Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 25.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.09.1942, Blaðsíða 2
2 Laufásvegi 4. — Sími 2923 Föstudagurinn 25. september 1942. Ritstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON (ábni ). í(St Á BAUGI Framsóknarpólitík. Það var bent á það hér í blað- inu fyrir viku síðan, að vegna hinnar stórfelldu verðhækkunar á kjoti, mundi draga mjog úr sölu þess á markaði innanlands. Otflutta kjötið yrði selt fyr- ir miklum mun lægra verð en síð- an verðbætt með framlagi af al- mannafé samkvæmt hinni frægu verðjöfnunarreglu. Horfði mál- lð því þannig við, að almenning- ur yrði sérstaklega skattlagður fyrir að neyðast til að veita sér kjöt. Var á það bent, að þetta fyrirbrigði væri í röð hinna skrýtn ustu mynda, sem óstjórnin gætí tekið á sig. Nú hefur borið svo við, að „Dagur”, blað Framsóknarmanna á Akureyri hefur tekið sömu af- stöðu til þessa máls. Hcfur blað- ið jafnvel farið^öllu ómildari orð- um um þessa ráðahreytni en Þjóðólfur. — ,,Degi” farast orð m. a. á þessa leið: „Hins vegar er vitað, að sá hluti framleiðslunnar, sem flytja verður út úr landi, er aðeins selj- anlegur við mjög lágu verði, þar sem þær þjóðir, er koma einar til greina sem kaupendur, hafa haldið verðlagi á landbúnaðaraf- urðum — sem og flestum öðrum vörum — niðri hjá sér með mjög hörðum ráðstöfunum.... öll rök hníga því í þá átt, að hyggilegast væri frá þjóðhagslegu sjónar- miði, að auka kjötneyzlu innan- lands sem allra mest pg spara með því kaup á dýrum erlendum matvælum, enda bersýnilegt, að hinum harla takmarkaða skipa- kosti, sem vér höfum yfiraðráða muni betur ráðstafað til annars á þessum tímum en tilgangslaus- um flutningi á matvælum fram og aftur um hættusvæðið. — Verður af þessu ljóst, hversu gjörsamlega ráðlaus sú ráðstofun valdhafanna er, að ætla að verð- bæta með miklum fjárfúlgum vax- andi magn af útfluttu kjó'ti, en selja afurðirnar svo dýru verði hér innanlands, að almenningur sé tilneyddur að spara við sig kaupin af fremstu getu. Hin rétta lausn hefði tvímælalaust verið sú, að stuðla að aukinni innanlands- sölu með því að selja afurðimar með hóflegu verði og verðbæta þær af almannafé eftir þörfum, í stað þess að nota fé ríkissjóðs til þess að efla erlenda kaupendur til kaupa á íslenzkum afurðum í samkeppni við landsmenn sjálfa og á þeirra eigin kostnað”. Það orkar ekki tvímælis, að „Dagur” reifar þetta mál á rétt- an hátt. Hitt er öllu tvisýnna hjá blaðinu, þegar það notar þetta sem sérstakt árásarefni á núver- andi ríkisstjórn Hér er einmitt um að ræða hreinræktaða Fram- ÞJÓÐÓLFUR —...^r-~ ■- - -------- ■ - ........ ■■■-----------—■ - ; Aríur feðranna sóknarpólitík, enda notaði Jón Arnason tækifærið, þegar þessi verðhækkun var ákveðin, til að til- kynna að hann mundi síðar bera fram tíllögu um enn frekari hækk un kjötverðsins. Verð„skrúfan” á kjötinu, sem leiðir til þess að menn verða að borga fyrir g.ð geta ekki veitt sér það, er ná- kvæmlega eins farið og saltkjöts- sölunni fyrir stríð. Verðlag á innanlandsmarkaði var ákveðið miklum mun hærra en unnt var að fá fyrir kjötið í Noregi. Neyzl- an innanlands var miklu minni en eðlilegt var. Útflutningurinn óx að sama skapi. Síðan varð að verðbæta hið lága verð á mark- aði í Noregi. Og þetta komst út í þær öfgar, að ódýrara var að kaupa kjötíð í Noregi, greiða af því farmgjald og tolla, heldur en að kaupa það' á markaði innan- lands. Þessi saga er að endur- taka sig nú. Forráðamenn Sjálf- stæðisflokksins eru aðeins að feta þau spor, sem Framsókn hefur áður stigið — svo ókræsileg sem þau þó eru. í Víðar er pottur brotlnn. Tíminn lætur sér ekki sjást yf- ir upplausnina í Sjálfstæðisflokkn um, enda ekki að vonum Tilkynn ir blaðið í fimm dálka fyrirsögn, að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ,,gliðna sundur”. Fer síðan á eft- ir ömurleg lýsing á bæjarbragn- um á Sjálfstæðisheimilinu. Um örlög Sjálfstæðisflokksins er ekkert á huldu. Skal látið nægja I því efni að vísa til þessa greinaflokks í síðasta blaði, þar sem þetta efni var tekið til með- ferðar. En Tímanum má benda á það, að víðar er pottur brotinn um upplausn í stjóramálaflokk- um en á Sjálfstæðisheimilinu. Blaðið þarf ekki einu sinni út fyrir sínar eigin herbúðir. Það er öllum landslýð kunnugt, að innan Framsóknarflokksins eiga sér stað heiftarleg átök. Tveir helztu leið- togar flokksins, Jónas Jónsson og Hermann Jónasson, eru hatramir andstæðingar, sem. vart mæla þykkjulaust hvor til annars. Og það er alsendis óvíst hvort loka- átökin þeirra á milli ganga hljóð- laust af. — I Alþýðuflokknum eru líka tveir ,,pólar”, sem eru full- komnar andstæður. Annarsvegar er Stefán Jóhann, sem er óðfús til brautargengis við Sambandið & Kveldúlf á vettvangi stjórnmál- anna, Hins vegar eru hinir yngri og vænlegri kraftar í flokknum, sem vilja reka „radikala” pólitík og firra hinn hröraandi flokk frekara ámæli af stuðningi viö harðdrægustu sérhagsmunaöflin í íslenzkum stjómmálum, Sósíalista flokkurinn einn hinna gömlu flokka mun. vera nokkum veginn laus við harðvítugar innbyrðis- deilur. En hann fylla ekki aðrir en þeir, sem tekið hafa trú á út< lenda forsjá og leggja ekki í vana sinn að „deila við drottinn”. Víðtækt upplausnarástand í heimi íslenzkra stjórnmála er því augsýnileg staðreynd. Flokkamir hafa svikið stefnumál sín og um- bjóðendur. Þeir loga í innbyrðis- deilum. Kjósendurair snúa í æ víðtækana mæii baki við þeim for- ingjum, sem hafa völd og met- orð, fé og hagsmuni sjálfra sín að lokatakmarki í landsmálabar- áttunni. Næstu ár munu geyma í skauti sinu miklar breytingar og nýsiöpun í heimi -ísleinzkra stjórn mála. Sú þróun verður ekM stöðv- uð. Innbyrðismetingur hinna hrörnandi flokka skiptir litlu máli. Hann er rökkurhjal þeirramanna, sem verður varpað út í myrkrið fyrir utan, af því að þeir ávöxt- uðu ekki það pund, sem þeim var í hendur falið. ...... 1 Góðar heimtur Menntaskólans. Það vekur talsverða eftirtekt, að Pálmi Hannesson rektor er ekki í kjöri við þessar kosningar. Væntir Þjóðólfur þess, að þetta sé tákn þess, að Menntaskólinn muni endurheimta rektor sinn, sem af honum hafði verið tekinn til ýmislegrar umsýslu embættinu óviðkomandi. Seint í vetur urðu talsverðar umræður um Mentaskólann hér í blaðinu. Spunnust þær út af gagnrýni blaðsins á vörzlu Menta- skólasafnsins, svo sem lesendur mun reka minni tíl. Var að því vikið í þessum umræðum, að hag skólans væri um margt illa kom- íð, en vænta mætti endurreisnar, ef skólanum væri skilað því, sem hans væri: Húsbóndanum og heimilinu. Skólahúsið hefur nú verið laust látið, svo sem kunn- ugt er, og hefst kennsla í því áð- ur en langt líður. Og nú eru lík- ur til þese, að rektor skólans sé að losna úr hinni pólitísku her- þjónustu, svo að hann fái notið hæfileika sinna og starfsorku við stjóm og umsjá skóla síns. Údýrar bskur Ýmsar bækur til fróðleiks ig skemmtunar. Talsvert, úrval af skáldsögum, Bökabúðin Klapparstíg 17 (milli Hverfisg. og Lindarg.) Sputzt fyrír Þú minnist þess kannske, les- ari góöur, að á velsældarárum „þjóöstjórnarinnar” sælu var þaö mikill háttur lýðskrum- ara aö tala um „hina ábyrgu flokka”. En þannig titluðu sig þeir þrír stjómmálaflokkar, sem tóku um stund höndum saman inn stjórn landsins og settust að nægtaborði ríkis- sjóösins. Nú skyldi semja friö og drýgja stór átök til bjarg- ar þjóöinni. Úr stjórnarráðinu bárust góöar fréttir um sam- komulag. Þar var brosaö til hægri og þar var brosað til vinstri. Áviröingar vom látn- , ar liggja í þagnargildi. Flokk- arnir skiptu meö sér fríðind- um valdanna og hins sívax- andi ríkiskerfis. Aðeijis einn lítill hlekkur féll úr skatta- keöju Eysteins, en aörir bætt- ust viö og borgarar landsins, sem viðskipti höfðu við út- lönd, héldu áfram að villast í völundarhúsi nefndanna og hinna margvíslegu viðskipta- hamla. Nú er það ekki ætlun mín aö lasta þessa tilraun. Síöur en svö.. Friðarriðl*itni *r hvar- Vér íslendingar viljum flestir eða allir verada þjóðemi okkar, tungu og frelsi. Vér viljum búa í sátt, og samlyndi bæði út á við og inn á við. Vér viljum temja oss og afkomendum vorum vilja- styrk, drengskap og hugrekki. Vér viljum rækta og fegra land og þjóð — nýta auðinn, sem landið geymir. Vér viljum að ein lðg nái jafnt yfir alla þegna þjóðfélagsins. Vér viljum hag- sæld, heilbrigði og vellíðan til handa hverjum hugsandi einstakl- ingi. Vér viljum vera Islendingar, íslandi, forfeðrum vorum og bornum tíl sóma. Oss er öllum áskapað að berj- ast. Allt frá fæðingu til síðasta andvarps erum við að heyja bar- áttu. En mehiið er að vér beinum þessari baráttu í ranga átt. Vér berjumst hver gegn öðrum í stað þess að berjast við sameiginlega óvini. Allt logar nú í flokkadráttum og flokkaáróðri. Kosningar til Alþingis standa fyrir dyrum og ekkert er til sparað að veiða at- kvæði. Jafnvel hið helgasta mál vort, sjálfstæðismálið, er notað í þágu atkvæðaveiðanna, evo að * úr því verður kák, sem er oss tíl skammar. Gjaldmiðill landsmanna er á glðtunarbarmi og ekkert er aðhafzt til þess að bjarga hon- um. Er það vegna þess, að valdamennirnir eru hræddir um að »þeir missi kjörfylgi eínstakra stétta að þeir gera ekki róttæk- ar ráðstafanir til þess að hefta verðbólguna, eða er það af ein- tómum bjálfaskap ? Við erum undir smásjá þriggja stórvelda. Eitt þeirra, sem hefur nú her manns hér á landi, virð- ist ætla að fara að_ „leiðbeina” okkur, þótt ekki sé nema í sjálf- stæðis- og verkalýðsmálum. Er uni ábyrgð vetna lofsverö. En þessi náði bara of skammt og var ekki byggö á fullum heilindum né þjóöarumhyggju. ,,Hinir á- byrgu” fylltust hofmóöi, of- stæki og kúgunarhroka. Þeir einir vissu og þeir einir báru ábyrgð á hlutunum og sátu uppi með þegnréttindin. Þeir, sem andæföu, voru hiklaust stimplaöir föðurlandsleysingj- ar og ættjarðarsvikarar, og áttu aö setjast „út fyrir þjóö- félagið”. Ef borgarar landsins létu á hóflegan hátt álit sitt í ljós viö Alþingi um mikils- varöandi mál, þá var þeim tal- iö það óheimilt og þeir upp- nefndir og ofsóttir. Jafnvel var stofnað til borgaraofsókna út af stjórnmálaskoðunum. En íslendingar eru vaxnir upp úr bændastétt, þar sem menn hafa staðið hliö við hlið, jafnir í þjáningum kúgunar- innar, samtaka í viöleitni til frelsis og mannrænu.. Jafn- réttishugtakið er því eiginlegt og samgróið allri alþýöu manna til sjávar og sveita. Þessi vanburöa einræðishyggja og tilraunir til að ofss#kja og það og eigi undarlegt, eins og nú horfir málum, En þá er illa kom- ið, ef barátta hinna beztu sona landsins fyrir frelsi voru og sjálf stæði, á að lykta á þann veg, að hver hðndin sé upp á móti ann- arri innanlands og erlendur arm- ur teygi sig lengra og lengra inn yfir landsteinana eins og á Sturlungaöldinni forðum, Aðalbaráttuhugur Ialendtnga virðist nú vera falinn í þvi að sigra í innbyrðis hagsmunamál- um. Verkfðll vofa yfir og stjóm málaerjur magnast. Innan stjóm- málaflokkanna eru jafnvel hðrð átök um aðstððuskilyrði ein- stakra flokksmanna til þess að hafa áhrif í þjóðmálum. Stjóm- málamennimir eru margir hverjir orðnir svo samrýmdir daglegum þrætum um lítilsverða hlutí, að þeir hafa ekki yfirsýn yfir þá hættu, sem vofir yfir, ef þeir stíga skrefi framar á sðmu braut, Islenzka þjóðin getur stemmt stigu við voðanum, þeim voða, að fjárhagur þjóðarinnar og frelsi verði brotln fjoregg í hðnd- um grannfærinna ofríkismanna. Vér verðum fyrst og fremst að sameinast í baráttunni fyrir efna- legu og andlegu sjálfstæði. Vér verðum að berjast við þau ðfl, sem bæði eru meðal vor og hið innra með oss og beina þeim i réttan farveg. Vér megum ekki skapa þá flokkadrættí innbyrðis, er blinda oss í þeirri baráttu. Flokkavaldið verður að hníga í valinn og heilbrigt, rðkfast skipulag að færast á málefni þjóðarinnar á meðan breyttum hugsunarhætti er náð. Þess er krafizt, að þjóðin þekki sinn vitjunartíma, en stýri ekki skipi sínu í strand — skipi frelsis og framfara með feðranna arf innan- borðs. G. G, kúga einhvern hluta borgar- anna haföi samskonar verk- anir og hvarvetna annars- staöar meðal frjálsborinna manna. Flokkur þeirra, sem vildu vera ,,utangarðs” í slíku þjóöfélagi, efldist aö fylgi og mótstöðu. Þessi staðreynd, sem hlaut taö vera fyrirsjáanleg öllum þeim, sem ekki voru blind- aðir af hofmóði og sjálfs- hyggju, er þó aðeins byrjtin á raunum „hinna ábyrgu” manna. Enda þótt þeir settust niður viö nægtaborö bitling- anna í fullu bróöerni, þá urðu þeir fljótlega saupsáttir í veizl- unni. Þrátt fyrir yfirlýsingar sínar um „ábyrgð” á málefn- um og farnaöi borgaranna, var þjóðhyggjan þeim ekki efst í huga heldur flokkshyggj an. Þeir voru ekki saman- komnir, til þess aö þjóna borg aralegu réttlæti og alþjóöar- umhygg.u fyrst og fremst, heldur snerist friðarsamkunda þeirra smámsaman upp í skipta fund, þar sem togazt var á um pólitíska hagsmuni flokka þeirra. ,. Nú kemur mér ekki til hug- ar að halda því fram um þessa menn, sem hér eiga hlut að máli, aö þeir séu í sjálfu sér Framhald á 3. síðu Við skrifbordshorníð I

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.