Pullus - 15.01.1930, Blaðsíða 4

Pullus - 15.01.1930, Blaðsíða 4
BUSINESS LIKE AIR. Inspector scolae er haldinn af ótugtar- legum business og rukkaraanda. í haust, Þegí ar hann var orðinn úrkula vonar um að fá inn 50 aurasjóðinn og fjárkreppan orðin megn, auglýsti hann á töflum skólans óheyrilega billega buxnapressun. Þótti Þá flestum illa farið um góðan dreng, að leggjast skyldi niður við buxnapressun, og ruku menn til og borguðu i sjóðinn. - En ágirnd vex með eyri hverjum. Inspector hafði ekki fyr fengið Þetta,undan blóðugum nöglum vorum, en hann sendi út freklega og fólslega orðuð rukkunar- brjef, sem hljóða upp á 5 krónur. Voru hót- anir um pinsl og áverka prentaðar undir skjöl Þessi, ef menn greiddu ekki á tilsettum skil- daga. Má með sanni segja að sannist hjer enn, að "illa launa kálfar ofeldiðpl1. DÍR GRIPUR. Og hann aumkvaðist yfir múginn og mælti i miskunn sinni: "Því sannlega segi jeg yður, ó Þjer lygahundar, að eitt sandkom af sann- leika er meira virði en fjall af rauðagulli". Þannig mælti fílefldi andinn, sem Nasi sendi oss í liki pálma. Vjer erum stærðfræðishaus- ar og höfum búið til úr Þessu dsoni, sem vjer leggjum til að Sig. T. notfæri sjer, næst Þegar hann semur Samlede Værker. Hugsum okk- ur að rectorinn sje 200 pund. 0g hann er holdi klæddur sannleikur. Ein einasta fruma er Þá jafnmikils virði og Alpafjöll úr gulli.Litill angi á pálma er Þá að verðmæti jafnmikill og gullhnöttur á borð við tunglið. I>ýr myndi Hafliöi allur. hetr: páll farinn. Eftir Þvi, sem nokkrir (vín-)andans menn hafa sagt oss i trúnaði, hafa Þeim borist ósköpin öll af heillaóskaskeytum utan úr lönd- ■um, i tilefni af Þvi að Páll er fluttur úr skólanum. "Hjer er nú komið gott loft, en engin fýla af miðaldarjettvisi", segja Þeir kampakátir mjög, en aumingja Palli er með Þeim ósköpum fæddur, að hann heldur að Drott- inn hafi einblint á sig, Þegar hann leit yfir heiminn og sá að Það, sem hann hafi skapað, var harla gott. Vjer er\rn hlyntir Þvi, að hjer fái gildir pálmar að dafna i friði.0g hin aukna ræktun - hinn rómantiski Smára- gróður fyllir öll vor vit feægilegri ilman af andatrú, skáldskap og heilaspuna. (jt af feessu höfum vjer <srt i expressionistiskum Kiljan- isma: Undir Pál með stól, með Pál undir stól Þegar i stað, Þetta grallaratól tól, spól, hjól á náttkjól. Vjer hrópum á Pál •skál, skál, skál (fortissimo). Syngjum sálma með Pálma.

x

Pullus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pullus
https://timarit.is/publication/1436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.