Þjóðólfur - 24.05.1943, Qupperneq 3
ÞJÓÐÓLFUR
3
nokkur andvari er — og það er
oft í Reykjavík. Rykmökkurinn
ifokast eftir öllum götum eins og
stórhríðarkóf, fyllir vit vegfar-
e’ida, smýgur inn í vietarverur
fólksins og leggur þykka voð yfir
garða og gróna bletti í bænum. —
Rvíívingar hafa lengi átt sínn óska-
draum í sambandi við hitun bæj-
arins með lieitu vatni frá iðrum
jarðar. Dýpsti undirtónninn í
þeim draumi hefur áreiðanlega
verið tilbugsunin um hreinlegan
bæ, lausan við reyk og sót. En
hvað stoðar hitaveitan í þeseu
efnií' Reykjavík verður eftir sem
áður einlxver óþrifalegasti bær í
heimi. Göturykið lætur sér ekki
ssgjast við það, þótt heitt vatn
streymi inn í íbúðir borgaranna
dag og nótt. Það heldur áfram að
knýja íbúa Reykjavíkur til að
biðja guð að gefa sér regn, enda
þótt þeim sé á engu meiri þörf
en sól eftir hið langa og lamandi
skammdegi. Reykjavík getur aldr-
ei orðið það fyrirheitna land
þrifnaðar, fegurðar og heilbrigði,
sem efni standa til, ef ráðamenn
bæjarins taka ekki upp alveg nýja
háttu, hvað umhirðu gatnanna
áhrærir.
Langlundarge&iö þrotið.
Það hefur margt orðið — og oft
miður vinsamlegt í garð bæjaryf-
irvaldanna verið látið falla um
ásigkomulag gatnanna í bænum.
Mætti kannske ætla, að orsakanna
væri að einhverju leyti að leita
í miðnr vinsamlegu hugarfari í
garð valdhafanna. En það hefur
oftar cn einu sitmi komið í ljós,
að jafnvel þeir aðilar, sem gædd-
ir munu ríku.tu langlundargeði,
þegar stjórnendur bæjarins eiga
i hlut, geta ekki orða bundizt í
þessun efnum. Þannig hefur ann-
aðs stuðningsblað borgarstjórans,
dagblaðið Vísir, nú nýlega tekið
af skarið í þessu efni. Blaðið seg-
ir m. a.: „Þa8 er óskemmlileg at-
vinna, a'S þurfa ár eftir ár a& vera
aS nöldra um misfellurnar í bœn-
um, en hjá því verður ekki kom-
izt, þegar svo mjög brestur á
sómalegt eftirlit og raun er á, og
ef svo heldur fram, ver'Sur ber-
sýnilega að taka öll þessi mál öðr-
um tökum . . . Starfsmenn Reykja-
víkurbæjar, sem eiga a8 hafa um-
sjón me8 þessu, munu hafa yfir
bifreiSurn aS ráða og verða þvi
máske ekki svo mjög varir við
göturykið, sem þyrlast frá þeirra
bifreiðum og annarra. Vœri ekki
heppileg lausn á málinu, að merin
þessir temdu sér að fara fótgang•
andi um verstu gölur bæjaröis
einu sinni í viku eg önduóu að sér
dálítlu af rykinu, sem borgarar ul-
mennt hafa í veganesti. Þa‘8 er
ekki óliugsandi, aS' einhver áhrif
kynni slíkt að hafa“. — Það mun
visulega ekki þykja ofmælt hjá
Vísi, þótt blaðið telji „mjög bresta
á sómasamlegt eftirlit“ með ásig-
komulagi gatnanna. Og sjálfsagl
er það góð hugmynd hjá blnðinu,
að þeir af starfsmönnum bæjar-
ins, sem ábyrgðma bera í þessum
efnum, kynni sér málið sem hezt
af eigin raun. Það er óhugsandi,
að þeir séu sér þess meðvÞuhdi,
hvaða hlutskipti þeir búa með-
bræðrum sínum. Ef svo væri,
mundu þeir áreiðanlega sýna ein-
hvern lit á að bæta úr þessum mis-
fellum.
Gervisjúlfstœ&i&.
Um leið og hið eiginlega sjálf-
stæði landsins er að leysasl upp
og fjara út, er aíið á ger isjálf-
stæðinu (sambandsslitunnm i. --
A meðan einræðisöflin éru að
siueygja klafanum á þjóðina, verð-
ur að lialda „sjálfstæðis“-Ieiksýn-
ingar fyrir lienni til skemmtunar
og til þess að dreifa atliyglinni. —
Þetta er ekki nýtt fyrirbrigði.
Vestanliafsríkin, sem á síðari ár-
um hafa lent meira og minna und-
ir fjárhagseinræði, liafa komið sér
upp vönduðum leiksviðum með
skrautlegum „sjálfstæðis” — og
„lýðræðis”- leiktjöhlum fyrir hin-
ar pólitísku leiksýnigar. — Vit-
anlega er öllu stjórnað ósýnilega |
á bak við þessi tjöld. — Ef Islend- \
ingar gera sig ánægða með þetta
— á þá ekki einmitt við gamla
máltakið — „sá hefur nóg er sér
nægja lætur” —?
Stjórn Reykjavíkur.
Gott dæmi um langvarandi
„skipulegt undanliald”, sem
mimist er á í feitu greininni á
l. síðu þar sem óvinurinn er í
sókn” er stjórn bæjarmála
Reykjavíkur í höndum sjálfstæð-
ismanna. Þar hafa sósíalislar
raunverulega stjórnað að miklu
leyti, og þó á allt annan veg og
skaðlegri, heldur en hvor flokknr-
inn fyrir sig hefði gert ef liann
einn hefði mátt ráða.
Islendingafélag í
London
jfJflNN 10. apríl 1943, var stofn-
að „Félag Islendinga í Eond-
on”. Tilgangur félagsins er að efla
og auka viðkynningu meðal Is-
lendinga sem húsettir eru í Stóra
Bretlandi, dveljast þar eða eru á
ferð, svo og að treysta og viðhalda
tengslunum við ættjörðina. Til-
gangi þessum hyggst félagið að ná
með því að gangast fyrir samkom-
um Islendinga þar og heita sér
fyrir því að félagsmenn eigi kost
á að fylgjast með því, sem helzt
er á dagsskrá á Islandi, með því
að afla ísl. dagblaða og tímarita,
sem félagsmenn eigi aðgang að,
efna til fvrirlestra um ísl. málefni
o. s. frv.
Fyrsta samkoma félagsins mun
hafa verið hahlin á sumardaginn
fyrsta.
Stjórn félagsins skipa: Bjöm
Björnsson, formaður, Karl Strand,
ritari, Magnús V. Magnússon,
gjaldkeri, Brynhildur Sörensen
og Bjarni Gíslason, meðstjórnend-
ur.
(Samkv. tilkynningu frá utan-
ríkisráðuneytinu).
Tilkynning
frá kjötverðlagsenfnd
Samkvæmt tilmælum landbúnaðarráðuneytisins hefur
kjötverðlagsnefnd ákveðið eftirfarandi um verðlag á kjöti og
vörum unnum úr kjöti.
Hangikjöt í heildsölu ..... kr. 7.70 hvert kíló.
do. í smásölu ......... — 8.80 hvert kíló.
Saltkjöt í heildsölu. kr. 530.00 hver 112 kg. tn,
do. í smásölu .......... 5.20 hvert kíló.
Ærkjöt í heildsölu:
kroppar, 19 kg. og yfir . 4.40 hvert kíló.
kroppar, undir 19 kg..... — 3.90 hvert kíló,
Nautakjöt í heildsölu:
Viog Vz kroppar... ..... — 5.60 hvert kíló.
læri .................... 6.90 hvert kíló.
frampartar .............. — 5.00 hvert kíló.
Alikálfakjöt í heildsölu:
V]Og Vz kroppar......... 6.40 hvert kíló.
I ngkálfakjöt í heildsölu.. — 3.00 hvert kíló.
Smásöluverð lækki í samræmi við ofangreint heildsölu-
verð og heildsölu og smásöluverð á kjötfarsi. pylsum, söxuðu
kjöti og kæfu lækki í hlutfalli við það.
AUGLÝSING
UM HÁM4RKSVERÐ
Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi há»
marksverð á nýjum laxi:
/ heildsölu kr. 5,00 pr, kg.
í smásölu:
a) í heilum löxum — 6,00 — —
h) x snei&um — 7,50 — —
Reykjavík, 19. maí 1943.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
var hann hið mesta fyrir utan vín,
síglaður æfinlega og skemmtinn.
Gísli l ár talinn einn af allra
beztu formönnum á Breiðafirði
um sína daga og aflasæll að því
skapi. Hann stundaði róðra og há-
karlalegur undir Jökli og víðar,
eins og aðrir eyjamenn á þessu
tímabili. En oftast mun liann liafa
verið formaður á skipum fyrir
aðra á Sandi og í Dritvík, því að
jafnan var hann fátækur sjálfur,
enda drykkjumaður mikill.
Einu sinni var Gísli vinnumað-
ur á Skarði hjá Kristjáni kamm-
erráði. Var hann formaður fyrir
Kristján og reri í Dritvík um vor-
ið. Hann var jafnan mestur afla-
maður í hverri verstöð, sem hann
var í. Um messurnar kom hann
heim á róðrarskipinu og fór út
cftir aftur á áttæringnum Blíðfara.
Skipið var stórt og traust. Þegar
hann kom aftur út á Hjallasand,
var sunnudagsmorgunn; lagði
hann skipinu á leguna, því að
sunnan veður var. Komu vinir
hans út í skipið á bátum úr landi
og ætluðu að sækja hann, en hann
sagðist ekki yfirgefa skipið, en
leyfði öllum hásetum í land nerna
einum dreng, 15 eða 16 ára göml-
um. Um daginn hvessti svo mik-
ið, að skipið fór að reka. Þreif
þá Gísli ból og batt við strenginn,
kastaði bólinu útbyrðis kom upp
skauti af seglinu, setti fyrir stýr-
ið og hleypti í rokinu vestur und-
ir Látrebjarg. Þar var afdrep. Þeg-
ar þeir voru þangað komnir, seg-
ir hann við drenginn: „1 kvöld
gengur hann í útsuður, og í morg-
unkaffið skulum við koma að
Skarði í fyrramálið“. Var það rétt,
sem Gísli sagði, að um sólarupp-
komu voru þeir komnir í Skarðs-
slöð, og drakk hann morgunkaff-
ið á Skarði, en hásetarnir vora all-
ir úti á Hjallasandi undir Jöklí.
Nokkrum vetrum síðar reri Gísli
undir Jökli sem liann var vanur,
en jafnan höfðu þeir áttæring til
að fara á í liákarlalegur. Eina nótt
fóru allir liákarlaformenn í legu.
Var þá gott veður og dimmviðri.
Síðari hluta dags gerði jökulveð-
ur mikið. — Þegar áhlaupið byrj-
aði, segir Gísli við háseta sína:
„Við skulum hleypa vestur, djúpt
af Látrabjargi. Ef við náum ekki
Breiðavík, náum við Kollsvík eða
þá Palreksfirði; mér er sama
hvort er, allar eru lendingarnar
kunnar. — Við höfum fjörðinn
fyrir okkur, ef liann hlevpur í
vestur útsuður, sem hann mun
gera“. — Þetta varð líka um
kvöldið. Skipar Gísli þá að bera
um og segir: „Nú skulum við láta
okkur líða vel, piltar, því að nú
skeyti ég ekki um annað en að
sigla inn í Rauðseyjar. Enginn
lekur hetur á móti okkur en Stur-
laugur frændi, og þar fáum við í
staupinu“. Sigla þeir nú um nólt-
ina í svarta myrkri, en á einum
stað í flóanum fá þeir svo úiikið
brot, að fyllir undir snældur (fyr-
ir ofan þóftur). — Þá segir Gísli:
„Annað hvort er þetta náboði eða
fjandinn hefur búið hér til nýtt
grunn; pumpið þið, piltar, öllu
er óhætt“. — Ekki urðu þeir
fyrir fleiri áföllum inn allan
fjörðinn, og var þó sjór ógóður.
Lentu þeir í dögun í Rauðseyj-
um. Kom Sturlaugur gamli til
skips á móti þeim og bauð frænda
sinn velkominn og alla menn
hans. Sátu þeir þar við öl og alls-
kyns gæði til kvölds. Morguninn
eftir var komið norðan veður.
Kallar þá Gísli liáseta sína,
kvaddi frænda sinn og fékk vel
í nestið hjá honum til dagsins og
lenti í Rifsós um kvöldið, og urðu
allir honum feguir.
Þau urðu æfilok Gísla, að hann
drukknaði í hákarlalegu við 10.
mann frá Brvggju í Eyrarsveit um
1870
Frá Báirar-Ólafi
og Gísla Gunriarssyni.
Ölafur hét maður Guðmunds-
son frá Bár í Eyrarsveit á Snæ-
fellsnesi. Hans fyrstu kynni af
Vestureyjum voru þau, að liann
lirakti úr hákarlalegu í suðvestan-
roki og byl undan Eyrarsveit,
norður um Breiðafjörð, til Her-
gilseyjar. Upp úr þeim hrakningi
réðst það, að hann flutti húferl-
uin til Flateyjar og hjó í Innsta-
bæ, en jafnan var hann kenndur
við æskúheimili sitt og kallaður
Bárar-Ólafur.
Ólafur var hiiin mesti atgjörv-
ismaður, stór sem tröll og höfð-
inglegur ásýndum, orðheppinn og
skemmtinn. Gleðimaður, radd-
maður mikill og söngvinn, enda
hagmæltur.
Ókunnugur maður mætti hon-
uin einhverju sinni á förnum vegi,
og spurði, hvort hann væri ekki
Ólafúr frá Bár.
Ólafur svaraði:
Allt er eami Ólafur,
Ólafur-Bárar slyngur,
Innstabæjar-Ólafur,
Ólafur Flateyingur.
Ólafur var ágætur formaður og
aflasæll, og svo harðfengur, að
sagt var, að aldrei setti hann upp
véttlinga á sjó. — Hann reri marg-
ar vertíðir undir Jökli eftir að
hami fluttist til Flateyjar, og
stundaði hákarlalegur úr Flatey.
Skip hans hét Gustur. Um það
kvað hann, þegar það var orðið
gainalt og slitið:
Rán )>ó bulli, og ricVugur
reflu lillur dusti.
Alltaf sullast Ólafur
( á hálffullum Gusti.
Einu sinni hafði Ólafur legið
viku til byrjar í Bjarnareyjum.
Ætlaði hann þá á Gusti til út-
róðra undir Jökul. Þetta var að
liðnum Þrettánda. Loks kom sjó-
veðrið, norðaustan stinningskaldi
með hörkufrosti. Þá var Gísli
Gunnarsson í Flatey og þurfti að
komast út tindir Jökul, því að þar
ætlaði hann að vera formaður
fyrir skipi um veturinn. Biður
hann Ólaf um far úteftir, og er
það auðsótt. Var nú lialdið af
stað snemma morguns; lætur ól-
afur vinda upp bæði seglin og
siglir djúpleið. Þegar komið er
nokkuð frá eyjum, hvessir svo, að
Ólafur skipar að hleypa niður
fokkunni. Litlu síðar skipar ólaf-
ur að einrifa seglið, því að skipið
þoldi ekki meira. Gísli liggur í
farangrinum aftur í skutnum og
horfir upp í loftið milli þess, sem
hann sýpur á breimivínskútnum.
Ölafi þótti gott vín en bragðaði
það aldrei á sjó. Þegar þannig
hefur verið siglt um stund, segir
Gísli við ólaf: „Viltu lofa mér að
stýra, ólafur?“ — „Já, það vil ég
feginn“, segir Ólafur, „og taktu
við“. — Tekur nú Gísli við stjórn-
inni og kallar: „Upp með fokk-
una, drengir“. — „Gustur þolir
það ekki“, segir Ólafur. „Það er
komið ofsaveður“. „Ekki mun of
snemma komið í Rifsós, Ólafur“,
segir Gísli, „og takið úr báða rif-
ina, piltar“. — Æddi þá skipið
áfram í grænni tóft, því að svo
var það hlaðið, að ekki gat það
fleytt kerlingar.
„En þegar við lentum j^Rifsós".
| sagði Ólafur síðar, „vorum við
ekki fyrr kornnir út úr skipinu,
en á skall blindbylnr, en ennþá
; get ég ekki skilið í þeirri stjóru,
; sem Gísli bafði á skipinu. Var
hún með meiri nákvæmni en ég
gat veitt eftirtekt, og er ég þó
gamall formaður“.
Gamall maður í Flatey, sem
sagt hefur frá þessari siglingu
þeirra félaga, segir að stjóra Gísla
Gunnarssonar á opnum skipuin
hafi verið rómuð þar í eyjum á
æskuárum sínum og margar sög-
ur gengið um snilli lians og
dirfsku í sjóferðum. Og talið hefði
verið, að enginn kæmizt til jafns
við liann þar uin slóðir, annar en
Hafliði í Svefneyjum.
Ólafur Guðmund880ii varð há-
aldraður og dó í Flatey hjá dótt-
ur sinni, Sigurborgu, og manni
hennar, Eyjólfi bónda Jóhanns-
syni, Eyjólfssonar í Svefneyjum.