Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 05.05.1952, Blaðsíða 1

Íþróttablaðið - 05.05.1952, Blaðsíða 1
JEgir 25 ára. Grein um þetta merka félag kemur í næsta tölublaði. — Islandsmethafar i 4x200 m. ' skriðsundi karla. Tálið frá v.: Ari Guðmundsson, Helgi Sig- urðsson, Hörður Jóhannesson og Þórir Arinbjarnarson. — Er lœknisskoðun íþróttamanna í 0|órsamle0ri vanrnkslu? Iþróttamenn óánægðir með núverandi íþróttalækni. Hver ber sökina á hirðuleysi í þessum efnum? GE TRA UNIRNAR: Spámaðurinn hefur orðið Það þóttu mikil tíðindi og góð, þegar samþykkt var fjár- veiting til íþróttalæknis. Hlut- verk læknisins var og er að skoða íþróttamenn áður en þeir ganga til keppni eða leiks og úrskurða hverju sinni, hvort viðkomandi einstakling- ur hafi þann hraustleika, sem teljast verður nauðsynlegur til þess að reyna á líkama og sál til hins ítrasta. Svo er hér til orða tekið um líkama og sál, að enginn vinnur sigur likamlega hafi hann ekki and- legan styrk til einbeitingar í keppninni. Nú er hlutverk í- þróttalæknis aðallega hin lík- amlega rannsókn. Ber þar einkum að athuga þrek og hreysti hjartans og hjarta- kerfisins, lungnaþol og öryggi skilningarvitanna. Svo er fyr- ir mælt, að íþróttamenn megi ekki keppa í opinberum kapp- mótum án undangenginnar læknisskoðunar, og að sú skoðun hafi leitt í ljós nægi- lega hreysti einstaklingsins til keppninnar. Nú er það á f jölmargra vit- orði, að framkvæmd þessara mála er í mikilli vanrækslu, svo að til ófremdar má teljast. Það er ekki einungis sá þáttur að brotin séu lagafyrirmæli og reglugerðir, heldur er ung- um mönnum stefnt til harðr- ar keppni hvað eftir annað án skoðunar, jafnvel ár eftir ár, en allir vita að keppni í íþrótt- um hefur farið harðnandi á undanförnum missirum og ár- um. Nýlega gerðist atburður, er vakti töluvert umtal um þessi mál. Drengjahlaup Ármanns, 2,2 km. vegalengd, var þreytt 27. apríl sl. Einn þátttakand- inn í hlaupi þessu, 17 ára pilt- ur, gafst upp á miðri leið og var þá svo aðframkominn, að félagar hans þurftu að koma honum til hjálpar og leiða hann spölinn inn í Miðbæjar- skóiann, þar sem föt hans voru geymd í búningsklefa. Piltur- inn var mjög illa á sig kominn, hafði „ógleði" mikla, hjart- slátturinn var óreglulegur og tíður, og hélt honum við full- kominni vanmegnan. Félagar hans lögðu hann á bekk, hag- ræddu honum og nudduðu hann, en svo óvænlega þótti horfa, að þeir hringdu til slysa varðstofunnar eftir lækni, þar eð enginn læknir var við hend- ina. Leið nú löng stund, allt að klukkutíma, og félagar pilts- ins liðsinntu honum eftir föng- um, svo að þegar læknir kom, var pilturinn tekinn að hress- ast og fór í bað. Pilturinn mun ekki hafa tekið þátt í svona löngu kapphlaupi fyrr, en var daginn fyrir hlaupið skoðaður af íþróttalækni og úrskurðað- ur hæfur til keppninnar. Nú skal enginn dómur lagður á læknisskoðunina að þessu sinni, en framangreindur at- burður minnir á ýmsa van- rækslu í þessum efnum, t. d. var enginn læknir þarna við hendina, svo að bið eftir lækni var nálega klukkustund. Þess munu mörg dæmi að mót og kappleikar fari fram án þess læknir sé nærstaddur allan tímann. I því efni berast bönd- in að forystumönnum mót- anna. Þá mun það alltítt, að íþróttamenn keppi, og það á stórmótum, án undangenginn- ar læknisskoðunar. Hefur þetta verið látið líðast engum til geðs eða velþóknunar. — Þetta stafar af sinnuleysi fé- laganna og leiðtoga þeirra. Margir íþróttamenn og í- þróttaleiðtogar hafa rætt þessi mál við blaðið og talið að nú þurfi að breyta til batnaðar og reglu í þessum málum. — Kvarta einnig margir yfir á- hugaleysi núverandi íþrótta- læknis, og telja að oft komi íþróttamenn órannsakaðir á heilsu til kappleiks sökum þess, að þeir hafi ýmist ekki náð tali af lækninum eða ver- ið sagt að koma á ákveðnum tíma, en læknirinn hafi þá ekki mætt og enginn í hans stað. Hafi sú óánægja, sem íþróttamenn bera til íþrótta- læknis, við rök að styðjast, virðist rökréttast að fá nýjan áhugasaman lækni til þess að sinna starfi þessu. Form. I- þróttabandalags Reykjavíkur, Sigurður Magnússon, tjáði blaðinu að í ráði væri að kepp- endur yrðu rannsakaðir á í- þróttavellinum fyrir hverja keppni á sumri komanda. — Þetta er mikilsvert spor til batnaðar. Mörg dæmi um ólag og hirðuleysi í þessum efnum mætti draga fram í dagsljós- ið, þó að það verði ekki gert Framhald á bls. 4- Keppt var í svigi og bruni karla, kvenna og drengja og skíðastökki karla. 24. apríl. Sumardagurinn fyrsti rann upp drungalegur og leit út fyrir að það mundi rigna er á daginn liði. Tals- verður hópur keppenda og starfsmanna var kominn á Kolviðarhól. Menn voru á einu máli um að ekki væri ráðlegt að keppa í bruni karla, þar eð ganga þurfti eins og hálfstíma gang að endamarki. Ákvað mótstjórnin þá að fresta bruni Fjórða leikvika 9.—11. maí. Þessi getraunaseðill er lík- ur fyrri viku með íslenzkum, norskum og sænskum leikum. Að nokkru leika sömu félög sem fyrri viku, og þurfa menn því að athuga hvernig félög- in reyndust í 3ju leikviku. Fyrst á seðlinum eru ís- lenzkir leikir: Fram — Vikingur. Fram hefur æft vel allan veturinn og margir leikmenn hafa dval- izt í Þýzkalandi og vafalaust lært töluvert. Eg merki 1 án tryggingar í kerfi. Válur — KR. Eg hugsa mig ekki um, tel Val vísan sigur. Segi 1 án tryggingar. Hálsingborg — Málmö. Malmö stendur ennþá hátt, en sænsk blöð segja að Hálsing- borg sæki mjög fram og sé í góðri æfingu. Þetta suður- sænska „Derby“ mun verða mjög spennandi, og ég trúi á sigur heimafélagsins Hálsing- borg, set 1, en vil í kerfi tryggja með jafntefli x. örebro — Norrköbing. Þetta fræga Nrrköbingfélag er erfitt að sigra, og jafnvel þó að leikurinn fari fram í Örebro, held ég, að örebro hafi ekki sigurvon. Norrköb- ing er efst í töflunni og er á- kveðið í að vinna „Allsvenska serien.“ Við merkjum 2 án tryggingar í kerfi. Djurgárden — Göteborg. Leikmáttur er svipaður, en heima í Stokkhólmi vinnur Djurgárden sennilega. Merki 1 án tryggingar. Atvidáberg — Degerfors. Átvidaberg er lágt í töflunni. Það hefur orðið fyrir óhöpp- um. Eg merki x í einni röð en tryggi sigurinn í kerfi þannig: lx. Skeid — Odd. Odd er frá bænum Skien, sem hefur frægt nafn í norskri knatt- spyrnusögu. Ekkert félag hef- karla en keppa í bruni kvenna og drengja og svigi eftir því sem hægt væri. Kl. 11 hófst brun keppni kvenna og drengja í Hamars- gili við Kolviðarhól. Brautin var af efstu brún Hamarsgils og niður í gilbotn. 1 henni voru 10 hlið, lengd 600 m. og fall 200 m. Brautarstjóri var Gísli B. Kristjánsson. Það var lítils- háttar rigning og færi blautt. Ræsimark flokkanna var mis- mundandi. ur unnið jafnoft Noregsmeist- aratignina. Leikurinn verður háður á Bisletvellinum í Osló, sem er heimavöllur Skeid, svo að ég get vel trúað, að þar verði jafntefli x, en til trygg- ingar í kerfi hef ég lx. örn — Arstad. Bæði félög- in eru lágt, en örn vinnur heima í Horten. Eg set 1 án tryggingar. Viking — Válerengen. Leik- urinn verður í Stavanger, og þar gef ég ekki vinum okkar miklar vonir. Viking sigrar og ég set 1. Brann — Asker. Asker er frá þorpi skammt frá Oslo, en ég hygg að það mæti hörðu í Bergen. Eg held að jafntefli verði x í einni röð, en tryggi með 2 í kerfi. Bæði félögin eru með hinum beztu. Sparta — Frederikstad. Sparta á heima í Sarpsborg. Hið síðarnefnda var fremst sl. haust í sínum flokki, og hafði einungis sigra, 14 stig í 7 leikum. Sparta er einnig hátt á töflunni. Hvað áhorfendum viðvíkur er sennilegt að á- hugamenn um knattspyrnu í Frederikstad sæki leikinn, það er aðeins 20 mín. ferð í bíl. Eg skrifa 2 án umhugsunar. Lyn — Sarpsborg. Sarps- borg vann, svo sem kunnugt er, Noregsbikarinn í fyrra. Lyn, þetta gamla góða félag mun berjast hraustlega til þess að fá stig upp í aðalflokk- inn. Beztu úrslit fyrir Lyn er jafntefli. Set x í einni röð og 2 til vara í kerfi. Eg vil fúslega játa, að jafn- vel þótt ég hafi á síðustu ár- um fylgst vel með norsku leik- unum og séð öll félögin á leik- velli, geta óvæntar breytingar raskað spám. Eftir 2-3 leik- vikur verður allt skýrara og þá kem ég til ykkar aftur. Beztu óskir. Gunnar Aksélson. Úrslit t A- og B-flokki kvenna: sek. 1. Þórunn Björgúlfsd. KR 66,3 2. Ásthildur Eyjólfsd. Á 67,1 3. Sesselja Guðmundsd. Á 73,9 Keppendur voru sex og luku fimm þeirra keppninni en Karen Magnúsdóttir datt og meiddist, þó ekki alvarlega. Ásthildur „keyrði“ vel en datt illa. C-flokkur kvenna: sek. 1. Jaköbína Jakobsd. He. 51,5 2. Guðlaug Lúðvíksd. KR 70,0 3. Hjördis Sigurðard. lR 97,9 Keppendur voru sjö og luku þær allar keppninni. Jakob- ina var þarna í sér flokki því að hún „keyrði“ brautina á Framháld í næsta blaði. III. Kolviðarhólsmótið 1952 fór fram við Kolviðarhól 24-, 26., 27. april og 1. mat.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.