Þjóðólfur - 16.08.1943, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÖLFUR
Styrjöldin
SstiiiaiibtfiFðfiip og horfap
]V/f IKILL evipraunur er á styrj-
öldinni nú og var fyrir ári.
Sýnist nú svo, sem allt hnígi á
ógæfuhlið fyrir Þjóðverjum, en
fyrir ári vissi enginn, nema svo
kynni að fara á því sama sumri,
að þýzki herinn næði Kákasus,
Stalingrad, neðri hluta Volgu
og skæri á lífæðar hins rúss-
neska viðnáms. Þá stóð líka
Rommel s. a. s. við hlið Alex-
andríuborgar og enginn gat
sagt fyrir um, nema hann ræki
rothöggið á „áttunda herinn“
þá og þegar, tæki Egyptaland
og Suez-skurð og teygði hend-
ina á móti Japönum, er vofðu
yfir Indlandi; hefðu þá og tor-
veldast eða teppst aðflutningar
til Rússa um Persneska flóann.
Um þessar mundir í fyrra fór
Churchill til Moskva á fund
Stalins, til þess að reyna að
sætta hann við, að ekkert yrði
úr innrás á meginland Evrópu
það árið, — og átti þar lítilli
vinsemd að fagna, þó að 42-
rétta veizla væri haldin að
skilnaði.
Nú hefur rússneski herinn í
fyrsta sinn staðist sumaráhlaup
þýzka hersins og m. a. s. snúið
vörn upp í sókn, tekið hinar
þýðingarmiklu borgir Orel og
Bjelgorod, en fall hinnar enn
mikilvægari stórborgar, Kar-
kov, virðist vera yfirvofandi.
Falli sú borg bráðlega, er kom-
in á stað skriða, sem Þjóðverj-
um mun reynast erfitt að stöðva
fyrr, en þeir hafa misst mjög
veruleg landflæmi í hendur
RÚ8sum. Enda býr herstjómar-
tilkynning Þjóðverja landa sína
og bandamenn fyllilega undir
það, að svo fari, — sú er sagt
var frá í útvarpinu 12. þ. m. Þá
væri her Þjóðverja í Kákasus,
Krím og Suður-Rússlandi kom-
inn í mjög aukna hættu, eink-
um ef kæmi til sóknar af hálfu
Vesturveldanna um Balkan-
skaga (sbr. seinna í grein þess-
ari). Að vísu er varla ráð fyr-
ir því gerandi, að Þjóðverjar
séu svo aðþrengdir orðnir, að
fyrir sé synjandi, að þeir geri
enn öfluga tilraun til að ná
frumkvæðinu í Rússlandi í sín-
ar hendur. En Rússar era lík-
legir til að standast það, þó að
til kæmi. Bendir til þess bæði
reynslan almennt af viðskiftum
þýzka hersins og rússneska
hersins, síðan stórorustur hóf-
ust í sumar, og ummælin í
hinni nefndu þýzku herstjórn-
artilkynningu; ekki sízt þau, er
lýsa undrun þýzku herstjóraar-
innar á því, að Rússar skuli nú
beita meira magni hergagna af
öllu tagi en nokkru sinni fyrr.
Verður að líta á þau sem nokk-
urs konar viðurkenningu á því,
að hlutfallið sé að breytast
Þjóðverjum í óhag á því sviði.
Enda er það margtekið franx
af ráðamönnum Bandamanna,
að hergagnaframleiðsla þeirra
sé komin langt fram úr fram-
leiðslu Þjóðverja. Hins vegar
verður að sjálfsögðu að gera
ráð fyrir því, að Þjóðverjar
hafi mikið til vara bæði af liði
og gögnum — en þó ekki nema
af skornum skammti í Rúss-
landi. Hitt er bundið af viss-
unni um innrás í Suður-Evrópu
og Vestur-Evrópu á þessu ári
— og óvissunni um, hvenær
á árinu og hvar í löndum þess-
um hún verður gerð. Einnig er
hugsanlegt, að Þjóðverjar hafi
lið reiðubúið, með tilheyrandi
gögnum, að hefja stórfelldar
árásir á Bretland, þegar til inn-
rásar í Vestur-Evrópu kemur.
Vafalaust má telja, að þeir séu
tilbúnir að hefja miklar loft-
árásir, er þar að kemur. Og
hugsanlegt — og þó rétt svo
—, að þeir hafi til taks geysi-
legan flota svifflugvéla, til að
flytja her til Bretlands, þegar
innrásarherinn væri farinn það-
an. En hvort þeir mega þá
missa þann her, sem þarf, til
að nota þann flota til hlítar,
það er annað mál.
Bandamennirnir, sem börð-
ust með Þjóðverjum í fyrra á
Rússlandsvígstöðvunum: Italir,
Rúmenar og Ungverjar, hafa nú
dregið mikið af ótýndu liði sínu
heim, eða þá hafast ekki að
(Finnar). ítalir munu hafa
skipað meiri hluta setuliðsins
í Balkanlöndunum. Nú eru þeir
að fara þaðan og Þjóðverjar
verða að koma í staðinn. Það
þarf ekki að efa, að raðir þýzka
hersins á Rússlandsvígstöðvun-
um eru þunnskipaðri nú en í
fyrra og varalið þeirra þar
minna.
Loftárásimar á þýzkar borg-
ir eru orðnar hryllilega árang-
ursríkar, hafi þa?r ekki verið
það í fyrra.
Skipatjón Bandamanna á At-
lanzhafi mun töluvert minna
nú í nokkra mánuði, en var um
sama leyti í fyrra. Fylgdarskip-
in eru orðin helmingi fleiri, og
flugvélafylgdin helmingi meiri.
Italía er að bila. Fall Musso-
lini og hrun Fasismans hlýtur
að herða á óhug þeim, er sleg-
ið hefur Þjóðverja við það, að
sumarsókn þeirra brást nú í
fyrsta sinn gersamlega og sner-
ist beinlínis við í höndunum á
þeim. En hemám Sikileyjar,
sem væntanlega verður mjög
bráðlega leitt til fullra lykta,
gerir Bandamönnum fært — a.
m. k. taki þeir syðsta hluta
Italíu-skagans líka — að hefja
innrás á Balkan. Má heita alls-
endis óvíst, að þeim þyki það
borga sig í bili að eyða meira
púðri á ítali, — sem héðan af
mundu að mestu láta Banda-
menn í friði, á meðan þeir
fengju að mestu að vera í friði
sjálfir — á móti því að sækja
að Þjóðverjum á Balkanskaga.
Liggja til þess mörg rök, að
líklegt megi telja, að Banda-
menn beini meginher sínum við
Miðjarðarhaf heldur yfir á
Balkanskaga og gangi að mestu
fram hjá Ítalíu. Áður en þau
rök verða hér talin fram, skal
þess að eins getið, að frá hem-
aðarlegu og þjóðfélagslegu
sjónarmiði eru bæði Rúmenía
og Ungverjaland talin til Balk-
anlanda.
Afstaða almennings í Balkan-
löndunum gagnvart ófriðarað-
iljunum er miklu skiftari held-
ur en t. d. Norðmanna. Þó mun
í stórum dráttum mega taka
svo til orða, að almenningur í
löndum þessum hati Möndul-
veldin, en séu meira og minna
hlynntur ýmist Vesturveldun-
um eða Rússum eða báðum.
Grikkir og Serbar munu ein-
dregnastir vinir Bandamanna
og fjendur Möndulveldanná.
„Quislingar“ eru þó margir í
Júgó-slavíu, og Búlgaría, Rúm-
enía og Ungverjaland eru, sem
kunnugt er, bandamenn Þjóð-
verja, — en það mun þó vera
að fullum óvilja alls þorra
manna í þessum löndum. Júgó-
slöfum og Grikkjum líður mjög
illa. I Grikklandi hefur verið
hungursneyð missirum saman.
Þjóðir þessar era svo þjakað-
ar, að viðnámsþróttur þeirra er
í hættu, en auk þess er sagt, að
Þjóðverjar geri, með venjulegri
fyrirhyggju og fræðilegri (og
kannske lieldur kaldrifjaðri)
nákvæmni þess háttar ráðstaf-
anir gagnvart þjóðlífi og félags-
lífi þessara landa, að illt verði
þar að taka við af þeim. 1 einu
ÞJÖÐÖLFUR
Útgefandi: MUNINN h.f.
Rititjóri:
HALLDÓR JÓNASSON
Skrifstofa:
Laufásv. 4. Simi 2923. Póstb. 761.
— ÞjóSólfur kemur út á hverj-
um mánudegi og aukablöð eftir
þörfum. Missirisverð kr. 12,00, í
lausasölu 35 aura.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
orði sagt: Bandamönnum bráð-
liggur á því að losa Grikki og
Jógó-slafa undan valdi Þjóð-
verja sem allra fyrst. Og tak-
ist það að gera öfluga innrás
á Balkanskagann í sumar eða
haust, má gera ráð fyrir, að her
Bandamanna bætist þar hundr-
uð þúsunda af hinum hraust-
ustu mönnum, er víst séu hart
leiknir af hungri og öðru harð-
rétti og lítt þjálfaðir í nútíma-
heraaði, en gætu þó orðið mik-
ils virði í síðustu hríðinni.
I öðru lagi er landslagi þann-
ig háttað, að auðveldara er að
sækja Þýzkaland af Balkan-
skaga en úr Italíu, þar sem
Alpafjöll og Sviss girða á milli.
I þriðja lagi fá Þjóðverjar
meira af nauðsynjum frá Balk-
anlöndunum, einkum Rúm-
eníu, en frá Italíu, sem miklu
heldur er baggi á Þýzkalandi
í flestu þess háttar tilliti. Það
væri mjög tilfinnanlegt fyrir
Þjóðverja að tapa rúmensku
olíunni. Olían er líklega snögg-
asti bletturinn á heraaðarvél
þeirra, sem þó mun tekin að
snjást á fleiri blettum.
1 fjórða lagi munar Þjóð-
verja e. t. v. eitthvað enn um
herstyrk Rúmena og Ungverja
Frh. á 4. síðu.
setningu; lagfærir með réttu
orðaröS og met.rum í öðra vísu-
orði, og kveðandi í 7. v.orði
(„hlýðið ér“ í stað: „hlýði
þér“), en annarstaðar lætur
hann slíkt afskiptalaust, nema
ef breytingin „erð“ í stað
„jarð“ er í þeim tilgangi gerð,
en ekki vegna hinnar ímynd-
uðu dvergskenningar. En sú
breyting er áreiðanlega röng
(„erð“ þekkist alls ekki) og á-
stæðulaust af hans hálfu, þar
sem hann telur ekki, að Egill
hafi hirt um rétta kveðandi,
fremur en verkast vildi. Auk
þess breytir hann „gilia“ í
5. v.orði í „Gylfa“, sem er
alveg út í bláinn og til engra
bóta.
Vísuna þannig hreytta tek-
ur S. N. saman á þessa leið:
„Mál es at lýsa Ijósgarð barSa,
es þák (a), lofsenda (b); mér
kom bo'S hoddsendis (c) lieim
at hendi; skalat mér verSa mis-
fengnir taumar at Gylfa grund-
ar glaums erSgróins (d); hlýS-
iS ér til orSa.
a) barði: skip; garðr þess:
skjöldr (af því aS skipsborS
voru sköruS skjöldum); skáld-
iS kallar hinn steinda skjöld
Ijósgarð og kveSst þó munu
lýsa hann enn meir meS lofi
sínu;“ (aths. mín: garSr barSa
er rétt skjaldar-kenning; Ijós-
garSr væri hinsvegar, ef það
væri annað en vitleysa, að lík-
indum kenning á t. a. m.
„vafrloga“ og vafrlogi skips
t. a. m. kenning á hrævareldi,
ef um annað en heilaspuna
væri að ræða). „es þák: ef þá
er ek M, sem hlýtur aS vera
afbakaS; (aths. mín: „es þá
ek“ væri rétt mál). — b) lofs
endi: lof, smbr. málsendi(r),
sem kemur fyrir í óbundnu
máli og merkir blátt áfram:
múl; eSa vill Egill meS þessu
gefa í skyn, aS þessi drápa
eigi aS vera sitt síSasta lof-
kvœSi?“ (aths. mín: eptir orð-
anna hljóðan merkir máls-
endi(r) blátt áfram rœSulok;
þar sem það í handritum kem-
ur fyrir í merkingunni „mál-
semd“ hlýtur það að vera rit-
villa: n í stað m; „málsemd“:
samið mál, ræða, tal. Hér við
bætist það, að engin líkindi
era til þess, að orðin „lofs“
og „enda“ eigi saman í vís-
unni: „enda boS“ = síðasta
tilkynning smbr. „enda dœgr“
o. s. frv. er miklu líklegra;
spurningu S. N. hygg ég að
engi geti svarað); — c) liodd-
sendir: auSsendir örlátr maSr;
(aths. mín: þar senx sendir=
sendandi getur verið bæði mað-
ur og kona eða jafnvel barn,
getur ekki verið unx mann-
kenningu að ræða); „boð“
virSist eiga viS kveSju þá, er
skildinum hefir fylgt; — d)
Gylfa grandar (sækonungs
jarSar: hafs) glaumur (hests
heiti: skip; erðgróinn: vax-
inn, kviknaSur í jörSu, dverg-
ur; dvergs skip: skáldskapur;
en af því aS Egill hefir hests
heitiS í kenningunni“, „tal-
ar hann um, aS sér skuli
ekki verSa misfengnir taumar,
smbr. líka aktaumar á skipi:
hann skuli taka rétt í taum-
ana á skáldfáknum (farinu);
(atlis. mín: það liggur við að
mann svimi af þessu hugmynda-
flúgi. Afleiðingarnar af frem-
ur heimskulegri breytingartil-
lögu F. J. er, að Egill virðist
hljóta að hafa þekkt hinn
gríska Pegasus, skáldafákinn,
því að hans er ekki getið í
norrænum fræðum; en óljósar
og þokukendar virðast hug-
myndir Egils hafa verið um
Pegasus, er hann telur hann
hafa verið skip eða far); „at
meS ef. kemur hér einkenni-
lega fyrir, en stendur svo í
hdr; (atlis. mín: þetta er hár-
rétt og „at grundar“ mætti vel
vera ritvilla; „umb grundu“
væri rétt mál. Slíkar ritvillur
eru algengar í hdr. sem era 3.
og 4. útg. af frumriti; upph.
umb í 1. útg.: „wiu“, í 2. of,
í 3. misl. af og leiðr. = at og
að endingum sé breytt er ekki
síður algengt); „þetta er skýr-
ing Finns Jónssonar, og hefir
ekki veriS annarar sennilegri
kostur; á henni er sá megin-
gálli, aS Gylfa er leiSr. f.
gilja í hdr.; gilja grund er góS
kenning á fjalli og kemur fyr-
ir í Haustl., 18. v„ en hér varS
henni ekki komiS í samband
viS málsheildina; auk þess er
skýringin á erðgróins vafasöm,
en önnur betri hefir ekki kom-
ig fram“. Að lokum kemur svo
þýð. til nút. máls: „Mál er aS
yrkja lof um hinn bjarta skjöld,
er mjer var gefinn; kveSja
Einars kom heim til mín; mjer
skulu ekki verSa mislagSar
hendur, þegar ég yrki; hlýSiS
til orSa minna“. Þannig talar
S. N. í Egilssögu.
Allir fræðimennirnir, og
Sigurður Nordal ekki sízt,
halda því fram, að Egill hafi
verið gott skáld. Finnst engum,
nema mér, að hrygginn vanti
í skoðunina, þegar svona leir-
burður og önnur skilgetin syst-
kini hans eru borin fram sem
sönnunargögn fyrir réttmæti
hennar?
Með því að leiðrétta hand-
ritatextann játa þeir, að hann
sé óábyggilegur. Finnst eng-
um, að hrygginn vanti í vís-
indastarfsemi fræðimannanna,
þegar aðeins era lagfærðar ein-
stöku auðsæjar villur, en aðr-
ar, jafn auðsæjar, en miklu
fleiri, látnar óáreittar?
Finnst engum neitt bogið
við það, að vísindamenn komi
fram með skýringar (sem þeir
sjá sjálfir, að ekkert vit er í)
vegna þess, að á öðrum er ekki
kostur? Væri ekki sæmilegra
að játa, að þeir gæti ekki ráð-
ið fram úr vísunni? Og finnst
Fornritafélaginu, og Alþingi,
unnið þarft verk, er þetta
ragl er gefið út, sem þarfur
fróðleikur, handa landsins
lýð?
Eins og getið var hér að
framan, vantar hendingar í 3.
vísuorð. Auk þess er söguleg
villa í því. Egill fékk loka orð-
sendingu Einars: „at hann gaf
Agli skjöldinn“ „heima“, en
ekki „heim“. Má því ætla, með
nokkurri vissu, að Egill hafi
ekki villst á þessu, eða farið
rangt með það sem gerzt hafði,
einungis til þess að kveðandi
yrði röng. ,,Mér kom at hendi
heima“ væri rétt kveðið vísu-
orð, og í samræmi við frásögn-
ina.
Annars eru það tvö orð, í
vísunni, sem „leiða asnann inn
í herbúðirnar“, að því er virð-
ist. Fyrra orðið er „skalat“ =
skal ekki. Það væri a. m. k.
engi skaði að athuga, hvort
„t“ið gæti ekki verið „dito-
grafi“, eða viðbót afritara,
Frh. á 4. síðu.