Hrappur - 01.04.1932, Blaðsíða 2

Hrappur - 01.04.1932, Blaðsíða 2
2 MRAPFUK, I., 1. Hefði þetta mátt koma í stað hinnar rússnesku myndar. 3. Þá komum við að því síð- asta og líklega allra heitnskuleg- asta: Litla og Stóra. í fyrsta lagi höfuin við slíkar figúrur rólandi hér á götunum. Ef menn eru orðnir leiðir á að gera grín að þeim, þá má benda á það að al íslensk skemtun er haldin hér í bænum þessa dagana, fg mun hún síst standa Litla og Stóra að baki, — það er sýslu- fundur N-ísafjarðarsýslu. — Að- gangur ókeypis. Athugasemd. í Speglinum, 6. tbl. þ. á. er mynd af tveim dýrslegum persón- um. Er við sáum mynd þessa fyrsta sinn, fanst okkur mjög lítið til hennar koma, og er við heyrð- utn almannaróm um það, hvað hún skyldi fyrirstilla, fengum við hreint og beint andstyggð á henni. Ef Speglinuin dettur í hug, að Vilrnundur þiggi kjötlau; bein úr hnefa Jónasar, þá hlýtur það að stafa af heimskulegutn misskiln- ingi eða þeKking-rskorti. Á með an Vilmundur dvaldi hér með oss, er okkur ekki kunnugt um að hann hafi nokkurntíma gert sér slíkt að góðu, og satt að segja truum við því ekki, að honum hafi farið svona fram við dvöl sina I Reykjavik og á Alþingi. —- Sé svo, þá viljutn við fá hann hingað strax aftur. Áíeng’sleysið. ! | Félag ungra óreglumanna á ísafirði skorar á þing og stjórn að bæta eitthvað úr áfengis'eys- inu sem nú í seinni tíð hefir herjað bæinn. Við sjáum okkur þvingaða til að senda þingi og stjórn ofanskráða áskorun, i góðri von uni áð hún verði tekin til greina, þar sem svo iila áhorfist, sem hér skal nánar ragt frá: 1. Juul á aldrei neiít serr gagn er f, nema hvað helst væri hoffinanns- og hjartastyrkjandi dropar og glussi. Það er náttúrlega hægt að blanda þessum tegundum saman við bökunardropa og sætsaft, eins og Tryggvi er farinn að gera, en svoddan bévað mix verður lík- lega aldrei gott á bragðið. 2. Púrtarinn af skornum skamti, — i hæsta lagi er hægt fyrir einn mann að krækja sér i þrjár flöskur á dag, fvrri part vikunnar, ré hann útsmoginn i að stela nöfnum. Aldro fæst Gvendur til að fara i búð seinni part dagsins, þó að hann sé grát- beðinn um það. 3. Enginn almennlegur bruggari í bænum, að Sveinbirni undanskildum. 4. Góðum skipum fer æ fækkandi, og komi það fyrir að þau eigi eitthvað, þá er það vanalega rándýrt og svikið. 5. Launsalar vilja ekkert af hendi láta, nerna helst þegar lúxusbílar eru í gangi. í sjötta og siðasta lagi, hafa Litli og Stóri ekkert að gera, á meðan þessi f- skyggilega áfengiskreppa grúfir yfir bæn- urn. Þá fer líka að fækka nm fínar skemtanir, þegar þeir bræður aldrei kippa hendi úr vasa til nokkurs hrær- andi hlutar. Áfengissköffunarráðið.

x

Hrappur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrappur
https://timarit.is/publication/1448

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.