Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Page 3
Nr. 522
1018
15. ágúst 1984
1.7. Mesta fjarlægð milli cinstakra skynjara skal vera scn’i hér segir:
Mesta gólfflatarmál Mesta beina
Tegund: fyrir hvern skynjara fjarlægð milli skynjara
Hitaskynjarar .... 37 m: 9 m
Reykskynjarar ... 74 m: 11 m
Siglingamálastofnunin getur gert kröfu um minni fjarlægð milli skynjara í rýmunr,
þar sem loftskipti eru ör, á göngum þar sem loftstrauma gætir og í rýmum með
stcrkum loftútblæstri (undirþrýstingi).
1.8. Á sérhverju afmörkuðu svæði skipsins, þ. e. vistarvcrum, vinnusvæðum eða
vélarrúmi, og á hverju þilfari skal koma fyrir a. m. k. einum viðvörunarrofa, þ. e.
handboða, sem setur cldviðvörunarbúnað skipsins af slað. Aldrei skulu vera meira
en 15 metrar milli rofa.
1.9. Viðvörun um eld eða reyk skal gefin nreð hljöðgjöfum sem eru þannig staðsettir,
að hljóðmerkja frá þeim verði umsvifalaust vart alls staðar í vistarverum skipsins, í
brú, vinnurýmum og vélarúmum. Minnst einn viðvörunarhljóðgjafi skal vera á
hverju afmörkuðu svæði skipsins og a. m. k. einn á hverju þilfari. Aldrei skulu
vera meira en 15 metrar milli viðvörunarhljóðgjafa í vistarverum og vinnurýmum.
1.10. Viðvörunarhljóðgjafinn skal vera bjalla, flauta eða sírena, sem gefur skær stutt
hljóðmerki. Hljóðmerkin skulu vera auðgreinahleg frá öðrum viðvörunarhljóð-
merkjum skipsins.
1.11. Handboðar og skynjarar skulu tengjast ö.llum viðvörunargjöfum. 1 skipum 100 brl.
og stærri, skal eldskynjunar- og eldviðvörunarbúnaður fvrir vélarúm vera á
straumás, sem er aðskilin frá öðrum eldskynjunarbúnaði og eldviðvörunarbúnaði
skipsins. í skipum 300 br). og stærri, og í skipum afbrigðilegrar gerðar, getur
Siglingamálastofnunin gert kröfu um aðgreindan skynjunarbúnað fyrir einstaka
eða aðskilda hluta skipsins á þann hátt, að við stjórnstöð sé samstundis unnt að
greina, hvaðan viðvörunin er gefin.
1.12. Skynjarar og viðvörunarhljóðgjafar skulu tengjast aðalrafbúnaði skipsins og
geymum fyrir neyðarli'singu, þannig áð búnaðurinn tengist sjálfvirkt
neyðarljósageymum, verði aðalrafbúnaður skipsins óvirkur. Hafi búnaðurinn
sjálfstæða rafgeyma til notkunar í neyðartilvikum, skulu rafgeymarnir tengdir
hleðslutæki, sem tryggir að geymarnir hafi ávallt fulla hleðslu.
1.13. Leiðbeiningum um búnaðinn, prófun hans og viðhald,' skal komið fyrir á
heppilegum stað í skipinu.
1.14. Viðvörunarbúnaðurinn skal prófaður árlega, um leið og búnaðarskoðun skipsins
fer fram. Siglingamálastofnunin getur falið aðilum, sem til þess hafa fengið
sérstaka viðurkenningu stofnunarinnar, að annast prófun og eftirlit með búnað-
inum.
1.15. Siglingamálastofnun ríkisins getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessara reglna, ef
annar búnaður eða annað fyrirkomulag telst jafngildi þess, að reglum þessum sé
fulln'ægt.
1.16. Reglur þessar ná til allra fiskiskipa með mestu lengd meiri en 15 metrar, sem smíði
er hafin á eftir 1. sept. 1984. Öll fiskiskip 500 brl. og stærri, skulu fullnægja
ákvæðum þessara reglna við fyrstu búnaðarskoðun, sem gerð er eftir 1. janúar
1985. Fiskiskip 150—500 brl. skulu fullnægja ákvæðum þessara reglna við fyrstu
búnaðarskoðun, sem gerð er eftir 1. janúar 1986. Fiskiskip undir 150 brl. en með