Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 01.10.1942, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.10.1942, Blaðsíða 3
Þ'JÖÐÖLFUR 11 hhWwwmwi'w npniiiMa>ji»ito<i*i Irtumr ■■ 3 Nýir sijórnhæiiir BóK þessi, sem er tæpar 90 bls. að stærð, er ný komin ut og tel ég hana eini merkustu bók, sem út hefur komið hér á landi um langan tima. Höfundur gagnrýnir það stjórn- skipulag, sem vér og fleiri þjóðir hofum búið við undanfarið. Hann leysir upp hina pólitísku þræði, sýnir glðgt fram á orsakir og af- leiðingar fyrirbrigðanna dregur sínar ályktanlr með vísindaiegri nákvæmni og bendir á leiðir, sem virðast í senn einfaldar og örugg- ar. Mjög eftirtektarverð er grein- ing höfundar í mismunandi þró- unarsvið, sem beinast í jákvæða eða neikvæða átt eftir því hvort öflunum i þjjóðfélögunum er beint til sam3tarís að settu marki eða þeim er sundrað þann- ig, að þau fara til spillis, Auk þess, sem höfundur iýsir þessu mjög greinilega gefur hann i línu- riti yíirlit yíir jmð, hvernig póli- tísku þjóðfélagsöílin verka. Þungamiðjan í kenn.ingum höf- undar er það, sem hann kallar „þriðja-aðilalögmál” eða „odda- liösreglu”. 1 stjómmálunum á þetta að vera óhlutdrægur aðili, sem íínnur úrlausnir málaánann- ara hvata en þeirra, að gera það sem réttast er og farsælast fyrir þjóðina í heild, jafnframt því, sem nauðsynlegt tillit er tekið til hagsmuna. einstaklingsins, Þessu má líkja við óhiutdrægan dómara, sem fer með dómsvald í þágu þjóðfélagsins. Hann stendur fyrir utan deilur þær, sem hann á að úrskuróa, hann er oddaliður í þessum deilum, Höfundur haliast að því, að breyta Alþingi frá því sem nú er í trvær algerlega aðskildar deildir og ætti önnur þeirra, sem haxm þá vill kalla þjóðdeild, að fara með hlutverk. þriðja-aðilans, 1 raun og veru má segja, að hlut- verk hans sé að beina pólitísku öflunum inn á jákvæðar og líf- rænar brautir og halda þeim þar. Um þetta meginatriði leyfi ég mér að láta hðfundin sjálfan tala og vil því tilfæra hér orðrétt á bls. 79—81 úr bókinni: „Kjöri til lýðdeildarinnar (Neðri deildar) má vera hagað líkt og nú er- Þessi deild á að vera málsvari hinna hhðstæðu þjóðmálaaðila — einskonar mála- færsludeild fyrir hagsmuni ein- staklinga, landshjluta og atvinnu- vega. Sú breyting gæti því komið til greina að fækkað yrði kjör- dæmaþingjnönnuan, en aftur settir inn nokkrir fulltrúar helztu at- vinnuvega. Þjóðdeildin, — hiö mikilsverða nýmæli hins nýja þingskipulags — á að vera skipuð eingöngu full trúum þjóðarheildaninnar eða málsvörum samhagsmnna þjóðar- innar. Og akulu þeir bnndnir eið- svömu hlutleysi gagn'Wert öllum sérhagsmunum hinna hliðstæðu þjóðmálaajðila, sem þingmtenn lýð- deildaEÍnnjar fai'a með umhoð fyr- ir og kamið geta undir úrskurð þjóðdeildlar, — Af þessu er þá ljóst, að þóngið er orðið breytt úr vettvaiogi tvihliða viðureignar þar sem yald hins sterka ræður Halldór Jónasson frá Um endurreísn úrslitum í þríhliða réttarstofnun, þar sem þjóðdeildin, umboðshafi þjóðarimiar kemur fram sem þriðji aðili og sker úr eða jafnar þau mál, sem lýðdeildin verður ekki ásátt um, eða stöðvar þau, sem fara í bága við lög, megin- reglur eða hagsmuni þjóðarheild- ar. Þessi breyting, þótt hún sýn- ist ekki stór, nægir samt til þess að gera þjóðina að húsbónda á sínu heimili og halda þar uppi reglu. Ríkið breytist úr valdríki, sem á hverju augnabliki er ofur- selt braski, spilamennsku, víkings- hætti og samsærum í alfriðað réfctarríki á gnmdvelli öryggis, lýðfrelsis, mannræktar og þjóð- ræktar — eftir því, sem efni þjóö arinnar standa til. Þá kemur að því, sem margir telja mestan vandann, að skipa þjóðdeildina þannig, og búa svo um. hana, að hún verði í raun og veru þjóðdeild en ekki þerna ein- stakra hagsmuna og flokka. — Hér verður því að haga kjörinu þannig, að landið sé fyrst og fremst eitt kjördæmi — og að kosningar séu óbeinar. Með þvi móti fiimur hver þingmaður sig sem fulltrúa allrar þjóðariimar, en ekki neins sérstaks parts af henni. Af sömu ástæðu má heldur ekki gera neina sérþekkingu að skilyrði fyrir kjöri þjóðþings- manna. Þótt slík þekking sé góð í sjálfu sér, á reglan samt ekki að vera sú, að deildin byggi ein- göngu á eigin þekkingu, heldur leiti jafnan álits færustu manna í hverri grein, hvar sem þá er að finna. — Eins skaðlegt eins og það væri að einstakir þjóðþings- menn fyndu sig skulda einhverj- um landshluta eða sérhagsmuna- flokki þingsæti sitt, eins nauðsyn- legt er það, að þeir finni að þeir beri ábyrgð gagnvart þeim al- mennu öflum í. þjóðfélaginu, sem hafa með opinber störf að gera, og því helzt hafa vit á slíkum málum. Þar af leiðandi virðist einsætt að leggja veröi grundvöll- inn undir þjóðkjörið hjá stjórn- um hinna smærri heilda þjóðfé- lagsins t. d. sveitar- og bæjar- stjórnum, þannig að hver þessara stjórna kjósi ákveðinn fjölda kjörmanna, er síðan sé fækkað með útdrætti eftir hlutkesti, til þess að fyrirbyggja útreikning. En að því búnu kjósi þeir kjör- menn, sem eftir verða, þjóðþings- mennina, sem óþarft sýnist að séu fleiri en níu alls og kosnir t. d. þrír saman þriðja hvert ár. Væri þar með það tvennt unnið — að rjúfa ekki samhengi deild- arinnar en sjá þó fyrir heilbrigðri endurnýjun hennar. Með þessu fyrirkomulagi Al- þingis væri íslenzkt þjóðríki full- stofnað og komið á svo fastan grundvöll, að það gæti sjálft tek- ið við og haldið áfram endurbót- um 4 skipulagi sínu og lagt grundvöll að ýmsum umbótastefn um til hagnýtingar hins mikla þekkingarforöa, sem visindin og tæknin ráða nú yfir, og sem ein- lilítur virðíst til þess að takast Eiðum: þjóðríbis á Ísiandí megi bráðlega að tryggja góða aflromu allrar þjóðarinnar. —”. * * * Þjóðdeildin á bæði að hafa til- lögurétt, úrskurðarvald og miðl- unarvald um löggjafarmálefni og ráðherrar að vera háðir henni. Vitanlega getur verið álitamál um ýms atriði, þegar til fram- kvæmda kæmi, en hindranir ættu engar að vera. Höfundur hefir bent á leið, sem ég hygg að sé rétt. Nokkuð getur menning og stjórnskipan sú, sem áður hefir gilt, ráðið um, hversu breytingu höfundar yrði bezt komið fyrir hjá þjóð þeirri, sem um er að ræða. Breyting sú, sem höfundur vill gera, er algerlega óháð því, hvort konungur eða ríkisstjóri fer með æðstu völd. Það mætti ætla, að fjöldi Islendinga væri fariiín að finna sárt til þess, að nauðsyn bæri til breytingar á stjómskipan vorri. Þeir verða að gera sér ljóst, að tímabundið kák svo sem „Þjóð- stjórn” o. þ. h. er ekkert amiað en léleg bót á gauðslitið hald- laust fat. Það þarf að gera breyt- ingu í grundvallaratriðum. —- Lesið þessa bók og brjótið mál- ið til mergjar. Bók þessi á erindi til allra þjóða, það ætti því að þýða hana á enska tungu að mlnsta kosti öll meginatriði hennar, Eg er þess fullviss, að þeir 3em finna eiga f r amtí ðar-skip u 1 ag ríkja eftir ófrið þann, er nú geysar, munu hafa gagn af hin- um glöggu hugleiðingum höfund- ar og ályktunum hans, en vér ættum þó að verða fyrstir til að meta bókina. Höfundur á miklar þakkir skilið fyrir hana. Reykjavík 28. sept. 1942. J. ólafsson. Skrifsofa Þjððveldismanna er á Skðlavörðustíg 3 (miðhæð,) sími 4964. Opið kl. 4—7. Kjörskrá liggur frammi. Upplýsingar um kosning- arnar veittar. Listi Þjððveldismanna er E -listí, oooooooo ooooooo oo § Ódýrar bækur Ýmsar bækur til fróðleiks ,g skemmtunar. Talsvert úrval af skáMsögum, BðkabOðin Klapparstig 17 (milli Hverfisg. og Lindarg.) Hvað eru þeír að brugga? Framhald af 1. síðu. En mundi Ólafur Thors taka þetta í málf Ólafi Thors á að vera kunnugt um það, að sam- band háns við Jónas hefur unn- ið Sjálfstæðísflokknum meira tjón en nokkuð annað, meira tjón en Rauðku-hneykslið, meira tjón en bílafarganið, meira tjón en gerðadómurinn og dýrtíðaröngþveitið. En þrátt fyrir þetta hefur Ólafur ekki fengizt til að hætta samneytinu við Jónas. Nú undir kosningarnar ræðst Ólafur á Framsókn. En allir veita því athygli að árásir hans beinast þvínær einvörðungu gegn Hermanni Jónassyni. Það er kunnugt að Ólafur og trygg- ustu fylgifiskar hans telja, að Sjálfstæðisflokknum sé heppi- legra að vinna með Framsókn en hinurrí flokkunum, vegna meiri skyldleika í skoðunum. Það er vitað, að Framsóknar- flokkurinn teflir annaðhvort fram Hermanni eða Jónasi. Á þinginu í sumar og gengu þeir í skrokk á Hermanni hver af öðrum, Ólafur, Bjarni Bene- diktsson, Gísli Jónsson og Gísli Sveinsson. Síðan hefur verið fylgt sömu línu í Morgunblað- inu. Það er unnið að því mark- visst, að dæma Hermann úr leiknum. Með því er verið að gefa Jónasi tækifærið. Ólafur Thors telur sig ekki gæta hagsmuna eignastéttanna í landinu, nema með því að ganga í samvinnu við aðra flokka. Hann hefur ekki ólík sjónarmið og Bretar á dögum Chamberlains, þegar ekki mátti styggja Hitler, af því auðjöfr- arnir brezku, ekki sízt blaða- kóngarnir sögðu að það væri „bad for trade“. Af þessum sök- um fór Anthony Eden úr Cham- berlains-stjórninni. Hann var of andvígur nazistum. Ólafur Thors telur ekki hagsmunum stórgróðamannanna borgið með því að lenda í stjórnarandstöðu. Hann telur þeim ekki fullborgið nema hann sé sjálfur í stjórn. Mundu kommúnistar ganga í stjórn með Ólafi? Nei, ekki frekar en Jónasi. Mundi Al- þýðuflokkurinn ganga í stjórn með Ólafi án þátttöku kommún- ista og Framsóknar? Nei. Um leið og Hermann er dæmdur úr leiknum er Jónas sjálfkjörinn af hálfu Fram- sóknar. Hann mundi hiklaust ganga í stjórn með Ólafi, þó báðum sósíalistaflokkunum yrði haldið utan við. Ef Jónasi og Ólafi tekst að halda flokk- um sínum óklofnum geta þeir myndað sterka meirihluta- stjórn, svo þingræðinu heitt- elskaða yrði fullnægt. Það er nauðsynlegt að kjós- endur geri sér, eftir föngum grein fyrir því sem framund- an er. Ég fyrir mitt leyti trúi því fastlega, að það sé ekki ein- ungis hngsanlegur möguleiki, heldur full líkindi til þess að Ólafur og Jónas rói að því öll- um árum að ná höndum sam- an um völdin eftir kosningam- ar. Drengurinn, sem ég gat um, þekkti gestina á lygtinni. Hann hefði ekki sannfærzt, þó honum hefði verið sagt, að enginn hefði komið. Ég finn ákveðna lygt af ýmsu bruggi, sem unnið er að, jafnvel þó að tjaldabaki sé. Ég tel það skyldu mína að vara menn við allri hlutdeild í fyrir- ætlunum um stofnun óheil- brigðasta stjórnarsamstarfs, er þekkst hefur á íslandi. Á. J. Síldarnetaslöngur Höfum fyrirliggjandi, síldarnetaslöngur fyrir Faxaflóaveiði. Sefán A. Pálsson & Co. Varðarhúsinu. Sími 3244 Tollgæzlustörí Nokkra unga menn vantar til tollskoðunar og ann- arra tollgæzlustarfa. Þeir, sem vildu koma til greina sem væntanlegir starfsmenn til þessara starfa, sendi eiginhandar umsóknir til tollstjóraskrifstofunnar í Hafnarstræti 5 í síðasta lagi 12. oktbr. þ. á. Umsóknun- um skulu fylgja fæðingarvottorð, heilbrigðisvottorð, Ijósmynd og meðmæli. Aðeins þeir, sem eru yngri en 25 ára og hafa fulln- aðarpróf frá verzlunarskóla eða hafa fengið aðra jafn- góða menntun, koma til greina. Fyrirspumum ekki svarað í síma. Tollstjórinn í Reykjavlk, 28. septbr. 1942.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.