Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Side 2
15. ágúst 19X4
1017
Nr. 522
REGLUR
um smíði og búnað íslenskra skipa.
HLUTI K,
Viðauki við reglur um eldvarnir í fiskiskipum.
EFNISYFIRLIT.
1. Eldskynjunar- og eldviðvörunarbúnaður í fiskiskipum með mestu lengd 15 metrar eða
mciri.
2. Fastur slökkvibúnaður vélarúms.
3. Reykköfunartæki.
1. Eldskynjunar- og eldviðvörunarbúnaður í fiskiskipum með mestu lengd 15 metrar eða
meiri.
1.1. Allur eldviðvörunar- og eldskynjunarbúnaður í fiskiskipum, hvort heldur sjálf-
virkur eða handvirkur, skal vera viðurkenndur af Siglingamálastofnun ríkisins.
1.2. Sjálfvirkum búnaði, sem skynjar og gerir viðvart um óeðlilegt reykmagn eða
lofthitastig, skal komið fyrir í:
1.2.1. öllum vélarúmum búnum brennsluolíubúnaði eða öðrum búnaði, sem
eldhætta stafar af.
1.2.2. vistarverum áhafnar í samræmi við ákvæði gr. 1.4.
1.2.3. geymslurýmum, vinnurýmum og stjórnrýmum, þar sem slíkt, að mati
Siglingamálastofnunar ríkisins er talið nauðsynlegt.
I sérhverju þessara rýma skal a. m. k. einn skynjari vera reykskynjari. Þó
skal í eldhúsi og eldhúskrók koma fyrir hitaskynjara í stað reykskynjara.
Búnaðurinn skal þannig gerður, að bilunar í honum verði umsvifalaust vart.
1.3. Gerð og staðsetning skynjara og viðvörunarhljóðgjafa er háð samþykki Sigiinga-
málastofnunar ríkisins. Skal senda stofnuninni teikningu í 3 eintökum, er sýni
staðsetningu skynjarq, stjórnstöðvar, viðvörunarhljóðgjafa og handboða.
Teikningin skal m. a. greina frá tegund stjórnstöðvar og skynjara, gerð rafstrengja
og tengingu búnaðarins við rafbúnað skiþsins.
1.4., í vistarverum skal búnaði skv. gr. 1.2. komið fyrir í öllum svefnklefum, á göngum, í
stigaoþum, í eldhúsum og rýmum, þar sem rafhitöld eða olíukynditæki eru staðsett.
1.5. Skynjara í vélarúmi skal staðsetja þannig, að umsvifalaust verði vart við
eldsupptök án tillits til þess, hvar eða við hvaða aðstæður eldsuþptökin verða.
1.6. Skynjurum skal komið fyrir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og þannig,
að eldsuþptaka verði sem fyrst vart. Varast ber að staðsetja skynjara nálægt
loftræstiopum, og þar sem hætta er á að þeir verði fyrir skemmdum. Skynjari, sem
staðsettur er undir lofti, skal aldrei vera nærri þili en 0,5 metra, ef því verður við
komið.