Þjóðólfur - 17.05.1943, Qupperneq 2
2
ÞJÓÐÓLFUR
ÞÉR KONUR —
Þegar konan er ekki framar annaö
en vesalt fórnardýr undir óþjálum hönd-
um kvalarans, nakin, viljalaus, magn-
laus, dáin sjálfri sér, skjálfandi, grát-
andi, svimandi, brennandi, þá elskar
hún.
íJófriöur í Vefarinn mikli).
H, K. Laxnesó.
Konan er eitis og skugginn. Ef maS-
ur œtlar aS forSast hana, fylgir hún
manni eftir, og er maSur œtlar aS nálg-
ast hana, hörfar hún undan.
Arlingcourt.
DaSurdrós getur gjarna veriS dyggS-
ug, en hún er aldrei saklaus.
Madame Cottin.
Fjarri skal fljóSa leita.
fsl. málsháttur.
Flestar konur álíta sig þess umkomn-
ar aS standa andspœnis hættu. En ná-
lega œfinlega reynist þaS aS vera í-
myndun. Compoamor.
Sifelldur þakleki i rigningatíS og
þrasgjörn kona — er hvaS öSru líkt.
Salómon.
★
. Ræðumaðurinn á bindindissamkom-
unni er að lýsa bölvun áfengisins fyrir
áheyrendum sínum. „Ég veit dæmi þess,
að menn hafa orðið blindir af því að
neyta áfengis", segir hann og lætur al-
vöruþrungin augu sín hvarfla um áheyr-
endabekkina.
Þá lætur rödd aftarlega í salnum til
sín heyra: „Því er alveg þveröfugt far-
ið með mig. Ég sé allt tvöfalt, þegar ,
ég drekk“. i
VORKULDAR.
Þann 12. júní kom norSan meS frosti
og fjúki, svo snjóaSi í byggS, en tók
haga á byggSarfjöllum. ÞaS hélzt viS
þrjá daga sunnanlands, viku fyrir norS-
an, svo fé dó, en fyrir nautpening var
snjór af mokaSur. Eyddust bœir fáein-
ir um voriS í ÞistilfirSi nœst Lauganesi.
/ Strandasýslu var varla sauSgras á Jóns-
messu. Dóu af vesöld nokkrar manneskj-
ur fyrir norSan.
Setbergsannáll 1696.
þAUN HEIMSINS —
Alþýðufyrirlesarinn er að ljúka máli
sínu. „Já, vinir mínir“, segir hann.
„Þannig hefur þetta alltaf gengið til.
Mikilmennin eru sjaldan í hávegum
höfð af samtíð sinni. Það er ekki verið
að hafa fyrir því að strá blómum á
grafir þeirra fyrr en þau eru dáin“.
VITIÐ ÞÉR ...
AÐ á mannsandliti vaxa til jafnaSar 160
hár á hverjum ferþumlungi?
AÐ á sumum veitingastöSum í París
voru sérstakir matseSlar fyrir hunda
viSskiptavinanna?
AÐ demantur, sem verSur fyrir radíum-
geisla, breytir um lit og verSur grœnn
upp frá þvi?
AÐ karlmennirnir á eynni Samoan hafa
sítt hár, en hár kvenfólksins er stutt-
klippt?
AÐ mesta hafdýpi, sem mælt hefur ver-
iS, er á milli Philippseyja og Japan?
ÞaS er 34000 fet.
AÐ á sumum SuSurhafseyjum eru hnýsu-
tennur notaSar sem mynt?
AÐ bragsmekkur fiSrilda ér í fótum
þeirra, sem eru 1600 sinnum nœmari
á bragS en tunga mannsins?
AÐ snjóflyksur hafa veriS IjósmyndaS-
ar þúsundum saman, án þess aS unnt
reyndist aS finna nokkrar tvær, sem
vœru algerlega eins?
MINNIN G ARORÐ
Frú Guðný Margrét Finnbogadóttir
Fædd 15. marz 1886. — Dáin 20. apríl 1943.
UÚN er fædd að Víðirlæk í
Skriðdal, dóttir heiðurshjón-
anna Finnboga Ólafssonar og Ingi-
bjargar Sigurðardóttur, er þar
bjuggu þá,bæði að uppruna
Skaptfellingar og þangað flutt frá
Fornastekk í Nesjum 1882,
Ólst hón upp með foreldrum
sínum, fyrst á Víðirlæk, síðan á
Borg og Arnhólsstöðum í Skrið-
dal, til 24 ára aldurs. Vorið 1910
flutti fjölskyldan að Bíldsfelli,
nema Guðný, er flutti á Eskifjörð.
Vorið 1911 keypti Finnbogi jörð-
ina Auðsholt Ölvusi og flutti þang-
að búferlum samsumars, ásamt
öðrum börnum þeirra hjóna. En
Guðný fluttist sama vorið að
Bíldsfelli og dvaldi þar til 5.
nóv. 1912, að bún giftist Sigurði
Þorvaldssyni, frá Geitdal í Skrið-
dal, myndarmanni og góðum
dreng. Lifði liún síðan með hon-
um á Bíldsfelli og síðast í Tungu
í Grafningi, til 1921, er hann
drukknaði í Álftavatni. Við það
sorglega tækifæri var hún ein í
bænum, með 7 ára dóttur þeirra
hjóna og ófrísk að annari. Beið
hún þannig manns síns fram á
nótt. En er hann kom eigi brauzt
hún ein um nóttina, í vondu veðri,
til næsta bæjar, leiðandi barnið,
til þess að fá menn í dauðaleit.
Lík hans fannst. En aldrei náði
Guðný sál. sér til fulls eftir þetta
áfall. Heimilið var sjálf-uppleyst,
og leitaði hún þá í forna skjólið,
griðastaðinn, er aldrei brást, föð-
urhúsin fornu og góðu. Að vísu
var þá faðirinn horfinn undir
græna torfu, dáinn 1918, og móð-
irin veik og dauðvona, dáin 1922.
En gamla heimilið stóð, nú undir
stjórn Ólafs, bróður Guðnýjar, og
Rósu yngstu systur hennar, sama
gamla kærleiks heimilið, sem fyrr,
undir stjórn foreldranna. Heim-
ilið, þar sem hver um sig lagði
fram alla krafta, án metings, til
hvers heiðarlegs starfs. Heimilið,
þar sem allir lifðu saman í inni-
Frn GuSrtý Finnbogadóttir
frá AuSsholti
legustu kærleiks sambúð, án þess
að nokkur vissi af því, eða athug-
aði það, hvort einn kynni að vera
veitandi eða annar þiggjandi. —
Þarna voru allir, enn sem fyrr,
eitt, í ást og eindrægni.
Á þesu heimili systkina sinna,
Ólafs og Rósu, sem frá byrjun
varð liennar og þeirra sameigin-
lega félags-lieimili, dvaldi Guðný
sál., með báðum dætrum sínum
í 16 ár, eða til 1937. Þá deyr Ólaf-
ur Finnbogason, og þær standa
tvær eftir systurnar, Rósa og Guð-
ný, ásamt dætrum liennar. En auk
þess voru í heimilinu 2 synir
Ágústu Finnbogadóttur, systur
þeirra, er teknir liöfðu verið til
fósturs, er hún andaðist 1927, þá
annar á 1., hinn á 3. ári. Þessu 6
manna heimili, sem nú var orðið
forstöðulaust á karlhöndina, var
enginn vegur að halda lengur
uppi í Auðsholti, Tók Rósa þá
eina ráðið, sem fyrir hendi var, að
flytja heimilið til Reykjavíkur, og
reyna að fá sér þar atvinnu. Þetta
heppnaðist. Hún fékk bráðlega
starf við Málleysingja-skólann og
er nú fastur kennari við hann.
Með þessu tókst þeim systrum að
framfleyta hér þessu 6 manna
heimili sínu, þar af 4 böm og
unglingar, þannig, að Guðný sál.
annaðist inni-störfin, eftir ýtrustu
getu, en Rósa vann úti. Og á þessu
heimili þeirra systra, á Grettis-
götu 55, lokaði Guðný þreyttum
augum sínurn í dauðanum.
Guðný sál. var lengst af æfinu-
ar heilsuveil, og einkum eftir hið
vofeiflega fráfall manns síns, sem
hún náði sér aldrei til fulls eftir.
Rósa systir hennar lýsir henni
svo: Að hún hafi verið mjög ást-
rík móðir, hugljúf og gæf í lund
og skyldurækin í bezta lagi. Og
lýsingin er rétt.
Með því að hér á við hið forn-
kveðna: að „eplið fellur sjaldan
langt frá rótinni44, verður að
minnast með fám orðum rótarinn-
ar að því sjaldgæfa, nær einstæða
f jölskyldu-samlífi sem hér átti sér
stað: Fjölskyldufaðirinn, Finn-
bogi Ólafsson, var sann-nefndur
heiðursmaður, án nokkurs frá-
dráttar. Prúðmenni að skapgerð
og framgöngu, enda alstaðar vel
metinn, hvar hann var eða kom.
Laus við allan hégómaskap og
tildur, enda kom sér hjá öllum
vegtyllum og félagslegu metnaðar
braski, sem hann gat, og lét það
öðrum eftir. Hann var bóndimi,
og vildi ekki annað vera. Hann
stóð ábyggilega í fremstu röð
hinnar heiðarlegu bændastéttar
síns tíma, er sannaði orðtækið, að
„bóndi er bústúlpi, bú er lands-
stólpi“, enda skaraði liann fram
úr, að starfsemi og dugnaði. Og
kona hans, Ingibjörg Sigurðardótt-
ir, var lireinræktuð bóndakona og
svo samhent lionum ok lík í skoð-
un og háttum, sem verið getur um
karl og konu, aðeins nokkuð ör-
ari og meiri skörungur að lund-
arfari, þar sem hann var öðling-
urinn. Og þó sýnir ekkert betur
mannkosti þessara hjóna, en
bamauppeldi þeirra og heimilið,
sem þau sköpuðu sjálfum sér og
þeim, bæði meðan þau stóðu uppi
og eftir sinn dag. Og um Guðnýju
sál. og ömiur böm þeirra verður
ekkert réttara sagt en það, að þau
öll hafa verið ófölsuð eftirmynd
foreldranna, bæði að mannkost-
um og dugnaði, hvort sem heim-
Kristnilíf og stjórnmál
117. tölublaði Þjóðólfs leggur
blaðið fram ótvíræða yfirlýs-
ingu um afstöðu sína til kirkju
og kristindóms. Engan þarf að
undra, þótt ég fagni slíku; maður,
sem hef gefið mig að prédikunar-
starfi í nærfellt 30 ár. Væri ósk-
andi, að blaðið gæti framvegis lif-
að samkvæmt þessari játningu
sinni og mótað sitt framtíðarstarf
samkvæmt henni.
Oft hafa „smiðirnir“ hafnað
hinum „dýrmæta hymingar-
steini“, ráðizt í mikið, hmndið af
stað voldugum hyltingum og
hreyfingum, stofnsett heimsveldi
með hörku járnsins og snilli-
mennsku kunnáttumannsins, reist
sér háar liallir, glæsilegar borgir,
safnað auðæfum og aukizt að völd-
um, en svo hafa „stormarnir blás-
ið“, steypiregnið dunið og „belj-
andi lækir“ á þessum liáreistu ;
verkum þeirra, og hrunið orðið
geigvænlegt og mikið.
Árið 1923 sagði hinn víðkunni
hershöfðingi Smuts þetta:
„Sandarnir em að skolast burt.
Ef ekki einhver sterk hönd hrífur
Norðurálfuna og bjargar henni
frá að sökkva eins og hún nú ger-
ir, þá getur hinn svo kallaði frið-
ur endað með meiri skelfingu en
jafnvel sjálf heimsstyrjöldin var“.
Sannarlega mælti Smuts spá-
mannlega. Friður, sem ekki var
nema nafnið, endaði með meiri
skelfingu, en fyrri heimsstyrjöld-
in var. Þjóðabandalag og allt það,
er þjóðimar hrófluðu lauslega
upp og reistu á sandi, eftir síð-
ustu heimsstyrjöld, hrundi. Og
sannarlega varð fall þess mikið.
Smiðirnir liöfðu ekki byggt á
liyrningarsteininum sjálfum. Þeir
vora ekki nægilega „hyggnir“
menn til þess að byggja á bjargi
guðselsku, mannelsku, bróðernis,
réttlætis og sanngimi. Samningar
þjóðanna vora svikulir, viðskipta-
líf þeirra meingallað. Undirferli,
fals, sviksemi, óheilindi, sér-
drægni, léttúð og ábyrgðarleysi
var sandurinn, sem þær byggðu á.
Hann sveik. En læra nú þjóðim-
ar af skaðanum? Getum við lært
af þessu?
Það lýtur út fyrir, að ÞjóSólf-
ur ætli að reyna að varast þetta,
að láta stjórnmálastarfsemi sína
mótast af andúð í garð kirkju og
kristni. Allir þjóðliollir menn
munu vilja efla andlegt líf og trú-
arstyrk þjóðarinnar. Eigi henni
að famast vel á komandi áram,
verða börn hennar að leggja meiri
rækt við kirkju og kristnilíf en
undanfarið hefur átt sér stað.
Hvað gagna framfarir og þeninga-
flóð, kunnátta, lærdómur og
tækni, ef engum manni verður
hægt að treysta; ef menn svíkja
loforð sín, svíkjast um við vinnu
og dagleg störf, hafa svik í frammi
í viðskiptum og rækta ránskap og
veiðiniennsku í stað réttlætis og
bróðurhugar.
En hvemig á að rækta dyggð-
imar án hinna háleitu hugéjóna
trúarlífsins? Annaðhvort verður
að stjórna mönnum með svipu og
járnhnefa, eða rækta þann hugs-
unarhátt, góðvilja og bróðurhug,
sem byggir athafnalíf sitt á sann-
girni, réttlæti og heiðarleik, en
slíkt gerist ekki nema í sambandi
við hinar háleitu hugsjónir trúar-
lífsins.
Fyrr og síðar hafa menn haft
allmikinn hug á að bæta og laga
heiminn, en þeir hafa ekki alltaf
verið að sama skapi „hyggnir“,
ekki byggt á bjargi. Sumir eru
„vandlátir guðs vegna, en ekki
með skynsemd“. Mikil flónska er
oft samfara trúaráhuga manna og
kirkjulegu • starfi. Mönnum era
öfgarnar tamar. Sumir lirópa trú,
og ætla, að minnstu skipti um
skipulagið, aðrir ætla að bjarga
heiminum með skipulaginu, en
hirða lítið um „neistann, sem
liggur innst“, hirða lítið um trú
og hugsjónalíf manna. Hvort
tveggja er þetta vitlaust. Það er
ekki annað, lieldu'r hvort tveggja.
Hver maður, sem ræktar tún
eða garða, veit, að girðingar era
nauðsynlegar, því að enn er nóg
BJÖRN O. BJÖRNSSON:
Kommúnistar
eru, eins og fleira, ekki endi-
lega góðir og ekki endilega illir.
I Rússlandi hafa þeir leyst af
hendi lieimssögulegt lilutverk með
glæsilegum áraugri —að segja má,
þó að auðvitað séu þar ekki öll
kurl komin til grafar enn. En á-
stæðurnar þar voru líka einstæð-
ar. 1 öðrum löndum, þar sem
kommúnistar hafa náð nokkru
veralegu fylgi, hefur þjóðarógæfa
orðið árangurinn. Þessari stað-
hæfingu til sönnunar þarf ekki
annað en nefna Þýzkaland, Ung-
verjaland, Italíu, Spán og Frakk-
land. Þó að þar komi fleiri atriði
til greina, nokkuð sitt í. hverju
landinu, þá þarf ekki að ætla, að
það sé nein tilviljun, að löndin,
er höfðu stærsta kommúnista-
flokka, eru löndin, sem fengu
svartasta einræðið, nema hvað
Frakkland hefur þá sérstöðu, sem
alkunn er og á annan hátt óþol-
andi.
Island hefur nú fengið stóran
kommúnistaflokk. Þó að hann
nefni sig öðru nafni og sé að meiri
hlutanum samsettur af verka-
Frh. á 3. síðu.
ili þeirra urðu stærri eða smærri,
og hvar sem þau vora.
Af 11 börnum þeirra Finnboga
og Ingibjargar lifa enn þessi:
Guðríður, kona Guðmundar bónda
Þorvaldssonar, á Bíldsfelli í
Grafningi — Sigríður, ekkja Ólafs
bónda Gíslasonar, frá Árbæ í Ölv-
usi, nú flutt til Reykjavíkur — Al-
hert í Ameríku, húsamálari -— og
Rósa, sem enn varðveitir leifar
foma heimilisins frá Auðsholti,
með fósturbörnum sínum, 2 son-
um Ágústu og yngri dóttúr Guð-
nýjar, Sigríði Ingibjörgu, nú 21
ára. — Eldri dóttirin, Svanhvít,
26 ára, nú í Kaupmannahöfn.
Skal svo lokið minningu eins
meðal allra fegurstu hændaheim-
ila, sem ég hef þekkt, með því að
biðja hinum burt förnu náðar og
friðar, hinum eftir lifandi bless-
unar drottins. M. Bl. J.
um átvarg í heimi manna. Þannig
er og skipulag, viturlegt skipulag,
— mannbætandi og réttlátt stjórn-
skipulag, lífsnauðsyn til þess að
þrifizt geti í þjóðfélaginu beil-
brigt menningarstarf og að öll
mannrækt og siðgæðisrækt geti
borið tilætlaðan árangur. 1 mann-
spillandi og ranglátu stjórnskipu-
lagi ber vinna presta, kennara og
siðgæðisfrömuða lítið meiri árang-
ur en starf þeirra manna, sem
moka sandi í botnlausa tunnu.
Um þetta hef ég sannfærzt eftir
bráðum 30 ára prédikunarstarf í
ýmsum myndum. En eins og rétt-
látt og mannbætandi stjórnskipu-
lag, — starfhæft stjómskipulag, er
nauðsynlegt, svo er og sjálf rækt-
unin. Aldrei mega menn gleyma
henni og aldrei vanrækja að „sá
við öll vötn“, aldrei láta „lémagna
hendur“ síga, aldrei missa trú á
sigur hins góða, aldrei þreytast á
að rækta góðvilja og bróðurhug
og bera guðslífið inn í hugi og
sálir manna, jafnvel þótt mikið
af sæðinu kunni að falla í grýtta
jörð eða við veginn.
Þetta tvennt verður að fara sam-
an í þjóðlífinu: Viturlegt og rétt-
látt stjórnskipulag, og þróttmikiS
andlegt líf og trúarstyrkur. Upp
af því einu getur sprottið altækt
og blómlegt menningarlíf — „gró-
andi þjóðlíf“.
Pétur SigurSsson.