auðið yrði, og hverfa síðan á brott, eins og verið hefur í hinum fyrri strand- höggsleiðangrum Breta. Það vekur, og athygli, að til lítils Framh. á 4. síðu II. árg. Mánudagurinn 24. ágúst 1942. 30. tölublað. ÞYRIR nokkrum vikum síðan var nýfermd ungl- ingstelpa hér í bænum uppvís að peninga- þjófnaði. Hún hafði tekið nokkur þúsund krónur með ófrjálsri hendi úr fjárhirzlu veitingahússins, þar sem hún annaðist ýmsa snúninga. Fréttum dagblaðanna af þessum atburði fylgdu þær skýr- ingar, að hinn ógæfusami unglingur „væri í ástandinu", eins og það var orðað. Þegar sekt telpunnar sannaðist, hafði hún eytt peningunum og nokkrum hluta þeirra í félagi við eldri „vinstúlku“, sem mun ekki vera nein sérstök fyrirmynd fyrir nýfermdan ungling. Þessi ógæfusama unglings- stúlka virðist ekki hafa verið fyrirfram dæmd til hrösunar og auðnuleysis, eins og nokkur á- stæða er til að telja um sum- ar kynsystur hennar á unglings- aldri, er lifa siðspilltu lífi hér í bænum. Faðir hennar var vel metinn borgari. Hún er mynd- arleg í sjón og kemur vel fyr- ir. Húsbændum hennar líkaði vel til hennar. Hún sýndi ríka sektartilfinningu þegar afbrot hennar varð opinbert. En ógæf- unni virðist með nokkrum hætti hafa verið sagt til veg- ar inn í líf unglingsins, sem var að ganga út í lífið við hlið hinna fullorðnu. Vegalaus æska Æskulýður höfuðstaðarins er að vissu leyti vegalaust fólk. Hann á völ á mikili og yfir- leitt vel borgaðri atvinnu. Hann hefur peninga milli handanna í alveg óvenjulegum mæli. En hann skortir alla möguleika til að njóta skemmt- ana og hollrar dægradvalar í frístundum sínum. Nokkur hluti æskunnar í bænum er meira að segja heimilislaus vegna húsnæðiseklunnar. Það ber enginn brigður á þörf heilbrgðrar æsku til að njóta skemmtana og félagslífs Það er ennfremur á allra vit- orði, að eigi æskan ekki völ á hollum skemmtunum og góð- um félagsskap jafnaldra sinna, þá liggja spor hennar með litl- um undantekningum um hrap- andi hengiflug til að bæta úr ófullnægri félagsþörf og skemmtanaþrá. Sumir komast leiðar sinnar úr ógöngunum, án þess að bíða alvarlegan hnekki. Aðrir falla fyrir björg á ref- ilstigum lífsins og lifa síðan við örkuml og æfilanga ógæfu. * * * AÐ ernaum- ast hægt að nefna framar hin svokölluðu siðferð- isvandamál“, svo hvimleitt sem slíkt er orðið. Þó líður svoeng in vika til enda, að þau séu ekki einhversstaðar gerð að urhtals- efni, — en yfirleitt án þess að komið sé nálægt kjarna máls- ins. Mönnum miklast í augum — og það að vonum — hinar ömurlegu skuggahliðar í líferni æskunnar, sem ekki verður komizt hjá að veita athygli. En það virðist æðimörgum sjást yfir, hvernig ógæfunni er sagt til vegar inn í líf æskulýðsins. Allt frá því að íslendingar komust í þá einkennilegu að- stöðu, að búa í vinsamlegu ná- býli við erlent herlið, sem e. t. v. er fjölmennara en öll ís- lenzka þjóðin, hefur ekkert lát orðið á umræðum um þá „ó- venjulegu þrekraun“, sem þjóðerninu væri búin. En það hefur ekki verið stigið eitt ein- asta skref í jákvæða átt í þess- um málum. Forráðamenn þjóð- arinnar hafa horft á það sljóf- um augum, þótt samkomustað- irnir væru teknir af íslenzkri æsku. Það hefur yfirleitt ekki þótt umtalsvert, þó að æskan eigi ekki völ á skemmtunum og félagslífi við sitt hæfi. Hvert einasta áfellisorð, sem mælt er í garð æskunnar, kvenna og karla, er raunverulega aðeins hljómandi málmur og hvell- ar.di bjaiia — innantóm orð, sem er.ginn þungi getur fylgt, af því að þjóðfélagið gætir ekki skyldu sinnar við æskulýðinn. Hverju var hægt að bjarga? Þess er ekki að dyljast, að þjóðin hlaut að bíða mikið af- hroð í slíku nábýli við útlend- inga og nú á sér stað. Afdala- mennskan er ótvíræður þáttur í skapgerð þjóðarinnarinnar. Hóflaust útlendingadekur er landlsegur sjúkdómur á ís- landi. Hingað til lands hefur ekki komið svo útlendur dans- spilari, að hann væri ekki heimsfrægur listamaður í aug- um íslendinga. Þess var því aldrei að vænta, að þjóðin héldi sjálfvirðingu sinni óskertri í slíkri raun og nú hefur borið að höndum hennar. Það er skapa- dómur íslendinga, sem ekki hefur enn verið hrundið, að nokkur hluti þjóðarinnar varpi sér að fótum hvers einasta er- lends misindismanns, er hér kynni að bera að garði. Fyrir því hefði engan veginn orðið hjá því komizt, að talsverður hluti æskunnar hefði sýnt al- geran skort á þjóðarvitund í návist erlends herliðs frá fram- andi þjóðlöndum. EN það mátti draga úr hættunni. Það mátti efla viðnáms- þrek hinna veiklyndu. Þjóðfélaginu bar skylda til að virða viðleitni þeirra, sem ekki óskuðu eftir að umgangast útlendingana umfram það, sem ótvíræð nauðsyn knúði til. Þó að hér hafi raunverulega ver- ið stjórnlaust land um margra ára skeið og synd- ir valdhafanna séu kann- ske fleiri en stjörnur him- Framh. á 4. síðu ALÞINGI hefur setið á rökstól- unum síðan í byrjun mánað- arins. Afgreiðslu kjördæmamáls- ins er enn ekki lokið. „Kosninga- málunum”, þ. e. ýmsum yfirborðs- tillögum, er, vænlegar þykja til kjörfylgis, hefur verið hrúgað inn í þimgið. Á lýðveldisstjórnarskrána er ekki lengur minnzt, enda mun ríkisstjórnin vera fallin frá því fljótræði sínu að „hespa henni af” undir núverandi kringumstæðum. Á hin aðkallandi vandamál þjóð- félagsins er heldur ekld minnzt. Útvarpsumræður fóru fram í síðustu viku. Að formi til skyldu þær vera þriðja umræða um kjör- dæmamálið, en snerust annars að harla litlu ieyti um það mál. Meg- I inþorra ræðutímans var varið | til brigzla og óhróðurs um and- I stæðingana. Raimhæf úrlausnar- ráð í vandamálunum bar lítt á góma. Þjóðin þarf ekki að fara í grafgötur um það, eftir að hafa veitt athygli vinnubrögðum „leið- toga” sinna nú upp á síðkastið, hversu málum hennar muni vera borgið í höndum slíkra manna. Landið er raunverulega stjóm- laust. Hin þýðingarmestu mál rekur á reiðanum. Vörutrnar fást ekki losaðar úr millilandaskipun- um, sem liggja við hafnarbakk- ana, þó að al'fur heimurinn stynji undan skipaskorti. Verðbólgan vex hörðum skrefum og er síðasta hækkun vísitölunnar meiri en nokkru sinni fyrr á einuím mán- N ý b ó fe Halldór Jónasson frá Eiðum: . „Þjóðríkið“. ARGIR munu hafa beðið bæklings þessa með eftir- væntingu, og nú er hann komínn. Höfundurinn, Halldór Jónasson, er maöur víðskyggn og djúpskyggn, og hafa kenn- ingar hans um þjóðfélagsmál vakið verðskuldaða athygii margra hugsandi manna. í bæklingi þeim, er hér um ræð ir, segir höfundurinn sögu lýðræðisþróunarinnar — eða réttara sagt — sögu þeirra samfélagshátta, er gengið hafa undir nafninu „lýðræði“. Hann skýrir þau rök, sem að þvi hníga, að orðið hefir úr þessu sá óskapnaður, sem flestir komast ekki hjá að sjá — og hneykslast á að mihnsta kosti í fylgsnum hjartans — en fæstir hafa séð nein ráð til að sigrast á. Höfundurinn leitast enn fremur við að sýna fram á, að það, sem hann kallar „þjóðræði“, sé eina leið- in út úr ógöngunum, og að Framh. á 4. síðu. uði. Verðgildi peninganna minnk- ar að sama skapi. Foringjar Framsóknarflokksins hafa valið sér það einkennilega hlutverk að telja sig hina einu söimu bjargvætti þjóðarinnar á tímum háskans og neyðarinnar. Þeir láta sér sjást yfír, að undir þeirra stjórn fór skriðan af stað. Öll þjóðin veit, að hún uppsker nú ávextina af gagnslausri og skammsýnni stjómarstefnu í upp- hafi stríðsins. Röng gengisskrán- ing og algert hirðuleysi um öfl- ugar ráðstafanir gegn verðbólg- umii þegar í byrjun stríðsins eru höfuðorsakir dýrtíðarinnar, eins og bent ;er á í hinni rökstuddu og hóflega rituðu grein, er Jón ölafs son birtir á öðruim stað hér í blað inu. Helztu leiðtogar Framsókn- arflokksins reyna jafnvel ekki að neita þessu. I grein, er Jón Áma- son framkvæmdarstjóri ritaði, ný- lega í Tímann, lýsir hann því, hversu dýrtíðarráðstafanir „þjóð- stjómarinnar” hafi verið hald- lausar og vanhugsaðar.. Það þarf mikla giftu, ef þjóð- in á ekki að bíða alvarlegt skip- brot áður en varir. „Leiiðtogar” hennar hafa engu gleymt og ekk ert lært. Tilburðir þeirra nú, þeg ar vandi þjóðarinnar vex með hverjum degi, eru með þeim hætti að endanlega hefur fengizt úr því skorið, hversu lítils er af þeim að vænta,. Stjórnmálaástandið: Þinghald - titvarpsumræður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.