Þjóðólfur - 24.05.1943, Síða 4
III. árg. 20. tbl.
PIOBMPIE
24. maí 1943.
II FÁUM ORÐUMI
Jf SAMGÖNGUR. Snjóalög á fjallveg-
um eru með meira móti að þessu sinni.
Munu því samgöngur á landi milli lands-
fjórðunga hefjast með seinna móti í vor.
Á akveginum milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar er víða mikill snjór enn. Á
Holtavörðuheiði er allmikill snjór. Á
Vatnsskarði er hins vegar lítill snjór,
en mikill í Öxnadal. Eru því ekki lík-
ur til, að samgöngur á landi miUi
Reykjavíkur og Akureyrar hefjist að svo
stöddu. — Á vesturleiðinni er Bratta-
brekka enn ófær af snjó. Og sama máli
gegnir um Fróðárheiði.
★ MÁNAÐARBLAÐIÐ „EINING“.
Þetta blað er einskonar heimilisblað um
uppeldismál, bindindismál, íþróttir o. fl.
Standa að því 4 félög: Stórstúka íslands,
Iþróttasarnband íslands, Ungmennafélög-
in og Samb. bindindisfélaga í skólum.
Ritstjóri er Pétur Sigurðsson erindreki.
Blaðið hóf göngu sína í nóvember, og
eru nú komin út 6. tölublöð og hið 7.
á leiðinni. — Þetta blað hefur þegar
tekið ýiiis þjóðþrifamál til meðferðar,
og sést hvarvetna handbragð ritstjórans,
sem nú er löngu þjóðkunnur sem einn
af vorum duglegustu áhugamönnum um
hverskyns siðbætur og smekkvísa líf-
ernisháttu með þjóðinni. — Lang al-
mennast er það meðal slíkra kenni-
manna, að þar gæti um of þröngra sjón-
armiða og æsings fyrir einstökum mál-
um. — En Pétur hefur lært af lífinu, og
honum eykst víðsýni með hverju ári
sem líður. — Hann hefur verið flestum
fljótari að skapa sér skilning á því (sjá
m. a. 17. tbl. Þjóðólfs), að siðbótastarf-
semi meðal fólksins geti engan varan-
legan árangur borið, ef ekki verði fyrst
og fremst hugsað um að leiðrétta og
siðbæta sjálft þjóðskipulagið.
ir HELGAFELL, janúar—marz hefti
þessa árgangs, er nýlega komið út, fjöl-
breytt að efni og hið læsilegasta. —
Gylfi Þ. Gislason dósent ritar um til-
lögur Beveridge um almannatryggingar,
Torfi Ásgeirsson og Alva Myrdal um
skoðanakönnun, Sigurður Einarsson dós-
ent um henginguna í háskólakapellunni,
Björn Guðfinnsson um stafsetningu og
framhurð, dr. Einar Ól. Sveinsson grein,
er hann nefnir Tvœr kvenlýsingar, Jó-
hann Gunnar Ólafsson um Sigurð Breið-
fjörð og tvíkvœni hans og Sig. Guð-
mundsson um Hallgrímskirkju. — Auk
þess er í ritinu ljóð eftir Hjalmar Gull-
berg og Guðfinnu frá Hömrum, síðari
hluti af grein Ólafs Lárussonar,
Undir Jökli, greinaflokkarnir Um-
horf og viðhorf, Mergurinn máls-
ins, Léttara hjal og Bókmenntir.
Vér ertim
vestræu þjó»
Frh. af 1. síðu.
upp starfhæft og rökrétt
demókratiskt stjórnarform. —
MeS þessu móti gætum vér
haldið oss í fararbroddi vest-
rænnar stjórnarfarsmenningar,
eins og bæði saga vor og allar
aðstæður eiga að geta leyft oss.
En ef oss henti slíkt slys að
fara að elta austræna stjórn-
farsþróun, sem ekki hefir enn
náð hinu vestræna stigi góðvilja
og tiltrúar, þá væri það sama
og að lenda aftur fyrir þá öft-
ustu og setjast í fyrsta bekk í
skóla stjórnvísinnar.
-----o----
Fjölnir
Eftir 15. júní verða ekki
afgreiddar fleiri pantanir af
fyrsta árgangi Fjölnis,
hvorki til búða né einstakl-
inga. Nokkrum eintökum
verður þó haldið eftir handa
áskrifendum að öllu verk-
inu.
Framhald Fjölnis verður
ekki selt í bókabúðum, held-
ur eingöngu til áskrifenda.
Tekið verður á móti áskrift-
um í Lithoprent, sími 5210
eða af starfsmönnum firm-
ans. Hversu hátt upplag
verður prentað af þeim átta
árgöngum, sem eftir eru, svo
og hvort tiltækilegt þykir að
prenta viðbót við fyrsta ár-
ganginn, verður algerlega
undir væntanlegum áskrif-
endafjölda komið. Verð til
áskrifenda miðast við 10
aura á síðu, eða kr. 1,60 á
örk, en verkið verður allt
um 1130 bls. Verð til þeirra
áskrifenda, sem greiða öll
heftin fyrirfram, verður 113
kr., en 93 kr. til þeirra, sem
þegar hafa keypt fyrsta ár-
ganginn. Áskrifendum, sem
greiða fyrirfram, verða send
heftin hvert á land sem er
jafnóðum og þau eru full-
prentuð, þeim að kostnaðar-
lausu. Hins vegar verður öll-
um öðrum áskrifendum ut-
an Reykjavíkur send heftin
gegn póstkröfu. Þeir 8 ár-
gangar, sem óprentaðir eru,
verða heftir tveir og tveir
saman.
Þeir áskrifendur, sem bú-
settir eru í Reykjavík og í
nágrenni bæjarins, vitji
bóka sinna í Lithoprent sam-
kvæmt nánari auglýsingum
síðar. Við viljum eindregið
taka það fram, að þegar full
ákvörðun hefur verið tekin
um upplag alls verksins,
verður ógerningur að bæta
við nýjum áskrifendum.
Með þakklæti fyrir hinar
óvenju góðu undirtektir,
sem Fjölnir hefur hvarvetna
mætt.
Virðingarfyllst
LITHOPRENT.
Tilkynning
til innflytjenda.
Vegna hækkunar flutningsgjalda á vörum, sem
fluttar eru frá Ameríku, hefur viðskiptaráðið ákveð-
ið til bráðabirgða, að innflytjendur skuli haga verð-
lagningu vara, sem ákvæði um hámarksálagningu
gilda um, þannig, að í kostnaðarverði þeirra vara,
sem fluttar eru frá Ameríku og komið hafa til lands-
ins eftir 8. maí 1943, annara en kornvöru, kaffis,
sykurs, fóðurbætis og smjörlíkisolíu, megi ekki
reikna nema % greidds flutningsgjalds, en síðan sé
heimilt að bæta ^3 flutningsgjaldsins við verð vör-
unnar, eftir að heimilaðri álagningu hefur verið
bætt við kostnaðarverðið.
Ofangreind bráðabirgðaákvæði falla úr gildi, að
því er snertir einstaka vöruflokka, jafnóðum og út
verða gefin ný ákvæði um hámarksálagningu á þá,
en þó ekki síðar en 20. júní n. k.
Með tilkynningu Viðskiptaráðsins frá 11. marz
s. 1. var vakin athygli á því, að bannað væri að selja
nokkra vöru, sem ákvæði um hámarksálagningu
gilda ekki um, hærra verði en hún var seld við gild-
istöku laga um verðlag nr. 3, 13. febrúar 1943.
Nú hefur Viðskiptaráðið ákveðið, að hækka megi
verð á vörum, sem svo er ástatt um og komið hafa
til landsins frá Ameríku eftir 8. maí 1943, fyrir
þeim kostnaði, sem leiðir af hækkuðum flutnings-
gjöldum. Álagningin má þó ekki vera hærri en hún
var áður á sömu eða hliðstæðum vörum og skal hún
vera miðuð við kostnaðarverð að frádregnum V3
greidds flutningsgjalds.
Ráðstafanir þessar eru gerðar til þess að koma í
veg fyrir að álagning á hækkun farmgjaldsins valdi
ónauðsynlegri verðlækkun á þeim vörum, sem um er
að ræða, og er ekki ætlað að gilda nema þar til tími
hefur unnizt til þess að gera þá breytingu á álagn-
ingu, sem nauðsynleg er vegna hækkunar farm-
gjaldanna.
Reykjavík, 21. maí 1943.
VERÐLAGSSTJÓRim.. .
Úr annálum »hinna ábyrgu« Frh, af 1. síðu.
an við komniúnista og styddu bak við tjöldin framboð Ein-
ars Olgeirssonar í Reykjavík.
I ritstjórnargrein í aðalmálgagni Framsóknarflokksins,
Nýja dagblaðinu, var þessi áburður lýstur tilefnislaus rógur.
Ennfremur ritaði þáverandi og núverandi formaður flokks-
ins grein í blaðið 9. maí og lýsti þessi ummæli tilhæfulaus-
an uppspuna. Sór formaðurinn fyrir öll tengsl Framsóknar-
flokksins við kommúnista og kvað liann hafa í eitt skipti fyr-
ir öll tekið af öll tvímæli um afstöðu sína til kommúnista.
— Segir í yfirlýsingu formannsins m. a. á þessa leið:
Framsólmarmenn líta á kommúnista sem þýóingarlitla,
en þó hættulega andstœZinga. Þeir eru þýóingarlitlir vegna
síns litla fylgis og vonlausa málstaSar. En þeir eru hœttuleg-
ir af því, áð þeir hafa sameiginlegt meó nazistum og sum-
um Mbl.-mönnum ofbeldissýkina og fyrirlitningu fyrir lög-
um og rétti.
Framsóknarrnenn hafa skiliÓ betur þessa hœttu en nokk-
ur annar flokkur. Flokksþing Framsóknarmanna í vetur mark-
áSi skýrt afstöSuna um algera mótstöSu gegn öllum bylting-
aráðgerSum í félagslífinu“.-------
★
Röskum mánuði síðar var enn mn þetta efni fjallað í
ritstjórnargrein í Nýja daghlaðinu. Er þar látið svo um mælt:
„Þó Nýja dagbláðifi telji, oð fylgi Framsóknarflokksins
stafi ekki nein hœtta af þessari röksemd . . . vill þáö samt,
af því Framsóknarflokknum er œtluS sú svívirSa á8 hann
muni hafa stjórnarsamvinnu viS kommúnista mótmœla þessu
tafarlaust, svo oð enginn blettur falli á Framsóknarflokkinn
í því sambandi . . .“.
Síðar í þessari sömu grein er svo prentuð upp yfirlýsing
flokksþingsins um afstöðuna til kommúnista og bætt við svo-
hljóðandi ummælum:
„Þessi yfirlýsing sýnir þáó því nœgilega skýrt, svo eng-
inn óvitlaus máSur œtti að geta um villzt, oð Framsóknar-
flokkurinn mun ALDREI hafa neina samvinnu viS komm-
únista“.
★
Degi síðar flytur Nýja dagblaðið enn ritstjórnargrein um
kommúnista og afstöðu Framsóknarflokksins. í þeirri grein
er m. a. dvalið allítarlega við hin tíðu skoðanaskipti kommún-
ista vegna hlýðnisafstöðu þeirra til valdhafanna í Rússlandi.
Við þau ummæli er bætt svohljóðandi ályktunarorðum:
„Þó ekki vœri annar annmarki á kommúnistaflokknum
en þessi eini, er hann nœgur til þess, að engum ábyrgum
stjórnmálaflokki getur komiS til hugar að eiga neitt undir
honum eða hafa viS hann nokkuS samstarf, því að foringjar
flokksins geta enga tryggingu fyrir því sett, hvort sú stefna,
sem þeir þykjast hafa í dag, verSi varanleg, og hvenœr þeim
verSur skipáö að breyta til og taka upp nýja „taktik“ nœst“.
★
Þingflokkur Framsóknarmanna hefur víst verið algerlega
óminnugur þessara ummæla nú síðustu mánuði. Hann legið
hundflatur fyrir kommúnistum og betlað um stuðning þeirra
til að koma á laggirnar ríkisstjórn, er kommúnistar ættu full-
trúa í. Leiðtogar Framsóknarflokksins hafa ekki hert róðurinn
gegn vaxandi íhlutun „landráðamannanna,,, lieldur hafa þeir
grátbeðið um að mega segjast í sveit þeirra. Það hefur verið
strikað yfir öll stóru orðin um „útsendara erlenda valdsins”,
en þess beiðst að mega leiða þá upp í ráðherrastólana. Eru
ómerk orðin frá 1937 eða hefur Framsóknarflokkurinn kosið
sér sjálfum það hlutskipti, er hann hefur jafnan reiknað
kommúnistum til liöfuðsyndar?
Tilkynning frá Landbúnaðarráðuneytinu.
Samkvæmt heimild í lögum um dýrtíðarráðstaf-
anir frá 4. apríl 1943, hefur landbúnaðarráðuneyt-
ið, með samþykki Búnaðarfélags íslands, gert ráð-
stafanir til að lækka verulega útsöluverð á mjólk og
mjólkurafurðum, kjöti og kjötvörum.
Tilgangurinn með þessari verðlækkun var meðal
annars sá, að gera almenningi kleift, að auka neyzlu
á þessum hollu og næringarmiklu fæðutegundum.
Ráðuneytið vill því hérmeð beina því til almennings
að athuga vel hve hagkvæmt það er að kaupa þessar
vörur nú og auka neyzlu sína á þeim.
Jafnframt tilkynnist að söluverð á framangreind-
um vörutegundum verður ekki lækkað, frekar en
orðið er, til 15. september 1943.
Landbúnaðarrá&uneytið 15. maí 1943.