Pullus - 15.01.1930, Blaðsíða 6

Pullus - 15.01.1930, Blaðsíða 6
-6- stúdentsprófi Q. e. d. Nú óx mjer svo ásmegin að jeg keypti mjer skip, og eftir rjettu stóra tók jeg land í Þýskalandi, volunte deo. Þegar keisa.rinn frjetti af skipskvámu ljet hann vinnumann sinn söðla Þann gráskjótta og reið til strandar. "Sie werden vetrarsetu bei mir haben meistari Durgur", sagði hann, Þegar hann sá mig. "Warum nicht, herra keisari", sagði jeg und machte zwanzig KratzfUsse rechts und links. Jeg komst nú brátt i hið mesta uppáhald hjá hirðinni, Því á kvöldin las jeg upp úr lesarkasafninu, sem jeg hafði samið á námsárum mínum. Þetta Þótti keisara hin mesta skemtun, og mikið Þótti honum koma txl skipparasagna Boga. - Nú sótti að mjer óyndi mikið og fýsti mig til suðurgöngu. Leysti keisari mig Þá út með góðum gjöfum - skip- pundi af bjór og halgldabrauði.- Kom jeg nú til páfa og tók hann mjer sem einkasyni sinum. Gerði jeg ýmist að hlýða á nautaat i Colosseum eða jeg sat og tefldi við páfann. Það var góð skemtun og holl. Yera min i páfagarði var mjer yfirleitt til hinnar mestu ánægju og Það við jeg segja páfatrúnni til hróss, að hún var óspör á hangikjöt, rikling og skyr, að ógleymd- xim blessuðum hákarlinum og brennivininu. Þeg- ar jeg nú loksins sleit mig lausan frá Þessum sæmdarhjónum, gaf páfinn mjer skriflegt leyfi til Þess að drýgja svo margar syndir og mig fraimvegis lysti, hvað jeg auðvitað hefi not- að mjer. - Þegar jeg nú aftur kom heim i barbariiö á íslandi samdi jeg einsamall oröa- bók Sigfúsar Blöndals. Rak nú hvert höfuðritið annað zum ftespil Verkefni i stila og endur- sagnir handa alÞýðu, og er óhætt að segja að Þetta hafi valdið straumhvörfum i heimsmenn- ingunni. Lox má geta Þess að jeg er maður siðprúður, reglusamur, friður sxnum og sómi mjer hvarvetna vel.- Til Þess að sanna mönnum að Þetta er sist oflof, birtum vjer hjer ljósmynd af viðkomanda. nattúrubarn. Eins og önnur mannkind hefir Pullus nátt- úruna i hávegum. Hjer birtum vjer Þvi ljós,_ mynd af furðulegasta náttúruviðundri, sem uppi hefir verið siðan kolkrabbann mikla i Kyrrahafinu leið, á öúdvBðu Silurtimabilinu. Myndina sýnum vjer og til Þess, að menn Þurfi ekki að ganga að Þvi gruflandi að Þeir sjeu komnir af apa. Guðmundur gebárðarson átti 5 ára afmæli nú um jólin. Af Þvi að pálmar eru að verða tiska sendum vjer honum slikan í afmælisgjöf. Að lokum óskum vjer Guðmundi til lukku og væntum Þess að hann megi lifa núverandi aldur sinn tuttugfaldan. Vjer vilj- um gera Guðmund að preláta, prófasti, prófess- or eða einhverju sliku, i hvelli. Þaö eru til nógir pálmar til Þess að troða lærdóminum um hina göfugu nát túru i nemendur. , Guð blessi Gvend.

x

Pullus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pullus
https://timarit.is/publication/1436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.