Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.04.1943, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 19.04.1943, Qupperneq 3
ÞJÓÐÓLFUR 3 Framh. «f 2. síðu: kommúnÍNina hefur sýnt, að þessar stefnur raegnuðu stundum að gera orðin að veruleika í lífi þjóðanna þá stuttu stund, sem kyndill hinna nýju hugsjóna logaði skærast. Jafnskjótt sera fölva tók að slá á eldinn, þvarr umbótamáttur hins nýja fyrirkomulags, — Sannleikurinn er sá, að samlíf mannanna og farsæld er meira komin undir innri heldur en ytri viðhorfum. Ófullkomið þjóð- skipulag getur reynzt vel, ef það er borið uppi af sterkum siðgæðisöflum. Og fullkomið þjóðskipulag illa, ef mennirnir, sem halda á því, eiga hvorki trú né siðgæði. Ef ég ætti von á því, að sigur- göngu kommúnismans hér á landi yrði samfara sá andlegi máttur, sem til þessa hefur fylgt göngu hans í Rússlandi, myndi ég vera fús á að bjóða hann velkominn. Ekki vegna þess, að ég gerði mér i hugar- lund að ég væri þar að bjóða velkomið þjóðskipulag, sem myndi leysa alla hnúta komandi tíma og reynast vel um aldur og æfi, heldur einungis af því, að ég teldi það vel farið, ef þetta þjóðfélag, sem er nú óðum að siðspillast vegna hugsjóna- deyfðar og rénandi trúar á sjálft sig og forustumenn sína, fengi að viðrast um nokkurt skeið í gusti heitrar hugsjóna- baráttu. — En ég hef bara enga von um það, að sigurgöngu kommúnismans hér á landi myndi fylgja nokkur heitur gustur — að minnsta kosti hef- ur hans ekki orðið mikið vart enn sem komið er. — Hér á landi eru ekki til þær geigvænlegu andstæður auðs og fátæktar, frelsis og ánauðar, valds og um- komuleysis, sem kveiktu í hug- um hinna rússnesku byltinga- manna. ÞaÖ er ekki hægt að kynda mikið bál, án þess að hafa mikinn eldivið. Orðin kúg- un og arðrán megnuðu að kynda mikla elda í Rússlandi vegna þess, að þar höfðu þau að baki sér hræðilegan veruleik. Hér á landi eru þau enn sem komið er bara hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Vér íslendingar þjáumst af vanmetaugg smáþjóðar, sem kemur meðal annars fram í því, að vér erum allt of gjamir á að heimfæra til vor allt, sem vér fregnum að gerist hjá hinum stóru þjóðum. Ef vér lesum bók eftir enskan prest, sem er að finna að fyrirkomulaginu hjá stærsta auðveldi heimsins, sem deilir auði sínum á þá lund, að álitlegur hluti borgaranna verð- ur að vesalingum af alls konar skorti—og annar álitlegur hluti þeirra verður að vesalingum vegna of mikilla gnægða — er- um vér í standi til að taka þetta sem ádeilu á vora búskapar- háttu, og gleyma því þá öld- ungis í bili, að hér á landi er enn sem komið er naumast hægt að tala um neinn verulegan auð, og þá því síður um hættulega misskiptingu hans, — gleyma því, að hér á landi er enn sem komið er æði mikið erfiðara að ráða fram úr því, hvernig hægt sé að afla þjóðarauðsins, held- ur en hinu, hvernig vér eigum að skipta honum. Og ef þessi sami enski prestur segir oss, að hjá stærsta veldi álf- Um unnar — veldi, sem telur 180 milljónir manna — hafi heppn- azt ágætlega hagskipulag, sem verður að beita fyrir sig meiri fjölda embættismanna og opin- berra starfsmanna, en nokkur dæmi eru til áður hjá nokkurri þjóð, þá erum vér vísir til að ætla, að slíkt skipulag henti engu síður í voru litla landi kunningsskaparins — landi 120 þúsund sálna — landi, þar sem reynslan hefur sýnt, að það er ofraun fyrir ráðherra að ráð- stafa fáeinum bifreiðum — of- raun vegna þess, að of stór hluti þjóðarinnar eru kunningjar hans og vinir. Hewlett Johnson segir á ein- um stað í bók sinni, að komm- Únismanum í Rússlandi hafi tekizt að höggva fyrir aðalræt- ur ágirndarinnar og losa Rússa úr fjötrum gróðahvatarinnar, og hafi hann á þann hátt unnið mikið afrek í anda kristindóms- ins. — Ég vil taka þessi orð hins enska prests til nokkurrar íhug- unar. Hugtökunum ágirnd og gróðahvöt má ekki blanda sam- an. Ágirnd, í þess orð eigin- legu merkingu, er undir öllum kringumstæðum skaðlegur eig- inleiki og ókristilegur, en því þarf alls ekki að vera til að dreifa um gróðahvötina. Um hana fer allt eftir því, af hvaða toga hún er spunnin. Gróðahvöt atvinnurekanda eða iðjuhölds, sem hefur sterkan hug á því að bæta eftir því, sem efnin leyfa, kjör starfsmanna sinni og hefja umhverfi sitt á hærra stig menningar, stendur án vafa á rót ólastanlegs kristindóms og siðgæðis. — Vér verðum auk þessa að muna eftir því, að gróðahvötin og sjálfsbjargar- hvötin eiga saman landamæri, og það næsta ógreinileg, svo að oft getur verið álitamál, hve- nær annarri sleppir og hin tek- ur við. — Sá, sem vill með öllu uppræta gróðahvötina, kemst því varla hjá því að skerða sjálfsbjargarhvötina um leið. En þá fer málið aftur að vand- ast, því að ég held, að jafnvel öfgafyllstu túlkendur orða Krists í Lúkasar- og Mattheus- ar-guðspjalli, þar sem hann talar um liljur vallarins í sam- bandi við áhyggjuleysið, hafi ekki ennþá treyst sér til að halda því fram, að sjálfsbjarg- arhvötin sé ókristilegur eigin- leiki. Ég samgleðst Rússum inni- lega, ef þeim hefur tekizt að höggva fyrir aðalrætur ágirnd- arinnar i landi sínu, og ég myndi samgleðjast sérhverri þjóð, sem svo væri ástatt um. En um hitt, hvort ég samgleðst þjóð fyrir það, að hafa losað borgara sína við gróðahvötina, fer aftur á móti nokkuð eftir aðstæðum. Til eru lönd, svo sem sumar Suðurhafseyjar, sem eru svo gjafmild við íbúa sína, að sjálfs- bjargar- og gróðahvötin kemur af þeim sökum þar lítið við sögu. Til eru enn lönd, svo sem lönd Rússaveldis, sem vegna mannmergðar sinnar og gífur- legra auð- og orkulinda jarðar- innar, gera íbúum sínum kleift að láta vélar vinna fyrir sig í svo stórum mæli, að framtak og elja einstaklingsins hættir, er tímar líða, að vera nokkuð höfuðatriði, afkomunnar vegna. Á hinu kemur þar til með að ríða miklu meira, að arðinum sé útdeilt á sómasamlegan hátt. Slíkar þjóðir hafa vafalaust efni á því, að afsala sér ein- hverju af gróðahvöt borgara sinna. — Þá eru enn til lönd, sem eru hvorki auðug eða gjaf- mild, lönd, sem setja íbúum sín- um vægðarlaust þann kost, að þeir verði að leggja fram alla krafta, bæði huga og handar, ef þeir vilji tryggja afkomu sína og lifa þolanlegu lífi. — Island er í tölu þeirra landa. — 1 slík- um löndum getur verið harla varhugavert að hrapa að því, að taka upp búskaparháttu, sem eru líklegir til að draga úr fram- taki og elju einstaklinganna — varhugavert að hrapa að því að reyna að gera landræka hvöt, sem búin er frá örófi alda að vera ein helzta driffjöður at- hafnalífsins. Ég hef áður tekið það fram, að ég er ekki mótfallinn komu kommúnismans í þetta land af því, að ég líti svo á, að þetta þjóðfélag þarfnist ekki umbóta og nýsköpunar. í þjóðlífi voru eru nú óðum að koma fram ýmis slappleikamerki, sem kalla á nýja strauma — nýjan andlegan mátt. En ég hef bara enga trú á því, að kommúnismi muni færa þjóðinni þann andlega mátt, sem hún þarfnast. Þessi vantrú mín stafar fyrst og fremst af því, að ég lít svo á, að sá andlegi slappleiki, sem þjóð vor er nú haldin af, eigi að allverulegu leyti rætur sínar einmitt í starfsemi kommúnista hér í landinu. Og það af ástæð- um, sem nú skal greina. Boðendur kommúnismans hér á landi hafa frá öndverðu átt við að búa þá slæmu aðstöðu, að það ástand, sem þeir þótt- ust ætla að ráða bót á, var raun- verulega ekki til. Orð, svo sem kúgun og arðrán, sem höfðu orðið til erlendis undir hæl þar- lendra auðjötna og harðstjóra, áttu til að byrja með nokkuð erfitt með að finna hljómgrunn hjá þjóð, þar sem enginn auður og enginn stéttamismunur var til, hjá þjóð, þar sem svo stóð á, að allir voru svo að segja rétt að byrja að reyna að koma undir sig fótunum. Þegar boð- endur kommúnismans byrjuðu starfsemi sína hér, var þannig ástatt, að þjóðin, sem bjó í landinu, var blásnauð að öllu nema einu: Hún átti nývakn- aða trú á sjálfa sig og nývakn- aðan starfsvilja. Hvert ár, sem leið, jók þessa trú og færði landsmönnum heim sanninn um það, að í þessu hrjóstruga landi væri vel hægt að verða bjarg- álna, ef forsjáogathöfnfylgdust vel að - Nú er það auðskiliðmál, að gróndi þjóðlíf og vaxandi al- menn velmegun, er ekki vel fall- ið til þess, að svipta menn trúnni á það hagskipulag, sem hefur alið þá velmegun af sér, og freista manna til að gera áhættusamar tilraunir um nýtt hagskipulag, að dæmi þjóða, sem búa við gerólík skilyrði. Ef nokkur von átti að geta orðið hér um það, að unnt yrði að fá landsmenn út í slík ævintýri, var óhjákvæmilegt að starfa vel að því að rugla skoðanir al- mennings í viðhorfum íslenzks atvinnulífs, vekja sundurþykki milli vinnuveitenda og vinnu- þiggjenda og ala á vanmetaugg hjá æskulýðnum og öfundarhug í garð athafnamanna þjóð- félagsins, ala á kenndum, sem ég efast stórlega um að Hewlett Johnson myndi kalla kristilegar. Boðendur kommúnismans hér hafa reynzt þessu starfi furð- anlega vaxnir. Það er nú ekki framar neitt sjaldgæft fyrir- bæri í þessu landi, að ungur maður nísti tönnum af gremju er hann mætir á vegi sínum rosknum bónda, útgerðarmanni eða einhverjum öðrum atvinnu- rekanda, sem hefur tekizt að koma vel undir sig fótunum, — nísti tönnum af gremju út af því, að sá skuli ráða yfir meiri eignum og lífsþægindum heldur en hann. Ungi maðurinn stillir sig ef til vill um að segja það upphátt, en gera má ráð fyrir að orðin þjófur og arðræningi séu mjög ofarlega í huga hans við slíkt tækifæri. — Við skul- um nema staðar við þetta fyrir- bæri og athuga heilbrigði þessa viðhorfs hins unga kommúnista. Hvað hefur hinn roskni at- vinnurekandi gert af sér, sem verðskuldi gremju unga manns- ins? — Að fæðast nokkrum áratugum á undan honum í heiminn? — Að hafa varið þeim árum til þróttmikils starfs í sína þágu og þágu þjóðfélags- ins? — Að hafa bætt jörð sína, byggt haffær skip, reist hús og önnur mannvirki og þannig aukið þjóðarauðinn? — Ekkert af þessu er sérlega álitlegt gremjuefni. — Ef hinn ungi maður ætti heilbrigða lífssýn, myndi þessi fundur líka vissu- lega ekki valda honum neinni gremju. Það á ekki að geta valdið óþægindum stórhuga, ungum manni, að mæta eldri manni, sem hefur náð marki, sem sá ungi óskar að ná. Þar á ekki að gefast neitt tilefni til öfundar. Báðir eru jafn ríkir. Sá roskni hefur látið árin og æskuþróttinn og fengið í stað- inn ýmiskonar verðmæti svo sem eignir og álit. Ungi maður- inn á ekki ennþá þau verð- mæti, en hann á aftur á móti æskuna og óeyddu árin. í raun réttri er ungi maður- inn sá rikari, því að hann á auk annars eftir að njóta æfidaga, sem eru þegar eyddir hjá hin- um. — Af hverju kemst ungi maðurinn þá í slæmt skap, er hann mætir efnamanninum? Anna hvort af því, að í huga hans býr vanmetauggur, sem hvíslar að honum, að hann muni ekki af eigin ramleik geta fetað í spor efnamannsins og eignazt þau lífsþægindi, sem hinn getur veitt sér, eða af hinu, að það hefir verið komið inn hjá honum þeirri afkáralegu skoðun, að hann eigi við upp- haf starfsæfi sinnar heimtingu á að búa við sömu efni og lífsþægindi, sem hinn maður- inn við lok starfsdags sins. Ungur maður, sem gengur stúrinn um guðs græna jörðina af þessum sökum, er i sannleika mjög ömurlegt fyrirbæri, og ég á mjög erfitt með að vænta þessari þjóð mikilla þrifa af stefnu, sem skapar mikið af slíkum fyrirbærum. — Ef til vill hafa boðendur kommúnism- ans hér á landi unnið meiri skaða með því en nokkru öðru, að fylla höfuð æskumanna, sem þeir hafa náð tökum á, með óheilbrigðum kröfum, sem lífið hvorki getur uppfyllt né má uppfylla. — Það fer fjarri því, að í þvi sé fólgin nokkur trygg- ing fyrir farsæld mannsins að fæðast ríkur. Margt ríkismanns barnið hefur glatað lífi sínu vegna þess, að það fann engin verkefni til að glíma við — enga erfiðleika til að sigrast á. — Bólstraðir stólar eru ekki giftu- vænlegasta eign æskumannsins, heldur brennandi starfsvilji og örugg trú á mátt sinn og megin, Mesti skaðinn, sem hægt er að vinna honum, er að bæla þann vilja — að veikja þá trú. Hewlett Johnson heldur því fram á einum stað í bók sinni, að það sé leiðin til guðs að læra að leita öryggis í skjóli heildar- innar. Ég er aftur á móti þeirr- ar skoðunar, að fyrir hvern ein- stakling verði það vænlegri veg- ur til guðs, að treysta á þá krafta, sem guð hefur gefið hon- um, heldur en að treysta á þá krafta, sem guð hefur gefið öðrum. Og ég lít svo á, að það sé stórmannlegri hugsjón, að vilja sækja fram til þess að verða fær um að veita skjól, þar sem öll veður geisa, heldur en hitt, að beina huga sínum að þvi fyrst og fremst, hvar skjól muni vei’a að finna. Hafi Rússum tekizt að koma á hjá sér almennum ríkisrekstri, án þess að það dragi úr fram- taki og starfsvilja einstaklins- ins, er mér það óblandið gleði- efni og ég óska, að svo megi sem lengst ganga hjá þeim. En það er ekki sama og að óska þess, að slíkir búskaparhættir verði teknir upp hér á landi. Við erum ekki Rússar og Rússar eru ekki við. Við höfum líka okkar reynslu af opinbei’um rekstri og opinberri vinnu. Hún er ekki glæsileg. Sú reynsla kemur okk- ur rneira við, heldur en reynslan hjá Rússum. Að minnsta kosti er það mín skoðun. — Svo lengi sem ég sé, að óviða í þessu landi er starfað með jafn hang- andi hendi og þar, sem unnið er fyrir ríkið, er ég ófáanlegur til að trúa, að ríkisrekstur í öllum greinum verði hér vænlegasta leiðin til almennrar hagsældar og þjóðarauðs. Sterk einstaklingshyggja hef- ur um langan aldur verið eitt af einkennum norrænna þjóða. 1 Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.