Sendisveinninn - 23.12.1931, Qupperneq 2

Sendisveinninn - 23.12.1931, Qupperneq 2
Deildin hefir nú starfað um nokkurt skeið, og er þegar farinn að sjást árangur af starfi henn- ar. Hafa sendisveinar sýnt það á þessum tíma, að þeir skilja að samtök er aíl, og að með sam- tökum og’ samvinnu má ná langt. Ykkur sendisveinum er ljóst, aö þó að samtök og samvinna ykkar sé góð, þá er ekki hægt á einu augnabliki að hækka laun ykkar um helming og stytta vinnutím- ann um annað eins. Þið vitið að samtök ykkar og samvínna er því aðeins réttmæt, að kröfur þær, sem þið berið fram séu réttlátar og á fullri sanngirni reistar. Það er til lítils að heimta það, sem engin sanngirni er í. Ég veit vel, að laun ykkar og kjör eru í mörgum tilfellum mjög bágborin og lítt viðunandi, en ég vona að þið snúið ekki bakinu í Sendisveinadeildina, þótt hún geti ekki á augnabragði bætt úr þeim misfellum. — Ég þekki ykkur flesta svo vel, að ég veit að þið snúið ykkur ekki þessvegna að þeim öfgamönnum, sem heimta og heimta, en aldrei fá neinu frarn- gengt. — Þið hafið hingað til borið traust til deildarinnar. Þið hafið fylkt ykkur undir merki Sendisveinadeildarinnar sem vinn- ur og mun vinna að ykkar málum. í þessum mánuði er lítið hægt að starfa í deildinni vegna þess, að þið eruð önnum kafnir að vinna, ekki eins og þrælar, eins og gefið er í skyn í hinu rang- nefnda ,,Sendisveinablaði“, heldur eins og menn, sem getið unnið og skammist ykkar ekki fyrir. Ég veit af eigin reynd — hefi verið sendisveinn í níu ár sjálfur — að sendisveinar hafa erfitt um jólin. En þeir eru ekki að kvarta eða kveina eins og Haukur Jóns- son, sem reyndar ekki „rogast með þungar byrðar langar vega- lengdir langt fram á nótt“ eins og hann talar um í blaði, sem hann kallar ykkar, ■— en sem mun vera blað hans sjálfs. — Sendisveinadeildinni hefir þeg- ar tekist að draga að nokkru úr eftirvinnu sendisveina nú í vetur, og ]vað mun verða haldið áfram því starfi hvað sem Haukur eða aðrir segja, og árangurinn verð- ur góður. Sendisveinadeildin hef- ir þegar áunnið sér velvildar bæjarbúa — og þeir munu vera fúsir á að verða við tilmælum deildarinnar um að panta og kaupa vörur tímanlega, svo sendi- sveinarnir þurfi ekki að vera fram á kvöld að sendast. Sendisveinn, þú getur hjálpað til þess að efla deildina, og efla samtök sendisveina. — Þú ert duglegur að sendast, — en þú getur líka verið duglegur að því að vinna að þínum málum. Mundu ávalt eftir að Sendi- sveinadeild Merkúrs vill þér vel og starfar fyrir þig. — Það er félagið þitt og það er skylda þín að efla það á allan hátt. Ég á enga betri jólaósk handa Sendisveinadeildinni en þá, að þú farir líka að starfa fyrir hana, — að þér skiljist, að samtakalausir mega sendisveinar ekki vera. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Sendisveinninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sendisveinninn
https://timarit.is/publication/1433

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.