Íþróttablaðið - 01.03.1941, Qupperneq 7

Íþróttablaðið - 01.03.1941, Qupperneq 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ o ENN UM FIMMTARÞRAUTARMETIfi. Til viðbótar því, sem birtist í síðasta tölublaði um hið nýja met i fimmtarþraut, hafa blað- inu nú borizt greinar frá þeim Olafi Sveinssyni og Sigurði S. Olafssyni og ennfremur svar frá stjórn í. S. í. Verða þessar grein- ar birtar hér á eftir, en jafnframt skal það tekið fram, að hér með er lokið umræðum um þetta mál í Iþrbl. Grein Sig. S. Ólafssonar. Stjórn í. S. í. hefir gert óveru- lega tilraun til að svara grein minni, „Fimmtarþrautarmetið nýja“, í síðasta tbl. Iþróttablaðs- ins, með smáklausu, sem hún fékk að hnýta aftan í greinina. Þj'kist hún skýra afstöðu sína til málsins með því að taka upj> kafla úr bréfi til K.R. þ. 31. okt. s.l. Þar segir svo m. a.: „Stjórn I. S. I. hefir hvorki breytt tíma 'þeim, sem tímaverðir gáfu upp, né úrskurði markdómara. Það, sem stjórn I. S. I. hefir gert, er að leiðrétta metaskýrslu þá, sem hér um ræðir. . . .“ Til þess að allir geti sem bezt fylgzt með þessu máli og séð sjálf- ir, hvernig í því liggur, þykir mér rétt að lýsa venjulegum aðstæð- um við 200 mtr. hlaup að nokkru: Brautin er fyrst afmörkuð, og síðustu 10 metrarnir eru merktir með þverstrikum til að auðvelda störf markdómara, en þeir eiga, þegar fyrsti maður kemur að marki, að taka eftir millibilinu frá fyrsta manni að þeim næsta, að þeim þriðja o. s. frv. Síðan gefa þeir yfirmarkdómara skýrslu, sem hann svo leggur fyrir vfir- tímavörð. Yfirlímavörður ber svo skýrslu yfirmarkdómara saman við klukkurnar. Skal þá, samkvæmt leikreglum I. S. I., taka fullt tillit til fjarlægðarinn- arar. þ. e. a. s. skýrslu mark- dómara. En 1 metri i 200 mtr. hlaupi er venjulega reiknaður á 1/10 úr sek. eða liðlega það (t. d. 4 mtr. á 5/10 úr sek.). Fjöldi tímavarða og markdómara fer oftast eftir atvikum, þ. e. hve margir fást til starfsins og live margar klukkur eru við hend- ina. Auk þeirra eru svo nokkrir brautardómarar, sem eiga að líta eftir, hvort keppendur fari ekki út af skeiðgötu siimi, og ræsir, sem gefur keppeudunum merki um, hvenær þeir eigi að bregða við, þ. e. hlaupa af stað. Sú skýring stjórnar I. S. I., að hún hafi ekki breytt úrskurði markdómara, er lítils virði, enda átti Iv.R. við úrskurð yfirtíma- varðar, og mun formaður K.R. liafa leiðrétt þetta munnlega við forseta I. S. I. I grein minni í síðasta tbl. Iþróttablaðsins liefi ég á nokkrum stöðum talað um úrskurð tímavarða, en á auðvit- að að vera úrskurð yfirtíma- varðar, og leiðréttist það hér með. En stjórn I. S. I. liefir breytt úrskurði yfirtímavarðar. Það er úrskurður hans, sem gildir í þessu máli, og fullyrðingar um, að stjórnin hafi ekki breytt úr- skurði yfirtímavarðar, fá ekki staðizt. Þegar yfirtímavörðurinri í þvi Idaupi, sem hér um ræðir, hafði fengið úrskurð yfirmarkdómara (sem var sá, að Sigurður og Ólaf- ur hefðu verið næstum alveg jafnir, en Ólafur þó sýnilega á undan), úrskurðaði hann sama tíma á báðum, eða 24,0 sek., þrátt fyrir það, að önnur klukkan á Sigurði befði sýnt 24,1 sek. Fæ ég ekki séð í leikreglum I. S. í„ að stjórn sambandsins geti breytt þeim úrskurði, enda tel ég start þess liggja á öðrum vettvangi. I leikreglum I. S. 1. er grein, sem segir, að ef þrjár klukkur taki tíma á einum keppenda, skuli sú klukkan, sem sýnir tím- ann i miðið, gilda, — en ef þær eru aðeins tvær, gildir sú, sem sýnir lengri tíma. — En önnur grein liljóðar svo, að þegar tími keppenda sé úrskurðaður, skuli taka fullt tillit til fjarlægðarinn- ar, og á þetta aðallega við um spretthlaup. Þessi síðari grein væri gersamlega þýðingarlaus i, leikreglunum, ef alltaf skyldi farið eftir klukkunum, og hljóta allir að sjá það. Einn meðlimur stjórnar I. S. 1. hefir sagt við mig, að hann teldi þessa grein aðeins eiga að gilda, þegar um mikinn mun væri að ræða á klukkunum og úrskurði mark- dómara (t. d. þegar klukkurnar sýndu 5/10 sek. mun, en fjar- lægðin væri bara 1 meter, eða öf- ugt). En ég get ekki fallizt á þá skoðun, að „fullt tillit“ þýði „uokkurt tillit“. Ég endurtek það því liér, að stjórn I. S. I. hefir hlaupið á sig í þessu máli, enda hafði enginn kært til hennar yfir þvi, og hún gerir bezt í að þegja það í liel. Ég geri samt ekki ráð fýrir, að liún fari að breyta þessum úr- skurði sínum, en liann er engu að síður ólöglegur. Stjórnin hefir orðið fyrir áhrifum utan að, af því að Sigurður Finnsson var ekki talinn fær um að hlaupa 200 mtr. á 24 sek., eða jafnvel ekki á 24,5 sek. Sigurður hafði aldrei áður hlaupið 200 mtr. á skemmri tíma en 25 sek., og því þótti hann af sumum ekki fær um að hlaupa nú á 24,0 sek.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.