Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 01.10.1942, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.10.1942, Blaðsíða 2
2 ÞJðlOIFUR Laufásvegi 4. Síroi 2923 Fimmtudagurinn 1. okt. 1942, Kitstjórar: ÁRNI JÓNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON (ábm.). Óttínn víd E<*lisíann Þótt Þjóðveldisflokkurinn sé frumbýlingur og skorti margt það, sem gamlir og þrautskipulagðir flokkar hafa yfir að ráða í kosn- ingabaráttunni, þurfa frambjóðend- ur E-listans ekki að kvarta yfir því, að athöfnum þeirra sé engin athygli veitt. Að vonum beinist áróð- ur keppinautanna sérstaklega að efsta manni listans, Áma JÓnssyni. Margar uppbyggilegar sögur ganga um hann hér í bænum þessa dagana. Er hætt við að Árni fengi stundum hiksta, ef hann væri alger nýgræð- ingur í opinberum málum. En það vill svo til að hann hefur venjulega staðið þar í fylkingu, sem baráttan hefur verið hörðust og er alveg hætt- ur að kippa sér upp við smámuni. Merkilegast er hvað lítið samræmi er í allri þessari iðju. Stundum er látið í veðri vaka, að engin eftirsjón hafi verið í Árna, því hann sé „ó- mögulegur maður“ og svo er hvísl- að einhverjum persónulegum upp- lýsingum, sem eiga að sanna þessa staðhæfingu. En jafnframt er verið að býsnast yfir því, að annar eins á- gætismaður og Árni skuli geta bund- ið trúss við hina nýju félaga sína. Þykir einkum grunsamlegt að Jón- as Þorbergsson skuli vera einn af stuðningsmönnum E-lístans. Auðvit- að er ekki reynt að skýra þetta nán- ar. En allir vita, að Jónas hefur unn- ið það til saka, að hann hefur sagt skilið við nafna sinn frá Hriflu. Af þeim sökum er hann illa séður i hópi þeirra, sem mestar gera gælur við Hriflumanninn. En það verður ekki séð, að Árni hafi neina sér- staka ástæðu til að leggja fæð á hann vegna þessa. Jónas Þorbergsson kom úr harð- vítugri stjómmálabaráttu að ríkis- útvarpinu. Það var ekki að furða þó honum væri tekið með allmikilli andúð og nokkuð lengi eimdi eftir af gömlum væringum. Hitt er miklu eftirtektarverðara hver friður hefur verið um nafn þessa gamla bar- dagamanns upp á síðkastið. Er þó varla að efa, að ekki hefði legið í láginni, ef um alvarlega höggstaði hefði verið að ræða. Andróðurinn gegn Jónasi Þorbergssyni er skipu- lagður af hinum gamla samherja hans og nafna, Jónasi Jónssyni. Er gott, að sumir þeir, sem reyna að nota nafn útvarpsstjórans til að spilla fyrir E-listanum viti, hvers er- indi þeir eru að rækja. Eitt af því, sem Árna er fundið til foráttu, er að hann sé nazisti. Þess- ^vegna hafi hann auðvitað lent hjá ,,nazistak-líkunni“, sem að Þjóðólfi standi. En jafnframt er hann svo talinn hin mesta Bretasleikja. Hann hafi t. d. alveg nýlega flutt erindi í Anglíu, og hvað þurfi þá framar vitnanna við. Hugsunarhátturinn er sá, að ekki sé hægt að tala við út- lendinga nema sleikja þá upp. Auð- vitað er þess ekki getið á hverju Ámi hafi verið að fræða áheyrendur sína. En hafi svo verið að Árni hafi gert tilraun til að upplýsa útlend- inga um þjóðareðli fslendinga og háttu og lagt ,sérstaka áherzlu á að engin þjóð ætti jafn óskoraðan sögu- legan og menningarlegan rétt yfir landi sínu og þeir, og bent á hvílík hneisa það væri voldugum þjóðum, ef ekki yrði staðið við það loforð að hverfa héðan að styrjaldarlokum, þá virðist Ámi muni geta staðið undir ásökuninni um sleikjuháttinn. Sumir fyrri ílokksbræður Árna vara við honum áf því að hann sé kommúnisti og vitna þar í gömul ummæli Jónasar Jónssonar. Komm- í> JÓfiÓLFUR Gísli Halldórssons Kæligeymsla sfildar KÆLIGEYMSLA SÍLDAR Jón Gunnarsson (í Morgunbl. 5. ág. 1942 um kæligeymslu síldar); Hér er því fyrir hendi ein lausn á þvi mikla úrlausnarefni að geta tekið vel við afla síldveiðiskipa án þess að skipín þurfi að bíða lengi eftir losun og ef til vill fleiri daga í veiðibanni“. Þ 1 • AÐ hefur því miður dregizt nokkuð vegna annríkis að ég svar aði ritsmíði herra Jóns Gunnars- sonar í Morg-unblaðinu 5. ág., er hann hefur nú samkv. beiðni sinni einnig fengið prentaða í síðasta tlb. ,,Ægis”. En ritsmíð þessari er í raun- inni sjálfsvarað með ritgerð er birtist í 9. tlb. „Ægis” 1940 og geta þeir, sem enn kynnu að vilja kryfja ritsmíð herra J. G. til mergjar, leitað nánari upplýsinga í þessu tveggja ára gamla tölubl. Hið eina markverða í ritsmíð hr. J. G. í Morgunbl., og það sem vakti furðu mína, var, að hr. J. G- viðurkennir hér í fyrsta skipti og afdráttarlaust, að með kælingu bræðslusíldar sé fundin leið til þess að geyma bræðslusíld ó- skemmda um langan tíma. Skal ég þessu til sönnunar leyfa mér að tilfæra orðrétt úr sömu grein nokkur ummæli hr. J. G.: „Hitt efast enginn um, að hægt er að geyma kælda síld með góð- um árangri”, ,,enda tókst vel kæl- ing á þeim 1145 málum síldar, sem kæld voru í hinni frægu nýju þró árið 1937 á Siglufirði”, „Bræðsla, á síldinni gekk að von um prýðilega, þó síldin væri orð- in mánaðargömul, þegar hún var brædd”. „Það er því ekkert deilu- efni, að það er hægt að geyma únistar vara aftur við honum af því, að hann sé alltaf sama „íhaldsblók- in“. Tíminn og Alþýðublaðið breiða það út að Árni sé að sprengja Þjóð- veldisflokkinn. En kommúnistar og sjálfstæðismenn eru á nálum um, að svo mikið fylgi safnist að flokknum, að honum sé trvggt að minnsta kosti eitt þingsæti. Árna er jöfnum hönd- um líkt við stórhveli og hornsíli. Það á að vera „flokkshreinsun“ að þess- um „liðhlaupa", en jafnframt er býsnast yfir því vanþakklæti hans að slá hendi við öllum þeim metorð- um og fríðindum, sem honum hafi staðið til boða hjá fyrri samherjum. Nú er verið að breiða það út að Árni sé gerður út af Sjálfstæðis- flokknum og hafi Ólafur Thors sent hann út af örkinni til að blekkja fá- fróða kjósendur, sem létu illa við gamla sjálfstæðislistanum. Alþýðu- blaðið segir að Ámi hefði ekki þor- að að nefna kjöthækkunina á nafn ef hann hefði verið áfram í Sjálf- stæðisflokknum. En sjálfstæðis- mennirnir segja að Ámi hafi vítt allt dýrtíðarfarganið á fjölmennum flokksfundi og sé bezt að losna við slikan friðarspilli. Þá er lótið í veðri vaka að Ámi sé andvígur verzlun- arstéttinni, en jafnframt er sagt að hann hafi verið óhafandi í „innsta hringnum“, af því að hann hafi allt- af verið að berjast fyrir verzlunar- stéttina. Svona gengur áróðurinn sitt á hvað og koma nýjar og nýjar sögur á fót með hverjum degi. En af öllu þessu er auðséð að keppinautarnir eru ekki ugglausir um fylgi E-list- ans, hverju sem það kann að spá. kælda síld til síldarbræðslu með góðum árangri og líklegt að hægt sé að geyma síldina lengi, ef hún er kæld í vel einangraðri þró og blásið i gegnum þróna lofti”. ,,Hér er því fyrir hendi ein lausn á því mikla úrlausnarefni, að geta tek- ið vel við afla síldveiðiskipa án þess að skipin þurfi að bíða lengi eftir losun og ef til vill fleiri daga í veiðibanni”. H. Hr J. G. hefur þannig eftir 5 ára andstöðu orðið að viðurkenna, að hægt sé að geyma bræðslusíld með góðum árangri vikum og jafn vel mánuðum saman, þegar hún er kæld. En hr. J- G. kann þessu auðvitað illa og reynir því að grípa til þess ráðs að halda því fram, að kælingin sé of kostnað- arsðm og fyrirferðamikil. En þar sem hr. J. G. er ofraun að sýna fram á með rökum, að svo sé, verða „útreikningar” hans tæplega eins vandaðir og búast mætti við frá manni í hans stöðu. Er það miður farið, en þó skiljan- legt, þegar tekið er tillit til þess, hvemig málefnin standa. Það er því auðvelt að sjá í gegn um hinar gagnslitlu vamir hr. J. G., sem í meginatriðum byggjast. á því: 1. Að hann hafi reiknað það út, að síldin, sem allur síldveiði- flotinn missti af 1940 vegna móttðkustöðvana, hafi numið ca. 1.240 000 málum. 2. Að til þess að geyma þessa sild kælda hefði þurft 10 dagsláttur landrýmis miðað við fyrirferð þróarinnar, sem byggð var 1937 3. Að til þess að vinna þessa sfld með viðbótarverksmiðjum hefði þurft 25.000 mála verksmiðju. 4. Að stofnkostnaður 25,000 mála verksmiðju væri lægri en stofn- kostnaður 1.240.000 mála þró- ar og kostnaðurinn við kæling- una væri umframkostnaður, sem ekki kæmi til greina við viðbótarverksmiðju. 5. Að rökrétt ályktun af þessu væri sú, að frekar bæri að bvggja viðbótarverksmiðjur heldur en kæliþrær, HI, 1. og annað atriði. Um þau er það að segja, að hr. J. G. hneyksl ast á, og býst við því að öðrum ofbjóði sú tilhugsun að taka 10 dagsláttur af lítið grasgefnu land- rými, til síldargeymslu fyrir 1.240.000 mál. Með þetta fyrir augum velur hann að gera samanburðinn með þeim stærstu tölum, sem tiltæki- legar eru. En við skulum nú halda sam- anburðinum áfram samkvæmt að- ferð hr. .7. G. 1.240.00 mál, sem geymd hefðu verið í sumar á 10 dagsláttum lands, kældar með snjó, hefðu gef ið sjómönnum og útgerðarmðnn- um í aðra hönd 22 milljónir og 320 þús. kr. Hver dagslátta hefði m. ö. orð- um staðið undir 2 miljónum og 232 þúsund krónum, eða hver fer- metri undir ca, 675 krónum. Mun óhætt að segja, að mörg- um búandkarlinum mundi þykja slíkt allgóður afrakstur, þótt af stærra landflæmi væri. Þá gæti og verið gott að minnast þess, að blóma- og grænmetisframleið- endum hér á landi hefur ekki, svo menn viti, blöskrað það að byggja gróðurhús yfir 10 dag- sláttur lands eins og nýverið var getið mn hér í blððunum að þeg- ar hefði verið gert. Eg hef hinsvegar margoft áður bent á það, m. a. í nefndu tbl. Ægis 1940, að vegna þess að kæld síld verður stinn og þolir betur þrýsting en ókæld síld, og þar sem lítið sem ekkert lýsi rennur úr henni, þá muni mega hlaða henni í margfalt meiri þykkt heldur en nú gerist. Það er því ekki ólíklegt, að byggja megi þrær til síldar- geymslu, er séu jafnvel allt að því 20 metrar á hæð, án þess að saki. í þróm þessum eða geymum mætti fyrst geyma snjó eða ís, síðan kælda síld og loks lýsi. Hugsanlegt er, að slíkar geymsl- ur mætti einnig nota sem mjöl- hús eftir þörfum. Geri cg ráð fyrir, að með þessari gerð síld- argeymsla mætti komast af með svæði, er væri 200 m. langt og 100 m. breitt og að flatarmáli þannig aðeins 1 hektar, undir undir alla þá síld, sem hr. J. G. taldi að tapazt hefði 1940, og hann reiknaði með 3 hekturum fyrir. Þar sem lóð Sfldarverksmiðja Ríkisins á Siglufirði er um 200 m. á lengd meðfram sjó en aðal- þrærnar um 60 m, langar upp frá sjó, sést það af þessu, að hægt er að byggja kæliþrær, sem rúma samtals 1 milj, 240 þús. mál og hefði í sumar sjálfsagt bjargað 22 milj. kr. á þessari 60 m. breiðu ræmu framan við SRN og SR30 verksmiðjurnar og án þess að hreyfa þyrfti við verksmiðjum eða öðrum verðmætum húsum, nema SRP verksmiðjuimi og mjöl- húsi SR30 verksmiðjunnar, sem standa á litlum hluta þess svæðis og nóg rúm fyrir annarsstaðar á lóðinni. Eg tek ekki þefcta dæmi vegna þess, að ég álíti, að þarna sé einmitt hinn eini rétti staður fyr- ir kæliþrær, heldur vegna þess að þetta dæmi sýnir, að lóð Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði er ekki betur hagnýtt en það, að á henni er hægt að koma fyrir öllu þvi þróarbákni, sem hér var á ferðinni í ímyndun hr. J. G. Á hverjum fermetra þessarair lóðar hefði hinsvegar verið hægt að geyma í síldarverðmæti ca. kr. 2000,00. Hvort J. G. aflar verksmiðj- unni meira fjár á hvem fermetra lóðar með þeirri 10—15000 mála viðbótarverksmiðju, sem fyrir- hugað er að koma fyrir á lóð- inni, sést af því, að hann sjálfur reiknar sig þurfa 25000 máia full afköst í 50 daga til þess að vega upp á rnóti fyrrgreindri þró. 3. atriðl. Hr. J. G. heldur því fram, eins og að framan var sagt, að 25.000 mála verksmiðjur mimdu hafa bjargað þessarí hrotusíld, sem hann tók til dæmis, að mundu hafa tapazt árið 1940. Til þess að þetta væri rétt þyrftu þessar 25,000 mála verksmiðjur að hafa haft ca. 50 daga fullan vinnutíma. Það er nú hinsvegar almennt vit- að, að síldin berst ekki jafnt að allt síldveiðitímabilið og að það er einmitt á hrotutímabilinu, sem síldveiðiskipin tefjast frá lðndun og hið mikla veiðitap verður. Eins og ég hef sýnt fram á í Ægi 1940 gæti síldveiðiflotinn á hrotutímabilinu yfírleitt landað 1 til 2 fulifermum á dag, ef ekki væri tregða á að t.aka á móti síld- inni. Reiknað yfir allt síldveiði- tímabilið landa skipin hinsvegar að meðaltali aðeins 1/6—1/7 af fullfenni daglega, Löndun þessi svarar til þess að hvert skip iandí að meðaltali 1/5 af fullfermi dag- lega í ca. 50 daga, sem er raeðal- vinnslutími núverandi verksmiðja. Þar sem meðalafköst síldarverk- smiðjanna svara einmitt til þess- arar meðallöndunar, er auðsætt, að meðalafköst síldarverksmiðj- anna eru aðeins fær um að af- kasta 1/5 af daglegu fullfermi alls flotans. — eða fimmta hverju skipi — þegar Irro-ta stendur yf- ir og skipin koma inn með 1 full- fermi á dag, en tíunda hverju skipi, ef fullfermi fengist tvisvar á sólarhring. Það er því augljóst, að tU þess að taka stöðvunarlaust við sild á hrotutímabilinu þyrftu verksmiðju afköst viðbótarverksmiðjanna að vera 5- eða jafnvel aiit að því 10-föld \ið það, sem nú er, ef vinna á síldina jafnótt og hún getur komizt á land. Slík verksmðjubákn myndu auð vitað ekki geta starfað í 50 daga heldur standa ónotuð nema rétt um stuttan tíma, sem síldarhrota er í algleymingi — hálfan mánuð eða þrjár vikur — þegar vel læt- ur. Þessar verksmiðjur yrðu hins- vegar að vera viðbúnar alit sum- arið með fullan mannafla og gnægð kola, poka o. fl., þannig að setja mætti þær í gang með augnabliks fyrirvara. Þar sem hr. J. G, reiknar viðbótarverksmiðj- um sínum 50 daga vinnslutíma er augljóst, að verksmiðjum þessum er ekl'i ryrirhugað að taka við hrotub/A.ani enda á það tæpast fyrir hr. J. G. að liggja að finna þau úrræði, sem til slíks myndi þurfa. Er í þessu sambandi vert að muna, að á þessu mlkla slldar- sumri, sem nú er liðið, var látið hjá líða að starfrækja sfldarverk- smiðjurnar, Hesteyri, Húsavík, Framh. á 4. síðtu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.