Þjóðólfur - 24.05.1943, Page 2
2
ÞJÖÐÓLFUR
VITIÐ ÞÉR. . .
AÐ i Japan er þeS taliS hámark kurt-
eisi aS blístra?
AÐ dúfur, sem eru á heimleiS, fljúga
meS 60 mílna (enskra) hraSa á
klukkustund?
AÐ níutíu og niu af hverjum hundraS
platínu-ljóshcerSum stúlkum í Holly-
wood, sem koma fram í kvikmynd-
um, haja litaS hár?
AÐ í heiminum eru mun fleiri líkneski
af Buddha en Kristi? t Kína og Jap-
an eru milljónir Buddhalíkneskja, sem
eru mjög frábrugSin hvert öSru aS
stœrS og ytra útliti
AÐ hvert orð, sem fram gengur af munni
vorum, er til orSiS fyrir sameiginlegt
starf 72 vöSva?
AÐ sjö aj hverjum tíu borgum í heim-
inum, sem hafa yfir 100 þús. íbúa,
standu viS sjó eða skipgeng fljót?
AÐ Amsterdam er byggS á níutiii evj-
um?
GÖMUL VtSA.
Hvar þú finnur játœkan á jörnum vegi
gjörðu’ honum gott en grœttu hann eigi.
Guð mun launa þér á efsta degi.
HEILRÆÐl.
Blað nokkurt í Ameríku efndi einu
sinni til samkeppni um BESTU HEIL-
BRIGÐISREGLURNAR. Eftirfarandi
reglur voru verðlaunaSar:
1. Vertu ávallt glaður í lund.
2. Gerðu þér að fastri reglu að reiðast
ekki né ergja þig yfir smámunum.
3. Dragðu andann djúpt og œtíð nieð
nefinu.
4. Sofðu ekki lengur en átta klukku-
tíma, þegar þú ert heilbrigður, og
helzt í köldu herbergi, þar sem bteði
herbergið og andrúmslojtið er hreint.
5. Borðaðu ekki mikið, en tyggðu mat-
inn vel.
6. Vinndu daglega og eyddu ekki meira
en þú aflar.
7. Leitastu við að vinna með heilsu-
hraustum mönnum, og helzt þeim,
sem hugsa og tala skynsamlega.
BRÚÐKAUPSRÆÐAN.
Jón Kristjánsson á Hóli, afi Sigurð-
ar Sigurðssonar skólastjóra á Hólum,
var fátcekur, en þótti gott brennivín.
Hann var greindur vel, og gat verið
meinlegur í orSum, þegar hann vildi.
— Eitt sinn átti hann leið framhjá III-
ugastöðum i Fnjóskadal. Stóð þá þar
yfir brúðkaupsveizla og var nýstaðið
upp frá borðum. Þegar veizlufólkið sá
Jón, fagnaði það honum vel og kvað
hafa borið vel í veiði, að hann skyldi
koma þungað, því að það vantaði ein-
mitt mann til að mœla fyrir skál brúð-
hjónanna. Jón tók þessari málaleitun
fjarri, kvaðst vera banhungraður og ekki
hajtt bragðað brennivin þann dag. —
Úr því var auðvelt að bceta. Var nú
Jóni borinn veizlumatur og gefið cerlega
i staupinu. Síðan var hann beðinn að
halda rœðuna. En Jón sagði að andinn
kœmi ekki yfir sig nema hann fengi tvö
staup í viðbót. Voru honum borin þau.
— Að því búnu byrjaði Jón rœðuna:
„Þegar ég á nú hér að talu fyrir minni
brúðhjónanna, þá vil ég sœkja efnið í
vora beztu bók, biblíuna. Hverjir eru
það nú þar, sem getið er um að hafi
verið guði þóknanlegastir? Davíð og
Salómon. Annar þeirra átti tíu konur
en hinn tvö hundruð konur. Er margt
um þetta ritað. En af þessu sést, að það
er ekki samkvœmt guðs vilja, að menn
séu að binda sig við eina konu — —
Þegar hér var komið rœðunni þótti brúð-
urinni nóg komið og lét hún reka Jón
út. Var hann fús til að hœtta og þólti
sín för góð. Hann hafði gœtt sér á
veizluföngunum, þegið ríflegar vínveit-
ingar og komið veizlugestunum í golt
skap, þvi að flestir voru hlœjandi þeg-
ar hann reið úr hlaði.
Vesturríkin eru
irjálslynd
P INRÆÐISSINNAR
*—J allra tegunda reyna
alltaf að saka Vesturveld-
in um yfirdrottnunar- og
landvinningaáform, og
benda á framferSi þeirra
gagnvart ýmsum hinna
frumstæðari þjóða í Asíu,
Afríku, Suður-Ameríku
og víðar.
Það má þó sjá, að í flestum
þessara tilfella er vart hugsan-
legt að beita öðrum aðferðum,
því að ekki þekkja þessar þjóð-
ir f. d. neina rétta fjárhagslega
stjórnháttu. Þær trúa sér
ekki sjálfar og ekki geta aðrir
trúað þeim tii að halda nokkra
gerða samninga. Þær eiga allt-
af í innbyrðis illdeilum. Þær
geta ekki varið sjálfar sig og
hljóta því að falla undir nv
yfirráð jafnskjótt og sleppt er
á þeim taki. Það sem þessum
þjóðum er þungbærast er það,
að þær eru alltaf látnar bera
alla áhættu og allan kostnað af
sínu eigin framtaksleysi og
stjórnleysi.
En þegar þær sýna einhverja
lofsverða tilraun til sjálfstæðr-
ar starfsemi, þá hafa Vestur-
ríkin verið fljót til viðurkenn-
ingar, a. m. k. á þessari öld —
og stundum jafnvel offljót.
Nægir að benda á sjálfstæðis-
viðurkenningar Breta til handa
ýmsum nýlendum sínum, enda
þótt sumar þeirra Iiafi tæplega
reynzt traustsins maklegar
vegna vankunnáttu á réttum
stjórnarháttum. — Bandarík-
in gengu jafnvel svo langt að
viðurkenna fullt sjálfstæði
Filippseyja frá árinu 1946. En
með þá ráðstöfun munu nú
t r V
báðir partaf orðnir álíka ó-
ánægðir. — Loks megum vér
Islendingar muna það, að
tregða Dana til að viðurkenna
sjálfstæði vort, studdist að lok-
um eingöngu við það, hvað vér
vorum sjálfir óákveðnir.
Það mun því mega slá því
föstu, að stjórnleg (pólitísk)
yfirráðastefna vfir siðuðum
þjóðum sé undir lok liðin hér
á vesturhveli jarðar, að með-
töldum vestasta hluta Evrópu.
Annað mál ér það með hag-
ræn og fjárhagsleg (ökónóm-
isk) yfirráð. Þau munu ráð-
leysingjar aldrei geta losnað
við. En ráðdeiídarmenn og
stjórnhæf ríki hér vestanhvels
hafa nú, sem betur fer, unnið
stóraukin og sívaxandi skilyrði
til að geta talizt sjálfstæð.
meira en rétt að nafninu til.
Hringið í síma
2923
og gerizt áskrifendur að
ÞJÓÐÖLFI
Skógrœkt.
Skógrækt ríkisins mun hafa um
50 þúsund trjáplöntur til sölu á
þessu ári. En það nægir engan veg-
inn til að fullhægja eftirspurn-
inni. Er einkum skortur á hirki.
Plönturnar, sem seldar verða hér
sunnanlands, eru aðallega frá
Vöglum og Hallormsstað. Kári
Sigurjónsson, verkstjóri hjá garð-
yrkjuráðunaut bæjarins armast
sölu plantnanna. — Eftirspurn
eftir trjáplöntum hefur farið vax-
andi liin síðari ár. Er vissulega
gott til þess að vita, að smátt og
smátt skuli vera að skapast áhugi
fólks fyrir því að gróðursetja tré
við híbýli sín. En einkennilega
eru þau mörg, heimilin, þar sem
engin tilraun hefur verið gerð til
að skapa vísi að skógargróðri. Er
það þá svo, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, að liin fagra liugsjón
„að klæða landið“ eigi harla lítil
ítök í þjóðinni? Eða liefur al-
menningur ekki komið auga á
það, hversu skógrækt heimilanna
er stór liður í framkvæmd þeirr-
ar liugsjónar? Vilja inenn ekki
reyna að gera sér í hugarlund þá
miklu svipbreytingu á landinu, ef
fagrir og vel hirtir trjálundir væru
við hvert einasta hyggt býli í sveit.
og við sjó? Ef inenn öðluðust al-
mennt skilning á því, mundu þeir
sennilega verða fáir, er skoruðust
undan því að prýða umhverfi
heimila sinna með trjágróðri.
Reikningsskil.
Hinir svokölluðu vinstri flokk-
ar keppast nú við að bera hver
annan sökum í tilefni af viðræð-
um þeirra í milli um sameigin-
lega stjórnarmyndun. Alþýðublað-
ið og Þjóðviljinn verja veruleg-
um hluta af rúmi sínu til þessara
reikningsskila en Eysteinn Jóns-
son hefur ritað pésa til að bera
skjökl fyrir Framsóknarflokkinn
og ófrægja hina flokkana tvo. —
Um þessa ófrægilegu viðureign er
það fyr8t og fremst að segja, að
almenningur mun yfirleitt láta sér
fátt um hana finnast. Þó fer ekki
hjá því, svo fremi að þessir til-
burðir séu virtir viðlits, að mönn-
um vaxi í augum það hyldýpi ó-
heilinda, fláttskapar og undir-
hyggju, sem einkennt hefur samn-
ingaviðræður flokka þessara. Og
vissujega er það óskemtileg til-
liugsun, ef svo slysalega hefði til
tekizt, að samningar hefðu náðst
milli þeirra. Samstarf um stjórn
og löggjöf, er hefði verið svo ger-
sneytt heilindum, drengskap og
góðvilja, hefði sennilega orðið
þjóðinni til lítillar blessunar. En
stjómmálaþroski og ábyrgðartil-
finning leiðtoga þessara flokka
verður gerla markað af „sjónar-
spili“ því, er þeir hafa setí, é svið
og sýnt almenningi nú urdanfar-
ið. Mánuðum saman hafa þeir set-
ið á samningafundum — vefalaust
af því, að þeir telja sig eiga sam-
leið í þjóðmálunum. En jafnskjótt
og upp er staðið brestur á þvílíkt
fárviðri brigzla, óhróðurs cg ill-
mælgi, að lengi mun í minnum
haft. — Eftir að hafa hlýtt á Lin-
ar gagnkvæmu kveðjur, er fario
hafa á milli flokkanna, sém allt
til þessa voru „tilvonandi sam-
starfsflokkar“, undrast. inenn það
eitt, að þessir flokkar, hver í sínu
lagi, skyldu láta sér detta í hug
að taka upp sainningaviðræður sín
á milli. Eftir þeim lýsingum, senv
þeir hafa gefið á eðli og innræti
hver annars, var vart við öðru að
búast frá þeirra hendi en svik-
semi við þann málstað, er þeir ját-
uðu með vörunum.
Fyrirheitna landið.
íbúum Reykjavlkur er skapi
næst að óska eftir samfelldum
rigningum. Sé þurrviðri er nálega
ólíft í bænum í hvert sinn sem
Mannrannir
f nýútkominni BarSstrend-
i n g a b ó k er þáttur um
hrakninga og slýsfarir, sem Berg-
sveinn Skúlason hefur skráS. Er
þar skýrt frá, svaSilförum ýmsum
og mannraunum. Koma við sög-
una ýmsir nafntogaðir formenn og
sœgarpar hreiSfirzkir, s. s. HafliSi
í Svefneyjum, Gísli Gunnarsson úr
Bjarnareyjum, Bárar-Ólafur . og
ýmsir fleiri. — Hér fara á eftir
kaflar úr þessum þætti bókarinn-
ar.
Hrakningur Hafliða.
Síðari hluta vetrar 1844 sendi
Eyjólfur hreppstjóri Einarsson í
Svefneyjum Hafliða son sinn í
fiskaferð út undir Jökul. Hafliði
var þá aðeins 21 árs gamall, en
röskur maður og listasjómaður.
Þessir menn voru hásetar hans:
Jón Guðmundsson úr Svefneyjum,
Eyjólfur Eyjólfsson úr Svefneyj-
um, Sigurður Jónsson í Skarðshlíð
í Bjarnareyjum, Ásgeir Jónsson úr
Múlasveit og Gísli Gíslason úr
Reykhólasveit. Gísli einn var full-
tíða maður, liinir allir unglingar
innan við tvítugsaldur.
Þeim byrjaði vel undir Jökul-
inn.
Auk þeirra háseta, sem þegar
eru taldir, réðst til heimferðar
með Hafliða maður, er Guðbrand-
ur hét Sturlaugsson og griðkona
ein, er Guðrún hét Jónsdóttir, ætt-
uð undan Jökli. Guðbrandur þessi
var fulltíða maður og góður liá-
seti. Þeir lögðu á stað frá Hjalla-
sandi föstudaginn næstan fyrir
Pálma8imnudag í góðu veðri,
Tóku róðrarleiði inn á móts við
Harðakamb. Fór þá að leggja
sunnan gola ofan af Jöklinum og
höfðu þeir horf laust við Búlands-
höfða, er þeir sigldu. En smám
saman lierti vindinn og gekk hann
þá meir til austurs, og er inn kom
á Hróaslóð*) horfði ekki betur
en á Gilsfjörð eða Reykjanes. En
þá mimdu þeir nær þrem vikum
djúpt af Búlandshöfða, er þeir
sáu, að enginn kostur var að ná
eyjum. Syrti þá og að með kaf-
aldi og byrgði landsýn á skammri
stundu, svo að aðeins grillti vest-
ur til Barðastrandar, í Rauðsdals-
fjall, og upp í höfðann. Þeir hag-
ræddu þá til í hátnum eftir föng-
um; tóku inastur úr þóftu og settu
í stellingu, rifuðu seglið og sáu
þann kost vænstan að hleypa
norður yfir Breiðafjörð undir
Barðaströnd. — Litlu síðar byrgði
kafald alla landsýn.
Þannig var skipað til verka:
Hafliði stýrði, Guðbrandur hélt
dragreipi, Jón og Eyjólfur stóðu
í autri, en Gísli og hinir hásetam-
ir héldu seglinu. Aldrei þoldi
meira en í miðju tré. Er þeir
lileyptu yfir Álinn, reið að þeim
rið mikið og skall yfir austurrúm-
ið, því að ekkert sást út af borð-
*) Fiskimið.
inu fyrir kafaldi. Fyllti þá í miðj-
ar snældur. Hafliði bað þá háseta
að ausa rösklega, og þurkuðu þeir
bátinn á skömmum tíma. — En
það kváðust hásetar ætla, að Haf-
liði sigldi til hafs; en hann bað
þá vera rólega og kvaðst sigla á
Barðaströnd. Þannig sigldu þeir
lengi dags, án þess að út af borð-
stokknum sæi fyrir kafaldi. —
Loks létti kafaldinu, sá þá til sól-
ar og grillti í hátt fjall fyrir stafni.
Bar mönnum þá ekki saman um,
hvert fjall það væri, sögðu sumir
það vera Rauðsdalsfjall en aðrir
Skorarhlíðar, og reyndist það rétt-
ara. Létti nú kafaldinu að fullu,
svo að þeir gátu áttað sig og sáu
þá, að þeir voru viku sjávar djúpt
undan Stálinu.
Guðrún griðkona hafði legið
niðri í skutnum, og höfðu bátverj-
ar hlúð að henni eftir föngum.
Settist hún nú upp og spurði, hve
langt væri komið. Guðbrandur
varð fyrir svörum og mælti: „Þú
ert lifandi, Gunna mín; leggstu
útaf aftur, það er langt eftir!“
Hægði nú veðrið um stund.
Vindur snerist til vesturs og sigldu
þeir þá inn á fjörðinn. En þetta
var aðeins byljaslot. Brátt herti
veðrið svo, að það hafði aldrei
jafnmikið verið. Varð þá að halda
um rána og var það mikil þraut,
en menn þreyttir orðnir.
Var nú rætt um, hvað gera
skyldi. Guðbrandur hvatti þess
heldur, að þeir reyndu að ná landi
á Siglunesi. Hafliði kvað dag
mundu endast í Sauðeyjar og
héll áfram. — Seint um kvöldið
náðu þeir svo landi í Háey í Sauð-
eyjum. En af því, að þeir voru
allir ókúimUgir, fundu þeir ekki
góða lendingu, en Urðu að hleypa
undir kletta og misstu við það
út eitthvað af fiski og verskrínur,
En það hlífði skipinu, að Jóhann
bóndi í Sauðeyjum sá til ferði
þeirra og fór þegar til móts við
þá með menn sína, og gátu þeir
þá bjargað skipinu undan sjó. —
I Sauðeyjuin fengu hraknings-
menn hinar beztu viðtökur, og
daginn eftir höfðu þeir þægilegt
leiði heim í Svefneyjar.
Þegar Eyjólfur lireppsstjó.i
spurði, að þeir hefði verið á sjó
daginn áður, er mælt, að hann
hafi sagt: Því er öllu hlíft, sern
guð vill lilífa.
Þessi sigling Hafliða, þvert yf-
ir Breiðafjörð og frá Skor í Sauð-
eyjar, þótti að vonum hin fræki-
legasta, en hún var ekkert eins-
dæmi á þeim dögum. og skal nú
betur að kveðið.
Hrakningar
Gísla Gunnarssonar.
Gísli er maður nefndur Gunn-
arsson úr Bjarnareyjum. Honum
er svo lýst, að hann væri nokkru
hærri en meðalmaður og ' mjög
þrekinn, beinvaxinn og vel l'm-
aður, svartur á hár og skegg,
skeggið þykkt og mikið skeggetæo-
ið, andlitið nokkuð stórt, ekki al-
veg kringluleitur, rjóður í kinn-
um og nefið beint og fremur stó’"t,
augun grá og hvöss og ennið mik-
ið og kúpt. Hann var af öllum tal-
inn fríðleiksmaður. Prúðmeniii