Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Page 5

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.1985, Page 5
Nr. 522 1020 15. ágúst 1984 2.2.1.6. svæðis, sem lokast getur af, ef eldsvoða ber að höndum. Handfangið eða rofinn skal greinilega merktur því rými sem við á. Að jafnaði skal leitast við að staðsetja stjórnbúnað gasslökkvibúnaðarins við útgöngudyr að opnu þilfari. Staðstetn- ing og fyrirkomulag búnaðarins er háð samþykki Siglingamál- astofnunarinnar. Stjórnbúnaðurinn skal greinilega merktur. Hann skal vera einfaldur og öruggur í notkun. Skal við stjórnbúnaðirnn setja upp leiðbeiningar um notkun búnaðarins. 2.2.1.7. Sé gasslökkvimiðill ætlaður til notkunar í meira en einu rými, þarf heildarmagn gasslökkvimiðils ekki að vera meira en svo, að fullnægjandi sé fyrir það rými, sem stærst er. 2.2.1.8. Geymsluhylkjum skal komið fyrir í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. 2.2.1.9. Geymsluhylkin skulu smíðuð undir effirliti viðurkenndra aðila og bera áletrun þeirra. Hylki ska! auðkenna með nafni fram- leiðanda og framleiðslunúmeri. 2.2.1.10. Eftir að uppsetningu búnaðarins er lokið, skal hann prófaður í viðurvist eftirlitsmanns Siglingamálastofnunarinnar að svo miklu Ieyti sem hægt er. 2.2.2. HALON 1301 — slökkvibúnaður (Total flooding) 2.2.2.1. HALON 1301 — slökkvibúnað er því aðeins heimilt að nota í fiskiskipum, að búnaðurinn fullnægi ákvæðum greina 2.2.1 og 2.2.2. 2.2.2.2. Rými þau, sem búin eru HALON 1301 slökkvibúnaði, skulu búin aðvörunarsírenu, nema að viðkomandi rými séu varanlega lokuð og ómönnuð. Aðvörunarsírenan skal gefa viðvörun áður 2.2.2.3. en unnt er að opna stjórnlokann. Hljómur aðvörunarsírenu skal vera bæði auðgreinanlegur og auðheyranlegur hvar sem er í vélarúminu, þó svo allur vélbún- aður þess sé í gangi samtímis. Sé sírenan rafknúin, skal hún tengd neyðarraforkugjafa skipsins. 2.2.2.4. Aðalvélar, hjálpavélar og loftblásarar viðkomandi vélarúms skulu þannig útbúin, að eldsneytis- eða afltilfærsla til þeirra stöðvist sjálfkrafa áður en unnt er að opna fyrir stjórnlokann. 2.2.2.5. Magn HALON 1301 — slökkvimiðils skal við eðlilegan loftþrý- sting og lofthitastig vera minnst 4,25% og mest 7% af heildar- rúmtaki vélarrúmsins. Við útreikning á rúmtaki þess skal taka með rúmtak reisna, loftstokka, ganga og annarra hluta rýmisins, sem ekki eru aðskildir frá vélarúminu með loftþéttum lokunar- búnaði. Jafnframt skal taka tillit til lofts á loftkútum véla og tækja. Við rúmmálsútreikninga skal miða við að rúmstuðull HALON 1301 sé 0,16 mVkg. 2.2.2.6. 2.22.1. Hæfilegur fjöldi stúta skal vera undir gólfi vélarúms. Fyrirkomulagið skal vera þannig, að tilskilið magn slökkvimiðils geti fyllt vélarúmið á minna en 20 sek. 2.22.8. Geymsluhylki fyrir HALON 1301 skal geyma í sérstöku rými utan vélarúms, á öruggum og aðgengilegum stað. Rýmið skal

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.