Fréttablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 2
Veður Norðlæg átt, 5-13 m/s í dag, hvassast vestan til. Skýjað og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum. Þykknar upp á Suðausturlandi eftir hádegi með skúrum. Hiti 1 til 8 stig, en allt að 15 stig suðvestan til. SJÁ SÍÐU 22 Matartími Ungarnir í hrafnslaupnum sem hvílir undir þakskeggi Austurbæjarskóla taka foreldrum sínum fagnandi er þeir koma og færa af kvæmunum eitt- hvað gott í gogginn. Ungarnir gæta þess að gapa vel til að þeir verði ekki útundan í matartímanum og fæðan rati á réttan stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN „Það er ekkert gaman að vera í þessari borg núna, hún er bara allt öðruvísi en hún á að sér að vera,“ segir Einar Eiðsson hönnuður, sem búsettur er í New York. Miklar óeirðir hafa geisað í borg- inni síðustu daga í kjölfar dauða George Floyd sem lést í síðustu viku eftir að hann var handtekinn í Minneapolis. Atvikið náðist á myndband og varð kveikjan að mótmælum gegn lögregluof beldi og kerfisbundnum rasisma í Banda- ríkjunum. „Það er mjög skrítið ástand hérna. Það er búið að byrgja fyrir glugga f lestra verslana og f lestallt er bara lokað,“ segir Einar. Hann rekur verslun í New York ásamt eiginkonu sinni, Alpana Bawa fatahönnuði, en á sunnudagsnótt var brotist inn í verslunina í óeirðunum. „Við vorum stödd úti í sveit og svo var bara hringt í okkur og við látin vita að það væri búið að brjóta gluggann og að það væri verið að brjótast inn,“ útskýrir Einar. Hjón- in snéru strax til borgarinnar og á móti þeim tók ófremdarástand. „Það var búið að mölbrjóta glugg- ann og við þurftum að byrgja fyrir með timbri. Svona var þetta í öllu hverfinu, Broadway bara logaði. Þar var búið að kveikja í bílum og alls konar drasli, fólk þorði ekki út,“ segir hann. Einar hringdi í lögregluna sem kom þó aldrei á staðinn. „Þeir sögð- ust bara ekki hafa tíma til að sinna þessu,“ segir hann. Mótmælin hafa staðið yfir í rúma viku og segir Einar mótmælendur málefnalega og rólega yfir daginn en að æsingur færist í leikinn þegar líða taki á kvöldið og nóttina. „Þá heyrum við stanslaust í þyrlum og sírenum. Þegar við komum hérna um nóttina og vorum að loka fyrir búðina sáum við fólk hlaupandi um með svarta ruslapoka fulla af þýfi og vopnuð gengi með kylfur og rör,“ segir Einar. Hann segist vera öruggur heima hjá sér en að hinn almenni borgari taki ekki mikinn þátt í mótmæl- unum. „Fólk sem tekur þátt á það á hættu að vera handtekið. Löggan hérna hefur beitt mikilli hörku og fjöldi lögregluþjóna á hverri vakt hefur verið tvöfaldaður, þeir eru nú um átta þúsund,“ segir Einar. Útgöngubann hefur verið sett á í New York í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni og segir Einar ástandið afar ógnvænlegt. „Það var allt svona rétt að byrja að komast í rétt horf eftir COVID-19 en núna eru bara allir búnir að gleyma COVID, ástandið hér er miklu verra nú en þá. Það eru miklu færri á ferli, miklu meira lokað og nánast bara erfitt að finna sér eitthvað að borða. Hér er samt mikil samkennd á meðal fólks og borgarbúar reyna að standa saman.“ birnadrofn@frettabladid.is Ástandið í New York verra en í faraldrinum Einar Eiðsson, íbúi í New York, segir ástandið í borginni ógnvænlegt. Óeirðir og mótmæli hafa staðið í rúma viku vegna dauða George Floyd. Bílar brenna og sírenur óma um alla borg. Brotist var inn í verslun Einars og konu hans. Í óeirðunum var brotist inn í verslun Einars og konu hans í New York. ALÞINGI Samþykkt var á Alþingi í gær tillaga forsætisráðherra um að skipulögðum forvörnum verði komið á meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu of beldi og áreitni. Inntaki forvarnastarfsins er ætlað að stuðla að sterkri sjálfs- mynd og þekkingu á mörkum og markaleysi, þar á meðal í samskipt- um kynjanna, samskiptum milli fullorðinna og barna og í öðrum tilfellum þar sem valdamisræmi kann að vera fyrir hendi, fræðslu um kynheilbrigði og kynhegðun og opinskárri umfjöllun um eðli og birtingarmyndir kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni. – aá Forvarnir gegn ofbeldi hefjast  Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra. Broadway bara logaði. Þar var búið að kveikja í bílum og alls konar drasli, fólk þorði ekki út. Einar Eiðsson í New York ÍÞRÓTTIR Staðfesting hefur fengist frá íslenskum heilbrigðisyfirvöld- um á því að börn fædd árið 2005 og síðar verði ekki talin með í fjölda áhorfenda á knattspyrnuleiki í sumar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KSÍ. Í ljósi þeirrar  stöðu sem er  í samfélaginu  vegna COVID-19 er hámarksáhorfendafjöldi á leiki á Íslandi eins og sakir standa 200 manns, en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir áhorfendur, en börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett verða upp á völlum í fyrstu umferð Íslandsmótsins og í bikarkeppninni. Boltinn er nýlega farinn að rúlla hér heima, en keppni í Mjólkur- bikarnum hefst um komandi helgi. Þá mun Íslandsmótið í knattspyrnu karla og kvenna hefjast um miðjan júnímánuð. – hó Börn ekki með í tölfræðinni STJÓRNMÁL Guðni Th. Jóhannes- son nýtur af gerandi stuðnings fyrir for seta kosningarnar ef marka má Þjóðar púls Gallup sem RÚV birti í gær. Er Guðni með 90,4 prósenta fylgi og Guð mundur Frank lín Jóns- son með 9,6 prósenta fylgi. Guð mundur sækir langmestan stuðning til kjós enda Mið flokksins. 55 prósent  þeirra segjast  styðja Guð mund en 45 prósent Guðna. Þeir sem kjósa Sam fylkingu, Pírata eða Við reisn sögðust allir kjósa Guðna. Fimm prósent kjós- enda Fram sóknar flokksins, tíu pró- sent kjós enda Sjálf stæðis f lokksins og sjö prósent kjós enda VG sögðust styðja Guð mund. – fbl Miðflokksmenn fylgja Guðmundi 4 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.