Jólasveinninn - 19.12.1931, Blaðsíða 1

Jólasveinninn - 19.12.1931, Blaðsíða 1
Jólasveinninn Laugardaginn 19. desember 1931- I' vwvw wwwwwtww lllllllllilllllIilllilUHIIIliHlli Jóhanna bjó sig undir gleðisnauð jól. í mörg ár hafði hún annast föður sinn veik- an, og lifað að öllu leyti fyrir hann, en nú fanst henni hún ekki vera lengur til neins gagns. Ekki bætti það úr, að þau höfðu skömmu áður en gamli maðurinn dó flutst í ókunn- ugt hjerað, það var að vísu ágætt hús, sem þau höfðu fengið í arf eftir gömlu frænku, og heimskulegt hefði það verið, að flytja ekki í það, fyrst hún tók það svo skýrt fram í erfðaskránni, en samt var það slæmt fyrir Jóhönnu, að vera hjer vinalaus og öllum ókunnug. Heima voru það margir, sem litu inn á fátæklega heimilið og heils- uðu gamla veika manninum. En hjer þekti Jóhanna engan nema póstinn, en hann hafði strax orðið vinur hennar, og hún hlakkaði til þeirrar stundar, er hans var von. En gömlum venjum er erfitt að breyta, og Jóhanna bjó því húsið undir hátíðina, bakaði og brasaði, enda þótt hún segði oft við sjálfa sig, að það væri tilgangslaust að fórna allri þessari vinnu, bara handa sjálfri sjer. — Á þorláksmessu var alt tilbúið, jólakveðj- ur sendar gömlum vinum og öllum störf- um lokið og þá varð Jóhönnu þungt um hjartaræturnar og hún fór að iðrast eftir, að hún hefði ekki farið til gömlu átthag- anna, jafnvel þó enginn væri til að gæta hænsnanna, kisu ©g blómanna á meðan hún væri í burtu. Pósturinn kom seint þennan dag, það höfðu svo margir tafið hann með góðgjörð- um og færðin þar að auki slæm. Jóhanna hafði líka góðgerðir tilbúnar handa honum, en hún vissi að hann átti mörg börn og því bjó hún út böggul handa honum. „Það eru fyrirmyndarbörn, þó að jeg segi sjáliur frá\ hafði Hans póstur sagt. Loksins kom hann. „Hjer eru brjef til yðar\ sagði hann, „þjer getið ekki sagt að þjer eigið enga vini“. „Nei\ sagði Jóhanna og tók við brjefunum, „en þeir eru svo langt í burtu“. „Það er náttúrlega slæmt“, sagði Hans póstur, „en ef yður leiðist mikið, þá getið þjer litið inn til okkar, því að þó við sjeum fátæk, erum við öll glöð og heilbrigð“. „En það er ekki hægt að segja um beykis- fjölskylduna“, bætti hann við, „þar er aumt ástand. Konan er fárveik af influensu, og veslings maðurinn verður að gæta bús og barna, auk þess sem hann verður að hjúkra henni, því að hjúkrunarkonan verður að vera hjá Pjetri Níelssyni nótt og dag og hjúkra móður hans, sem líka er fárveik“. „Konan mín getur kanski skroppið þang- að ( fyrramálið, en á jólunum er ekki hægt að vera lengi í burtu frá mörgum börn- um“. Svo kvaddi hann og Jóhanna sat eftir í þönkum. „Verst er að vera ekki nógu kunnugur fólkinu til þess að geta boðið fram aðstoð sína“, hugsaði hún. En næsta morgun fanst henni engin ástæða til að setja það fyrir sig. Svo gekk hún frá öllu heima og lagði af stað. Hún staðnæmdist við dyrnar á beykis- húsinu og leit inn, hún sá sjúklinginn í rúminu og grátandi hvítvoðung, sem hún var að reyna að hugga, en í eldhúsinu var húsbóndinn að smyria brauð handa hóp af krökkum, sem voru eins og gráðug hænsni í kringum hann. Án þess að hika var Jó- hanna komin að rúmi veiku konunnar og búin að taka hvítvoðunginn í fangið og hugga hann. Hún sá strax að konan hafði háan hita og að heimilið var alt á öðrum endanum. En Jóhanna var æfð hjúkrunar- kona og kunni til verka. Hún hresti við eldinn í ofninum, tók til og hreinsaði húsið og þvoði börnunum. Það kom íljótt í ljós, að þau vantaði aðeins foringja, því að þó lítil væru, gátu þau hjálpað mikið til. — Því næst leit Jóhanna á matarforðann og sá þá að fátt var þar ætilegt annað en sfld og kartöflur, og þegar hún hafði orð á því, Frainh. á bis, 3

x

Jólasveinninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinninn
https://timarit.is/publication/1430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.