Íþróttablaðið - 01.03.1941, Side 17

Íþróttablaðið - 01.03.1941, Side 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SITNDMÓT K.R. Hið áriega sundmót K.R. fór fram í Sundhöll Revkjavíkur um mánaðamótin marz og apríi. - Skráðir þátttakendur voru 55, þar af 30 frá K.R., 17 frá Ár- manni og 8 frá Ægi. Hér fara á eftir úrslit í einstökum sund- .greinum: 100 mtr. frjáls aðferað, k. mín. 1- Stefán Jónsson (Á.) .. 1:7.4 2. Gunnar Eggertsson (Á.) 1:8.5 3. - Rafn Sigurvinnss. (K.R.) 1:14,8 Stefán virtist öruggur með sig- urinn strax í byrjun, en ])ó tókst honum ekki að lirista Gunnar af sér fyrr en á síðustu 25 metr- unum. Rafn liafði ekki þoi á móts við keppinauta sína, enda vart við því að búast af 15 ára pilti •— en hann svndir prýðilega. En hvar voru sundkappar Ægis, þeir Jónas, Logi, Hörður og aliir hinir? 100 mtr. bringusund, drengir innan 16 ára. L Einar Davíðsson (Á.) .. 1:30.5 2. Jóhann Gíslason (Iv.R.) 1:36.2 3. Geir Þórðarson (K.R.) 1:39.3 Tími Einars er mjög sæmi- legur. 100 mtr. bringusund, kartar. 1. Sigurður Jónsson (K.R.) 1:20.5 2. Ingi Sveinsson (Æ.) . . 1:20.7 3. Magnús Kristjánss. (Á.) 1:24.5 Áhorfendur biðu með óþreyju eftir þessu sundi, og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum, því að það var bráðskemmtilegt. Eftir fyrstu 25 mtr. var Magnús, sem notaði „butterfly“, í fararbroddi. Þegar sundið var liálfnað hafði Sigurður tekið forystuna, en Ingi fylgdi fast á eftir. Hófst nú liarð- vítug keppni milli þessara bringu- sundskappa og voru þeir óspart hvattir af áhorfendum. Viður- eigninni lauk þó þannig, að Sig- urður varð einu sundtaki á und- an. Tími beg'gja er ágætur. 100 mtr. frjáls aðferð, drengir innan 16 ára. 1. Sigurg. Guðjónss. (K.R.) 1:15.8 2. Einar Hjartarson (Á.) 1:19.5 3. Benny Magnúss. (K.R.) 1:20.7 Sigurgeir var þróttmestur aí piítunum. Tíminn er töluvert lak- ari en á meistaramótinu í fyrra. 50 mtr. bringusund, stúlkur innan 16 ára. sek. 1.-2. Sigríður Jónsd. (K.I4.) 46.5 1.-2. Halldóra Einarsd. (Æ.) 46.5 3. Unniir Ágústsd. (K.R.) 47.9 Sigríður hefir mjúkan og fal- iegan stíl, og Halldóra er bráð- rösk sundkona, ])ótt lítil sé. 4 X 25 mtr. boðsund, drengir innan 16 ára. 1. K.R..................62.9 sek. 2. Ármann . .,......... 65.4 r— K.R. liafði forystuna alla leið, enda hafði Ármann ekki nema 3 skriðsundsmenn, sá fvrsti synti bringusund. 50. mtr. baksund, karlar. sek. 1. Guðm. Þórarinsson (Á.) 39.6 2. Rafn Sigurvinnss. (K.R.) 41.9 3. Birgir Valdimarss. (K.R.) 44.2 Piltarnir syntu yfirleitt vei, og tíminn er betri en á K.R.-sund- mótinu í íyrra. 4 X 50 mtr. boðsund, karlar. 1. Ægir ................... 1:5.5 2. Ármann (A) .......... 2:0.3 3. Iv.R. (A) .............. 2:7.0 15 Eftir fvrstu 25 metrana var Ármann í fararbroddi, en þá sendi Ægir Hörð Sigurjónsson til að skakka leikinn, sem hann gerði svo rækilega að úr því fengu Ármenningar ekki rönd við reist. í boðsundsflookki Ægis voru Ásgeir Magnússon, Hörður Sigurjónsson, Logi Einarsson og Jónas Halldórsson. Auk sundkeppna þeirra, sem liér hefir verið minnzt á, fór svo fram sýning í björgunarsundi og dýfingum, og' ennfremur list- ræn hópsýning 10 stúlkna úr Iv.R. undir stjórn Jóns Inga Guðmunds- sonar, sem einnig var leikstjóri mótsins. Sundmót þetla var svo vel sótt, að þess munu fá dæmi hér i sundhöllinni. Er það vel farið að almenningur skuli nú vera farinn að átta sig á því, að sundíþróttin á það skilið, að henni sé meiri gaumur gefinn en verið befir til þessa. Kgs. RESTAURATIONIN I ODDFELLOWHtSINU hgrstu flokks fœði og alskonar veitingar. Eftir æfingar og unna sigra er bezt að koma ODDFELLOWHDSIB

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.